Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
„Er alveg trylltur
Ikon sem rússneskur drenííur bauð Lárusi undir borð á hóteli í Leningrad í fyrra, allur málmsleKÍnn og fagurlega gerður.
tjöldum. Þarna vann ágætis fólk
og það var gott að vinna þarna,
flínkir menn i hverri stöðu. Ég
kom svo heim eftir að hafa unnið
við eitt og annað í Danmörku í eitt
ár og tók til starfa hjá Iðnó, fór
beint i leiktjöldin og þá fékk ég
aðstöðu til þess í kjallara Þjóð-
leikhússins. Þar var allt óupphitað
og ég fékk sjokk þegar ég sá
aðstöðuna sem ég átti að búa við
miðað við það sem hafði verið hjá
Konunglega. En það varð að tjalda
því sem til var og ég reyndi að hita
upp með olíuofnum. Ékkert vatn
var í húsinu og ég varð að sækja
það út í Sanitashús. Þetta var svo
sem ekki björgulegt en gekk. Svo
kom herinn og þá fór nú að kárna
gamanið, því þeir tóku af mér
vinnustofuna. Það varð ,iú reynd-
ar hálf spaugilegt. Fyrst fékk ég
að vinna í húsinu eftir að þeir
lögðu það undir sig með því að
hafa passa með mynd af mér, en
svo kom að því að mér var boðið í
fína boðsferð og kynnisferð til
Bretlands ásamt fólki frá ýmsum
löndum og það var British Couns-
il. Þetta voru leikhúsferðir og
sitthvað í mínu fagi og maður
hugsaði gott til glóðarinnar þegar
heim kæmi úr þessari ágætu ferð
til Bretlands, en þegar ég kom
heim aftur voru þeir búnir að taka
af mér vinnustofuna, helvítis
Bretarnir. Þetta var árið 1940.
Bjóða manni í glæsilegt ferðalag,
en hirða svo af manni vinnustof-
una. Ég fékk svo inni í geymslu-
húsi bak við Naust og þar var ég
þangað til ég fékk aðstöðuna í
Þjóðleikhúsinu aftur þegar stríðið
var búið. Ég var svo ráðinn að
Þjóðleikhúsinu 1949 og þá var
aðstaöan bætt, en það var þröngt.
það var feiknalega mikið að gera
þessa daga þegar verið var að
koma húsinu í stand fyrir leik-
í helgimyndir44
„Fyrsta íkoninn fékk ég að gjöf og síðan hef
ég verið brjálaður í þessar helgimyndir. Þetta
var í Kaupmannahöfn í upphafi fjórða áratug-
arins. Ég hjálpaði til við að setja upp kabarett
fyrir rússnesku kirkjuna þar og ég var eiginlega
sá eini sem var ekki Rússi í uppfærslunni. Síðan
hef ég keypt mikið af þessum sérstæðu
helgimyndum í Finnlandi, Rússlandi, Eistlandi
og víðar, en líklega á ég eitthvað um 20 íkona, þá
elztu frá 16. öld.“
Við erum í heimsókn hjá Lárusi
Ingólfssyni leiktjaldamálara og
leikara, en á heimili hans á
Bergstaðastræti 68 er margt sér-
kennilegra og fagurra muna í
austrænum stíl. Um þessar mund-
ir eru 50 ár síðan Lárus lék fyrst í
Iðnó í leikritinu Flónið sem Ind-
riði Waage leikstýrði. Þá lék
Lárus í flestum fyrstu revíunum
og auðvitað flettaðist leiklist inn í
spjall okkar í fyrradag þótt ætlun-
in væri að rabba um rússnesku
helgimyndirnar sem heita íkonar.
„Fyrsta leikritið, sem ég lék í á
fjölunum í Iðnó var frumsýnt á
jólakvöldi. Það var mjög hátíðlegt,
en líka fyndið man ég. Haraldur
okkar Á. lék djákna og þar kom að
djákninn segir við prestinn: „Það
er maður hérna fyrir utan sem vill
tala við yður, ég held að hann sé
Gyðingur."
„Hver hefur nokkru sinni heyrt
talað um fátækan Gyðing?“ svar-
ar klerkur.
„Jú, Bernburg," svaraði Halli þá
á sinn sérstæða hátt og allur
salurinn sprakk af hlátri. Þetta
var að sjálfsögðu ekki í rullunni,
en allir vissu hver Bernburg var.
Hann spilaði á fiðlu á Hótel Island
í gamla daga, en var afskaplega
fátækur og það vissu allir. Hann
var andskoti góður fiðluleikari,
kallinn, spilaði á öllum böllum og
var mjög popular."
„Hvenær fórstu til Kaupmanna-
hafnar?"
„Ég fór fyrir 1930 og var ráðinn
til Konunglega leikhússins að
Nýja sviðinu 1929. Þar vann ég
síðan til 1932 þegar það var lagt
niður vegna kreppunnar sem olli
miklu atvinnuleysi og vanda. Þar
hafði ég unnið við það að teikna
búninga og gera módel af leik-
Lárus Ingólfsson
Guðsmóðirin og Jesú i Austur-Evrópskum ikon, helgi-
myndum Austur-Evrópsku kirkjunnar, en nú er t.d. búið
að banna dreifingu á ikonum i Rússlandi þar sem það er
ekki þóknanlegt stjórnvöldum.
Málmsleginn ikon með málaðri mynd í bakgrunni, en oft eru ikonarnir upphleyptir með málaðri mynd af andliti,
höndum og stundum hjarta.