Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
15
Einar Birnir, formaður Fél. ísl. stórkaupmanna:
5000
óþarf a milliliðir
Hver hefur ekki heyrt sagt sem
svo, „við (íslendingar) höfum eng-
in efni á tvöþúsund heildsölum,
eða fjögurþúsund innflytjendum",
eða heyrt áskorunina „Léttum
milliliða kostnaðinum af þjóðinni,
burt með alla „óþarfa" milliliði,
burt með heildsalana, lækkum
kostnað".
Höfum við velt fyrir okkur hvað
þessi orð og upphrópanir þýða og
hvað býr að baki ofangreindum
tölum? Lítum nánar á málið.
1) Hvað þýðir orðið milliliður?
2) Hvað er heildsala?
3) Er hægt að vera án heildsala
og milliliða?
Skoðum síðustu spurninguna
fyrst og tökum dæmi. Hvaða
milliliði höfum við „til að auka
kostnað" mjólkur?
a) Smásalann (kaupmanninn á
horninu)
b) Heildsalann (Mjólkursam-
söluna (í Rvík))
c) Iðnrekandann (Mjólkurbúið)
d) Seljanda hráefnis (bóndann)
e) Framleiðanda hráefnis
(Kúna)
Kýrin telst
varla milliliður
Byrjum á að horfast í augu við
líffræðilega staðreynd, — við get-
um ekki framleitt mjólk sjálf, þótt
við snérum okkur alfarið að gras-
áti, niðurstaða, kýrin telst varla
„milliliður". En, við getum
mjólkað kúna og ekið njjólkinni
heim, þar sem við getum búið til
rjóma, smjör, skyr og osta úr
mjólkinni, eða með öðrum orðum,
við gætum losnað við alla „milli-
liðina", heildsala og alla hina. —
Einfalt, — eða hvað?
Annað dæmi, um fiskinn í
sjónum og alla „milliliðina" þar,
fiskbúðir, frystihús, útgerðar-
menn og sjómenn, — allir með
„rándýran aukakostnað". Hver
(t.d. í Reykjavík), getur ekki róið
út í bugt og keipað svolítið fyrir
ýsu eða þyrskling? Það fæst jafn-
vel smákoli á stundum, rétt við
hafnarkjaftinn. Nú segir e.t.v.
einhver. „Ósköp er annars að sjá
hvað maðurinn lætur sér detta
fáránlega hluti í hug, hefur hann
ekki heyrt minnst á tæknivæð-
ingu, sérfræði og verkaskiptingu,
að ekki sé nú talað um hagræð-
ingu og enn síður um almenna
skynsemi". Hver skyldi nú annars
vera sérfræði og verkaskipting og
jafnvel hagræðing í vörudreifingu
og verzlun? Þó ekki heildsala og
smásala.
Er ljótt að
vera liður?
Skoðum fyrstu spurninguna
næst. Þetta ljóta orð „milliliður".
Er annars svona ljótt að vera
liður, sem tengir aðra þætti sam-
an? Svarið er nei, en það er búið
að gera orðið milliliður ljótt, með
því að tengja það alltaf við orðið
óþarfur. Auðvitað eru milliliðir
mis þarfir, en æði margir eru
bráðnauðsynlegir og þá ekki síst í
tæknivæddu þjóðfélagi nútímans.
Þar sem æ meiri áherzla er lögð á
að liðskipta störfum í þjóðfélag-
inu, í afmarkaða hópa sérfræð-
inga, hvern á sínu sviði.
Það ber hins vegar brýna nauð-
syn til að fólk, almennt, hætti að
taka athugasemda- og umhugsun-
arlaust við hrópinu „óþarfur milli-
liður“ hvenær sem einhver „lands-
hornasirkill", eða „léttvigtar-
maður“ úr pólitík eða annars
staðar grípur til þess í málefna-
fátækt, svo eitthvað heyrist í
honum.
Heildsali dreifir
vöru frá framleið-
anda til smásala
Ein spurning var éftir enn.
Heildsala er aðili (fyrirtæki/
einstaklingur), sem tekur að sér
að dreifa vöru frá framleiðanda til
smásala, eða fárra stórra neyt-
enda (iðnaðar/stofnana).
Hann leitar oft hagkvæmrar
vöru fyrir „gefinn" markað, eða
markaðar, fyrir „sérstaka" vöru
hann dreifir upplýsingum um vör-
una með henni, og hann geymir
vöruna á meðan á dreifingar
(sölu) starfinu stendur.
Getur framleiðandi
ekki selt vöru
sína sjálfur?
Starfsemi heildsalans má síðan
þátta svona t.d.:
a) vörugreining/innkaup.
b) vöruflutningur að og frá (að-
föng/dreifing)
Ný gjaldskrárnefnd
Ný gjaldskrárnefnd hefur
verið skipuð, en hún á sem
kunnugt er að meta hækkun-
arbeiðnir opinberra fyrir-
tækja og stofnana og gefa álit
sitt á þeim. Hefur þessi nefnd
oft verið kölluð bremsunefnd
manna á meðal. í nefndinni
eiga sæti Georg Ólafsson verð-
lagsstjóri, formaður, Ólafur G.
Einarsson alþingismaður og
Ragnar Arnason lektor.
