Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 23

Morgunblaðið - 04.03.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 31 $ leikurinn) 14. Hdl — Dc8, 15. Bg5 — Be5, 16. De3 — Rh5 (baráttan stendur um f4. reitinn) 17. Df3 — Rf6, 18. De3 — Rh5, (býður upp á þrátefli, en Browne brást við.) 19. Df3 - Rf6, 20. Rf5 - De6, 21. h4 - h6, 22. Bxf6 - Bxf6, 23. Rd5 - bxd2 (betra er 23. Be5) 24. habl — Be5, 25. h5 - c6, (hægt og bítandi hefur Browne aukið yfirburði sína og nú verður Miles að gefa peð) 26. hxg6 — fxg6, 27. Rde7 - Kh7, 28. Rxg6 - Dxg6, 29. Hxb7 - Hfd8, 30. Hxd8 - Hxd8, 31. Hxa7 — Dg5, 32. G3 - c5, 33. He7 - Bf6, 34. Hc7 - Dcl, 35. Kg2 - Be5, 36. Dg4 (enn eykst þrýstingurinn á g7) Dc3, 37. Hc6 - Bf6, 38. Rd6 - Dd4, 39. Df5 - Kh7, 40. De6 - Kh7, 41.Df5 - kg8, 42. Rb7 (síðustu leikir voru til þess að vinna tíma á klukkunni, en nú kemur rothöggið.) Hf8, 43. Rxc5 — Be7, 44. Re6 — Hxf5, 45. Rxd4 - ha5, 46. Hc8 - Kf7, 47. Hc7 og Miles gafst upp. 7. umferð Sjöunda umferðin einkenndist af miklum þunga og lítið var um það að teflt væri á tvær hættur. Þeir Jón L. Árnason og Sosonko urðu fyrstir til að semja, enda gaf staðan ekki tilefni til annars, aðeins hrókapar og léttur maður hjá hvorum enn á lífi eftir 16 leiki. Helmers var nú stiginn upp úr veikindunum, en skák hans daginn áður gegn Vasjukov var frestað, og mætti nú Torre. Norðmaðurinn tefldi skiljanlega til jafnteflis og uppskar það eftir fjörutíu litlausa leiki. Haukur Angantýsson fékk mjög viðunandi stöðu eftir byrjunina með hvítu gegn Vasjukov, en seinna teygði hann sig allt of langt. Rússinn fórnaði skiptamun, fyrir þrjú peð sem var auðvitað allt of mikið enda fór svo að honum tókst að þvinga fram vinning eftir bið gegn þrautseigri vörn Hauks. Margeir hafði hvítt gegn Browne og tefldi byrjunina rólega. Þegar bandaríski stórmeistarinn var um það bil að lenda í tíma- hraki stóðst hann þó ekki þá freistingu að leggja til atlögu: Svart: Browne Hvítt: Margeir 17. c5! - d5 (Ef 17 ... Bxe4 þá á hvítur millileikinn 18. cxd6 og 17... dxc5 yrði vitanlega svarað með 18. Dc3) 18. Dc3 — dxe4 (Nauðsynlegt. Eftir 18 ... f6?, 19. Rg5! er svartur mjög illa beygður) 19. Bxe5 - Da7. 20. b4 - a5! (Með þessum djarfa leik riær svartur uppskiptum sem tryggja honum jafnt tafl) 21. a3 — f6, 22. Bd4 - e5, 23. Be3 - Hxdl+, 24. Hxdl — axb4, 25. axb4 — Da2, 26. b5 — Bxb5 — (Browne verst öllum gildrum í tímahrakinu. Ef 26 ... Dxe2? þá 27. Db3+) 27. Bxe4 - Bc6.28 R-c ' - "" - „ . — oxco, 29. Kg2 (Svartur var eigi að heldur í vandræðum eftir 29. Hd7 — Bf8) De6, 30. Db4 - Hd8, 31. IIxd8+ — Bxd8, og jafntefli var samið skömmu síðar. Miles þjarmaði jafnt og þétt að Ágúst Geirsson formaöur Félags isl. símamanna: FÍS og PFÍ taki höndum saman til hags- bóta fyrir félagsmenn Byrne og fyrr eða síðar hlaut eitthvað að láta undan. Af þessu endatafli má draga þann lærdóm að tveir riddarar