Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 13 „Ég vil ekki láta kenna mig við þessi samtök,“ sagði Kristján Kristjánsson. LJó«m. Mhl. Emilia. Karl Sigurjónsson verkstjóri. af hlutunum og ekki gert annað með hamagangnum en að tefja fyrir og eyðileggja samningsstöðuna.“ — Þarna komu til uppsagnir á fólki. Var ranglega staðið að þeim á einhvern hátt? Nei, það var tveimur mönnum sagt upp störfum. Þeir höfðu báðir brotið af sér, mættu illa og ekki til vinnu og samkvæmt öllum lögum og reglum var vinnuveitandi í fullum rétti að segja þeim upp. — Höfðu samtök farandverkafólks ekki samvinnu við verkalýðsfélagið um þessi mál. Jú, þeir töluðu við mig og ég var daglegur gestur þarna í svo til heila viku og var langt kominn með að ná í gegn kröfum um lækkun á fæðis- kostnaði. Þá fannst þeim víst ekki nóg að gert, eða hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig og ruddust inn með ólöglega vinnustaðafundi og tilheyrandi hávaða og blaðaskrif. Þá var verkalýðsfélagið algjörlega sniðgengið og trúnaðarmaður félags- ins, sem er á vinnustaðnum, vissi t.d. ekkert um hlutina. — En hvað með húsnæðið? Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja skoðaði staðinn og gerði nokkrar athugasemdir, en taldi verbúðina vel íbúðarhæfa, sama sagði eldvarnar- eftirlitið. En eins og umgengnin var gangur samtakanna er að bæta aðbúnað farandverkafólks almennt. Það eru verbúðir, bæði verri og betri en Þórkötlustaðaverbúðin í Grinda- vík, um allt land, og víða pottur brotinn." Jósep Kristjánsson Jón Björnsson formaður Verka- lýðsfélagsins. Loftur Jónsson skrifstofustjóri. þarna, matarleifar, fatnaður o.fl. ailt í einni kös, er ekki nema von að fólki blöskri." Gekk á með hótunum Jón sagði í lokin að einnig hefði gengið á hótunum, húsvörðurinn hefði fengið hótun um líflát, sér héfði einnig verið hótað því sama. „Ég vonast til að þessir forystumenn farandverkafólks láti ekki sjá sig hér aftur. Þeir eyðileggja aðeins fyrir verkafólki og ég vona að þeir snið- gangi ekki lögleg félög þess hér eftir á þennan hátt,“ sagöi hann í lok viðtalsins. Við ræddum að síðustu við Loft Jónsson skrifstofustjóra frystihúss- ins. Hann sagðist telja, að þessar aðgerðir hefðu verið til að knýja á almennt um kröfur farandverkafólks og það hefði verið tilviljun að þessi staður varð fyrir valinu og hefði það komið fram í máli forsvarsmanns samtakanna opinberlega. Hann sagði einnig, að kröfur farandverkafólks- ins um lækkaðan fæðiskostnað yrði m.a. að skoða í ljósi þess að hluti vinnuaflsins væri heimamenn og nytu þeir engra slíkra hlunninda. Farandverkafólkið hefði frítt hús- næði og heimamenn þyrftu sjálfir að greiða fyrir sitt húsnæði og allt fæði. — Nú kvartaði fólkið yfir því að vera nokkurs konar varavinnuafl og að gengið hefði verið fram hjá því með vinnu. Hvað viltu segja um það? Það byrjaði allt með þorskveiði- banninu og að bátarnir stöðvuðust um viku fyrir jól. Þetta fólk er ekki á kauptryggingu fremur en annað vinnuafl hér. Heimamenn vilja ekki fasta ráðningarsamninga og líkast til hefur þetta ekki verið nægilega útlistað fyrir útlendingunum hjá fyrirtæki því í London, sem sá um ráðningu þess. Hverjum hér er um að kenna, atvinnurekanda, verkalýðsfé- lagi eða fyrirtækinu í London veit ég ekki. Loftur sagði að tii stæði að lagfæra verbúðina. Við spurðum hann í lokin, hvort fyrirtækið ætti ekki í erfiðleik- um eftir að missa þennan fjölda starfskrafta. Hann sagði að auglýst hefði verið strax á eftir uppsögn hópsins og nokkuð hefði nú þegar komið af nýju fólki, en enn þá vantaði nokkuð upp á til að full afköst fengjust. „Það var unnið bæði laugardag og sunnudag um síðustu helgi og við fengum krakka úr efstu bekkjum grunnskólans til aðstoðar, þannig að ekkert neyðarástand hefur skapast vegna þessa. Okkur finnst mest um vert að vinnufriður er á kominn," sagði Loftur í lokin. MÚSIKHÓPURINN, en svo nefn- ir sig félagsskapur er hefur sam- einast um sams konar markmið og hópar ungra tónlistarmanna á Norðurlöndum, þ.e. að vera afl- vaki nýrra hugmynda í tónsmiði, kynna þær og gefa ungum tón- flytjendum tækifæri til að spreyta sig á einhverju, sem eðli sínu samkvæmt er ekki almennt fjallað um í skólum. Trúin á nýnæmi þess sem fram er lagt er ungum höfundum ákaflega sterk hvatning og sönnun um frum- leika, gagnstætt því sem er um farvegsbundna sköpun, sem dæmd er ófrjó. Tilraunin hefur verið ein af þungamiðjum list- sköpunar á fyrri hluta 20. aldar- innar. Hvert eitt einasta verk mannsins er í eðli sínu tilraun, en samt sem áður er ekki nóg að aðeins tilraunin takist, vegna þess að markmiðið með gerð verksins hlýtur að ná út fyrir