Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 7
I Seg mér,
I hverjir eru
I vinir þínir.
Lífsreynslusögur,
I skráöar undir merkjum
' bersögli, eru tímanna
| tákn. Svavar Gestsson,
veröandi formaður Al-
I þýðubandalagsins, lýsir
| sambúðaraöilum úr 13
1 mánaða stjórninni í Þjóö-
| viljanum svo: „Hinir nýju
I þingmenn flokksins (Al-
i þýðuflokksins) voru holdi
| klædd popppólitík, al-
teknir fjölmiölaveiki, ein-
| skonar pólitískri sýn-
■ ingarmaníu, og það
' reyndist því miður útilok-
| að að ná við þá samstöðu
. um grundvallaratriði sem
I heföu getaö breytt veru-
| lega um gerð þjóðfólags
1 okkar.“
I_______________________
Framsóknarflokkurinn
fær þessa einkunn:
„Framsóknarftokkurinn
var í sárum eftir kosn-
íngaúrslitin 1978 og var
ætíð reiðubúinn til þess
að gera bandalag við
annan hvorn hinna flokk-
anna ef þaö gat komið
þeim þriðja „illa.“l
Þetta voru flokkarnir
sem Alþýðubandalagiö
valdi sér að vinum. Mál-
tækiö segir: Segið mér
hverjir eru vinir þínir —
og ég skal segja þér hver
þú ert.
Það er og eftirtektar-
vert, að Alþýðubandalag-
ið taldi ekki hægt aö ná
fram breytingu á gerö
þjóðfélagsins í samstarfi
við krata. Eftirtektarvert í
Ijósi þess sem á eftir
fylgdi.
„Bylting veröur
ekki gerö
nema . .
„Þau orö sem hér er
vitnað til, eru sótt í stefn-
uræðu Svavars Gests-
sonar á flokksráðsfundi
Alþýðubandalagsins. Þar
lýsa ýmsir stefnuvitar af
elztu sovétgerð: „Einka-
gróöaþjóðfélagið er of
dýrt fyrir okkur.“ „Eigum
að leggja aukna áherzlu á
baráttu gegn hugmynda-
fræðilegu forræði eign-
arstéttarinnar...“ „Bylt-
ing verður aldrei gerð
nema stéttarvitundin sé
vakandi...“ Þessi voru
slagoröin þegar krón-
prínsinn í kommúnista-
flokknum var að réttlæta
veru sína í ráðherrastól
enn á ný.
Krónprinsinn segir
stööu þjóömála „kalla á
endurmat og nýjar bar-
áttuaöferðir". Þess vegna
hafi enn verið áö í plus-
stólum valdsins. Viö
„þorum", segir hann, „að
beita nauðsynlegum
stjórntækjum til þess að
auka samneyzlu (þ.e.
ríkisútgjöld) og þar með
að flytja fjármuni frá
þeim sem mest hafa um-
leikis ...“ o.s.frv., þ.e.
skattleggja rösklega.
Það fer ekki hjá því að
viðrun byltingarhugtaks-
ins og krafan um „breytta
þjóðfélagsgerð“, væntan-
lega í átt að sovéttýp-
unni, er brennandi á
tungu.
Veröbólgan
á íslandi
er ríkisrekin!
í ríkjum, sem búa við
frjálst markaðskerfi og
frjálsa verðmyndun er
dýrtíðaraukning hvar-
vetna innan við 10% á ári,
víðast aðeins örfá pró-
sent, sbr. V-Þýzkaland og
Sviss. Ritstjóri Alþýðu-
blaðsins segir réttilega,
að „sennilega er ekkert
land í víðri veröld utan
Sovétblokkarinnar eins
fjarri því aö búa við
markaðskerfi og íslend-
ingar“. Verölag á fiski,
búvöru o.s.frv. er ákvarö-
að af pólitískum nefnd-
um. Verölagshöft tróna í
kerfinu. Þau beinlínis
hvetja til óhagstæðra
innkaupa. Árangur allra
haftanna og kerfisákvæð-
anna var síðan 60%
hækkun verðlags 1979,
sem er Evrópumet og
himinhrópandi í saman-
buröi viö verðlagsþróun
þar sem höftin voru á
hauga sett strax upp úr
heimstyrjöldinni síðari.
Verðbólgan á íslandi „er
nefnilega ríkísrekin",
segir ritstjóri Alþýðu-
blaösins, „eins og allt
annað,“ bætir hann við
og verður þá sjálfsagt
hugsað til þátta ríkis-
valdsins í verðmyndun í
landinu.