geta engu síður unnið vel saman en tveir biskupar. Svart: Byrne 48. Rf6+ — kg7, (Nú tapar svartur peði þvingað. Hann hefði því átt að reyna 48 ... Kh8, 49. Rc6 — a5, þó að ekki sé staðan fögur) 49. Re8+ - Kf7, 50. Rxc7 - Kxe7,51. Rxa6 - Rd7, 52. Rc7 - Rb6, 53. a5 og peðið rann upp. Hvítt: Helgi Olafsson Svart: Kupreichik. Enski leikurinn. I. c4 — e5, 2. Rc3 — Rc6, 3. e3 — Rf6, 4. Rf3 - d5, 5. Cxd5 - Rxd5, 6. d3 — Be7 (Upp er nú komin þekkt staða í Sikileyjarvörn með skiptum litum:) 7. Be2 — 0-0, 8. 0-0 - Be6, 9. a3 - a5, 10. Dc2 - f5, II. Hel — Rb6, 12. b3 (Svartur hótaði a4) 12.-----Bf6, 13. Hbl (Helgi víkur hróknum úr skálínu biskupsins á f6) 13.----Re7, 14. e4 — f4, 15. d4! (Sókn á væng er best svarað með sókn á miðborð- inu) 15.----exd4,16. Hdl — Rg6, 17. Rb5 — c5, (Kupreichik er sóknarskákmaður og nú flækir hann taflið með peðsfórn og ein- hvern veginn er Helgi ekki með á nótunum og finnur ekki besta framhaldið) 18. Dxc5 — Hc8. (í þessari stöðu er hægt að leika Dd6 og hvítur hefur betra tafl t.d. 19. Dd6 - Bd7, 20. Rbxd4 - Be7 og þá 21. Re6 og eftir uppskiptin hefur hvítur betra tafl.) 19. Dh5? (Jóhannes Gísli skákskýrandi sagði að annað hvort væri þessi leikur snilld eða vitleysa og því er ekki að leyna að leikurinn er afleikur sem gerir góða stöðu vonlausa. Drottningin verður nú skotspæni svörtu mannanna á leið þeirra að kóngi hvíts.) 19. — — de7,20. Rfxd4 (e5 dugði ekki vegna Hc5, 21. e5xf6 — Hxf6 og hvíta drottningin fellur.) 20.--Hc5, 21. Rf5 - BxR, 22. exR - Rh4! (Góður leikur sem endanlega gera vonir hvíts að engu. Kupreichik teflir lokin snilldar vel og gefur ekkert eftir.) 23. Hel — dd7,24. a4 - Hxf5, 25. Dg4 - h5, 26. Dh3 (Frúin er rekin út í horn meðan bóndi hennar er tekinn herskyldi.) 26.-----f3!, 27. Ba3 - He8, 28. Bc4+ — RxB, 29. HxH+ — DxH, 30. Bxc4 - De4, 31. Hcl - fxg2, 32. Rd6 — Rf3+, 33. Kxg2 — Rel++ og hvítur gafst upp. LOKASTAÐAN Nýlega sendi Póstmanna- félag íslands frá sér fundar- ályktun, sem mér þykir ástæða til að gera nokkrar athugasemdir við. I ályktuninni er fullyrt og því mótmælt að samið hafi verið við Félag ísl. símamanna í júní 1978 um að talsímavörð- um skuli greidd hærri laun fyrir „vandasamari póststörf“ en segi i sérkjarasamningum Póstmannafélagsins. í þessu sambandi tel ég nauðsynlegt að rifja upp að- dragandann að þessum samn- ingi og verð ég þá að fara nokkuð langt aftur í tímann, eða allt til ársins 1970. Þá hafði verið gert samkomulag milli BSRB og ríkisins um að kerfisbundið starfsmat skyldi notað við röðun starfa í launa- flokka. Þegar kom að röðun talsímavarða sem þá hétu talsímakonur var samkomu- lagið ekki virt meir en svo að þær voru settar flokki neðar en starfsmatið sagði til um á sama tíma og ýmsir aðrir starfshópar voru hækkaðir frá matinu. Að mati F.