Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
19
Frá þingi Norðurlandaráðs:
Frelsi, ábyrgð og samkennd eru leið-
arstjörnur sem við verðum að fylgja
— sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra
Hér fer á eftir ræða Gunnars
Thoroddsens forsætisráðherra
við setningu þing Norðurlanda-
ráðs í Reykjavík í gær:
Heiðruðu vinir og frændur.
Fyrir hönd íslenzku ríkis-
stjórnarinnar lýsi ég ánægju
minni með það að Norðurlanda-
ráð kemur nú saman í fimmta
sinn á íslandi. Við bjóðum vini
okkar frá Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð velkomna.
Velkomin til þessarar sögueyj-
ar — lands andstæðnanna með
kalda jökla og sjóðandi upp-
sprettur, — þessa lands sem er
snautt af þeim tímanlegu auðæf-
um, sem aðeins standast í
nokkra áratugi, en er auðugt af
öðrum verðmætum, fossum og
heitum lindum, sem halda áfram
að endurnýjast svo lengi sem
rignir á Islandi.
Velkomin til þessa friðsæla
lands, sem byggt er friðelskandi
þjóð, sem þó er svo herská að
hún hrekur herskipaflota stór-
veldis burt frá ströndum sínum
til að verja fiskimið sín.
Já, í augum margra er þessi
þjóð ráðgáta. Hún hefur oft
reynzt nágrönnum sínum erfiður
ljár í þúfu og valdið hinum
norrænu vinum sínum heilabrot-
um. Og það lítur ekki út fyrir að
þetta eigi eftir að breytast svo
orð sé á gerandi, svo það er víst
bezt að venja sig við þetta.
Við erum af norsku bergi
brotin, blönduð írum. Kannski í
okkur búi eitthvað af sjálfs-
trausti og seiglu Norðmanna og
dálítið af duttlungum og upp-
reisnargirni Íra.
En þótt íslendingar séu í eðli
sínu órólegir hefur tekizt að
leysa hin mikilvægustu vanda-
mál með friðsamlegum hætti,
með samningum, gagnkvæmum
skilningi og með því að beita
rökum.
A örlagastundu í sögu íslands,
þegar kristni og Asatrú tókust á
um þjóðarsálina, á sama tíma og
kristnidómi var komið á meðal
annarra Norðurlandaþjóða með
sverði og blóði, var kristni lög-
fest á Alþingi Islendinga án
blóðs og borgarastyrjaldar.
í hinni löngu baráttu fyrir
sjálfstæði Islands og endurreisn
hins gamla lýðveldis tók hin
forna frændþjóð okkar, Danir,
að lokum fullt tillit il óska og
röksemda Islendinga, sem áttu
sér þjóðernislegar, stjórnmála-
legar og lagalegar forsendur.
Þá er að minnast handrita-
málsins, sem af sögulegum og
þjóðernislegum ástæðum var
Islendingum mikið hjartans mál.
Lausn handritamálsins er
dönsku þjóðinni til ævarandi
sóma.
Norræn samvinna er til orðin
bæði af hugsjónalegum og hag-
kvæmum ástæðum. Það er
reynsla okkar og fyrir því höfum
við margar sannanir.
Fyrir 11 árum ákváðu íslend-
ingar að sækja um aðild að
EFTA. Ljóst var að það var
íslenzkum iðnaði hagsmunamál
að komast inn á stærri markað,
enda þótt það hefði í för með sér
aukin vandamál og aukið álag
fyrir ýmsar ungar iðngreinar að
taka þátt í aukinni samkeppni.
Hin Norðurlöndin fjögur, sem öll
voru í EFTA, réttu okkur hjálp-
arhönd. Þau buðust til að stofrra'
norrænan iðnlánasjóð, með 100
Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, og Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra, áður en þing Norðurlandaráðs hófst í Þjóð-
leikhúsinu i gær. (Ljósm. ól.K.Magn.)
milljónir danskra króna sem
stofnfé til styrktar íslenzkum
iðnaði. Þessi upphæð jafngildir
nú 7,3 milljörðum íslenzkra
króna.
Norræni fjárfestingabankinn,
sem stofnaður var fyrir fjórum
árum, hefur þegar veitt veruleg
lán til orkuvers og járnblendi-
verksmiðju hér á landi. Verk-
smiðjan var reist með þátttöku
Norðmanna og mun auka gjald-
eyristekjur okkar og verða
íslenzku efnahagslífi ný stoð.
Eftir náttúruhamfarirnar í
Vestmanneyjum fyrir sjö árum
réttu Norðurlanda þjóðirnar
Islendingum þá hjálparhönd,
sem sannir vinir geta einir rétt.
