Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 16

Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.TUDAGUR 4. MARZ 1980 Vandi fiskvinnslunnar Jón Ingvarsson, ísbirninum, Reykjavík: „Frystihúsin hljóta að stöðvast áður en langt um líður verði ekkert að gert“ Guitnar Thoroddsen forsætisráðherra: þAÐ hefur verið stefna stjórn- valda undanfarin ár, að afkoma frystihúsanna væri á núlli, en það þýðir óhjákvæmilega að mörg frystihús eru rekin með tapi. Af því leiðir að frystihús, sem rekin eru á núlli eða með tapi árum saman, geta með engu móti mætt kröfum tímans hvað snertir aukna nýtingu, hagræðingu, bættan aðbúnað og fleira. Þau hljóta því fyrr en síðar að gefast upp og hætta rekstri. Þessi stefna er auk þess þjóðhagslega stórhættuleg vegna þess, að ef íslenzkum frystiiðnaði er ekki búin sam- bærileg rekstrarskilyrði og frystiiðnaði samkeppnisland- anna, þá getur það tæpast endað með öðru en því, að við hljótum að verða undir í hinni harðnandi samkeppni í mark- aðslöndunum, sagði Jón Ingv- arsson framkvæmdarstjóri ísbjarnarins i samtali við Morg- unblaðið í gær. Samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar var afkoma frystiiðn- aðarins í ársbyrjun, fyrir síðustu fiskverðsákvörðun, núll. Við fiskverðsákvörðunina gekk Þjóð- hagsstofnun út frá því að fisk- flök til Sovétríkjanna hækkuðu um 5% en hækkunin varð aðeins 2%. Ennfremur taldi Þjóð- hagsstofnun að öll fiskflök til Bandaríkjanna, að undantekn- Frystiiðnaðurinn betur búinn undir timabundnal erfiðleika en oft áður — gengisfelling eða hratt gengissig ekki „að svo stöddu“ I um ýsuflökum, myndu hækka um 5 cent á hvert pund. Raunin hefur því miður orðið önnur. Töluverðar lækkanir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á öllum tegundum blokka svo og karfa og ufsaflökum og engar horfur eru taldar á hækkunum á flökum, nema síður sé. Samkvæmt útreikningum SH og SÍS nemur tap eftir kaup- hækkunina 1. marz 9% af veltu eða um 12 milljörðum króna á ári. Mat Þjóðhagsstofnunar er 6,6% tap af veltu, en þessi mismunur stafar aðallega af því, að Þjóðhagsstofnun telur vexti vera nokkru lægri heldur en SH og SÍS. Ef það er ekki talinn bráðaðkallandi vandi, að undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er rekinn með 9% eða 6,6% tapi þá veit ég ekki hvað bráðaðkall- andi vandi er, því fyrirsjáanlegt er að frystihúsin hljóta að stöðv- ast áður en langt um líður verði ekkert að gert. Greinargerð frá Sambandi fiskvinnslustöðva: „Tekjur einungis auk- izt til hálfs við kostnað“ Vegna þeirrar umræðu um vanda fiskvinnslunnar, sem fram hefur farið síðustu daga, telur Samband fiskvinnslu- stöðvanna óhjákvæmilegt að gera nokkra grein fyrir stöð- unni um þessar mundir. Sá vandi, sem nú er staðið frammi fyrir er tvíþættur, annars vegar verulegir rekstrarerfiðleikar og hins vegar samdráttur í endur- kaupum afurðalána, sem áhrif hefur á greiðslugetu fyrirtækjanna. Fyrst skal þá vikið að rekstrarstöðu fisk- vinnslunnar og þá sérstaklega frystiiðnaðarins, en telja má að rekstur saltfiskverkunar standi nú betur, einkum vegna hagstæðari verðþróun- ar á erlendum mörkuðum. Þegar gerð er grein fyrir vanda fiskvinnslunnar er eðli- legast að taka mið af áætlun- um Þjóðhagsstofnunar, enda er það jafnan gert við fisk- verðsákvarðanir. að mati stofnunarinnar var halli í frystiiðnaði tæpir 5 milljarð- ar m.v. verðlag í febrúar, og hefur þá verið reiknað með tæplega tveggja milljarða króna greiðslu úr Verðjöfnun- arsjóði. Ennfremur er í þess- ari áætlun gert ráð fyrir að loðnufrysting gangi jafn vel og á síðasta ári. Nú er hins vegar sýnt að svo verður ekki