Morgunblaðið - 04.03.1980, Page 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
GARRY Bailey, markvörður
Manchester Utd., var heldur
betur í sviðsljósinu er lið hans
var kjöldregið á Portman Road
í Ipswich. United tapaði nefni-
lega 0—6, þrátt fyrir að Bailey
gerði sér lítið fyrir og verði
þrjár vítaspyrnur í leiknum, en
slíkt er afar fátítt. Varði Bailey
fyrst frá Franz Thijsen á 38.
mínútu og síðan tvívegis frá
Kevin Beattie fyrir leikhlé.
Engu að síður var lið Manchest-
er Utd malað mélinu smærra,
næstum bókstaflega. Voru yfir-
burðir Ipswich með miklum
ólíkindum. Alan Brasil skoraði
fyrsta mark Ipswich þegar á
annarri mínútu leiksins og
síðan bætti Mariner tveimur við
á sömu mínútunni, 28. mínútu.
Leikmenn MU mótmæltu mjög
þriðja markinu. þar sem dómar-
inn þvældist fyrir varnar-
mönnum liðsins. En mótmælin
stoðuðu lítt. Bailey varði hvað
eftir annað eins og berserkur,
en mörkin hlóðust upp engu að
síður. Brasil bætti fjórða mark-
inu við sncmma i síðari hálfleik
og undir lokin komu tvö í
viðbót. Þriðja mark Paul Mar-
iner og eitt frá hollenska meist-
aranum Franz Thijsen.
Af öðrum leikjum helgarinnar
ber tvo hátt. Fyrst og fremst
sigur Liverpool á útivelli gegn
nágrannaliðinu Everton. Sá sig-
ur var ósannfærandi, en sigur
engu að síður og Liverpool náði á
nýjan leik tveggja stiga forystu í
deildinni, með Jeik til góða.
Liverpool gerði snemma út um
leikinn. Eftir að hafa staðið af
sér fjörmiklar sóknarlotur Ev-
erton í byrjun, skoraði David
Johnson og fyrir leikhlé bætti
Phil Neal öðru marki við úr
vítaspyrnu sem dæmd var er
bakvörðurinn Bailey handlék
knöttinn á marklínunni. Síðari
hálfleikurinn bauð ekki upp á
mikla eða fagra knattspyrnu,
heldur fyrst og fremst stymp-
1. DEILD
I Livorpool 29 17 8 1 60 22 42 1
MancheNtor United 30 16 8 47 26 40 f
IpKWÍeh Town 31 16 5 10 52 32 37
Arscnal 29 13 10 6 38 23 36
Southampton 31 13 8 10 49 38 34
Aston Viila 28 12 10 6 37 29 34
Nott. Forest 30 13 6 11 44 36 32
Mlddlesbrouxh 29 12 8 9 33 27 32
Woiverhampton 29 13 6 10 35 32 32
Crystal Palace 31 10 12 9 33 34 32
Tottenham 30 12 7 11 40 44 31
Norwich City 29 9 12 8 41 42 30
Coventry 30 13 4 13 45 48 30
íaeeds United 30 9 12 9 35 38 30
West Bromwicii i 30 8 11 11 41 42 27
! Manchester City 31 9 9 13 31 50 27
Stoke City 29 S 8 12 34 40 26
BrÍKhton 30 8 10 12 37 46 26
Everton 30 6 12 12 33 41 2-1
Bristol City 31 6 9 16 22 47 21
Derby Cf»unty 31 7 5 19 28 49 19
Bolton 28 2 10 16 19 48 14
2. DEILD
Chelsea 30 17 4 9 51 38 38 1
BirminKham 29 16 6 7 38 25 38
Luton Town 30 13 11 6 51 32 37
Iaeicester City 31 13 11 7 44 32 37
West Ham 28 16 4 8 39 26 36
Newcastle 31 11 8 9 42 35 36
I Queen's Park K. 31 14 7 10 56 39 35
Sunderland 30 14 7 9 48 36 35
Wrexham 31 14 4 13 35 36 32
Orient 31 11 10 10 39 42 32
Shrewsbury 31 13 3 15 45 42 29
CamhridKe 31 8 13 10 40 39 29
Cardiff City 31 12 5 14 28 37 29
Nott« County 31 9 10 12 39 37 28
Preston 30 8 12 10 36 38 28
Oldham 29 10 8 11 33 36 28
Swansea City 30 11 6 13 31 39 28
Ilristol Rovers 30 9 8 13 38 46 26
Watfoéd 31 7 11 13 24 34 25
Burnly 30 6 10 14 32 53 22
Charlton 30 6 8 16 28 49 20
Fulham 30 6 6 18 29 55 18
Knatt-
spyrnu-
úrslit
Enttland. 1. deild:
