Morgunblaðið - 04.03.1980, Síða 40

Morgunblaðið - 04.03.1980, Síða 40
ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980 „Þau hljóta fyrr en síðar að gefast upp og hætta rekstri“ — segir Jón Ingvarsson í ísbirninum um vanda frystihúsanna — 11 milljarða króna halli á fiskvinnslunni á þessu ári »ÞAÐ hefur verið stefna stjórnvalda undanfarin ár, að afkoma frystihúsanna væri á núlli, en það þýðir óhjákvæmilega, að mörg frystihús eru rekin með tapi, sagði Jón Ingvarsson, framkvæmda- stjóri ísbjarnarins m.a. er Mbl. spurði hann i gær um vanda frystihúsanna. Siðar i samtalinu sagði Jón Ingvarsson: „Þau hljóta þvi fyrr en siðar að gefast upp og hætta rekstri.“ Jón Páll Halldórsson á ísafirði og Hermann Hansson á Höfn í Hornafirði tóku mjög í sama streng. Forráðamenn frystihús- anna á Vestfjörðum hittast á ísafirði á morgun til að ræða um þá erfiðleika sem við er að glíma. Þá sendi Samband fiskvinnslu- stöðvanna frá sér greinargerð í ísfirzkir sjómenn hafa boðað verkfall SJÓMANNAFÉLAG ísa- fjarðar hefur boðað verk- fall frá og með 20. marz nk. hafi samningar ekki tekizt áður. Þessi ákvörð- un var tekin á fundi trún- aðarmannaráðs félagsins í síðustu viku og er Sjó- mannafélag Isafjarðar eina sjómannafélagið, sem boðað hefur verkfall. Kjaradeilu þessari hefur verið vísað til sáttasemj- ara af útvegsmannafél- agi Vestfjarða. I Sjó- mannafélagi ísafjarðar eru sjómenn á 4 skuttog- urum og 3 línubátum frá ísafirði. gær, þar sem segir m.a., að frá því í upphafi síðasta árs hafi laun í fiskvinnu hækkað um tæplega 62% og á sama tíma hafi það, sem greiða þarf fyrir hráefni, hækkað um tæplega 60%, en þessir tveir þættir eru nú um 80% alls kostn- aðar við fiskvinnslu. Kemur fram í greinargerðinni, að frá því í árs- byrjun 1979 hafi tekjur aðeins aukizt til hálfs á við kostnað. Samkvæmt útreikningum sam- bandsins er hallinn á ársgrund- velli kominn í 11 milljarða króna og athygli er vakin á því, að fiskverði hefur verið sagt upp frá og með 1. þessa mánaðar, en hvert prósentustig í því þýðir um 700 milljónir króna fyrir fiskvinnsl- una, segir í greinargerðinni. Sjá nánar á bls. 16 um vanda fiskvinnslunnar. Japanskir matsmenn voru til staðar niðri á bryggju í gær- morgun þegar nótaskipið Haförn kom til Reykjavíkur. Loðnan var tekin beint úr lestum skipsins og sett á vogir á bakkanum, en þvf miður. loðnan er of smá. Japanir vilja helzt ekki hafa fleiri en 50—55 loðnur í hverju kílói, en sú loðna, sem komið hefur á land hefur verið til muna smærri og allt upp í 70 stykki farið í hvert kiló. Þvi hefur lítið verið fryst enn sem komið er og aðeins lítið brot af þeim tæplega 15 þúsund tonnum, sem gagngert hafa verið veidd til frystingar. (Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson). 99 Ullariðnaðinn vantar 2 milljarða króna 66 - segir Pétur Eiríksson forstjóri Álafoss um ástandið eftir síðustu ullarhækkun um 10% til verksmiðjanna „HLJÓÐIÐ í okkur er vægast ástandi ullariðnaðarins i kjölfar sagt þungt þessa dagana," sagði 6% hækkunar á verðlagsgrund- Pétur Eiriksson forstjóri Álafoss velli ullarinnar. er Mbl. innti hann frétta af „Þessi 6% hækkun þýðir um Norræni f járfestingarbankinn lánar Landsvirkjun 4,5 millj- arða króna vegna Hrauneyjafoss LÁNASAMNINGUR mllli Norræna fjárfestingarbankans, sem aðsetur hefur í Helsingfors, og Landsvirkj- unar var undirritaður i gær, þar sem bankinn veitir Landsvirkjun lán að fjárhæð allt að 11 milljónum Bandarikjadollara, eða um 4,5 millj- örðum islenzkra króna. Lántaka þessi er að sögn Jóhannes- ar