og getur það rýrt afkomuna um 1,3 milljarða að mati Þjóðhagsstofnunar. Vegna launahækkunar 1. marz aukast útgjöld frystingar um 2,4 milljarða og þegar tekið hefur verið tillit til gengissigs í febrúar er hallinn orðinn 7,4 milljarðar. Hér hefur í engu verið vikið frá forsendum Þjóðhagsstofnunar, en viður- kennt er að mat á vaxta- kostnaði í framangreindri áætlun orkar tvímælis, og af hálfu fiskvinnslunnar hefur verið sýnt fram á að þar skorti 3,5 milljarða. Er hallinn þá kominn í 11 millj- arða króna og einnig má vekja athygli á því að fiskverði hefur verið sagt upp frá og með 1. marz, en hvert prós- entustig í því þýðir um 700 m.kr. Sé þessi staða borin saman við afkomu fyrri ára má sjá, að hún jafnast helst á við erfiðleikaárið 1974, en þá varð eins og kunnugt er mikið verðfall á Bandaríkja- markaði. Það kann að þykja ótrúlegt að nú sé svona komið eftir Hráefni Laun Umbúðir Framlegð Hagnaður Nauðsynl.fram 1. 1 ' Vextir Samband Fiskvinnslustöðvanna. Yfirlit yfir nokkra kostnaðarliði og afkomu frystingar 1971 — 1980. Sem hlutfall af tekjum. Feb. áætlun 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1980 52.8 51.7 49.8 52.8 50.1 52.8 54.7 50.6 54.5 23.1 25.6 25.1 31.1 27.5 25.4 26,0 26.5 27.3 3.6 3.0 2.8 3.3 3.5 3.0 3.0 2.8 3.0 20.5 19.7 22.3 12.8 18.9 18.8 16.3 20.1 15.2 5.3 4.3 7.3 -6.5 -1.1 1.0 -1.3 1.2 -6.9 15.2 15.4 15.0 19.3 20.0 17.8 17.6 18.9 22.1 2.3 2.8 2.9 4,8 5.1 4.8 5.5 7.2 10.0 Skýringar: 1) Hér er átt við þá framlegð sem þarf til að ná hallalausum rekstri. Samband fiskvinnslustöðvanna Vísitala gengis, láuna og hráefn- iskostnaðar Kaup- Laun i Hrá- gengi fisk- efnis- Banda- vinnu kostn- ríkja- aAur dollars fisk- vinnslu 1. jan. 1979 100.0 100,0 100,0 1. marz 1979 101,8 107,0 109,6 15. mai 1979 101,7 107,0 114,4 1. júni 1979 106,1 119,1 128,9 25. júni 1979 107,9 122,7 128,9 20. júli 1979 110,9 122,7 139,5 1. sept. 1979 118,2 133,8 139,5 1. ukt. 1979 119,5 133,9 139,5 1. des. 1979 123,2 151,6 148,8 1. jan. 1980 124,2 151.6 159,7 1. marz 1980 127,8 161,8 Jón Páll Ilalldórsson, Norðurtanganum, ísafirði: „Vanmegnug að mæta tímabundnum áföllum“ — ÉG VERÐ að láta í ljós undrun mína á þessum ummæl- um forsætisráðherra, sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Norður- tangans á ísafirði í samtali við Mbl. í gær. — Hann hefur í höndum allar upplýsingar Þjóð- hagsstofnunar um stöðu þessar- ar atvinnugreinar og á því og hlýtur að vita betur. — Ég trúi því varla, að það geti verið almenn skoðun stjórn- málamanna, að atvinnufyrirtæki í fiskiðnaði hafi safnað í korn- hlöður á undanförnum árum. Um langt árabil hefur allt verið miðað við, að þessi fyrirtæki geti aldrei skilað hagnaði, jafnvel ekki þegar vel árar. Þau eru því alltaf vanmegnug til að mæta tímabundnum áföllum eins og þau þyrftu nauðsynlega að geta gert. — Forsvarsmenn fyrstihús- anna á Vestfjörðum hafa nú ákveðið fund hér á Isafirði á miðvikudaginn til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem nú er komin upp og hvernig brugðist verður við þeim vanda, sagði Jón Páll að lokum. mesta aflaár í íslandssögunni. Svo er þó alls ekki, þegar málið er skoðað nánar. Frá því í upphafi síðasta árs hafa laun í fiskvinnu hækkað um tæplega 62% og á sama tíma hefur það verð, sem greiða þarf fyrir hráefni hækkað um tæplega 60%. Þessir tveir þættir eru nú um 80% alls kostnaðar við fiskvinnslu. Tekjur fiskvinnslunnar ráðast að mestu af gengi og hefur verð á Bandaríkjadollar ein- ungis hækkað um tæp 28% frá ársbyrjun 1979. Verð fyrir frystar afurðir á erlendum mörkuðum er nú einungis lítillega hærra en fyrir ári, þannig að á þessu tímabili