Aston Villa — Derby 1-0
Bolton — Nott.Forest 1-0
Brighton — Coventry 1-1
Bristoi City — Cr. Palace 0-2
Everton — Liverpool 1-2
Ipswich — Manch.Utd. 6-0
Manch.City — Norwich 0-0
Southampton — WBA 1-1
Stoke — Arsenal 2-3
Tottenham — Leeds 2-1
Wolverhampton — Middleshr. 0-2
3. deild:
Barnsley — Charlislr 1-1
Blackburn — Brentford 3-0
Exeter - Readinx 1-0
Grimshy — GillinKham 1-0
IIull — Chester 1-0
Mansfield — Millwall 1-0
Oxford - Sheffield Wed 0-2
Kotherham — Plvmoth 3-1
Sheffield Utd — Bury 0-0
Wimbiedon — Chesterfield 1-1
4. deild:
Aldershot — Torquai 1-1
Bradford — Portsmouth 0-0
Darlinxton — Port Vale 1-1
Doncaster — Stockport 1-1
Hartlepooi — Peterbroutth J—2
Hereford — Northampton 0-1
Huddersfireld — Bournemouth 2-0
Rochdale — Crewe 0-0
Walsall - Halifax 2-0
York — Tranmere 0-1
Skotland. úrvalsdeild:
Aberdeen — Partick 1-1
Dundee — Dundec Utd. 1-1
Kilmarnock — St.Mirren 1-1
Morton — Celtic 0-1
Kamters — Ilihs 1-0
Celtic hefur algera yfirhurftastftðu, 34
stig eftir 21 leiki. Morton og St. Mirren
eru tweði meft 26 stiu 1 næstu sa‘tum.
Morton eftir 25 leiki. en St.Mirren eftir
23 leiki.
Holland:
Willem Tilburu — Vitesse Arnhemfl—0
Haarlem — Deventer 2-3
AZ’67 Álkmaar — Nae Breda 7-0
Feyenoord — Excelsior 0-4
Roda JC — Sparta 2-2
FC Tvente — Den Ilaay 2-0
Pec Zwolle — Maastrieh! 1-2
Nee NijmeKon — PSV Eidhoven 2-0
FC Utreeht — Ajax 1-2
Ajax heíur itófta forystu i deildinni.
helur 41 stix. Alkmaar er í ftðru sœti
með 36 stig, en Feyenoord er nú i þriðja
sæti með 31 stig.
Belgia:
Waterschei — Beveren 3-1
Anderlecht — FC Liegc 0-0
Beershot — Winterslag 1-2
Cerdc — Neringen 1-2
Berehem — Antwerp 1-3
Isikeren — Molcnbeek 0-0
Standard - Charleroi 4-1
Lierse - FC Brugge 2-2
Hasselt — Waregem 0-2
FC BruKKi' og Standard Liogo eru
ofst oit jófn mefl 35 stig hvort (élag.
Lokeren hefur fallið niður í þriðja
sætifl og er ásamt Molenbeek með 31
stig.
Itaíia:
Uolognia — Ascoli 0—0
Catanzarro — Fiorentina 0—I
Lazló — Roma 1—2
AC Milano — Inter MilanO 0—1
Napoli — Juventus 0—0
Pescera — Cagliari 2—0
Torino — Perugia 2—0
Udinese — Avelino 0—1
Inter hefur algera yfirhurðl. hefur
hlotið 35 stlg. AC Mllanó. Juventus og
Avclino hafa 25 stijt hvert fólag.
KRfór
létt með
Grindavík
KR SLÓ Grindavík út úr
bikarkeppni KKÍ um helgina.
Sigraði KR 100—82, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið
53—32. Var sigur KR allan
tímann mjög öruggur, aðeins
um tíma í fyrri hálfleik var
munurinn lítill, en svo ekki
meir.
Stigahæstir hjá UMFG
voru Mark Holmes með 34
stig, Eyjólfur Guðlaugsson
með 15 stig og Júlíus Ing-
ólfsson með 14 stig. Jón
Sigurðsson skoraði mest fyrir
KR, eða 22 stig, Garðar
Jóhannsson skoraði 15,
Þröstur Guðmundsson 14,
Geir Þorsteinsson 11 og þeir
Ágúst Líndal og Árni Guð-
mundsson 10 hvor.
Bailey varði
• Garry Bailey varði þrjár vítaspyrnur um helgina. Lið hans,
Manchester Utd. tapaði samt 0—6.
• Dave Johnson lék með Liver-
pool á nýjan leik og skoraði eitt
af mörkum liðsins er Everton
var að velli lagt.
jafnaði Tom English fyrir Cov-
entry með glæsilegu skoti af 25
metra færi. Coventry var síðan
nær sigri, t.d. átti Garry Thom-
son miðherji Coventry stang-
arskot 11 mínútum fyrir leiks-
lok.
