Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 7 r Bylur hæst í tómri tunnu Starfsemi Samtaka herstöövaandstæöínga hefur sífellt verið að dragast saman undanfar- in ár. Þetta kemur meðai annars fram í þeim að- gerðum, sem þau efna til 30. mars árlega til aö minnast þess, aö þann dag 1949 samþykkti Al- þingi, að ísland skyldi gerast aöili aö Atlants- hafsbandalagínu. Efnt hefur verið til hátíðar- halda í Háskólabíói og menningarviku á undan- förum árum en í ár bregður svo við, að her- stöðvaandstæöingar láta sér nægja að kalla menn saman sunnudagssíðdegi í sal Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut. Líklega var það eina leið- in, sem þeir sáu til að Þjóðviljinn gæti birt þá fyrirsögn, sem hér fylgir. í grein, sem einn af frambjóöendum Alþýðu- bandalagsins í síðustu al- þingiskosningum, Bragi Guðbrandsson, ritar í Þjóðviljann sl. sunnudag er raunasögu herstööva andstæðinga lýst með þessum orðum m.a.: „Ári seinna (þ.e. 1972) voru núverandi Samtök her- stöðvaandstæöinga stofnuð, og á þeim átta árum sem þau hafa starf- að, hafa skipst á skin og skúrir í hérumbil álíka hlutfalli og í veðráttunni hér á landi. Ekki þarf að draga í efa að starf á þeim vettvangi hefur bor- ið árangur, kannski er mesta afrekið í því fólgið, að tekist hefur að halda þeim á lífi á erfiðum tímum.“ Sem sé mesta afrekið í starfi Samtaka her- stöðvaandstæðinga er, að tekist hefur aö treina í þeim líftóruna í átta ár. Svik flokksins Grein Braga veitir inn- sýn í þann sannfær- ingarskort, sem ríkir í röðum herstöðvaand- stæðinga, og þá óánægju með Alþýðubandalagið, sem þar ræður ferðinni. Bragi segir: „Hin slaka frammistaða flokksins hefur leitt til þess aö aldreí hafa þeir verið fleiri en nú sem brigsla flokknum um svik. Þetta er staðreynd sem við flokksmenn verðum að horfast í augu við og draga réttar ályktanir af.“ Bragi segir á öörum stað: „Við þaö bætist að staða herstöðvamálsins hefur vafalaust aldrei verið jafn alvarleg og nú.“ Og síðar:“ ... hermálið hefur sífellt fjarlægst brennipunkt stjórnmála- umræöurnar ... Sjálf- stæðismálin eru nánast orðin að jaðarmálum í íslenskri pólitík og ef svo fer fram sem horfir verð- ur þar lítil breyting ... kraftahlutföll hafa verið að breytast okkur her- stöðvaandstæðingum í óhag. Sennilega sitja nú færri andstæöingar her- setu á alþingi en nokkurn tíma fyrr.“ Ofangreindar setn- ingar, sem teknar eru úr grein Braga sýna svo ekki verður um villst, aö hann telur stööu síns málstaðar ekki góða. Greinin fjallar svo um þaö, hvaö sé til ráða, og eina ráðið er að efnt verði til þjóöaratkvæða- greiðslu um öryggismál þjóðarinnar. Misskiln- ingur Þessi hugmynd Braga sem bendir til að orsök vanda herstöðvaand- stæðinga sé að finna í einhverjum baráttuleið- um þeirra í áróðursstríði er á algjörum misskiln- ingí byggö eins og sú fyllyrðing aö „sjálfstæö- ismálin“ séu oröin að „jaðarmálum“. Allur þorri þjóðarinnar teiur sjálf- stæði sínu best borgið í varnarsamvinnu við vest- ræn ríki. í huga þeirra, sem vilja treysta öryggi og frelsi þjóöarinnar, er sjálfstæði hennar ekki „jaðarmál“. Sú skoðun ríkir aðeins hjá þeim, sem misnota hugtök og geta ekki fært önnur rök fyrir máli sínu, þegar þeir ræða öryggi þjóðarinnar en „að þjóðfrelsisbarátt- an er samofin baráttunni fyrir því að íslenskri al- þýðu auönist að hrinda af sér oki stéttakúgunar og arðráns" eins og Bragi Guðbrandsson orðar þaö. íslendingar hafna málflutningi herstöðva- andstæðinga vegna þess, að þeir eru ósammála honum. Öllum hugsandi mönnum er augljóst, aö án samvinnu við vinveitta nágranna geta íslend- ingar ekki tryggt sjálf- stæöi sitt. 1 Þaö er mjög gaman aö eiga áttræðisafmæli. Ég þakka öllum hjartanlega sem glöddu mig, börnum mínum, tengdabörnum, heimsóknir og elskuleg heilla- skeyti, blóm og aörar dýrindisgjafir, bæöi í orði og verki. Góöir vinir, ellin gleymist. Vinátta er tilfinning sem engin kann aö skýra, hún er dularfull, hlý og mannbætandi fyrir þá sem njóta hennar. Kær kveöja. Guð blessi ykkur öll hverja stund. Hildur Magnúsdóttir, Sólheimum 23. POLAR MOHR a Útvegum þessar heimsþekktu pappírs- skurðarvélar beint frá verksmiðju. Sturlaugur Jónsson, & Co s.f. Vesturgötu 16, Reykjavík. simi 14680. Við höfum sérhæft okkur í Við eigum ávallt fyrirliggjandi varahluti í flestar gerðir bílvéla • Stimpla • Pakkningar • Legur • Ventla • Höfum einnig tímahjól og keðjur, knastása, olíudælur, undirlyftur o.fl. VÉLAVERKSTÆÐI VARAHLUTAVERSLUN Þ.JÓNSSON & CO. SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SÍMAR 84515/84516 Nautakjöt — Svínakjöt Hreindýrakjöt — Kálfakjöt Folaldakjöt — Hangikjöt Unghænur — Kjúklingar Rjúpur Opið til kl. 10 í kvöld og kl. 9—12 á laugardag. VnSUFHL Þverbrekku 8, Kópavogi. — Símar 42040 og 44140. Kvöldsalan opin öll kvöld til kl. 23.30 — sími 40590.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.