Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
17
sPurt °§ svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hér á eftir fara spurningarnar og svörin við
þeim, sem lesendur Mbl. hafa beint til þáttarins
Spurt og svarað, — lesendaþjónustu Mbl. varð-
andi skattamál. Af gefnu tilefni skal það tekið
fram að þessi þjónusta er fólgin í því að
lesendur hringja spurningarnar inn í síma
10100 kl. 14.00—15.00 frá mánudegi til föstudags
og síðan er svara leitað og þau birt í blaðinu.
Flutnings-
gjald o.fl.
ólafur ó. Guðmundsson,
Skúlagötu 66, Rvk, spurði í
fyrsta lagi hvar á framtali telja
eigi fram flutningsgjald sam-
kvæmt launaseðli. I öðru lagi
varðandi upphæð á bankainn-
stæðu, hvort gefa ætti upp þá
upphæð sem var inni á bókinni
31. desember s.l.?
SvÖr: Fyrsta spurning:
Flutningspeningar teljast til
tekna í lið T 1 eins og aðrar
launatekjur, þ.m.t. allar starfs-
tengdar greiðslur.
Önnur spurning:
Innstæður í bönkum ber að
tilgreina eins og þær stóðu í
árslok 1979 að meðtöldum vaxta-
tekjum af innstæðunni á árinu
1979.
Mæðralaun,
barnsmeðlög
Hulda Filippusdóttir, Sól-
vallagötu 57, Rvk. spurði hvort
meðlag og mæðralaun væru
taldar framteljanda til hreinna
tekna við skattákvörðun?
Svar: Mæðralaun ber að telja
að fullu til tekna í lið T 5. Um
barnsmeðlög vísast til þess sem
segir í leiðbeiningum um gerð
skattframtala í Mbl. 28. febrúar
8.1. bls. 25 1. mgr. tl. 7, 2. dálki.
Þ.e. að til tekna skuli telja þann
hluta barnsmeðlaga sem fram-
teljendur hafa móttekið, sem
umfram er fjárhæð barnalífeyr-
is almannatrygginga fyrir hvert
barn, þ.e. þá fjárhæð móttekinna
meðlaga fyrir hvert barn sem er
umfram kr. 374.551.
Fastur
frádráttur
Ingvi Einarsson, Miðvangi
87, Hafnarfirði, spurði ef fastur
frádráttur væri valinn, — hvort
fylla ætti út í liðina varðandi
iðgjöld og lífeyrissjóð?
Svar: Nei, nema framteljandi
óski þess að skattstjóri velji þá
frádráttarreglu sem yrði hag-
stæðari fyrir framteljanda. Þá
ber að fylla út bæði fremri og
aftari frádráttarliði (og viðeig-
andi teknaliði), merkja ekki val
milli fastafrádráttar og frá-
dráttar D og E og geta þess í
athugasemdadálki að þess sé
óskað að skattstjóri velji þá leið
sem hagstæðari er framteljanda.
(Sjá í leiðbeiningum ríkisskatt-
stjóra um „Frádráttur D og E
eða fastur frádráttur" á bls. 26 í
Mbl.).
Ellilíf-
eyristekjur,
- 10%
frádráttur
4091-7101, nafnnúmer,
* < rrt
Stykkishólmi spurði et tuve no-
dráttarleiðin væri valin, hvort
10% frádráttur verði ekki á
ellilífeyristekj um ?
Svar: Svarið er já.
Náms-
kostnaður
Auður S. Þórðardóttir, Vall-
arbraut 3, Seltjarnarnesi,
spurði hvernig fara ætti með
námskostnað annars hjóna við
gerð skattframtals?
Svör: Námskostnaður færist til
frádráttar tekjum frá því hjón-
anna sem er námsmaðurinn,
með þeim takmörkunum sem
gilda um þennan frádrátt, sbr.
leiðbeiningar ríkisskattstjóra
varðandi reit 51 (bls. 26 í Mbl.).
Maki námsmannsins hefur eng-
an rétt til frádráttar vegna
námskostnaðar hins makans.
