Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 41
félk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 41 + Þessi mynd er frá kosningaslagnum um forsetaframboðið í Bandaríkjunum. Hún er tekin á fundi í New York hjá Edward Kennedy öldungadeildarþingmanni, eftir að kunn voru úrslitin um sigur hans yfir Carter forseta. Ungmennin á myndinni eru börn hans tvö, Klara og Edward. Kennedy í hjónaband + Kennedyfjöiskyldan í Bandarikj- unum er jafnan mikið í sviðsljós- inu, ekki hvað síst nú þessa dagana, þegar yngsti Kenncdybróðirinn, Edward, reynir að ná útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokks- ins við kosningarnar í haust. Þó kosningabarátta hans hafi ekki gengið sérlega vel það sem af er, þá verður því ekki um kennt að hann hafi ekki notið dyggilegrar aðstoðar fjölskyldu sinnar, því nánast allir meðlimir hennar hafa tekið þátt í kosningabaráttunni. Þar á meðal eru móðir hans og systur, og einnig börn látinna bræðra hans, þeirra John F. Kenne- dys fyrrum forseta og Roberts fyrr- um öldungardeildarþingmanns. Einkum hafa synir Roberts verið duglegir við að aðstoða föðurbróðir sinn, og hefur einn þeirra, Joseph P. Kennedy II, meðal annars stjórnað kosningabaráttunni að hluta til. + Joseph P. Kennedy II. er hann gekk í hjónaband nýlega, en hann er sonur Roberts F. Kennedys öldungardeildarþingmanns er féll fyrir morðingjahendi árið 1968, sama dag og hann hafði sigrað i forkosningum í Kaliforníu. Brúður Josephs heitir Sheila Brewster Rauch, og er frá Pennsylvaníu. sem er á Nýja-Englandi eins og Massa- chusetts, heimaríki Kennedyanna. + Þessi sænska húsmóðir frá Malmö í Svíþjóð komst um daginn í fréttir heimspressunnar. Hún hefur um margra ára skeið mjólkað reifabörnum mæðra, sem ekki hafa mjólk handa börnum sínum. Konan heitir Sonja Berg. Hún er sögð hafa mjólkað um 3900 lítra af brjóstamjólk á liðnum 15 árum. Segir ennfremur í textanum, að hún muni vera nythæsta móðir á Norðurlöndum, en sjálf á hún sjö börn. Frú Berg mjólkar venjulega um tvo lítra á dag. Hún er ekki handmjólkuð en til þess notuð mjaltavél og er . myndin tekin af henni á mjaltatíma. _________________ Opið til ki. 10 í kvöld og kl. 9—12 laugar- HACKAUP Rowenta hárliðunarjárn meö og án gufu. Auðveld í notkun. f Tilvalin fermingargjöf. Fæst í næstu raftækja- verzlun. Þrýstimælar Allar stæörír og gerðir. ttJgsxrogsma <St Vesturgötu 16.simi 13280 til kl. 7 í kvöld og laugardag Herraföt frá 39.900 Stakir herraullar- jakkar frá 23.900 Stakir Blazer jakkar frá 17.900 Skyrtur frá 3.900. Buxur allskonar frá . 8.900 Smekkbuxur frá . 8.900 Dömukápur frá ................. 9.900 Pils frá '/«s.........4.900 Kjólar frá ................. 7.900 Úlpur frá ............. . 14.900 Blússur frá ................. 3.900 Vesti frá ................. 3.900 og margt fleira. tlfe KARNABÆR PRÚTTMARKAÐUR * 2. hæð. Laugavegi 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.