Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
31
Brezk vika á Hótel Loftleiðum:
og Glasgow“
verður sýning þeirra í Kristalssal
Hótels Loftleiða kl. 15.00 en síðari
dagana í anddyri hótelsins. Auk
hótelhringsins Swallow Hotels
sem rekur mörg gistihús í Skot-
landi og norðanverðu Englandi,
verður fulltrúi Grand Metropolit-
an Hotels sem hafa 23 hótel og
gistihús í London þar á meðal eitt
á May Fair. Þá verður fulltrúi frá
Anglo and Continental Education-
al Group sem hefur á sínum
vegum tólf málaskóla í Bretlandi
og einnig frá Anglo World Educa-
tional Ltd. sem standa fyrir nám-
skeiðum í ensku í Oxford, Cam-
bridge og viðar. Þá verður fulltrúi
frá Woodcock International í
Yorkshire sem sér um skipulagn-
ingu ferða um Skotland, Wales og
England og fleira mætti telja. Þá
mun stofnun sú sem sér um
uppbyggingu í Skotlandi og norð-
anverðu Englandi eiga þarna full-
trúa en meðal annarra verkefna
þeirrar stofnunar er að auka
ferðamannastraum til þessara
starfa.
VERSLIÐ Í
SÉRVERSLUN
MEÐ
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI
SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
BUÐIN
„Bretland er
London
ÍBÚAR Reykjavíkur og nágrenn-
is eiga von á tilbreytingu í
borgarlífinu 23. april til 2. maí
n.k. þegar haldin verður brezk
vika á Hótel Loftleiðum, hin
fyrsta sem hér hefur verið haldin.
Sérstakur borgarkallari. Ray
Goode, mun koma hingað í tilefni
vikunnar og mun hann vekja
athygli á henni með köllum á
götum borgarinnar. Tilgangur
brezku vikunnar er að kynna
Bretiand og brezkar vörur og þá
ekki síst ferðamannalandið
Bretland. „Okkur langar að
sannfæra íslendinga um það að
Bretland en ekki bara London og
Glasgow heldur miklu, miklu
meira. Við erum bjartsýn og
byggjum það á mjög góðum
undirtektum íslendinga við
Jersey-kynningunni á dögunum."
sagði ungfrú Stephens, sem
hingað er komin frá Brezka
ferðamálaráðinu vegna brezku
vikunnar.
Flugleiðir, Breska ferðamála-
ráðið, Sendiráð Bretlands í
Reykjavík og Hótel Loftleiðir
standa fyrir Bresku vikunni sem
hefur að undanförnu verið vand-
lega undirbúin. Þá daga sem
Breska vikan stendur verður
breskur matur á boðstólum en
listafólk í ýmsum greinum kemur
fram. „Pub“-píanóleikari frá
London skemmtir og sýningar
verða á gulli og gimsteinum
bresku krúnunnar, listaverkum
frá Skotlandi og Wales og
Vínlandsbar verður breytt í ensk-
an „pub“.
í Blómasal verður kalt breskt
-borð í hádeginu þá daga sem
Bretlandssýningin stendur en frá
því 25. apríl til 2. maí verður
breska kynningin í Víkingasal að
undanteknum kvöldunum 28., 29.
og 30. apríl en þau kvöld verður
Bretlandskynningin í Blómasal.
Þarna verða á boðstólum breskir
drykkir og breskur matur. Heið-
ursgestur á Bresku vikunni verður
Magnús Magnússon sjónvarps-
maður sem mun koma fram á
hverju kvöldi.
Einn þáttur Bresku vikunnar er
ferðakaupstefna þar sem fulltrúar
breskra ferðaskrifstofa og breskra
gistihúsa munu ræða við íslenska
starfsbræður sína. Hinn 25. apríl
ekki
bara
EinkaumboÖ
^ a
íolonHi
Sungið við undirleik enska .,pub"-píanóleikarans. I-i"sm- M1>l. RAX.
Skólasýning
í Ásgríms-
safni að ljúka
í DAG lýkur 16. skólasýningu
Ásgrimssafns, sem opin hefur
verið undanfarnar vikur.
Safnið hafa heimsótt nemendur
úr öllum skólum á höfuðborgar-
svæðinu, sem fermast á þessu ári.
Auk þess nemendur á ýmsum
aldri, meðal þeirra nokkrir barna-
hópar. Einnig skólafólk úr skólum
utan Reykjavíkur.
Ásgrímssafn verður lokað um
tíma vegna lagfæringa í húsinu.
Næsta sýning þess verður hin
árlega sumarsýning.
í dag er safnið opið frá kl.
1.30—4. Aðgangur er ókeypis.
AUGLYSIMGA-
TEIKNISTOFA
MYIMDAMOTA
Adiilstræti 6 sinn 25810