Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 41

Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 21 Jón bætti met sitt um f jórar „ÉG stefndi ekki sérstaklega á þetta mót, og hélt mínu striki á æfingunum, sem fyrst og fremst miðast við keppnirnar í sumar. Komst ekki i úrslitin, en bætti talsvert minn bezta árangur í 1500 frá því í fyrra og hljóp á 3:45,6 mínútum,*4 sagði Jón Dið- riksson frjálsíþróttamaður úr UMSB í spjalli við Mbl. í gær. Jón tók um helgina þátt í Evrópu- meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Sindelfingen í Vest- ur-Þýzkalandi og bætti íslands- met sitt innanhúss í 1500 metrun- um um rúmar fjórar sekúndur, og náði árangri sem oftast hefur nægt til að komst í úrsiitin á mótinu. „Ég hef aðeins hlaupið eitt hlaup innanhúss í vetur og senni- lega hefði því tekist til betur ef sekúndur maður hefði fyrst og fremst hugs- að um þetta mót, og keppt mikið innanhúss," sagði Jón. Hann sagði að aðeins hefðu sex hlaupið í 300G metra hlaupinu á mótinu, en í þeirri grein setti hann nýlega Islandsmet. Félagi hans frá Jág- ermeister Bonn/Troisdorf varð í fjórða sæti í hlaupinu á svipuðum tíma og Jón náði á dögunum. Jón sagðist hafa æft mikið og vel í vetur, og hefði sérstaklega góð tíð hjálpað verulega. „Veðrið hefur verið frábært, aðstæður til æfinga eru góðar og hef ég marga góða menn til að æfa með, æfi t.d. í kvöld með hinum frægu hlaupur- um Villy Wullbeck, Heinz Paul Wellman o.fl. af beztu millivega- lengdahlaupurum Þjóðverja. Hér er allt eins og bezt verður á kosið,“ sagði Jón að lokum. — ágás. Haukarnir sprungu VALUR vann algeran yfirburða- sigur á Haukum í l.deild kvenna íslandsmótsins í handknattleik um helgina, leikið var í Hafnar- firði og urðu lokatölur leiksins 18—10, Val í hag. Staðan í hálfleik var þó jöfn, 6—6, og var þá jafnræði með liðunum. En í síðari hálfleik sprungu Haukastúlkurnar ein- hverra hluta vegna og mörkin hlóðust upp. Tölur síðari hálfleiks eru 12—4 fyrir Val og segir það sína sögu. Þetta ver frekar slakur leikur af beggja hálfu, sýnilega þó einkum hjá Haukum. Bestu menn vallar- ins voru líklega markverðirnir, Jóhanna hjá Val og Sóley hjá Haukum. Munaði mestu fyrr Hauka, að Margrét Theodórsdótt- ir náði sér aldrei á strik í leiknum. Mörk Hauka: Margrét 4/3, Sjöfn 3, Sesselía 2 og Svanhildur 1 mark. Mörk Vals: Harpa 6, Erna 5/4, Ágústa Dúa 3, Karen og Elín 2 hvor. SP • Spánska liðið Atletico Madrid sigraði Val með þriggja marka mun, 24—21 í fyrri leik liðanna sem fram fór í Madrid á laugardags- kvöld. Leikur liðanna var mikill baráttu leikur sem einkenndist af taugaspennu og miklum átökum. Á myndinni hér fyrir ofan sést Þorbjörn Guðmundsson með nös sína fulla af bómull en Þorbjörn fékk óblíðar móttökur hjá vörn Spánverjanna. Engu að síður skoraði hann sjö mörk og átti góðan leik. Ekkert markanna var skorað úr vítaköstum. Bak við Þorbjörn sést í annan frönsku dómaranna sem dæmdu leikinn. Á bls. 24 og 25 má sjá myndir og frásögn af leiknum. Ljósm. Mbl. þr. - Ég virðist bara ekki geta skorað núna, segir Petur hreinlega ekki geta skorað. Eitt slíkt timabil er að ganga yfir núna, sagði Pétur Pétursson knattspyrnukappi þegar Mbl. sló ÞAÐ koma alltaf slæm tímabil inn á milli og þá virðist maður Alopmppn iWhWr á þráðinn til hans á