Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
23
VÍKINGUR varð íslandsmeistari
i handknattleik i annað skiptið i
sögu sinni, áður 1975, er liðið
sótti tvö stig til Hafnarfjarðar á
laugardaginn. Jafntefli eða FH-
sigur hefði þýtt, að FH ætti enn
veika von um að ná Víkingi að
stigum. Nú er engin von og
Víkingar mega þess vegna tapa
siðustu tveimur leikjum sínum,
það breytir engu. Mjög verður þó
að teljast óliklegt að liðið geri
það, liklegra er að það vinni
deildina með fullu húsi stiga,
slíkt yfirburðarlið er liðið á
íslandi i dag. Lokatölur leiksins,
24—21 gætu bent til þess að
sigurinn hafi verið öruggur, en
það var hann alls ekki, allt var i
járnum og það var ekki fyrr en á
siðustu minútu leiksins, að
Vikingar gerðu endanlega út um
leikinn með þvi að skora úr
þremur hraðaupphlaupum á síð-
ustu minútu leiksins.
Þetta var erfiðasti sigur
Vík '<?a til þessa. FH-ingarnir
héldu x„st í sína veiku von og
börðust grimmilega fyrir sigri.
Voru átök mikil og stympingar og
ekki farið mjúkum höndum um
andstæðinginn. Það sem kannski
gerði sigur Víkings hvað athyglis-
verðastan, var að þeir lentu í
miklum erfiðleikum í leiknum
sjálfum. Sigurður Gunnarsson tók
að haltra og gat ekki beitt sér sem
skyldi eftir það, Steinar meiddist
• Islandsmelstarar Vikings 1979—80. Þeir eru talið frá öftustu röð frá vinstri til hægri. Guðmundur Skúli Stefánsson, Guðmundur
Guðmundsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Heimir Karlsson, Guðjón Guðmundsson, Óskar J>orsteinsson og Steinar
Birgisson. Miðröð frá vinstri, Hannes Guðmundsson liðsstjóri, Sigurður Gunnarsson, Árni Indriðason, Magnús Guðmundsson og Ólafur
Jónsson. Loks í fremstu röð f.v., Erlendur Hermannsson, Kristján Sigmundsson, Bogdan Kowalzik þjálfari liðsins, Jens Einarsson og Páll
Björgvinsson. Hnoðrarnir við hlið Páls eru Guðmundur Pálsson Björgvinssonar og Einar Árnason Indriðasonar.
Ljósm. Mbl. Guðjón Birgisson.
Víkingar meistarar
- en FH lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana
snemma í leiknum og var ekki
meira með, Páll meiddist á fingri
snemma í leiknum og háði það
honum og síðast en ekki síst lék
Árni Indriðason hálfan síðari
hálfleikinn nefbrotinn. FH-ingar
misstu Pétur Ingólfsson haltrandi
út af, en afföllin voru þó meiri í
liði meistaranna.
Víkingar settu tvo á línuna og í
stað þess að opna vörn andstæð-
inganna í hornum, var leikið upp á
línuna með góðum árangri. Þá
hafa Víkingar það fram yfir önnur
lið að því er virðist, að þó að
mótherjarnir hafi brallað ráð til
þess að stöðva hin ýmsu sóknar-
kerfi liðsins, þá eru einstakl-
ingarnir í liði Víkings svo öflugir,
að þeir eru færir um að gera hluti
upp á eigin spýtur.
En sem fyrr segir, þurftu
Víkingarnir sannarlega að hafa
fyrir sigrinum. Töluverðar sveifl-
ur voru, þannig komst Víkingur í
4—2, en FH jafnaði. Aftur skreið
21:24
Víkingur yfir og komst í 9—6, en
með stórgóðum spretti skoruðu
FH-ingar fjögur mörk í röð og 6
mörk gegn tveimur lokakafla fyrri
hálfleiks og höfðu eitt mark yfir í
hálfleik, 12—11. Víkingur byrjaði
síðari hálfleikinn vel, Páll og
Sigurður komu liðinu yfir, Guð-
mundur Árni var rekinn af leik-
velli og Þorbergur skoraði síðar
fjórtánda mark Víkings, 14—12.
Fór nú mjög að færast fjör í
leikinn, FH jafnaði 15—15, en þá
freistuðu Víkingar þess að taka
Kristján Arason úr umferð með
þeim árangri að liðið skoraði þrjú
næstu mörkin, 18—15 fyrir Vík-
ing, og aðeins 10 mínútur til
leiksloka.
FH-ingar voru ekki á þeim
brókunum að gefast upp. Guð-
mundur Magnússon skoraði og
síðan Kristján úr merkilegu víta-
kasti. Liðsstjórar Víkings voru þá
að gefa Jens Einarssyni merki um
að skipta við Kristján í markinu, á
sama tíma og dómararnir blésu í
flauturnar. Jens var lagður af stað
úr markinu og Kristján var því
ekki í vandræðum með að skora.
Er þetta í annað skiptið í vetur
sem svona atvik á sér stað hjá
Víkingi og er auðvitað ekkert
annað en mistök þeirra sem á
bekknum sitja. Þegar staðan var
orðin 20—18 fyrir Víking og að-
eins rúmar fjórar mínútur eftir,
gerðist það, að tveimur Víkingum,
þeim Páli og Þorbergi var báðum
vísað af leikvelli. Þegar þeir komu
aftur inn, var Víkingur hins vegar
enn yfir, 21—20. Þá var Sæmund-
ur FH-ingur rekinn út af og
FH-vígið hrundi á nokkrum sek-
úndum.