Bristol City virðist dauða-
dæmt. Liðið lék Crystal Palace
sundur og saman framan af leik,
en leikmenn liðsins fóru herfi;
lega með nokkur opin færi. í
síðari hálfleik var liðinu síðan
refsað þegar Palace náði betri
tökum á leiknum og ekki síst,
nýtti færin. Peter Nicholas skor-
aði fyrra markið um miðjan
síðari hálfleik og Mike Flanna-
gan bætti öðru við á síðustu
mínútum leiksins. Þá er aðeins
eftir að geta leiks Manchester
City og Norwich og er víst ekki
ástæða til þess að eyða miklu
púðri í þann leik, svo afleitur
þótti hann. Var ekkert til í
leiknum sem kalla mátti sókn-
arknattspyrnu og aðeins einu
sinni kom til kasta markvarð-
anna, þá var það Roger Hans-
bury í marki Norwich sem þurfti
að verja lúmskt skot Tony Henry
rétt fyrir leikslok.
2. deild:
Burnley 1 (Dixon) — Preston 1
(MeGhee)
Charlton 4 (Madden, Hales,
Gritt, Powell)
— Bristol Rovers 0
Chelsea 1 (Walker) — Cardiff 0
Leicester 0 — Oldham 1 (Steele)
Luton 1 (Hill) — West Ham 1
(Stewart)
Newcastle 0 — Watford 2
(Barton sj.m. og Jenkis)
Notts County 1 (Hunt)
— Fulham 1 (Maybank)
Orient 2 (Coats, Mayo) — Cam-
bridge 0
QPR 0 — Sunderland 0
Wrexham 0 — Shrewsbury 1
(MaGuire)
þrjár vítaspyrnur!
United
tapaði
samt
0-6
ingar og leiðindi. Margir fóru í
svörtu bók dómarans og einn var
borinn af leikvelli, Geoff Nulty
eftir óþarflega gróft brot Jim
Case. Þegar 19 mínútur voru til
leiksloka, gaf Peter Eastoe Ev-
erton smá von með því að skora
fallegt mark, en eftir að David
Fairclough kom inn á sem vara-
maður hjá Liverpool, var það
ekki Everton sem var nær því að
skora það sem eftir lifði leiksins.
Hinn leikurinn sem vakti
kannski mestu athyglina var
sigur Bolton gegn Nottingham
Forest. Hefur Boiton þá unnið
heila tvo leiki það sem af er
þessu keppnistímabili. Kemur
því ekki á óvart að liðið er þrátt
fyrir sigurinn í nær vonlausri
stöðu á botni deildarinnar. Það
var Neil Whatmore sem skoraði
sigurmark Bolton snemma í
leiknum. Eftir það sótti Forest
án afláts með engum árangri.
Arsenal hélt í fjórða sætið í
deildinni með góðum sigri gegn
Stoke á útivelli. Ekkert var
skorað í fyrri hálfleik, en í þeim
síðari komu þeir Alan Sunder-
land, David Price og Liam Brady
Arsenal í 3—0 áður en að Stoke
svaraði með mörkum Jeff Cook
og Lee Chapman. Annað lið sem
berst mjög fyrir einu af efstu
sætunum og þar með sæti í
næstu UEFA-keppni, Aston
Villa, sigraði Derby 1—0 í leiðin-
legum leik. Miðvörðurinn sterki
Alan Evans skoraði sigurmark
Villa í fyrri hálfleik.
Middlesbrough og Southampt-
on ætla sér einnig eitt af fram-
angreindum toppsætum. South-
ampton varð þó að gera sér að
góðu jafntefli á heimavelli gegn
WBA. Cirel Regis skoraði
snemma leiks fyrir WBA og
lengi leit út fyrir að meira yrði
ekki skorað, en seint í síðari
hálfleik tókst þó Graham Baker
að jafna metin fyrir Southampt-
on. Boro vann hins vegar athygl-
isverðan sigur á óútreiknanlegu
liði Wolverhampton. Jafnræði
var lengst af, en á síðustu átta
mínútum leiksins brast vörn
Úlfanna og David Hodgeson
skoraði þá tvívegis fyrir Boro.
Glenn Hoddle var sem fyrri
daginn á skotskónum er Tott-
enham fékk Leeds í heimsókn.
Hoddle skoraði eins og hans er
vani, með þrumuskoti af 20—25
metra færi á 10. mínútu leiksins.
Leeds jafnaði í síðari hálfleik
með marki Jeff Chandler, en það
leið varla mínúta þar til að
Tottenham hafði náð forystunni
á nýjan leik. Var þar að verki
nýliðinn ungi Mark Falco.
Brighton náði forystunni á
heimavelli sínum gegn Coventry
og var það Ray Clarke sem
skoraði markið á 37. mínútu.
Aðeins tveimur mínútum síðar