Í.S. réð hér úrslitum hversu fjölmennur hópurinn var eða á fjórða hundrað talsins og ekki kannski síður hitt að í þessum starfshópi voru eingöngu kon- ur. Síðan hefur það verið baráttumál félagsins að fá leiðréttingu á þessu ranglæti en með misjöfnum árangri. Á sínum tíma óskaði póst- og símamálastjóri eftir því við F.Í.S. að félagið tæki jákvæða afstöðu til þeirra hugmynda í sambandi við skipulagsbreyt- ingar og hagræðingar í stofn- uninni að talsímavörðum yrði falið jafnframt símaafgreiðsl- unni ýmis önnur störf í ríkari mæli en verið hefði, eftir því sem aðstæður leyfðu. Myndi þá að sjálfsögðu fylgja hærri laun til talsíma- varðanna við þessa breytingu. Á þeim forsendum studdi fé- lagið þessar hugmyndir og síðan hefur verið ör þróun í þessa átt og fjöldi talsíma- varða vinnur nú alhliða af- greiðslustörf á póst og símstöðvum víðsvegar um landið. Erfiðara hefur þó gengið að fá launabreytingar í samræmi við þetta. Er þá komið að samningum F.Í.S. og fjármálaráðuneytis- ins vorið 1978. Þá tókst sam- komulag um að talsímaverðir I skyldu flokkast í 7. lfl. en að nýtt starfsheiti talsímaverðir II kæmi inn í samning í 8. lfl. Félagið lagði til að í þann flokk færu þeir starfsmenn sem vinna jafnframt síma- afgreiðslunni við aðra þætti svo sem við innheimtu eða ritsímaafgreiðslu. Niðurstað- an varð bó cö n()— yar skilgreining fjármálaráðu- neytisins sem samin var í samráði við yfirmenn Pósts og síma, en hún er þannig: „Þeir sem vinna jafnframt talsíma- afgreiðslu verulega við inn- heimtu, talstöðva- eða fjarrit- araafgreiðslu eða vandasam- ari póststörf." Sá böggull fylgdi þó skammrifi í þessu máli að fjármálaráðuneytið var ófáanlegt til að samþykkja fleiri en átta einstaklinga á tveimur stöðum í þetta nýja starfsheiti, enda væri ekki nema ár til næstu sérkjara- samninga. Enginn þessara starfs- manna fékk þennan launa- flokk út á „vandasamari póststörf" heldur vegna inn- heimtustarfa og talstöðva- afgreiðslu. Síðan eru liðin tæp tvö á og ekkert útlit fyrir nýjum sérkjarasamningum, en Ágúst Geirsson þeir koma ekki til fyrr en BSRB hefur gert aðalkjara- samning. Á meðan eru fjöl- margir talsímaverðir rangt flokkaðir og verður ekki öllu lengur við slíkt unað. I ályktun Póstmannafé- lagsins er því haldið fram eins og áður segir að samið hafi verið um hærri laun til félags- manna í F.Í.S. en í P.F.Í. en jafnframt að félaga í P.F.Í. sé neitað um rétt stöðuheiti og réttan launaflokk á póst- og símstöðinni að Varmá, sem fór í póstafgreiðslumannsnám á póst- og símaskólanum og er nú í hálfu starfi í stöðu talsímavarðar á Varmá. Á þeim forsendum hefur stofn- unin neitað að flokka viðkom- andi starfsmann sem póstaf- greiðslumann í 9. lfl. enda þá erfitt að standa gegn því að talsímaverðirnir á stöðinni sem vinna sömu störf hækki úr 7. lfl. Hér ættu félögin að geta sameinast í baráttu fyrir því að þessi starfsmenn fái rétt- láta leiðréttingu í flokkaröð- un. I þessu sambandi er rétt að geta þess að í alllangan tíma hefur F.