sunnudags- kvöldið. Pétur hefur ekki skorað í fjórum siðustu leikjum Feye- noord og þykir það vissulega saga til næsta bæjar. Um helgina tapaði Feyenoord á heimavelli sínum fyrir Excelsior 0:4. Þrátt fyrir þennan mikla markamun var leikurinn ekki eins ójafn og tölurnar gefa til kynna því Feyenoord átti aragrúa tæki- færa, sem ekki nýttust. Pétur fékk góð marktækifæri í leiknum en hann var ekki á skotskónum. Mikil viðhöfn var fyrir leikinn því þetta var kveðjuleikur HM-stjörnu Hollendinga Wim Jansen, en hann hefur leikið með Feyenoord hátt á annan tug ára. Honum var vel fagnað að vonum en ekki er gaman fyrir hann að kveðja með stórtapi. Jansen heldur innan skamms til Bandaríkjanna. Pétur er enn markhæsti leik- maður úrvalsdeildarinnar í Hol- landi með 20 mörk en Kees Kist hefur nálgast hann mjög, en hann hefur skorað 19 mörk. Hann skoraði þrennu fyrir AZ’67 um helgina. — Það eru margir leikir eftir svo ég óttast þetta ekki. Ég ætla mér að verða markhæstur í mótslok, sagði Pétur. -SS. J Heim fékk rosa skell! VÍKINGSBANARNIR í Evrópukeppninni í hand- knattleik, IK Heim. fengu heldur betur rassskell er liðið mætti Calpisa Alicante á Spáni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. Tölurnar voru hreint ótrúlegar, 40— 25 fyrir Calpisa, eftir það staðan í hálfleik hafði verið 20—10. Er hætt við að Heim eigi ekki mikla möguleika í síðari leiknum, varla vinnur liðið með meira en 15 marka mun. KA-menn ráða Skota 2. DEILDAR lið KA í knattspyrnu hefur gengið frá ráðningu þjálfara fyrir komandi keppnistimabi). Hafa þeir leitað út fyrir landsteinana og loks tryggt sér skoskan þjálíara. Sá heitir Alex Willoughbey og er 37 ára gamall. W’illoughbey þessi var áð- ur lengi atvinnumaður hjá skoska stórliðinu Rangers og síðan þjálfaði hann ungl- ingalið Aberdeen um skeið áður en hann lagði land undir fót. Þjálfaði hann um skeið lið í Hong Kong og gerði það lið að mcistara. Um tíma voru horfur á því að vestur-þýskur þjálfari kæmi til KA og kom einn slíkur reyndar. En dvöl hans hér á landi varð ekki löng og varð ekkert úr samningum. 3 met Katrínar TVÆR íslenskar sundkonur, þær Katrin Sveinsdóttir og Þóranna Héðinsdóttir, tóku um helgina þátt í ungl- ingameistaramóti Norður- landa sem fram fór í Kupio í Finnlandi. Katrín setti telpnamet í 100 metra skriðsundi, synti á 1:04,09 minútum. Hún setti einnig telpna- og stúlknamet í 400 metra skriðsundi á timanum 4:46,76. í 200 metra skriðsundi fékk hún timann 2:19.04. Þórönnu gekk ekki eins vel og var hún langt frá sínu besta. í 100 metra skrið- sundi fékk hún tímann 1:04,41, í 200 metra skrið- sundi 2:20,63, í 200 metra fjórsundi 2:39,33 og í 100 metra baksundi 1:15,04. FH-ingar fara til Fortuna 6—8 PILTAR úr 2. aldurs- flokki kanttspyrnuliðs FII eru senn á förum til Vestur- Þýskalands nánar tiltekið til Kölnar 23. mars. Þar munu þeir æfa og leika hjá Fortuna Köln, liðinu sem Janus Guðlausson leikur með við góðan orðstir. Munu strákarnir dveljast. hjá þýska félaginu til 8. apríl. Af Janusi er þáð að segja. að honum gengur mjög vel þessar vikurnar og Fortuna á mikla möguleika á þvi að flytjast í „Búndesliguna". Síðast vann Fortuna útsig- ur. 2—1 gegn Wuppertaler. en þar áður stórsigur, 5—2, gegn helsta keppinautnum Hannover 96.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.