Morgunblaðið - 20.04.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1980
EIMSKIP
*
Smíði 30 parhúsa að ljúka
Kosta tæpar 30 milljónir
A VEGUM Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar er um þessar
mundir verið að ljúka smíði 30
íbúða í parhúsum. en hér er um
að ræða lokaáfanga framkvæmda
nefndarinnar og íbúðir þessar
smíðaðar m.a. til að fá verðmis-
mun á íbúðum í parhúsum og
fjölbýlishúsum. Er þetta síðasta
verkefni F.b. og og sagði Eyjólf-
ur K. Sigurjónsson formaður
nefndarinnar, er húsin voru sýnd
á dögunum, að hlutverki hennar
skv. lögunum væri nú lokið.
Framkvæmdir við húsin, sem
eru við Háberg og Hamraberg í
Hólahverfi í Reykjavík, hófust
árið 1978 og er söluverð íbúðanna
29,8 milljónir króna, sem er um
20% hærra verð en á sambæri-
legum íbúðum. sem nefndin hefur
byggt í fjölbýlishúsum. Hver íbúð
er 103 fermetrar og er þeim skilað
fullfrágengnum, eikarparket á
gólfum, nema dúklögð í anddyri og
baði og loft og veggir tvímáluð. Þá
eru húsin fullfrágengin að utan.
Kaupverð skal greiðast þannig að
10% greiðist fyrir afhendingu, á
næstu 2 árum önnur 10%, en 80%
kaupverðs lánar Húsnæðismála-
stofnun til 33 ára með 2% vöxtum
og fullri vísitölubindingu. Ibúðir
þessar á að selja láglaunafólki,
meðlimum í verkalýðsfélögum eða
iðnnemum og skulu þeir sitja
fyrir, sem ekki hafa á sl. 2 árum
átt viðunandi íbúð og eru með
stóra fjölskyldu.
Framkvæmdanefnd byggingar-
áætlunar hóf starfsemi sína í
framhaldi af yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar árið 1965 um að hún
láti reisa 1.250 íbúðir í Reykjavík
og verði með þeim gerð tilraun til
að lækka byggingakostnað með
fjöldaframleiðsluaðferðum og
verði þær notaðar til að útrýma
heilsuspillandi húsnæði. Sem fyrr
segir eru parhúsin lokaverkefni
F.b. nema hvað unnið er nú að
byggingu menningarmiðstöðvar í
samvinnu við Reykjavikurborg.
Samþykkt var árið 1978 að fyrn-
ingarsjóði F.b. skyldi ráðstafa i þá
byggingu, sem er í Breiðholts-
hverfi, en í dag er sjóður þessi yfir
400 m.kr. með vöxtum. Grunnur
og botnplata eru tilbúin og eru
útboðsgögn til og verður framhald
byggingarinnar boðið út þegar
endanlegt samþykki borgarstjórn-
ar liggur fyrir, sennilega í þessum
mánuði.
Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar á lóðinni við parhúsin í
Hólahverfinu, frá vinstri: Rikharður Steinbergsson verkfræðingur,
sem er framkvæmdastjóri F.b„ Gísli Halldórsson arkitekt, Ingólfur
Finnbogason framkvæmdastjóri, Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoð-
andi, formaður, Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður og óskar
Hallgrimsson framkvæmdastjóri.
Hafnað að nota þorskveiði-
bann til að lengja hafnarfrí
„SÚ HUGMYND kom up hjá sjó-
mönnum á ísafirði, að hugsanlega
mætti nýta óráðstöfuð þorskveiði-
bonn með einhverjum hætti til að
koma til móts við kröfu sjómanna
um aukin hafnarfri, til dæmis með
sex tíma viðbót við gildandi hafn-
arfrí,“ sagði Grímur Jónsson, einn
samningamanna Alþýðusambands
Vestfjarða, þegar Mbl. hafði sam-
band við hann i gærkvöldi.
Þeir Gunnar Þórðarson, formaður
Sjómannafélags ísfirðinga, og
Grímur áttu fundi í gær og i
fyrradag með Steingrími Her-
mannssyni, sjávarútvegsráðherra,
þar sem þeir reifuðu hugmyndir um
nýtingu óráðstafaðra þorsk-
veiðibanna til að ná fram 30 stund
ahafnarfríi, sem er ein af helstu
kröfum Sjómannafélags ísfirðinga.
Hafnarfrí þar er nú 24 stundir.
„Við gerðum okkur vonir um, að
þetta gæti leitt til þess, að eitt
stærsta og erfiðasta ágreiningsmál í
deilu okkar við útgerðarmenn leyst-
ist á þann hátt, að báðir gætu við
unað,“ sagði Grímur ennfremur og
hélt áfram: „Við fengum góðar undir-
tektir hjá Steingrími Hermannssyni,
sjávarútvegsráðherra, og einnig
fengum við góðar undirtektir hjá
Óskari Vigfússyni, formanni
Sjómannasambands íslands. Það
sem síðar gerðist í þessu máli mun
vera það, að vegna harðrar andstöðu
LÍÚ og Óskars Vigfússonar sem
virðis hafa snúist hugur, náði málið
ekki fram að ganga. Hér var um að
ræða hugmynd, sem ekki er alfarið
ný af nálinni og hefði að okkar mati
flýtt fyir væntanlegum samningum
Sjómannasambands íslands."
