Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 04.03.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 39 Varnarliðið kaupir heitt vatn af Hitaveitu Suðurnesja: Kostnaður hitaveitu á varnarsvæðinu áætl- x aður 7,6 milljarðar kr. Eini staður bandaríska flotans, sem nýtir jarðvarma til upphitunar FÖSTUDAGINN 22. febrúar var undirritaður samningur milli Varnarliðsins á Keflavikurflug- velli og Hitaveitu Suðurnesja um upphitun húsa á varnarsvæðun- um með hitaveituvatni frá Svartsengi. Sú upphitun nær til fjarskiptastöðvar í Grindavík, Við undirskrift samnings voru viðstaddir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, Richard A. Ericson jr, sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi, Admiral Richard A. Martini, yfirmaður Varnarliðs- ins á íslandi, Capt. T.J. Keene, yfirmaður flotastöðvaiinnar, Commander Thomas A. Dames, yfirmaður deildar verklegra fram- kvæmda flotans á Keflavíkur- flugvelli, Eggert Hvanndal, for- stjóri stjórnunardeildar verklegra framkvæmda flotans á Kefla- víkurflugvelli, Helgi Ágústsson, sendifulltrúi utanríkisráðuneytis- ins, auk stjórnar og varastjórnar Hitaveitunnar ásamt nokkrum gestum úr bönkum og ráðuneyt- um. Samningurinn undirritaður. Við borðið sitja frá vinstri: Ericson, sendiherra Bandaríkjanna, Capt. Keene, yfirmaður flotastöðvarinnar, Albert K. Sanders, stjórnarformaður hitaveitunnar, Helgi Ágústsson, sendifulltrúi, og Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra. Fjórir íslending- ar sýna i New York GALLERI Suðurgötu 7 hefur verið boðið að taka þátt í stórri myndlistasýningu í New York „ARTEXPO 1980“, í byrjun mars. Sýningin í New York er al- þjóðleg sýning sem haldin er í New York Colosseum og sýna þar rúmlega 200 gallerí verk þúsunda listamanna. Meðal ann- ars verða á þessari sýningu verk eftir gömlu meistarana Picasso, Dali o.fl. Til þess að hægt yrði að ráðast í slíkt stórvirki sem þátttaka í slíkri sýningu er hefur galleríið verið með margs konar fjáröflunarleiðir. Lo'kaátakið í fjáröflun gallerísins er sölusýn- ing þar sem fólki gefst kostur á að kaupa ódýr myndverk eftir aðstandendur gallerísins. Sölu- sýning þessi verður aðeins opin laugardaginn 1. og sunnudaginn 2. mars, báða dagana frá 2—10. Ýmislegt fleira verður til sölu á sýningunni þ.á m.. bók frá sýningunni Iceland sem haldin var í Flórens á Italíu og lauk fyrir skömmu. Þá liggur einnig frammi tímarit gallerísins Svart á Hvítu og til sölu verða vegg- spjöld og póstkort sem galleríið hefur gefið út. Á sýninguna í New York fara fyrir hönd gallerísins Bjarni H. Þórarinsson, Friðrik Þór Frið- riksson, Margrét Jónsdóttir og Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson og eiga þau öll mynd- verk á fyrirhugaðri sölusýningu. fjarskiptastöðvar í Sandgerði og allra bygginga varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. í samningi þessum er gert ráð fyrir því að tengingar húsa við hitaveituna hefjist í byrjun árs 1981 og verði lokið á árinu 1982. Heiidarkostnaður vegna hitaveitu á varnarsvæðinu er áætlaður 18,85 milljónir dollara eða 7,6 milljarð- ar kr. en þennan kostnað leggur Varnarliðið fram sem tengigjald eftir því sem framkvæmdum mið- ar áfram. I samningnum er einnig kveðið á um orkukaup Varnarliðsins, og er þar gert ráð fyrir verðtrygg- ingu, sem að hluta miðast við gangverð húshitunar olíu í New York-höfn. Með þessum samningi er NATO-stöðin á Keflavíkur- flugvelli eini staður bandaríska flotans, sem nýtur jarðvarma til upphitunar. Gert er ráð fyrir að árlegur olíusparnaður á Kefla- víkurflugvelli verði um 7 milljónir gallon eða 26,5 milljónir lítra. Nýr starfs- maður Leið- beiningar- stöðvar hús- mæðra UM manaðamótin febr. — mars verða starfsmannaskipti á Leið- beiningarstöð húsmæðra hjá Kvenfélagasambandi íslands. Sigríður Haraldsdóttir, sem verið hefur ráðunautur á Leið- beiningarstöð húsmæðra undan- farin 15 ár, tekur