Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
Þjóðsöngur
útlagans
Leikfélag Húsavíkur
FJALLA-EYVINDUR
eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjóri: Sigurður
Hallgrímsson
Leikmynd Birgir Engilberts.
Þann 19. júní á komandi sumri
er öld liöin frá fæðingu Jóhanns
Sigurjónssonar skálds frá Laxa-
mýri. I Laxamýrarætt er Sigur-
jón faðir hans Jóhannesson
sagður þjóðkunnur maður' í
bændastétt, stórhuga fram-
kvæmdamaður í búskap, smiður
góður, dannebrogsmaður og hér-
aðshöfðingi. Snjölaug Þorvalds-
dóttir, móðir Jóhanns, var frá
Krossum á Árskógsströnd. Telur
Gunnar skáld Gunnarsson, að
hann hafi líkst henni mjög, og að
úr þeirri ætt sé runninn skyld-
leikinn við Jónas Hallgrímsson,
„sem víst var allnáinn, og svip-
urinn, sem var talinn mikill".
Því má bæta við ættfærslu
Gunnars, að Jóhannes Krist-
jánsson faðir Sigurjóns á Laxa-
mýri var þremenningur við Jón-
as Hallgrímsson og Kristjönu
móður Hannesar Hafstein. En
enga nauðsyn ber til að velta
vöngum yfir ættartengslum Jó-
hanns Sigurjónssonar við önnur
skáld eða því, hvort hann hafði
sama nef og Jónas eða lík augu
og Hannes. Jóhann var sjálf-
stætt skáld, með sérstæðan og
æði margbreytilegan svip. Verk
hans líkjast andliti hans eins og
Gunnar lýsir því í þessum
snjalla viðauka við langa og
ítarlega útlitslýsingu: — annars
var andlit Jóhanns á hverri
stundu spegilmynd af skapi
hans, hver skapbreyting var
einkennilega augljós í þessum
ákveðnu dráttum, hver sú til-
finning, sem hann gaf sig á vald,
speglaðist þar af fullum og
stundum tvíefldum styrkleika,
og varla alltaf að honum óafvit-
andi. Þetta andlit og svipbreyt-
ingar þess átti seiðmagn, sem
fáum er gefið.“ Þannig var því
háttað um verk hans. Þau áttu
seiðmagn örra og óvæntra geð-
brigða, sem gerðu þau að mikl-
um skáldskap og sjálfstæðum.
Það er annars stórkostlegt, að til
skuli lýsing Gunnars Gunnars-
sonar á skáldinu og manninum
Jóhanni Sigurjónssyni eins og
sú, sem dregin er upp í greininni
„Einn sit eg yfir drykkju", sem
fylgir útgáfu Máls og menningar
á verkum Jóhanns. Ekki einvörð-
ungu fyrir það, hve mikið þeir
tveir áttu saman að sælda um
skeið, á umbrotatímum á lista-
mannsferli þeirra beggja, heldur
miklú fremur fyrir það, hversu
skemmtilega ólíkir þeir voru og
hvernig það lýsir einmitt ósjálf-
rátt af frásögn Gunnars, gæðir
hana þróttmeira lífi en ella hefði
orðið. Það hafa margir laðast að
Jóhanni og raunar löngu eftir
hans dag. Mér er í minni, þegar
ég á kyrru og mildu sumarkvöldi
árið 1959 gekk með vini mínum,
dr. Helge Toldberg, á fund frú
Vilhelmínu Þór á Akureyri,
aldurhniginnar hefðarkonu á
Ytri-brekkunni, sem þá hafði
undir höndum bréf, myndir og
einhverja muni tengda minningu
Jóhanns. Það yar eins og að
fylgja trúuðum pílagrími að
helgum dómum, þessi bæklaði og
veiki útlendingur lagði á sig
erfið ferðalög og vægðarlausa
vinnu, til þess að rita gagnmerkt
verk um íslenskt skáld, sem
hann dáði af barnslegri ein-
lægni. Þetta er því athyglisverð-
ara, þegar þess er gætt hve
fjarlæg hinu bóhemiska skáldi
fyrri verkefni fræðimannsins
Konráð Þórisson (Kári) og Snædis Gunnlaugsdóttir (Halla).
verið tekið í kristinna manna
tölu. Aftur á móti var Galdra-
Loftur leikinn þar árið 1949. Og
þá var leikstjórinn sá sami og
nú, Sigurður Hallmarsson, og
lék hann jafnframt Loft.
Kannski hafa leikhúsmenn á
Húsavík af listrænum næmleika
gert sér grein fyrir því, að
„arnsúgur myrkraveldanna í
Galdra-Lofti“ hafi verið Jóhanni
„að ýmsu leyti eiginlegra við-
fangsefni en þjóðsögur útlag-
Þorkell Björnsson (Arnes) og Snædis Gunnlaugsdóttir (Halla).
voru, sbr. rit eins og „Studier í
Grundtvigs Sprog og Stil“ eða
„Grundtvig som filolog". En rit
dr. Helge um Jóhann skáld
Sigurjónsson varð svanasöngur
þessa merkilega og minnilega
Dana. Hann átti ekki mörg ár
ólifuð, þegar við kvöddumst.