hafa tekjur einungis aukist til hálfs við kostnað. Tregða stjórnvalda til að horfast í augu við þessar staðreyndir á sinn þátt í því hvernig komið er. Þó að geng- isfellingar séu síður en svo endanleg lausn á vanda út- flutningsatvinnuveganna, verður ekki hjá því komist að beita gengisskráningu til að jafna misvægi í innlendri og erlendri verðþróun. Frekari frestanir eru einungis til þess fallnar að auka enn vandann. Þegar þessi mynd er höfð í huga er óneitanlega furðulegt að sjá því haldið fram, að sérstakar aðgerðir nú séu ekki bráðaðkallandi. Ennfremur er ljóst að afkoma síðustu ára er slík, að þar er ekki af miklu að taka. Hefur raunar oft verið á það bent, að þegar búið er við svo nauma afkomu til lengd- ar, hafa fyrirtæki ekki þá getu, sem þarf til að laga sig að breyttum aðstæðum eða mæta áföllum. Fyrir nokkru ákvað banka- stjórn Seðlabankans að draga úr endurkaupum afurðalána, án þess að ljóst sé að viðskiptabankarnir auki við- bótarlán sín á móti. Þessi aðgerð segir að sjálfsögðu strax til sín í verulegum greiðsluerfiðleikum hjá fyrir- tækjunum. Fram hefur kom- ið, að til þessa ráðs sé gripið vegna minnkandi fjárráða Seðlabankans. Talsmenn bankans hafa sagt að þar valdi mestu stóraukin skulda- söfnun ríkissjóðs á síðari ár- um. Afleiðingar óstjórnar ríkisfjármálanna eru nú látn- ar bitna á atvinnuvegunum með þessum hætti. -Harðari dómur um ríkisfjármálastefn- una hefur varla í annan tíma komið fram hjá opinberum aðilum. Um það má svo spyrja, hvaða nauðsyn reki til að grípa til slíkra aðgerða til lausnar þeim vandamálum, sem Seðlabankinn á við að etja. Er raunar vand séð það beina samband sem virðist eiga að vera milli ráðstöfun- arfjár Seðlabankans og afurðalána í erlendum gjald- eyri. Ljóst er þó, að við breytingu afurðalánakjara á síðasta ári var ekki skapaður sá stöðugleiki, sem ætla mátti að tryggður hafi verið að þessu leyti. Raunar virðist svo, að Seðlabankinn hafi tekið upp sjálfstæða pen- ingamálastefnu, sem ekki sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda á öðrum sviðum. Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Hörn í Hornafirði: „Aðgerðir vegna fisk- vinnslunnar brýnar — MÖNNUM veitir ekki af öllu sínu og ég get ekki séð, að neinn i fiskiðnaði sé undir það búinn að taka á sig taprekstur, þó að það sé ekki nema í stuttan tíma, sagði Hermann Hansson kaupfélagsstjóri Kaupfélags A-Skaftíellinga í Höfn í Horna- firði í gær. Þessi núll-viðmiðun hefur ríkt í nokkur ár og það er því ekki mikið svigrúm, sem menn hafa og því eru aðgerðir vegna fiskvinnslunnar brýnar og aðkallandi. — Við verðlagningu á hráefni í janúar var í raun miðað við annað tveggja, verðhækkun á erlendum markaði eða gengissig. í staðinn fyrir verðhækkun á erlendum markaði hafa komið verðlækkanir og eðlilega ætti því þörfin fyrir gengissig að vera enn meiri. Eða þá hitt, að þessi lækkun á erlendum markaði nái lengra og þá inn í íslenzkt efnahagslíf, og til hennar verði tekið tillit við ákvörðun fisk- verðs. — Þar sem verðlækkanir hafa orðið, en ekkert gengissig, er ljóst að við hljótum að vera í bullandi taprekstri og við finn- um fyrir því í okkar rekstri nú þegar. Þessi afurðalánabremsa, sem hefur verið, hefur valdið erfiðleikum, og svo mega menn ekki gleyma því, að þær verulegu fjárfestingar, sem verið hafa í frystiiðnaði, eru einmitt byggðar á gengis- eða vísitölutryggðum lánum, þannig að greiðslubyrðin fylgir verðbólgunni. Framlegð- arútreikningar sýna okkur, að staðan er miklu verri en á sama tíma í fyrra, sagði Hermann Hansson á Hornafirði að lokum. m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.