það svið, sem markast af því hvort framfærsla þess sé verklega möguleg. Hjólið í margvíslegri gerð sinni er árang- ur tilrauna, sem án notagildis hefði tæplega ónáðað hinn skap- andi mann mikið. Tónlist án skírskotunar til tilfinninga eða vitsmuna mannsins getur vérið merkileg sem tilraun, en er mann- inum að öðru leyti óviðkomandi. Má vera að mörgum þyki þetta með skírskotunina ómerkileg staðhæfing, en því er til að svara, að einstaklingur getur ekki gert sér grein fyrir umhverfi sínu ef hann býr ekki yfir einhvers konar þekkingu eða reynsiu til saman- burðar. Niðurstaða hvers ein- staklings er summa þekkingar og reynslu hans, sem stendur svo sem plús eða mínus gagnvart hverju líðandi augnabliki. Um leið og hvert líðandi augnablik hefur verið metið, er það orðið hluti af reynslu og þekkingu hans. Þess vegna verður nýbreytnin aðeins fersk einu sinni og gagnrýnin markvissari við hverja nýja end- urtekningu. Það, sem er einkenni- Ungir tónlistar- menn legt við tónleikana, sem framdir voru á Kjarvalsstöðum af Mús- ikhópnum, er að flest verkin bera greinileg merki skólalærdóms. Byltingarmennirnir frá því á fyrri hluta aldarinnar eru orðnir kenn- arar og byltingin þeirra orðin skólaspeki. Listsköpun er að því leyti furðuleg, að þrátt fyrir þekkingu og lærdóm verða ungir höfundar að hefja göngu sína í neðstu tröppunni, er liggur að leyndardómnum. Eftir Karólínu Eiríksdóttur voru flutt tvö verk; Ivp, fyrir fiðlu, flautu og selló, og sex japönsk ljóð, fyrir sóprarn'- rödd, flautu og selló. Bæði verkin eru skólaverk og á margan hátt þokkalega unnin. Flytjendur voru Friðrik Már Baldursson, Kolbeinn Bjarnason, James Kohn, Bern- hard Wilkinson og Signý Sæ- mundsdóttir, flestir enn nemend- ur, sem eiga eftir að bæta við sig mikið í list sinni. Eftir Áskel Másson voru flutt tvö verk; Blik fyrir klarinett, sem flutt var meistaralega af Einari Jóhannes- syni, og Sýn fyrir kvennakór og slagverk, sem flutt var af Kór Tónlistarskólans í Reykjavík og Reyni Sigurðssyni, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. í verkinu Blik mátti heyra að Áskell er að fást við lagferlið, en Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON það hefur verið honum stirt í hendi hingað til. Sýn er aftur á móti meira leikur með sam- hljómsblæbrigði og var margt fallegar gert í því verki. Þáttur slagverksins var ekki alltaf nægi- lega samtengdur heildinni og voru millispilin meira eins og sjálf- stæðir kaflar án þess að vinna sig inn í samspil með kórnum, sem söng mjög fallega. Eftir Jónas Tómasson voru flutt tvö verk; Sónata VIII fyrir píanó, er Þor- kell Sigurbjörnsson flutti, og Næturljóð I fyrir flautu, gítar, selló og píanó, er flutt var af Bernard Wilkinson, Haraldi Arn- grímssyni, James Kohn og Hjálm- ari Ragnarssyni. Fátt nýtt “var í þessum verkum Jónasar og virðist sem hann eigi erfitt með að brjóta sér leið út úr viðjum vanans, sem eru þau þrepaskil er skapandi listamaður brýst yfir, er hann losar sig við kennivald og stýr- ingu skólaspekinnar og stendur á eigin fótum. í Sónötu VIII var margt fallega gert, sem vísar ef til vill leiðina, hvers vænta megi af Jónasi í framtíðinni. „í svart- hvítu“ nefnast tvær etýður eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem fluttar voru af Manuelu Wiesler, Etýðurnar eru heldur veigalitið en ekki snoturt verk og gefa því litla hugmynd um Hjálmar sem tónskáld. Tónleikarnir voru vel sóttir og i alla staði ánægjulegir og verður fróðlegt að fylgjast með nýju tónhöfundunum, þroska þeirra og uppskeru, er frumleik- inn hefur vikið fyrir vanabind- andi leikniþjálfun. Það verk, sem var bæði stærst og mest unnið á þessum tónleikum, er eftir John Speight og ber nafnið Verses and Kadezas.' I þessu verki er bæði unnið með form, lagferli og blæ- brigði hljóðfæranna þannig að hlustandinn upplifði þessa þætti í flutningi verksins, sem var í höndum Einars Jóhannessonar, Hafsteins Guðmundssonar og Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur. Philips Ástæöur fyrir kaupum á PHILIPS eldavél ••• Matreiöslan er skapandi starf og nálgast aö vera list þegar vel tekst til. En það er ekki sama hvaöa tæki þú hefur milli handanna. Meö Philips eldavélasamstæöu hefur þú alla möguleika á aö ná góöum árangri. 1 Philips bakarofna er hægt aö fá sjálfhreinsandi, meö klukku, tímarofa, grillelementi og snúningsteini. 2 Verö á Philips bakarofnum er frá kr. 136.560 - A Philips 4ra hellna boröum eru tvær sjálfvirkar hellur, gaumljós og stjórnborð til hægri. Verö á Philips helluborði er frá kr. 119.100 - Viöhaldsþjónusta sem þú getur treyst. Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.