Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 „Við sluppum klakklaust frá þessu, það er fyrir öllu,“ sagði Kristján Kristjánsson, einn af íbúum verhúðar Hrað- frystihússins Þórkötlu- staða í Grindavík, er blaðamaður og ljósmynd- ari Mbl. heimsóttu ver- húðina nú í vikunni, en miklar deilur farand- verkafólks og heima- manna hafa átt sér þar stað síðustu vikurnar. Verbúðin er í gömlu hús- næði ok úr sér genKnu og auðséð að margt mætti þar betur fara í aðbúnaði og þá sérstaklega í vistar- verum íbúanna. Verðbúö Þórkötlu- staða í Grindavík: „Mest um vert að vinnufriður er kominn á“ Aðkoman var að sojrn heima- manna ekki fögur að morgni „ólátanæturinnar". Ljósastæði , > hrotin. svo ob rúður. Gggja- taumar á veggjum og annað eftir þvi. v % Á Þeir Pétur, Jón Viðar og Ragnar voru ánægðir með aðbúnaðinn og sogðu hann mun betri en í verbúð í Eyjum. en þaðan voru þeir nýkomnir. Guðrún matráðskona sagði blaðaskrif um matinn á staðnum ekki vera rétt. Kristján, sem var fyrsti viömael- andi okkar í verbúðinni sagðist aldrei hafa kynnst öðrum eins látum og umgengni eins og fram að því að hið svonefnda farandverkafólk yfirgaf staðinn. „Þetta byrjaði allt með tilkomu þessara sterku samtaka, samtaka farandverkafólks." Vil ekki kenna mig við þau — En tilheyrir þú ekki sjálfur hópi farandverkafólks? „Nei, ég tel mig verkamann, þó ég búi í verbúð og sé ekki beint heimilisfastur þess vegna. Ég geng ekki í slík samtök á meðan vinnu- brögðin hjá þeim eru slík. Ég hef séð margar verbúðir, baeði verri og betri en þessar hér og ég viðurkenni að hér er ýmsu ábótavant, en þó hef ég aldrei þurft persónulega að kvarta, nema yfir ólátunum í þessu fólki. Meðan þessir ólátaseggir eru í sam- tökunum vil ég ekki láta kenna mig við þau.“ Kristján lýsti síðan látum þeim, sem urðu í verbúðinni aðfararnótt laugardagsins 15. mars sl. og sagði. „Ég var genginn til sængur, en varð að fara fram aftur því enginn svefnfriður gafst. Menn reyndu að brjótast inn og var hvorki hurðum né rúðum hlíft. Ég ætlaði að fara að reyna að ná í lögregluna, þegar hún birtist. Hér gilda umgengnisreglur, eins og alls staðar þar sem margir búa á sama stað, og auðvitað verða menn að hlíta þeim,“ sagði Kristján. Við gengum um húsnæðið og feng- um að líta inn í herbergi íbúanna. Herbergi þau er við sáum voru fremur lítil, búin rúmum, einu borði og óbyrgðu fatahengi og umgengni mjög misjöfn inni í þeim. Við hittum fyrir þrjá unga menn í einu herbergj- anna, þá Pétur Reynisson, Jón Viðar Viðarsson og Ragnar Antonsson og spurðum þá hvernig þeim líkaði vistin. Þeir sögðust hafa komið frá Vestmannaeyjum sl. þriðjudag, þar sem þeir bjuggu einnig í verbúð. „Þetta er miklu betra hér en í Eyjum," sagði einn þeirra. „Þar var fæðið mun dýrara og maturinn er einnig miklu betri hér. Okkur líst bara vel á þetta. Húsnæðið er gamalt en það stendur til að lagfæra það.“ Óánægður með umgengnina Karl Sigurjónsson verkstjóri og húsvörður sagðist ekki geta gert sér fyllilega grein fyrir orsökinni að óánægjunni. „Fólkið vildi fá nætur- vinnu, en síðan neitaði það að vinna. Það hefur alltaf verið reynt að skipta vinnunni réttlátlega niður á fólkið. Það var aðeins vandamál í sambandi við nýsjálenzku stúlkurnar. Þær vildu fá vinnu í salthúsinu, en ég taldi það of kalt fyrir þær, en þær höfðu sitt fram og fengu síðar vinnu þar.