Nordal, stjórnarformanns Lands- virkjunar, liður í fjármögnun virkj- unarframkvæmda við Hrauneyjafoss og til viðbótar láni, sem Landsvirkjun tók hjá Norræna fjárfestingarbank- anum vegna sömu framkvæmda í marz á sl. ári að fjárhæð allt að jafnvirði 16 milljóna Bandaríkjadoll- ara, eða sem næst 6,5 milljarða íslenzkra króna. Lánið verður greitt þannig að andvirði helmings lánsfjárhæðar- innar greiðist gegn skuldbindingu um endurgreiðslu í hinum sérstöku drátt- arréttindum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, SDR, og eru vextir af þeim hluta lánsins um 10,4%. Að öðru leyti greiðist lánið Landsvirkjun að einum fjórða gegn skuldbindingu um end- urgreiðslu í hollenskum flórinum með vöxtum, sem nema 9,9% og að einum fjórða gegn skuldbindingu um end- urgreiðslu í vestur-þýzkum mörkum með vöxtum, sem fyrstu sjö árin nema 8,35%, en verða endurskoðaðir að þeim tíma liönum. I sambandi við vextina kom það fram bæði hjá Jóhannesi Nordal og Jóni Sigurðssyni þjóðhagsstjóra sem er varaformaður bankastjórnar, að þessir vextir eru viðunandi fyrir Landsvirkjun, sérstaklega ef tekið er mið af því að vextir af vestur-þýzkum mörkum hækkuðu um l'/4% eftir að vaxtatilboð bankans barst Lands- virkjun. Þá má geta þess að lánstím- inn er til 15 ára og er það sjaldgæft að sögn Jóhannesar Nordals að svo langur lánstími fáist á aimennum lánamarkaði. Fyrstu fimm árin eru afborgunarlaus og fara endurgreiðsl- ur fram með jöfnum hálfsárslegum greiðslum á síðustu tíu árum. Lánið er veitt gegn einfaldri ábyrgð eigenda Landsvirkjunar, ríkisins og Reykja- víkurborgar. 10% meðaltalshækkun á okkar framleiðslu, sem er auðvitað mjög slæmt þar sem við verðum að ákveða öll okkar verð einu sinni á ári, þ.e. á haustin. Við ákváðum til að mynda síðast verð fyrir árið 1980 í nóvember sl. og síðan þá hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í þessari atvinnugrein. Frá því í nóvember hefur ullin hækkað um 25%, launin um 20% og annað eftir því, en gengið hefur hins vegar aðeins sigið um 5%. Það hefur því myndast þarna um 15—20% gat, sem okkur er ætlað að bæta án þess að nokkur skapaður hlutur komi þar á móti. Sem dæmi um hvernig þessi þróun hefur leikið okkur get ég nefnt að gatið sem myndast hefur síðan í nóvember er um 600 milljónir króna og ég get ímyndað mér að gatið í heild í ullariðnaðin- um sé upp á 1,5 — 2 milljarða króna. Það sem er svo alverst er að okkur ullarframleiðendum er gert að greiða um 25% hærra verð heldur en gengur og gerist á alþjóðamarkaði. Mér eru þess vegna alveg óskiljanlegar þessar ákvarðanir sexmannanefndarinn- ar,“ sagði Pétur að síðustu. É 4+ , Wmr/ Við undirritun lánasamningsins milli Norræna fjárfestingarbankans og Landsvirkjunar i gærdag, f.v. Bent Lindström forstöðumaður bankans, Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri varaformaður stjórnar bankans, og Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Lindström og Jón undirrituðu samninginn fyrir bankann, en Jóhannes fyrir hönd Lands- virkjunar. Ljósm. Mbl. Kristján. Spurt og svarað um skattamál ÞAR til framtalsfresti lýkur hinn 10. marz n.k. veitir Morgunblaðið lesendum sínum þá þjónustu að afla uppíýsinga um spurningar, sem þeir bera fram um skattamál. Hringið í síma 10100 kl. 2—3 til föstudags og leggið fram spurningar ykkar um gerð skattaframtals eða önnur álitaefni um skatta- mál. Morgunblaðið aflar svara við spurningum ykkar og birtir þau skömmu síðar. Sjá: spurt og svarað um skattamál bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.