Alþýðusamband Vestfjarða hefur
óskað eftir fundi með sáttasemjara,
en sá fundur hefur ekki verið dag-
settur.
Minkalæðurnar fluttar frá borði á Akureyrarflugvelli.
Ljósmynd Mbl. Pálmar Gunnarsson.
250 minkalæður
til Grenivíkur
Grenivík, 18. apríl.
UM klukkan þrjú í nótt lenti á
Akureyrarflugvelli flugvél frá
Iscargo með 250 minkalæður
innanborðs. Læðurnar fara að
refa- og minkabúinu að Lóma-
tjörn í Grýtubakkahreppi.
Þetta eru fyrstu minkalæð-
urnar sem keyptar eru að Lóma-
tjörn en þær eru af amerískum
stofni, en koma frá Refa- og
minkabúinu Dalchomziemink
Farm í Skotlandi.
Búið er að para læðurnar
þannig að þær eiga að gjóta eftir
um það bil 2—3 vikur. Fyrir eru
í búinu um 30 refir og var unnið
við það í gær að para þá og er
fjölgunar að vænta hjá þeim um
20. maí.
Tilraunarefaræktin hefur
gengið vel hjá búunum í Eyja-
firði en þó hefur komið upp hjá
Grávöru hf. á Grenivík „Alli-
sonsveiki", sem veldur ófrjósemi,
og hefur nokkrum minkum
þegar verið slátrað af þeim
sökum.
Eigendur búsins að Lómatjörn
eru bræðurnir Heimir og Jóhann
Ingólfssynir og Arfit Kro.
Mikil viðhöfn var á flugvellin-
um þegar minkarnir komu m.a.
vopnaðir lögreglumenn og eig-
endur búsins. Minkarnir voru
fluttir frá flugvellinum með
flutningabíl að Lómatjörn, þar
sem þeirra bíða ný heimkynni.
— Vigdís.
Húnavaka að hefjast
HÚNAVAKA, hin árlega
skemmti- og fræðsluvaka Ung-
mennasambands Austur-Hún-
vetninga, hefst að þessu sinni
þriðjudaginn 22. apríl og stendur
til sunnudags.
Að þessu sinni sýnir Leikfélag
Blönduóss Skáld-Rósu á Húnavök-
unni. Ragnheiður Steindórsdóttir
leikstýrir verkinu og leikur Rósu.
Með önnur helstu hlutverk fara
Þórhallur Jósefsson sem leikur
Natan og Sveinn Kjartansson sem
leikur Ólaf. Leikritið verður frum-
sýnt á Blönduósi laugardagskvöld-
ið 19. apríl en á Húnavöku verða
sýningar á þriðjudags: og mið-
vikudagskvöld kl. 20. Á fimmtu-
dagskvöld kl. 19.30 og á laugardag
kl. 17.
Kl. 14 á sumardaginn fyrsta
verður sumarskemmtun í Barna-
skólanum á Blönduósi. Að sumar-
skemmtuninni lokinni verður
dansleikur sérstaklega ætlaður
börnum innan við 12 ára aldur.
Ungmennasambandið gengst
fyrir dagskrá kl. 17 á föstudag,
sem verður sniðin við hæfi barna
og unglinga. Þar mun Ómar Ragn-
arsson skemmta og ungmennafé-
lagar í sýslunni sýna leikþætti og
ýmislegt fleira.
Söngvararnir Elín Sigurvins-
dóttir, Rut L. Magnússon, Frið-
björn Jónsson og Halldór Vil-
helmsson syngja einsöng, tvísöng
og kvartettsöng við undirleik Jón-
asar Ingimundarsonar á laugar-
daginn en þau koma á Húnavök-
una í boði Tónlistarfélags Aust-
ur-Húnavatnssýslu.
Á föstudag verður húsbænda-
vaka en meðal gesta þar verða
Halldór E. Sigurðsson fyrrv. ráð-
herra og Ómar Ragnarsson.
Tvær myndlistasýningar verða
á Húnavöku, Gunnlaugur Schev-
ing sýnir vatnslitamyndir og
Steingrímur Sigurðsson sýnir olíu,
vatnslita-, pastel- og kolkrítar-
myndir og teikningar.
Fyrsti dans Húnavöku verður að
kvöldi síðasta vetrardags, á
sumardaginn fyrsta verður ungl-
ingadansleikur, en á föstudags- og
laugardagskvöld verða almennir
dansleikir.
Leiðrétting
ERLA Sesselja Jónsdóttir, Jörfa-
bakka 30, sem er skráð meðal
fermingarbarna í Breiðholtssókn í
dag, verður fermd nk. sunnudag
27. apríl. . -
Ragnheiður Steindórsdóttir og Þórhallur Jósefsson í hlutverkum
sínum í Skáld-Rósu sem Leikfélag Blönduóss sýnir á Húnavöku.
Stjórnin
Aóalfundur
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu,
föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein
samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
félagsins samkvæmt 15. grein sam-
þykktanna.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til
30. apríl.