“ Karl var óánægður með umgengni fólksins og sagðist t.a.m. hafa keypt þrjá reykskynjara fyrr í vetur, en þeir verið gerðir gagnslausir með því að fjarlægja batterí úr þeim og rífa þá í sundur. „Ég hef verið við þetta síðan 1973 og aldrei kynnst neinu svipuðu. Þó gekk um þverbak nóttina frægu. Hér voru fimm rúður brotnar, fimm innihurðir eyðilagðar, tveir hurðarhúnar snúnir af, þrír ljósa- kúplar brotnir, auk þess sem hráum eggjum var grýtt á veggi, gólfin notuð sem öskubakkar og síðan talar þetta fólk um lélegan þrifnað. Karl sagði að þó hefði farand- verkafólkið yfirleitt verið ágætis fólk. Stór hluti þess væru ungir strákar sem verið hefðu mjög kurt- eisir í byrjun, en að hans áliti látið leiða sig út í þessa vitleysu af einstaklingum, sem virtust alls stað- ar hafa verið til vandræða. Flest ágætis fólk Næstur á vegi okkar varð Atli Már Kristjánsson. Hann sagðist hafa orð- ið að flýja „ólátanóttina" eins og hann kallaði hana. „Það var ekki um annað að ræða, hávaðinn var það mikill og þegar farið var að brjótast inn á herbergin flúði ég. Annars var þetta mest allt ágætt fólk. En ég frétti það á fimmtudaginn, að nafnið mitt var notað í leyfisleysi. Pantaður var leigubíll með vínföng og ég skrifaður fyrir því. Ég vil taka það hér fram, að ég átti þar engan hlut að máli og mér finnst það einum of langt gengið að stela þannig nafni manns.“ Guðrún Guðmundsdóttir er mat- ráðskona staðarins. Hún sagði það algjöra vitleysu, sem sagt hefði verið, að önnur hver máltíð hefði verið fiskmáltíð. „Það er aðeins fiskur í matinn hér í fjórðu hverja máltíð, og mér er bezt kunnugt um að maturinn hefur aldrei verið borinn kaldur á borð frá því að ég byrjaði hér. Annars skil ég ekki hvernig nýsjá- lenzku stúlkurnar gátu kvartað yfir matnum hjá mér, þar sem þær voru allar hættar að borða í mötuneytinu þegar ég byrjaði. Guðrún sagði matinn kosta kr. 3.000 á dag, innifalið væri morgun- matur, tvær heitar máltíðir og kaffi þrívegis yfir daginn. Tóku sjálfar að sér þrifin Guðrún sagðist sjálf sjá um þrifin á eldhúsi og barðsal en sér hefði komið spánskt fyrir sjónir að lesa í blöðunum, haft eftir nýsjálenzku stúlkunum, að sóðaskapurinn hefði verið mikill, þar sem þær hefðu sjálfar tekið að sér að þrífa sameig- inlegar vistaverur og fengið aukalega borgað fyrir það. „Fólkið gekk mjög illa um og var sóðalegt að mínu mati. Aðstæður hér eru ekki nægilega góðar — það er satt — en það bætir ekki úr þegar illa er um gengið. Verkafólkið, sem sagði upp störf- um var allt flutt frá Grindavik, þannig að ekki var hægt að ræða við það til að fá sjónarmið þess. Við hittum að máli Jón Björnsson for- mann Verkalýðsfélags Grindavíkur og spurðum hann álits á máli þessu. Hann sagði Verkalýðsfélagið hafa verið langt komið með samninga-við eigendur frystihússins um bættan aðbúnað í verbúðinni. Síðan hefðu þessir forystumenn svonefndra far- andverkamanna farið að skipta sér „Grindavíkurmálið ekki sér- stakt baráttumál samtakanna“ Jósep Kristjánsson hjá samtökum farand- verkafólks: MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við forsvarsmann samtaka farandverkafólks, Jósep Kris- tjánsson í Reykjavík og spurði hann hver tildrög hefðu verið að máli þessu. „Samtökin könnuðu aðstæður í verbúðum landsins og þar á meðal í Grindavík og þá komumst við í kynni við nýsjálenzku sfulkurnar og sögð- ust þær hafa fengið allan annan aðbúnað þarna en þeim hefði verið lofað og einnig sögðu *þær, að þær hefðu ekki fengið fulla vinnuviku og fórum við því í að skoða það mál þeirra sérstaklega." Jósep sagði, að samtökin hefðu m.a. boðið stúlkunum til Reykjavíkur og komið þeim í samband við Arn- mund Backman lögfræðing, sem er launaður lögfræðingur verkalýðs- hreyfingarinnar. — Hélduð þið vinnustaðafundi þarna og hver voru sambönd ykkar við verkalýðsfélagið á staðnum? „Það er rugl, að við höfum haldið vinnustaðafundi við ræddum við fólkið í verbúðinni en aðalmálið var, að okkur fannst að ekki væri forsvar- anlegt að útlenzku stelpunum væri haldið heima kauplaust, á sama tíma og aðrir voru í vinnu.