Í.S. krafist þess að starfsmenn við afgreiðslustörf á símasviði, svo sem við talsíma, ritsíma, talstöðvar ofl., ættu kost á sérstakri námsbraut innan póst- og símaskólans á sama hátt Qg starfsmenn við póststörf. Fulltrúar stofnunarinnar hafa viðurkennt þörfina fyrir slíku, bæði fyrir stofnunina og viðskiptavini hennar, en lagt til að mynduð verði sameigin- leg námsbraut fyrir póst- og símaafgreiðslu enda störfin víða orðin það samslungin að ekki verði á milli greint. Slíkt yrði einnig hagkvæmara fyrir stofnunina, sem fengi þá" al- hliða afgreiðslufólk, sem hæfa myndi víða betur, sérstaklega á hinum smærri stöðum. Ekki er enn afráðið hvað verður í þessu máli, en víst er að F.Í.S. hlýtur að knýja fast á með viðunandi niðurstöðu í því. Að lokum skal minnst á þá fullyrðingu í ályktun P.F.Í að fjármálaráðuneytið hafi ráðstafað póststarfi í Borg- arnesi til F.Í.S. Hið rétta í málinu er það að á sl. vori var auglýst staða póstaf- greiðslumanns í Borgarnesi. Um stöðuna sóttu tveir starfs- menn. Annars vegar aðili sem þegar gegndi starfinu og svo fyrrverandi símstjóri á stöð, sem nýlega hafði verið lögð niður. Hér var því ekkert svigrúm til að meta hæfni umsækjenda eða starfsaldur þar sem staðan var í raun ekki laus. Hinsvegar óskaði stöðvarstjórinn í Borgarnesi eftir því að fá að ráða símstjórann fyrrverandi sem sinn fulltrúa og staðgengil, en slíkt hafði staðið lengi til. Þetta samþykktu yfirmenn stofnunarinnar enda var hér um að ræða mjög hæfan starfsmann með yfir 15 ára starfsreynslu. En launakjörin voru ekki í samræmi við þetta, því til að byrja með fékk starfsmaðurinn einungis Iaun sem talsímavörður í 7. lfl. Þessu undi hann ekki og leit- aði til síns stéttarfélags, F.Í.S. Eftir ítrekaðar tilraunir fyrst við yfirmenn Pósts og síma og síðan fjármálaráðuneytið tókst félaginu um miðjan des- ember sl. að fá starfsmanninn flokkaðan í fulltrúaflokk í samræmi við það starf sem hann vann. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að þegar málið var afgreitt í fj ármálaráðuneyt- inu lá fyrir erindi frá Pósti og síma og samgönguráðuneytinu þar sem þetta var stutt á þeim grundvelli að stofnunin léti af hendi lausa stöðu póstaf- greiðslumanns um stundar- sakir. Það er að mínu mati ákaf- lega óheppilegt ef félögin beina kröftum sínum að því að hnotubítast um einstakar stöður hjá Pósti og síma, í stað þess að sameinast í baráttu fyrir bættum hag starfs- manna stofnunarinnar, en stærstur hluti þeirra er í lægstu launaflokkunum. Á undanförnum árum hafa ýmis félög og starfshópar innan BSRB bætt sinn hlut rn.eð þrýstiaðgerðum og með því að koma ýmsurn sérkjaraatriðum inní aðalkjarasamning banda- lagsins. Á sama tíma hafa félagsmenn í F.Í.S. og P.F. í setið að mestu eftir. Það er því nauðsynlegt að félögin taki höndum saman í komandi samningum til hagsbóta fyrir félagsmenn þeirra beggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.