Ósjálfrátt kom mér minnistæð
hrifning hans í huga, þegar ég ók
niður Áðaldal og sveigði austur
yfir Laxá á sólbjörtum síðvetr-
ardegi, þeim næsta fyrir Góu-
þræl. I vestri földuðu Kinnfjöll
hvítu hið efra, með gullroðna
geislaspöng, en dökk hamrabelti
og brattar skriður hið neðra
voru þá kyrtill fjallkonunnar.
Svipmikil og myndræn sýn, sem
óefað hefur greypst í huga
drengsins hrifnæma, sem þarna
óx upp á Laxamýri á síðustu
tugum 19. aldar; drengsins, sem
síðar orti til Augusts Strind-
bergs, að hann bæri honum
kveðju frá skóglausum fjöllum,
sem beina starandi steinandlit-
um mót himninum.
„Jeg hilser (ra de skovlöse Bjærge,
som stirrer med Stenansigter imod
Himlen,
og fra Klöfternes Blomster —
Hverdagens stille Glæde.“
Þennan dag var förinni heitið
til Húsavíkur að sjá Fjalla-Ey-
vind (23. marz sl.). Það er
sannarlega ekki vonum fyrr, að
þetta fræga verk er sviðsett í
heimasókn Jóhanns, en Laxa-
mýrarbændur sækja kirkju til
Húsavíkur og þar hefur skáldið
Sýning Leikfélags Húsavíkur
á Fjaila-Eyvindi rís hæst í
lokaþættinum. Hann ber af og
minnir það mjög á þá staðreynd,
að upphaflega var leikritið ein-
þáttungur, sem Jóhann nefndi
Sult — eins og skáldsögu Hams-
uns. En hann varð síðar fjórði og
síðasti þáttur þessa mikla skáld-
verks. Fyrri þættina þrjá prjón-
aði Jóhann framan við og ber
verkið þess ótvírætt merki í
uppfærslunni á Húsavík, þó
varla sé með vilja gert. Það fer
hægt og hikandi af stað og
framan af virðist flesta skorta
öryggi, nema Herdísi Birgisdótt-
ur í hlutverki Guðfinnu. Hún
leikur hið aldna og dygga hjú
eðlilega og af næmri innlifun.
Snædísi Gunnlaugsdóttur skort-
ir ekki reisn og glæsileik, en hún
nær ekki öruggum tökum á
hlutverki Höllu í fyrstu og
áhorfandanum virðist sem þar
geti brugðið til beggja vona. I
Lelklist
eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
þriðja þætti leikur hún af festu
og samleikur hennar og Þorkels
Björnssonar í hlutverki Arnesar
er afbragð. Þorkell nær að túlka
þennan láni firrta flæking með
eðlilegum blæbrigðum frá því
hann segir söguna um það, hvers
vegna laxarnir ganga í árnar
(það gerir hann með tilþrifum á
réttunum í upphafi annars þátt-
ar), og þar til kemur til upp-
gjörsins milli hans og Höllu og
hann skömmu síðar ofurliði bor-
inn af byggðamönnum í lok
þriðja þáttar. Hlutur Þorkels er
lofsverður. Konráð Þórisson náði
seint fluginu í hlutverki Kára.
Kannski skortir hann reynslu,
en honum virtist ekki henta
þetta hlutverk. Hann var eins og
tenórsöngvari í barítónhlutverki
þar til í lokaþættinum. Þar
færðist hann í aukana og varð
allvel samstiga Snædísi í hinni
seiðmögnuðu baráttu við dauð-
ann, þegar hungrið seilist eftir
vefnum, sem tíminn hafði ofið á
milli Höllu og Eyvindar og sleit
hann í sundur. Svavar Jónsson
náði ágætum tökum á Birni
hreppsstjóra. Sömu sögu er að
segja um Einar Þorbergsson í
hlutverki Arngríms holdsveika
og leikur Bjarna Sigurjónssonar
í hlutverki Jóns bónda er hæfi-
lega hressilegur. Leikmynd Birg-
is Engilberts er hefðbundin og
vönduð og í útisenum falla lit-
skuggamyndir á baksviði vel inn
í rammann. Leikstjórinn virðist
leggja áherslu á það, að hvika
hvergi frá gamalli, íslenskri
leikhefð. Höfuðáhersla er lög á
það, að textinn komist vel til
skila, skáldverkið Fjalla-Eyvind-
ur, prýddur gullkornum spak-
mæla, sem hver leikhússgestur
verður að geta hent á lofti og
hugleitt. Það er ekki sama með
hvaða hugarfari við nálgumst
þetta gamla og víðfræga lista-
verk. Við verðum að setja okkur
í spor Gunnars skálds, er hann
ritar: — Skáldverk eins og
Fjalla-Eyvindur halda sig engan
veginn innan vébanda listarinn-
ar einnar saman; þau geta brotið
tilfinnanlega í bága við strangar
listkröfur, án þess að á þau falli.