Innleiðsla
hitaveitu
Sigurður Ólafsson, Odda-
braut 20, Þorlákshöfn, spurði
hvort kostnaður af framkvæmd-
um við innleiðslu hitaveitu í hús
sé frádráttarbær?
Svar: Kostnaður af fram-
kvæmdum við innleiðslu hita-
veitu í hús er ekki frádráttar
bær sem slíkur. Slíkur kostnaður
reiknast hins vegar sem hluti af
kostnaðarverði (stofnverði), hús-
sins við byggingu þess eða end-
urbætur.
Frádráttur v/
ferða til
vinnu o.fl.
Fjóla Jónsdóttir, Arnarholti.
Kjalarnesi spurði í fyrsta lagi
Hvort framteljandi geti talið sér
til frádráttar kostnað vegna
ferða til vinnu, ef viðkomandi er
búsettur 25 km. eða lengra frá
vinnustað?
Hvort gefa þurfi upp ávísana-
reikning og númer á honum á
skattaframtali?
Hvort telja beri fram hátekju-
skyldusparnað frá árinu 1975 og
1976?
Svar: Svarið er já, ef fyrir
hendi eru þau skilyrði sem um er
rætt í leiðbeiningum ríkisskatt-
stjóra við reit 33, — um fargjöld
vegna langferða milli heimilis og
vinnustaðar. Hér vísast til leið-
beininga við útfyllingu skatt-
framtals einstaklinga árið 1980 í
Mbl. 28. febrúar sl. bls. 24, 2. og
3. dálki.
Svar 2: Innstæður á ávísana-
reikningum eins og aðrar inn-
stæður í bönkum, sparisjóðum
og innlánsdeildum samvinnufé-
laga, ber að telja fram í lið E 5 í
framtali, vexti á árinu í vaxta-
dálk og innstæðu í árslok, þ.m.t.
óhafðir vextir í dálkinn „Fjár-
hæð með vöxtum", Heildarvextir
og heildareign skv. lið E 5 færast
síðan á þann veg sem greinir á
framtalseyðublaðinu. Nafn-
greina skal innlánsstofnun og
númer bankareikninga, þ.m.t.
ávísanareikninga.
Svar 3: Skyldusparnaðarskírt-
eini frá árunum 1975 — 1976 eru
i—r>or her að tilgreina
IrEmiitlððivj tu _
þau á nafnverði í þar til gerðan
reit sem er milli liða E 5 og E 6 á
framtalseyðublaði. Þau teljast
hins vegar ekki til eignar í
eignardálki 11.
Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs:
Þurfum samkomulag um
veiðarnar í fyrstu lotu
„MÉR virðist Ijóst eftir fund
minn með Ólafi Jóhannessyni,
að við séum sammála um nauð-
syn þess, að sumarloðnuvertið-
in við Jan Mayen hefjist ekki án
þess að við höfum komizt að
samkomulagi,44 sagði Knut Fry-
denlund. utanrikisráðherra
Norðmanna. í samtali við Mbl. í
gær. Mbl. spurði Frydenlund,
hvort hann teldi nægan tíma til
stefnu. „Það er vissulega ekki
svo mikill tími til stefnu,44
svaraði hann. „En veiðarnar
eru það mál, sem við þurfum
samkomulag um i fyrstu lotu og
þá er ef til vill ekki óeðlilegt að
fresta hafsbotnsmálunum á
meðan.44
Frydenlund sagði, að norska
ríkisstjórnin hefði orðið fyrir
miklum þrýstingi heima fyrir
um að lýsa strax yfir lögsögu við
Jan Mayen og m.a. hefðu norskir
sjómenn hótað að loka norskum
höfnum. Ríkisstjórnin hefði hins
vegar alltaf lýst þeirri skoðun
sinni, að viðræður við íslendinga
séu nauðsynlegur undanfari
lögsögu við Jan Mayen. „Við
höfum gætt þess að aðhafast
ekkert í málinu á meðan meiri-
hlutastjórn var ekki við völd á
Islandi. Nú er hún komin og þá
er tímabært að hefja viðræður
að nýju,“ sagði Frydenlund.