Svo sannarlega fengu Víkingar
að hafa fyrir stigunum, þó að vörn
FH hafi oft verið ósannfærandi og
markvarslan eftir því, þá var
sóknarleikur liðsins oft beittur og
vel útfærður. Hefðu markverðir
STAÐAN
STAÐAN í 1. deild karla í
íslandsmótinu í handknattleik er
þessi eftir leiki helgarinnar. Yf-
irburðir Víkings eru hreint ótrú-
legir eins og sjá má og KR skauzt
upp í þriðja sætið með 11 stig, 13
stigum minna en Víkingur hefur
hlotið.
FH - Víkingur 21:24
HK — KR 16:23
Fram - ÍR 25:29
Víkingur 12 12 0 0 278:219 24
FH 11 7 2 2 247:227 16
KR 12 5 1 6 256:219 11
Valur 10 5 0 5 203:194 10
ÍR 12 4 1 7 247:262 9
Fram 12 2 4 6 239:254 8
Haukar 11 3 2 6 220:237 8
HK 12 2 2 8 199:244 6
Markhæstu leikmenn:
Kristján Arason FII 67
Bjarni Bessason ÍR 65
Sigurður Gunnarsson Víkingi 60
Ragnar ólafsson HK 57
Páll Björgvinsson Víkingi 54
FH-inga náð sér á strik er ógern-
ingur að spá hvernig farið hefði.
Guðmundur Magnússon og Krist-
ján Arason voru bestir hjá FH og
Geir sýndi nokkrum sinnum
gamla góða takta. Pétur var einn-
ig góður, sérstaklega áður en hann
hlaut meiðslin. Það var sóknar-
leikurinn sem færði Víkingum
sigurinn, vörnin var oft gloppótt-
ari en hún á vanda til. Jens varði
þokkalega, einkum í fyrri hálfleik.
Sigurður Gunnarsson var furðuat-
kvæðamikill miðað við hve áber-
andi haltur hann var. Þorbergur
var og öflugur, einnig Steinar
þann stutta tíma sem hann gat
leikið. Bæði í sókn og vörn áttu
einnig stórleik þeir Árni Indriða-
son og Magnús Guðmundsson.
í stuttu máli:
íslandsmótið í handknattleik
Hafnarfjörður: FH—Víkingur
21-24(12-11).
MÖRK FH: Kristján Arason
6/2, Guðmundur Magnússon 4,
Pétur Ingólfsson 3, Geir Hall-
steinsson 3, Sæmundur Stefáns-
son 2, Magnús Teitsson, Árni
Árnason og Valgarð Valgarðsson
1 mark hver.
MÖRK VÍKINGA: Sigurður
Gunnarsson 7/3, Þorbergur Aðal-
steinsson, Ólafur Jónsson, Árni
Indriðason og Magnús Guð-
mundsson 3 mörk hver, Erlendur
Hermannsson 2, Steinar Birgisson
og Páll Björgvinsson 1 hvor.
BROTTREKSTRAR: Páll
Björgvinsson Víkingi, Sæmundur
Stefánsson og Guðmundur Árni
Stefánsson FH í 4 mínútur hvor,
Geir Hallsteinsson FH, Þorbergur
Aðalsteinsson og Magnús Guð-
mundsson Víkingi í 2 mínútur
hvor.
Éinkunnagjðfln
v..................................................>
FII: Sverrir Kristinsson 1. Ilaraldur Ragnarsson 1, Kristján Arason
3. Pétur Ingólfsson 2, Valgarður Valgarðsson 2, Guðmundur
Magnússon 3. Geir Hallsteinsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 1,
Árni Árnason 2, Magnús Teitsson 2. Sæmundur Stefánsson 2, Hans
Guðmundsson 2.
Víkingur: Jens Einarsson 2. Kristján Sigmundsson 1, Þorbergur
Aðalsteinsson 3. Steinar Birgisson 2, Ólafur Jónsson 3, Árni
Indriðason 3, Sigurður Gunnarsson 3, Páll Björgvinsson 2, Erlendur
Hermannsson 2. Magnús Guðmundsson 3.
Dómarar: Jón Friðsteinsson og Árni Tómasson 3.
IIK: Einar Þorvarðarson 2. Bergur Þorgeirsson 1, Ililmar
Sigurgíslason 2. Ragnar ólafsson 2. Kristinn Ólafsson 2, Magnús
Guðfinnsson 1. Jón Einarsson 2. Gunnar Árnason 1. Erling
Sigurðsson 1. Karl Jóhannsson 1, Bergsveinn Þórarinsson 2.
KR: Pétur Iljálmarsson 5, ólafur Lárusson 3. Friðrik Þorbjörnsson
2, Simon Unndórsson 1, Konráð Jónsson 2, Ilaukur Ottesen 3, Ilaukur
Geirmundsson 3, Jóhannes Stefánsson 3, Kristinn Ingason 1, Björn
Pétursson 2.
Dómarar: óli ólsen og Iljálmur Sigurðsson 3.
Fram: Sigurður Þórðarson 1, SnaHbjörn Arngrímsson 1, Birgir
Jóhannsson 1. Björn Eiríksson 2. Jón Árni Rúnarsson 1, Sigurbcrgur
Sigsteinsson 3, Jóhann Kristinsson 1, Egill Jóhanncsson 2, Erlendur
Davíðsson 2. Andrés Bridde 2. Hannes Leifsson 3.
ÍR: Þórir Flosason 1. Ásgrímur Friðriksson 3, Ólafur Tómasson 1,
Sigurður Svavarsson 3, Guðmundur Þórðarson 3. Bjarni Bessason 3,
Ársæll Hafsteinsson 2. Pétur Valdimarsson 1, Bjarni Bjarnason 1.
Bjarni Hákonarson 4.
Dómarar: Árni Tómasson og Grétar Vilmundarson 2.
VITI FORGÖRÐUM: Ekkert.
- gg-