Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 Rússneskur hand- knattleiksþjálfari til Valsmanna ALLT bendir til þess aö meistara- flokkur Vals í handknattleik ráði til sín rússneskan þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Hilmar Björnsson. þjálfari liðsins undan- farin ár, sem náð hefur frábær- um árangri með liðið, hefur í hyggju að taka sér hvíld frá þjálfun og mun þessi ráðstöfun vera gerð í fullu samráði við hann. Valsmenn hafa unnið í nokkurn tíma að því að kanna möguleika á að fá erlendan þjálfara og leitað fyrir sér meðal annars í V-Þýska- landi og Pólandi og Rússlandi. Nú hafa þeir fengið mjög hæfan mann til starfa frá Rússlandi og eru allar líkur á því að hann hefja störf hjá félaginu í byrjun júlí- mánaðar. Valsmenn ætla sér greinilega að endurheimta Islandsmeistaratitilinn og að sögn forráðamanna Vals verður ekkert til sparað svo að það takist. - Þr. • Þessi mynd er orðin svolitið gömul, en hún var tekin er KR varð íslandsmeistari á síðasta keppnistímabili. Lengst til vinstri er John Iludson sem þá lék með KR, en hinir kapparnir á myndinni eru ekki síður kunnir. Þeir eru Jón Sigurðsson í miðjunni, sem leikur sinn 75. landsleik í Noregi, og Einar BoIIason, sem er núverandi landsliðsþjálfari. Polar Cup í Noregi: Landsliðið leikur 3 leiki a 22 klst! — Jón Sigurðsson leikur sinn 75. landsleik Valur og Próttur opna Reykjavíkur- mótið í knattspyrnu LANDSLIÐSNEFND KKI hefur valið 10 manna landsliðshóp sem keppa á fyrir íslands hönd á Pólar Cup, sem fram fer í Noregi strax eftir páskana. A þessu móti fær íslenska landsliðið það erfiða verkefni að leika þrjá Iandsleiki á tæpum sólarhring. Þeir mæta Svíum föstudaginn 11. april klukkan 20.00, síðan leika þeir gegn Dönum morguninn eftir klukkan 11.00 og loks gegn Finnum klukkan 17.00 sama dag. Er þetta vægast sagt stórfurðu- leg niðurrijðun og ha*tt við að mönnum verði ofboðið þó að í toppæfingu séu. Ilópurinn sem keppir fyrir íslands hönd er Þessi: landsr Kristinn'Jörundsson ÍR 48 Jón Sigurðsson KR 73 Guðsteinn Ingimarsson UMFN 9 Gunnar Þorvarðarson UMFN 49 Pétur Guðmundsson Wash. 16 Flosi Sigurðsson 3 Torfi Magnússon Val 40 Símon Ólafsson Fram 30 Jónas Jóhannesson UMFN 22 Kristján Ágústsson Val 16 Fyrsti varamaður verður Ríkharður Hrafnkelsson úr Val. Fjórir leikmenn leika áfanga- leiki í ferðinni. Fyrst má nefna Jón Sigurðsson, sem leikur sinn 75. landsleik, Kristin Jörundsson sinn 50. landsleik, einnig Gunnar Þorvarðarson og Jónas leikur sinn 25. landsleik. Meðalhæð íslensku leikmann- anna er 1.96,4 og er það meiri meðalhæð en áður í íslensku landsliði, einnig hefur sjaldan eða aldrei verið sent jafn reynslumik- ið lið út til keppni erlendis. Getrauna- spá M.B.L. © ■© JS e 3 M t 9. U o u Um F. >-, en 1 9 /, a o O/ a. 1 9 'Ji Sunday Kxpress News of the world nr Cl U 0L O Z H w' xj c 3 X SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Southampton 1 1 2 1 1 1 5 0 1 Aston Villa — Nott. Forest 1 i i 2 2 X 3 í 2 Bristol C. - WBA 1 2 X 2 X 2 1 2 3 C. Palace — Brighton X X i 1 X 1 3 3 0 Derby — Leeds i X X 2 1 X 2 3 1 Everton — Bolton 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Ipswich — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Man. Utd. — Liverpool 1 2 X X X 2 1 3 2 Middlesbr. — Coventry X 1 1 1 1 I 5 1 0 Stoke — Man. City 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Wolves — Tottenh. X 1 1 X 1 1 1 2 0 Leicester — Chelsea 1 1 X X X 2 2 o 1 Hópurinn æfir daglega, stundum tvisvar á dag. í kvöld mætir hann síðan úrvalsliði sem Mark Christi- ansen hefur valið, en Mark ætlar að tefla fram þeim Tim Dwyer, Mark Holmes, Spóa Webster, Gunnari Thors ÍS, Þorvaldi Geirssyni Fram, Jóni Héðinssyni ÍS, Ríkharði Hrafnkelssyni Val, Geir Þorsteinssyni KR, Garðari Jóhannessyni KR og