Mbl. spurði þá Frydenlund,
hvort norska ríkisstjórnin væri
reiðubúin til að lýsa yfir lögsögu
við Jan Mayen í sumar, enda
þótt væntanlegar viðræður við
Islendinga yrðu árangurslausar.
„Við erum þeirrar skoðunar, að
það eigi að vera mögulegt að
komast að samkomulagi við
íslendinga í tæka tíð,“ svaraði
Frydenlund.
Mbl. spurði hann þá, hvort
hann hefði ástæðu til að ætla að
samkomulag yrði auðfengnara
við núverandi ríkisstjórn íslands
en fyrri ríkisstjórn. „Ég hef enga
ástæðu til að halda það,“ svaraði
Frydenlund. Frekari spurning-
um Mbl. um efnisatriði Jan
Mayen málsins svaraði hann á
þá leið, að sjónarmið Norð-
manna væru íslendingum kunn
og því vildi hann ekki fara
frekar út í þá sálma að svo
stöddu.
kassettutæki
á meðan birgðirendast
SUPERSCOPE CD-301A: Eitt
ódýrasta kassettutækiö á mark-
aönum meö norm-cro 2 stitlingu
og sjálfvirkum upptökustyrk.
Tónsviö 40-14.000 riö. Hámarks-
bjögun 0.2%. Verö kr. 126.500.-.
Útborgun kr. 42.000.-
eða staögreiösluafsláttur
kr. 8.900.
SUPERSCOPE CD-312: Lipurt
framhlaöiö tæki meö stillingu
fyrir þrjár tegundir kassetta og
Dolby kerfi. Tónsvið 40-15.000
riö. Hámarksbjögun 0.10%. Aö-
eins fáanlegt í svörtu.
Verö kr. 198.300.-
Útborgun kr. 66.000.-
eöa staögreiðsluafsláttur
kr. 13.900.
MARANTZ 1820 mkll: Stilling
fyrir þrjár tegundir kassetta
Dolby kerfi og sjálfvirk upptöku-
stilling. Tónsviö 30-16.000 rið.
Hámarksbjögun 0.10%.
Verö kr. 236.600-
Útborgun kr. 79.000.-
eöa staögreiösluafsláttur
kr. 16.600,-
MARANTZ 5010: Tæki fyrir þá,
er gera kröfur til upptökugæöa.
Permalloy upptökuhöfuð og
mjög næmir styrkmælar. Stilling
fyrir þrjár tegundir kassetta,
sjálfvirk upptökustilling og gott
Dolby kerfi. Tónsviö 30-17.000
riö. Hámarksbjögun 0.08%.
Verö kr. 319.800,-
Útborgun kr. 107.000.-
eða staðgreiösluafsláttur
kr. 22.400.
III \MI
MARANTZ 5025: Frábært tæki
með möguleika á hljóöblöndun
(frá hljóönemum og/eða magn-
ara). Viövörunarljós kviknar,
ef upptökustyrkur veröur of hár.
Teljari með minni. Stilling fyrir
þrjár tegundir kassetta. Dolby
kerfi og sjálfvirk upptökustilling.
Tónsvið 28-17.000 rið. Hámarks-
bjögun 0.08%. Fáanlegt i silfri
eða svörtu. Verð kr. 389.800 -
Útborgun kr. 130.000.-
eða staðgreiðsluafsláttur
kr. 27.300.
MARANTZ 5030: Fullkomnasta
Marantz-tækiö. Þrjú tónhöfuð.
Tvöfalt Dolby kerfi. Hljóöblönd-
unarmöguleikar. Stilling fyrir
þrjár tegundir kassetta. Við-
vörunarljós fyrir upptökustyrk.
Teljari með minni. Allt skapar
þetta upptökugæði i hæsta flokki.
Tónsvið 20-18.000 rið (FeCr).
Hámarksbjögun 0.05%.
Verö kr. 556.200.-.
Útborgun kr. 185.400.-
eða staðgreiðsluafsláttur
kr. 38.900.