við nýju starfi hjá Verðlagsstofnun en við hennar starfi tekur Sigríður Kristjáns- dóttir, húsmæðrakennari. Hún starfaði áður við Leiðbeiningar- stöðina fyrstu árin eða frá 1963— 1965. Hún hefur síðan um árabil verið ritstjóri „Húsfreyjunnar", málgagns Kvenfélagasambands íslands. Leiðbeiningarstöð húsmæðra verður sem áður opin alla virka daga nema laugardaga kl. 3—5. Höfum fyrirliggjandi hina viöurkenndu LYDEX hljóðkúta í eftirtaldar bifreiðar: Austin Allegro 1100—1300 hljóðkútar og púströr. Austin Mini ...........................hljóökútar og púströr. Audi 100S—LS ..........................hljóókútar og púströr. Bedford vörubíla ......................hljóökútar og púströr. Bronco 6 og 8 cyl .....................hljóökútar og púströr. Chevrolet fólksbóla og vörubda ........hljóökútar og púströr. Chrysler franskur .....................hljóðkútar og púströr. Citroen GS ............................hljóðkútar og púströr. Citroen CX ......................................hljóökútar. Daihatsu Charmant 1977—1979 hljóökútar framan og aftan. Datsun diesel 100A—120A—1200—1600—140—180 .......... hljóókútar og púströr. Dodge fólksbíla .......................hljóökútar og púströr. D.K.W. fólksbíla ......................hljóðkútar og púströr. Fiat 1100—1500—124—125—128—127—128—131—132 ...................................... hljóökútar og púströr. Ford, ameríska fólksbíla ..............hljóökútar og púströr. Ford Consul Cortina 1300—1600 ..........hljóókútar og púströr. Ford Escort og Fiesta .................hljóökútar og púströr. Ford Taunus 12M—15M—17M—20M ..... hljóókútar og púströr. Hillman og Commer fólksb. og sendib. ... hljóðkútar og púströr. Honda Civic 1200—1500 og Accord .................hljóðkútar. Austin Gipsy jeppi ....................hijóökútar og púströr. International Scout jeppi .............hljóðkútar og púströr. Rússajeppi GAX 69 hljóökútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer ..............hljóðkútar og púströr. Jeepster V6 ...........................hljóökútar og púströr. Lada ..................................hljóðkútar og púströr. Landrover bensín og diesel ............hljóökútar og púströr. Lancer 1200—1400 ......................hljóökútar og púströr. Mazda 1300—616—818—929—323 ............hljóökútar og púströr. Mercedes Benz fólksbíla 180—190—200—220—250—280 ...............hljóókútar og púströr. Mercedes Benz vörub. og sendib..........hljóökútar og púströr. Moskwitch 403—408—412 hljóókútar og púströr. Morris Marina 1,3 og 1,8 ....... Opel Rekord, Caravan, Kadett og Kapitan Passat .......................... Peugoot 204—404—504 ............ Rambler American og Classic ..... Range Rover .................... Renault R4—R6—R8—R10—R12—R16—R20 Saab 96 og 99 .................... Scania Vabis L80—L85—LB85—L110—LB110—LB140 Simca fólksbíla ......... ........ Skoda fólksb. og station ......... Sunbeam 1250—1500—1300—1600 .... Taunue Transit bensín og disel .... Toyota fólksbíla og station ..... Vauxhall og Chevette fólksb........ Volga fólksb...................... VW K70, 1300, 1200 og Golf ....... VW sendiferóab. 1963—77 .......... Volvo vörubíla F84—85TD—N88—N86— N86TD—F86—D—F89—D ................ hljóókútar og púströr. hljóókútar og púströr. ..........hljóökútar. hljóökútar og púströr. hljóökútar og púströr. hljóðkútar og púströr. hljóókútar og púströr. hljóökútar og púströr. hljóðkútar hljóókútar ' hljóðkútar hljóökútar hljóðkútar hljóökútar hljóökútar hljóökútar hjjóökútar hljóökútar. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. og púströr. hljóðkútar. Púströraupphengjusett í flestar geröir bifreiða. Pústbarkar, flestar stæröir Pústbarkar í beinum lengdum, 1 Ak “ til 3V2 Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. Bílavörubúðin FJÖÐRIN hf. Skeifan 2 — Sími 82944 Verkstæðið sími 83466

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.