Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 3 Aprílgabb dagblaðanna: Þúsundir gripu í tómt APRÍLGABB dagblðanna um Mihitzubíla á gjafverði varð mjög áhrifaríkt. Fólk lagði leið sína í Hafnarfjörð hundruðum ef ekki þúsundum saman i gærdag en það greip í tómt. Engir bílar voru þar til sölu enda Mihitzu- bílar ekki til. Þetta er í fyrsta skipti. sem dagblöðin hafa sam- vinnu um aprílgabb. Fnegu þau Pétur Sveinbjarnarson til þess að taka þátt í leiknum. en hann gat ekki verið í Hafnarfirði til þess að taka við pöntunum, þar eð hann fór utan til Englands i gærmorgun. Stöðugur straumur fólks var í allan gærdag að Lýsi og Mjöl hf. í Hafnarfirði. Starfsfólk í af- greiðslu Bifrastar þar skammt frá sagði að þangað hefði margt fólk komið allt frá því kl. 8.30 um morguninn. M.a. kom einn maður úr Borgarnesi kl. 9.30. Um kl. 16 dreif að marga og skimaði hver sem betur gat eftir ódýru bifreiðunum. Ráða mátti af bílnúmerum viðkomandi að þeir voru flestir af höfuðborgarsvæð- inu og næsta nágrenni þess, en þó voru þar einnig bílar úr Borgar- firði, af Snæfellsnesi og úr Húna- vatnssýslum. Á skilti einu við verksmiðjuna var fólki vísað á „bílasýninguna", en þeir sem fóru eftir þeim ráðleggingum lentu nánast inni í verksmiðjunni og allri gúanólykt- inni sem þar var. Margir fóru eftir þessum leiðbeiningum, en hurfu frá súrir á svip er þeir rákust þar á stærðar skilti sem á stóð 1. apríl. Símar Morgunblaðsins voru glóandi í gærdag. Spurði fólk hvort um gabb væri að ræða eða ekki en sumir spurðu hvar hægt væri að ná í „umboðsmanninn", Pétur Sveinbjarnarson. Veitingahúsið Hollywood var einnig með gabb í auglýsingu í Mbl. í gær um að söngkonan Donna Summer yrði gesur kvölds- ins. Hlupu margir 1. apríl þar einnig, m.a. eitt dagblaðanna, sem hringdi í veitingamanninn og vildi fá að vita hvar söngkonan byggi- Ljósm. Mbl. RAX. Bílamergðin við Lýsi og mjöl í gærdag. Ef menn fóru eftir leiðbeiningunum lentu þeir niðri í porti en þar var stærðar skilti sem á stóð 1. apríl. Dæmdir fyrir klám- ritaútgáfu TVEIR menn voru nýlega dæmd- ir í sakadómi Reykjavíkur fyrir klámritaútgáfu. Voru þeir dæmd- ir í 200 þúsund króna sekt hvor og óseld rit gerð upptæk. Annar þeirra manna, sem dóm hlutu, gaf út tímaritið Bósa og var hann dæmdur fyrir tiltekna sögu í einu hefti ritsins, sem þótti ganga of langt í klámi. Hinn maðurinn gaf úr ritið Vasakonfekt og var hann dæmdur fyrir sögu í ritinu, sem kallaðist Máttur smáauglýs- inganna og þótti sömuleiðis ganga of langt í klámi. Blæjurnar létu undan og bíllinn fyllt- ist af slori Ólafsvík 31 .marz Eigandi virðulegs blæjujeppa varð fyrir óvenjulegu óhappi sl. laugardag þegar allt stóð hér á haus við að bjarga frá skemmd- um miklum afla sem barst á land síðustu dagana fyrir þorskveiðibann. Jeppinn stóð á planinu fyrir framan fiskverkunarstöð Stakkholts hf. þegar tankbíll kom frá fiskimjölsverskmiðj- unni til að sækja fiskislóg. Tankbílstjórinn lagði að hlið jeppans og lyftari lyfti 800 1 kassa fullum af slori upp yfir tankbílinn til þess að láta það renna ofan í tankinn. Vildi þá svo illa til að slorkassinn rann framan af lyftaragafflinum, skall ofan á tankinn og þaðan beint ofan á jeppann. Blæjurnar létu auðvitað undan þessari óvæntu „árás“, jeppinn fylltist af slori og skemmdist auk þess töluvert. Var lán í óláni að enginn var í bílnum. Viðbrögð þeirra, sem vitni urðu að þessum atburði, munu hafa verið með ýmsum hætti, en eigandi jeppans brá ekki vana sínum og hafði spaugsyrði á vörum, enda karlmenni hið mesta. Stakkholt hf. missti hins vegar nokkrar dýrmætar mínút- ur af vinnutíma starfsfólksins sem þusti út til að sjá afleið- ingar þessa óvenjulega „umferð- aróhapps". AUGLYSINGASIMINN ER: 224BD JHorijunbtnöib Jg y»T |T | V Bu | i l 1 l 1 l * * K 1 [\ HKiV\\\ ' ‘ ' 1 >'ji'f”' > ,l ' mh s i mmm 'í" *i ’ '3 i ''íi’ ''''IIh u f S \fwm BBpr Iffl&MÉÍl . ^^Pu*»\\«uUHvTm1 TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS (Uap KARNABÆR < r Laugavegi 66 Sími frá sklptiborði 85055. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS I mKARNABÆR \ GLÆSIB/E SÍMI 85055. | &&&$&&£&% lí Austurstræti 22. Síml frá skiptiboröl 85055. !®©l©> , . UNGLINGADEILD itíj) KARNABÆR1 —Jí Y Austurstræti 22 Sími frá skiptiborði 85055 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.