“ — Nú segja yfirmenn á staðnum að vinnu hafi ætíð verið skipt niður á fólkið. „Þar stendur fullyrðing gegn full- yrðingu, en það er auðvitað hægt að bera saman launamiða fólks til að fá sannleikann á blað. Fljótlega eftir að við förum að hafa afskipti af málinu boðum við til fundar í Festi og bjóðum þangað atvinnurekendum og formanni verkalýðsfélagsins. Þar ræddum við málefni farandverka- fólksins í heild. Atvinnurekendur tóku þar vel undir þau sjónarmið að gera þyrfti átak í málefnum þeirra. Þar kom tvisvar í ræðustól formaður verkalýðsfélagsins og í seinna skiptið aðeins til að þakka okkur komuna og sagðist hann vonast til að sjá okkur hið fyrsta aftur. — Nú segir hann í viðtali í Suður- nesjatíðindum, að þið hafið sniðgeng- ið verkalýðsfélagið og hafið gert illt verra með afskiptum ykkar. „Þetta er ekki rétt hjá honum. Við höfum ekki farið fram á að gera neina samninga. Lögfræðingurinn skrifaði atvinnurekanda Þorkötlu- staða bréf og spurði hann af hverju útlenzku stelpurnar fengju ekki kauptryggingu og svör hans voru þau, að það væri málefni verkalýðs- félagsins, en verkalýðsfélagið gerir ekkert í málinu, þrátt fyrir fundar- setu formannsins í Festi og þær upplýsingar sem hann fékk þar um þetta mál. Jósep sagði að síðan hefði það gerst að maður var rekinn úr starfi. Hann hefði haft samband við sam- tökin og Jósep farið með honum til Grindavíkur vegna þess að hann upplýsti, að mikill hiti væri í mönnum á staðnum út af brott- rekstrinum. Jósep sagðist hafa haft samband við formann verkalýðsfé- lagsins og tjáð honum að hann væri á leið til Grindavíkur og hann þá ekki fundið neitt að því. — Var að ykkar mati staðið ólög- lega að brottrekstri þessa manns? Hann mætir ekki til vinnu, það er rétt. En hann svaf yfir sig og það hafa náttúrlega margir fleiri gert, án þe§s að vera reknir, en spurningin var ekki um uppsögnina, heldur fór ég á staðinn vegna þess að hiti var í mönnum. Ég ráðlagði þeim að taka engar örlagaríkar ákvarðanir, heldur setja deiluatriðin á blað og reyna að vinna að úrlausn. Þá mælast nýsjálenzku stúlkurnar til þess að við útvegum þeim vinnu annars staðar og eru þær þá orðnar vonlausar um úrlausn sinna mála. Við yfirgefum síðan staðinn, finn- um vinnu fyrir erlendu farand- verkakonurnar á Suðureyri við Súg- andafjörð þar sem þær eru núna. Þá gerist það viku síðar að annar maður er rekinn og þá springur endanlega allt í loft upp og hinir Islendingarnir ákveða að hætta. — Þá komum við að hinni svo- nefndu ólátanótt. Hvert er þitt álit á því sem þarna gerðist — og var þetta liður í baráttu samtakanna? Samkvæmt skýrslum fólksins sem þarna hættir störfum gekk lögreglan þarna nokkuð langt og ég veit t.d. að útlenzku stúlkurnar voru margar hverjar niðurbrotnar, höfðu aldrei kynnst neinu slíku. En að þetta hafi verið liður í baráttu samtakanna er fjarstæða. Þetta var eingöngu fólkið sjálft á staðnum sem þarna kom við sögu. Það sem mér finnst skipta máli í því sem þarna gerðist og við höfum sérstaklega til athugunar í samtök- unum er réttindaleysi þess fólks sem býr í verbúðum. Verbúðir hljóta að teljast til heimila fólks og það ætti að njóta sömu réttinda þar sem annað fólk gerir skv. lögum á sínum heimilum. , — Það kemur fram, að rúður voru þarna brotnar og ljósastæði, eggjum grýtt upp um veggi o.fl. Mér er ljóst, að eftir að lögreglan réðst þarna inn fór allt úr böndun- um. En mér er ekki persónulega kunnugt um allt sem þarna gerðist og það hlýtur að skrifast á þá sem þarna voru en ekki á samtökin. Jósep sagði í lokin, að þetta Grindavíkurmál væri alls ekki sér- stakt baráttumál samtakanna. „Til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.