Þau tak til hjarta, hugar, vits og
sálar í einu — en einkum til
hjartans. Þau eru sá auður
mannkynsins, sem allt um bætir
og síst má án vera. I þessum
anda flytja Húsvíkingar Fjalla-
Eyvind, þegar leikfélag þeirra
fetar sig inn á níunda áratuginn.
Við árnum því heilla á áttræðis-
afmælinu.
Valur Óskarsson:
Er þetta réttlæti
nýju skattalaganna?
Nú verður lagt á okkur í fyrsta
sinn samkvæmt nýjum skattalög-
um. Eg var áreiðanlega ekki einn
um það að álíta að fyrsta boðorðið
við gerð slíkra laga væri sann-
girni. Slíku virðist þó alls ekki
vera til að dreifa. Stór hluti
skattþegna hlýtur því að eiga
heimtingu á því að skattalögunum
verði breytt í jafnréttisátt, því ég
hef óljósan grun um að stjórn-
arskráin minnist eitthvað örlítið á
jafnrétti þegnanna.
í stuttu máli er það þannig að
nýju lögin hegna þeim hjónum
illilega þar sem annað þeirra
vinnur fyrir öllum laununum eða
meirihluta þeirra og skiptir þar
engu, hvort það er eiginmaðurinn
eða eiginkonan, sem það gerir.
Þetta er því alls ekki nein fram-
lenging á hinum gamla 50% af-
slætti útivinnandi eiginkvenna
(sbr. fyrrir skattalög). Hins vegar
er hjónum, sem hafa bæði unnið
úti og þó sérstaklega þeim, sem
hafa unnið fyrir álíka mikilli
upphæð hvort um sig, hampað
mjög á kostnað hinna. Skal ég nú
taka dæmi máli mínu til sönnunar
sbr. nýjar tillögur fjármálaráð-
herra að skattstiga.
Iljón með 7 milljóna nettótekjur
A) Þar sem annað hjónanna
vann fyrir öllum tekjunum.
B) Þar sem hjónin unnu þvort
um sig fyrir 3,5 milljónum.
Tekjuskattur
Hjón A greiða:
600.000 af fyrstu 3 milljónunum
1.050.000 af næstu 3 milljónum
500.000 af sjöundu milljóninni.
2.150.000 samtals
880.000 - persónuafsl.
1.270.000 til greiðslu
Hjón B greiða:
hvort um sig 600 þúsund af fyrstu
þremur milljónunum og kr.
175.000 hvort af þeirri hálfu millj-
ón, sem er umfram þrjár.
1.550.000 samtals
880.000 - persónuafsl.
670.000 til greiðslu
Barnabætur geta breytt niður-
stöðutölum eitthvað en engu að
síður er ljóst að hjón A eiga að
Valur Óskarsson
greiða litlum 600.000 krónum
meira í tekjuskatt en hjón B af
þeirri einu ástæðu að þau unnu
fyrir laununum á annan hátt en
hjón B. Þetta er staðreynd þrátt
fyrir það að umrædd hjón hafa
nákvæmlega sömu tekjur og er
mér og væntanlega fleirum hulin
ráðgáta, hvernig þingmenn hafa
komist að þeirri niðurstöðu að öll
hjón sem falla undir flokk A eigi
600.000 kr. aukalega til að sletta í
ríkishítina.
Já, þetta er sú þunga refsing
sem er t.d. lögð á þau hjón, sem
töldu það fyrir beztu að annað
þeirra ynni allt árið heima og
sinnti búi og börnum á meðan hitt
ynni allt árið utan heimilisins.
Ég hef að vísu lesið um það í
dagblöðunum að þingmenn séu
mjög uppteknir þessa dagana við
aðkallandi verkefni t.d. það að
finna út hver þeirra sé heildsali,
guðfaðir ríkisstjórnarinnar, arð-
ræningi og gróðapungur svo ný-
legt dæmi sé tekið úr hinum
uppbyggilegu umræðum alvöru-
gefinna pólitíkusa í þingsölum.
Það er því líklega borin von að
þeir hafi nokkurn minnsta tíma
aflögu til að færa í jafnréttisátt
þau atriði, sem ég hef gert að
umræðuefni hér. Éf þeir athuga
nú engu að síður málið, en koma
ekki auga á neina lausn sökum
annríkis þá mætti spyrja: Hvers
vegna í ósköpunum er ekki bara
laununum skipt nákvæmlega jafnt
á milli hjónanna áður en lagt er á,
án tillits til þess hvort þeirra
aflaði þeirra? Það skyldi þó aldrei
vera að málið sé ekki flóknara og
þar með sé jafnrétti fengið.
Reykjavík, 25. marz 1980.
Valur óskarsson.