Forfeður okkar íslendinga
voru spakir og framsýnir er þeir
lögðu drög að þjóðfélagsbygg-
ingu og lagasetningu. Þeir stofn-
uðu Alþingi árið 930 og þar með
hið íslenzka lýðveldi, sem fékk
staðizt í rúmar þrjár aldir, en
var síðan endurreist árið 1944.
Löggjöf þeirra, sem varðveitzt
hefur í Grágás og í sögum var á
margan hátt til fyrirmyndar.
I þessu gamla þjóðfélagi var
m.a. tvennt sérstætt, sem hér
skal nefnt, annars vegar ein-
staklingsfrelsið og sjálfstæðið,
en hins vegar gagnkvæm aðstoð,
tryggingarkerfi og þjóðfélagsleg
umhyggja, sem ekki átti sér
hliðstæðu í heiminum á þeim
tíma. Hvort tveggja er íslenzku
þjóðinni í blóð borið enn þann
dag í dag.
Einstaklingsfrelsið, réttur
einstaklingsins, ábyrgð hans, fé-
lagsleg samkennd og umhyggja
fyrir þeim, sem eiga um sárt að
binda í þjóðfélaginu, — þetta eru
þær leiðarstjörnur, sem við verð-
um að fylgja þannig að hinar
norrænu þjóðir okkar geti lifað
hamingjusömu lífi.
Norðmenn einir geta vernd-
að fiskstofna við Jan Mayen
segir Káre Willoch
KÁRE Willoch, leiðtogi norska
Ilægri flokksins, minntist á Jan
Mayen-málið í ræðu sinni á þingi
Syf jaðir Finn-
ar, sem mættu
til þingsins
ÞAÐ var ekki auðhlaupið
fyrir finnsku fulltrúana á
þingi Norðurlandaráðs að
komast hingað til íslands,
en hér munu staddir 92
Finnar vegna þingsins.
Þeir voru mættir á flug-
völlinn í Helsinki upp úr
hádeginu á sunnudag og átti
flugvélin að fara í loftið
klukkan 16 að finnskum tíma,
klukkan 14 að íslenzkum
tíma. Ætlunin var að fljúga í
leiguflugi með Caraveile-þotu
frá Finnair en vegna óhag-
stæðs veðurs varð að hætta
við þá fyrirætlan og útvega
stærri vél.
Það tók drjúgan tírr.a að
útvega aðra vél en loks
klukkan eitt í fyrrinótt að
finnskum tíma eða klukkan
23 að íslenzkum tíma iagði
DC-8 þota af stað með hóp-
inn. Kom þotan til Kefla-
víkurflugvallar klukkan 2.30 í
fyrrinótt og var finnski hóp-
urinn því ekki búinn að koma
sér fyrir á hótelunum í
Reykjavík fyrr en undir
morgun. Það voru því syfjað-
ir Finnar sem hófu nefnd-
arstörf á þinginu í gærmorg-
un.
Norðurlandaráðs í gær, og sagði í
því samhandi:
„Það hefur verið styrkur Norð-
urlandaþjóðanna að þeim hefir
tekizt að leysa ágreining, sem
óhjákvæmilega hefur orðið um
ýmis hagsmunamál, með friðsam-
legum hætti og þannig að tillit
hafi verið tekið til allra hlutaðeig-
andi. Þannig hlýtur einnig að vera
unnt að leysa þau mál, sem upp
eru komin milli íslands og Noregs
vegna fiskveiðilögsögu.
Þörfin á því að vernda fisk-
stofna við Jan Mayen gerir það að
verkum að nauðsynlegt er að
koma á efnahagslögsögu einnig á
þessu svæði við strönd Noregs.
Norðmenn einir eru þess um-
komnir að hindra svo sem nauð-
synlegt er ofveiði og eyðileggingu
þeirra verðmæta, sem þarna eru í
húfi. Að sjálfsögðu verða Norð-
menn að gæta sanngirni og taka
tillit til þeirra hagsmuna, sem
Islendingar eiga að gæta í þessu
sambandi, en það er óverjandi að
bíða með útfærslu hinnar norsku
lögsögu þar til vertíðin, sem í
hönd fer á þessum slóðum, er
' Fyrir þann tíma verða báðir
aðilar að hafa komizt að
samkomulagi, enda er það í sam-
ræmi við hagsmuni beggja. Ef svo
ólíklega vill til að það takist ekki
verður að vera vilji fyrir því að
halda áfram samningaviðræðum
eftir að lögsagan er orðin að
veruleika.
Forsætisráðherra Finna, Maouno Koivisto, ræðir við
Tómas Árnason viðskiptaráðherra. d.jósm. ól.k. M»Kn.)
Ný sending
Riflaðar flauelis blússur, vattfóðraðar
Brúnt — Drapp — D.grænt.
H E RRAD E I LD
•Austurstræti 14
r