Georg Ólafsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
opinber fyrirtæki ættu sem
fyrr að senda beiðni um gjald-
skrárbreytingar til viðkomandi
ráðuneyta, sem síðan ættu að
leggja fyrir nefndina rökstudd-
ar tillögur um breytingar. Ef
samstaða verður í ncfndinni
verður breytingin heimiluð og
tilkynnt ríkisstjórninni enda sé
hún samhljóða stjórnarsátt-
málanum. Komi hins vegar upp
ágreiningur verður málið sent
viðskiptaráðherra, sem vænt-
anlega mun bera það undir
ríkisstjórnina til fullnaðaraf-
greiðslu.
Langá á Mýrum
í FÖSTUDAGSBLAÐINU birtist
grein um Árangursríka fiskirækt
í Langá á Mýrum. Fallið hafa
niður úr grein þessari setningar
þar sem greint er frá því, að
Gljúfurá, sem fellur til Norðurár í
vatnakerfi Hvítár, sé kvísl úr
Langá og áin skipti sér þannig í
tvær áttir, eins og millifyrirsögn i
fyrrnefndri grein ber með sér.
Langá kvíslast þannig skömmu
eftir að hún fellur úr Langavatni.
Er þetta einkennileg tilhögun
náttúrunnar og mun nær einstætt
að slíkt gerist.
c) lagerun (innifalið fjármögn-
un, þar með útlán)
d) kynning/sölustarf, (mark-
aðsleit, upplýsingastarfsemi, aug-
lýsingar)
Nú má enn spyrja, af hverju
getur ekki framleiðandinn selt
vöru sína sjálfur til smásalanna
og annarra, sem selja þarf? Og
svarið er, auðvitað getur hann
það, en það fækkar bara ekki
liðum, dreifingarinnar, það setur
einungis tvo undir einn hatt.
Ef nú framleiðandinn lætur
starfsfólk úr framleiðslunni vinna
við dreifinguna, er hann að taka
sérfróða framleiðendur í (sölu)
starf, sem þeir eru ekki sérfróðir
um, þ.e. hann eyðir tíma fram-
leiðslu-sérfræðinganna í óskyld
störf, sem þýðir þá auðvitað minni
framleiðslu.
Framleiðandinn getur líka
stofnað sérstaka söludeild, með
sérfróðu sölufólki til að sjá um
(sölu) dreifinguna, en þá er spurn-
ingin, verður sú sölustarfsemi
betri eða hagkvæmari en hin, sem
er í öðru sérhæfðu sölufyrirtæki,
sem e.t.v. getur dreift ýmsum
kostnaðarþáttum á framleiðslu
fleiri aðila en þessa eina?
Vissulega geta svör við þessu
verið mismunandi, en almennt
séð, er ekki ástæða til að ætla að
tilhögun söluframleiðandans gefi
hagkvæmari rekstur.
Heildsala er
sérfræðiþjónusta
Af þessu má sjá, að heildsala er
sérfræðiþjónusta, jafn nauðsynleg
Einar Birnir
og hver önnur sérþekking sem
nútíma þjóðfélag styðst við, en
þurfum við 2—4 þúsund sérfræð-
inga í þessari grein? Svar: nei, —
og við höfum þá heldur ekki.
Allar upphrópanir um 2—4 þús-
und heildverzlanir eða atvinnu-
innflytjendur á íslandi eru annað
hvort vanþekking eða fölsun stað-
reynda.
í skýrslu með nefndaráliti frá
1978, má glöggt sjá, að séu allir
hausar taldir, sem skiluðu toll'-
skýrslu til tollyfirvalda árið 1977,
reyndust þeir 5 þúsund, þar inni
t.d. allir námsmenn, sem heim
koma með gögn og dót, o.fl. slíkir.
Sama skýrsla sýnir og mjög
skýrt, að % alls innflutnings til
lahdsins, fer um hendur 200 inn-
flytjenda og séu atvinnuinnflytj-
endur kallaðir þeir, sem skila IV2
tollskýrslu á viku til tollyfirvalda,
eru innflytjendur 400 og hafa með
höndum 85% alls innflutnings til
landsins.
Hverjir eru þessir
400 innflytjendur?
Eg á nú ekki tæmandi svör, eri
trúað gæti ég, að þessir væru
helztir:
a) í Félagi ísl. Stórkaupmanna
nærri 200
b) samvinnufélög
c) innkaupahópar smákaup-
manna
d) innkaupastofnanir ríkis og
bæja
e) önnur ríkis- og bæjarfyrir-
tæki og stofnanir
f) iðnrekendur
g) einstakir smákaupmenn
Eða, með öðrum orðum, flestir
þeir sem tengjast verzlun og
vörudreifingu á einn eða annan
hátt.
Vissulega er verðugt og sífellt
verkefni þessum aðilum öllum, að
auka hagræðingu og efla sérhæf-
ingu og sérþekkingu sér og öðrum
landsmönnum til gagns og sparn-
aðar, en það verður ekki gert með
misnotkun orðsins milliliður, eða
sérfræðiheitisins heildsali.
Reykjavík, 21. febrúar 1980
Rafgeymar eru ekki allir eins
★ Tudor — já þessir meö 9 líf.
★ Tudor rafgeymar í allar geröir farartækja.
★ Judor rafgeymar eru á hagkvæmu verði.
★ ísetning á staðnum.
Skipholt 35. — Simi: 37033
TUDOR rafgeymar
fá hæstu einkunn tæknitímaritanna.
Komiö og fáiö ókeypis eintak af niöurstööum
óháöra rannsóknarstofnana.