Hér skýtur ritstjórinn
nær marki en hann sjálf-
an grunar. En naumast er
þess að vænta að birti í
lofti, hvað frjálsræði
áhrærir í þjóðfélaginu,
þegar ríkisafskiptaflokk-
ur, eins og Alþýðubanda-
lagið, og framsóknaraft-
urhaldið ráða ríkjum í
öllum fagráðuneytum
utan dómsmála og land-
búnaöar.
I
I
I
I
I
Hitinn í febrúar
1,5 °C yfir meðallagi
MEÐALHITASTIG í
febrúarmánuði í Reykjavík
reyndist +1.4 gráður á Cel-
cius, en það er 1,5 gráðum
yfir meðallagi áranna 1931
til 1960, að því er Knútur
Knudsen veðurfræðingur
tjáði Morgunblaðinu í gær. Á
síðari árum hafa febrúarmán-
uðir hins vegar mælst hlýrri í
Reykjavík árin 1972 og 1975.
Urkomu í Reykjavík sagði
Knútur hafa verið heldur yfir
meðallagi. Knútur sagði mán-
uðinn hins vegar hafa verið
umhleypingasaman og er í því
sambandi skemmst að minn-
ast óveðursins sem gekk yfir í
síðustu viku og kostaði átta
mannslíf.
Og það er ekki að ástæðulaúsu. Þeir
sem vita best, velja Philco. Þvi Philco
samstæðan er ódýrari en sambæri-
legar vélar. Þær eru sterkar og
endingagtiðar, þola stöðuga notkun
dag eftir dag og ár eftir ár. Og það er
Philco, sem skilar fallegum snjó-
hvítum þvotti. Hægt er að setja
þurrkara ofan á þvottavél og spara
þannig gólfrými. Væntanlegum kaup-
endum bendum við á okkar ágætu
viðgerðarþjónustu, auk þess sem við
segjum þeim að kynna sér reynslu
þeirra, sem eiga og hafa notað Philco
þvottavélar o^þurrkara með góðum
árangri.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655
*
plötur
af ýmsum gerðum og
þykktum
Mjög hagstætt verð.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430
MURBOLTAR
GALVANISERAÐIR OG
SVARTIR ALLAR STÆRÐIR
STERKIR OG ÓDÝRIR._______
^ SwSSSSmbí^I^ ^ssssbss^
VALD. POULSEN'
SUÐURLANDSBRAUT10
SÍMAR: 38520 — 31142. -
Bókasöfn — Skólar
Glæra sjálflímandi bókaplastið
er komiö. Heildsölubirgðir. Davíö S. Jónsson & Co. hf., sími 24333.
GÓLFIÐ VERDUR
STERK'
SEM STÁL!
Q Ef þú notar
THORO gólfhersluefni
Eftir áralangar tilraunir og prófanir hefur bandariska fyrirtækiö
STANDARD DRY WALL PRODUCTS, komiö meö þessi frábæru efni á markaöinn, sem
eru nú mikiö notuö i Bandarikjunum og hafa þegar rutt sér rúm hér á íslandi.
NauÖsyn er fyrir vinnustaöi. þar sem mikiö mæöir á gólfi,
aö ganga frá góifunum þannig aö ekki þurfi aö vera aö gera viö þau i tima og ótima.
Hafiö því fyrirhyggju og gangiö frá slitfleti gólfsins strax.
THORO STÁLGÓLF veröa þannig til aö stálflögum sem samanstanda af mörgum
mismunandi geröum er blandaö i yfirborö blautrar steypunnar. og falla agnirnar þannig
saman aö slitþol gólfsins margfaldast og höggstyrkur eykst um 50%.
Hentar þetta efni best á gólf, þar sem er t.d. þungaiönaöur.á verksmiöjur, bifreiöaverkstæöi,
bilageymslur, vélsmiöjur, hleöslupaila, brýr, hafnargaröa o.fl.
THORO KVARS (harösteypa) er svipaö uppbyggt efni og THORO STÁLGÓLF, en hentar
best fyrir matvælaiðnaö og léttan iönaö, s.s. frystihús, fiskvinnslustöðvar, sláturhus.
mjólkurstöövar o.fl.
P&W GÓLFHEROIR er settur á gólfiö eftir aö þau hafa veriö steypt. Hann þrefaldar
slitþol gólfsins og höggstyrkur eykst um 25%.
THORO GÓLFHERSLUEFNIN fást í litum. Verö frá 450 kr. á fermeter.
Leitiö nánari upplýsinga. þaö er þess viröi aö kynnast THORO efnunum nánar, þér
veröiö ekki fyrir vonbrigöum.
ÞÚSUNDIR FERMETRA hafa ÞEGAR sannað gædin.
fj steinprýði
v/ Stórhöfða, símar 83340-84780