Birgi Guð- björnssyni KR. Einar Bollason, þjálfari lands- liðsins, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að það eina raunhæfa sem íslánd gæti stefnt að í þessu móti væri 3. sætið, „en ef einhvern tímann hefur verið möguleiki að skáka stórveldunum Finnlandi og Svíþjóð, þá er hann núna, því ég tel að þetta sé sterkasta lið sem ísland hefur teflt fram,“ sagði Einar. . -gg- STRAX eftir páskana hefst knattspyrnuvertíðin með leik Vals og Þróttar í Reykjavíkur- mótinu. leikurinn fer fram á gamla góða Melavellinum og þar verða allir leikir mótsins leiknir. Á siðasta ársþingi K.R.R. voru samþykktar nokkrar nýjar regl- ur varðandi mótið í ár. Verði lið jöfn að loknum venju- legum leiktíma skal háður bráða- bani. Leikmaður úr liði A byrjar við miðlínu leikvallar og til varnar er markvörður úr liði B. Hlutkesti skal ráða hvort liðið byrjar. Leik- maður hefur 15 sek. við tilraun sína til að skora. Fari knötturinn út af vellinum, brjóti leikmaður A af sér, er tilraun hans lokið. Brjóti mark- vörður af sér skal dæmd víta- spyrna. 5 leikmenn úr hvoru liðinu geri tilraun til markaskorunar, og ef þá er enn jafnt skal haldið áfram uns úrslit fást. Mörk skoruð í bráðabana skulu ekki teljast í heildarúrslit né til aukastigs. Eins og undanfarin ár verður liði veitt aukastig fyrir að skora 3 mörk eða fleiri í Reykjavíkurmóti meistaraflokks. I Reykjavíkur-, Miðsumars- og Haustmótum allra flokka er leyfi- legt að skipta inn á 4 leikmönnum allan leiktímann, þar af skal einn vera markvörður. Sex fyrstu leikirnir í Reykja- víkurmótinu verða þessir. Reykjavíkurmót meistara- flokks 1980 Apríl 8. kl. 20 Valur — Þróttur 10. kl. 20 K.R. - Fram 12. kl. 14 Fylkir - Valur 13. kl. 17 Víkingur — Ármann 14. kl. 20 Þróttur — K.R. 15. kl. 20 Fram — Víkingur - þr- Lið HK: Einar Þorvarðarson 2, Bergur Þorgeirsson 1, Bergsveinn Þórarinsson 3, Andrés Gunnlaugsson 1, Hilmar Sigurgíslason 2, Jón Einarsson 3. Kristinn Ólafsson 1, Ragnar Ólafsson 2, Kristján Gunnarsson 1, Magnús Guðfinnsson 1, Karl Jóhannsson 1. Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 3, Snæbjörn Arngrímsson 1, Birgir Jóhannsson 1. Björn Eiríksson 1, Atii Hilmarsson 1, Jóhann Kristinsson 2, Egill Jóhannesson 2, Jón Árni Rúnarsson 3, Erlendur Davíðsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Hannes Leifsson 3, Andrés Bridde 2. Dómarar ólafur Steingrímsson og Gunnar Steingrímsson 1. KR: Pétur Hjálmarsson 1, Þórir Haraldsson 1, Sigurður P. Óskarsson 2. Ólafur Lárusson 3, Björn Pétursson 1, Friðrik Þorbjörnsson 3, Einar Vilhjálmsson 1, Kristinn Ingason 2, Konráð Jónsson 2, Haukur Ottesen 2, Jóhanncs Stefánsson 2, Haukur Geirmundsson 1. Haukar: Gunnar Einarsson 3, Ólafur Guðjónsson 2, Guðmundur Haraldsson 1., Ingimar Haraldsson 3, Árni Hermannsson 2, Hörður Harðarson 2, Árni Sverrisson 2, Andrés Kristjánsson 3, Júlíus Pálsson 1, Stefán Jónsson 2. Fyrir skömmu fór fram Reykjavíkurmót á skiðum í Ilamragili. Skýrt hefur verið frá úrslitum í mótinu í karla og kvennaflokki. En unga fólkið lét ekki sitt eftir liggja á mótinu og stóð sig mjög vel. Á myndinni sjáum við nokkra af sigurvegurunum í mótinu. í fremri röð frá vinstri er Guðjón Þór Mathiesen KR sem varð nr. 1 í svigi og stórsvigi, Geirný Pétursdóttir KR sem sigraði í svigi og stórsvigi og Bjarni Pétursson KR er varð 3. í svigi og alpatvikeppni. í aftari röð frá vinstri eru Auður Jóhannsdóttir KR sem varð fyrst í svigi og alpatvikeppni, Sigrún Kolsöe KR er varð nr. 2 í stórsvigi og loks Sveinn Rúnarsson KR er varð nr. 2 i svigi og 3 i alpatvikeppni. Öll eru þau i flokki 10 ára og yngri. Áhugi á skíðaíþróttinni hefur aukist mjög hjá yngstu kynslóðinni og fer fjöldi þeirra sem taka þátt i mótum sívaxandi. Ljósm. ÁB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.