Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 4
Kven- réttindi Svalir geta líka þurft við- gerð MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 <a /' ‘.'“^24. QKIi'mS'í &ÝKJAVÍ lí'♦‘IQE^ND •4»í *£ ’ r* U , J ■■ ■•• • "•> ' k * ** Í^iH* jr 1 ■ Myy-. pw wR w I 1 ■DyLJW I Kvenréttindi... Bakaðir bananar og heitt kartöflu- salat Þeir sátu fimm saman og héldu að engin af öndverðu kyni heyrði til þeirra. Ræddu um það af einlægni að það hlyti að vera hræðilegt að verða kannski ástfanginn af „kvenréttinda- konu.“ Konur fengu snemma á þessari öld kosningarétt og kjörgengi hér á landi og þegar svo jafnréttislögin tóku gildi 1975 héldu margir að kvenréttinda- baráttunni væri þar með lokið þar sem takmarki hennar væri náð. I dag er spurningin „aðeins" um það hvern- ig þessari þörfu löggjöf (þörfin skap- aðist af aldahefð um hlutverkaskipt- ingu kynjanna, en kemur þó spánskt fyrir sjónir þegar íhugað er að konur réðu ríkjum en aðrar en ríkisarfar töldust annars flokks menn) er fram- fylgt i reynd og reyndar líka um aðlögun konunnar að breyttum við- horfum manna til karla og kvenna í samfélaginu. Kona sagði fyrir stuttu í sjónvarpi að „hún væri nú ekki svo mikil jafnréttiskona að...." og strákarnir ræddu með hryllingi um kvenrétt- indakonur. Þeir sem hugsa á þessa leið hugsa ekki lengra en nef þeirra nær, — við þurfum ekki annað en að líta til aðstæðna kvenna sem skilja við eiginmenn sína eftir svo sem 15 ára hjúskap, fyrirvinnan og að þeirra mati kannski kjölfesta lífs þeirra er allt í einu horfin. í Bandaríkjunum er talið að allt að 40% fráskilinna kvenna séu 35 ára og eldri og hafi þá verið í hjónabandi í 15 ár eða lengur. Líf þeirra hefur snúist um heimilishald og barnaummönnun og menntun og starf úti á vinnumark- aðnum er löngu uppgefið vegna anna á heimilinu. Aðstaða þeirra sem ein- stæðra einstaklinga reynist þeim þá oft stórt vandamál og þær verða oftast menntunarlausar og án starfs- reynslu úti á vinnumarkaðnum aftast í röðum umsækjenda um atvinnu sem stendur opin til umsóknar. Um leið hafa þær flestar börnin á sínu fram- færi og staðan í gamla vinahópnum (sem oft samanstendur af vinum eiginmannsins) er í rúst. Staða karlmannanna er oft ekki betri, — en hún er þó mun betri hvað varðar reynslu þeirra í starfi þessi ár, launin eru oftast orðin nokkuð góð á hjónabandsárunum sem liðin eru. Konan kemur oft úr einangruðu um- hverfi og reynslu- og menntunarlaus á þessum vettvangi. Kvenréttinda- baráttan er því um sjálfstæði ein- staklinga. Konur sem hafa aflað sér einhverr- ar starfsmenntunar og/eða hafa starfsreynslu standa betur að vígi í brauðstritsbaráttunni og þurfa ekki að treysta í blindni á varanleik hjónabandsins og eiginmanninn sem kjðlfestu. Konur eru líka menn þó þær séu þess ekki allar meðvitaðar og kvenréttindi fjalla ekki um það hver á að skúra eldhúsgólfið, heldur hver getur bjargað sér ef í nauðirnar rekur, og ekki sízt um jafna foreldraábyrgð. Kannski um framangreindir strákar hlynntir meðlagsgreiðslum til fráskil- inna kvenna úr peningabuddu hinna fyrrverandi eiginmanna til dæmis! Sambýli verður líka oft jafnað til hjónabands! DAGLEGT LÍF Félög for- eldra og skóla Hvar er skyrtan framleidd — gefur hún lit Svalir geta líka þurft viðgerða við — sænsk hönnun I sænska ritinu Vár bostad frá því í byrjun marsmánaðar sl. segir frá könnun sem gerð var í Svíþjóð á vegum cement- og betonginstitutet og korrossions-institutet þar í landi en þar kemur fram að ástæða sé til fyrir Svía að kanna ástand svala í íbúðarhúsnæði sínu. Niðurstöður könnunarinnar voru þær, að 6—12 þúsund stálsvalir á húsum byggðum í Svíþjóð fyrir 1940 væru beinlínis í fallhættu og 16 þúsund svala á öðrum húsum þörfnuðust viðgerða strax. Á húsum byggðum á árunum 1945—1965 fundust 2 þúsund stein- steyptar svalir sem taldar voru í hrunhættu, 30 þúsund þóttu þarfn- ast viðgerða innan 1—2 ára og 110 þúsund svalir þóttu þurfa viðgerða við innan 10 ára. Hættan á niðurfalli svala eða grindverks á svölum reyndist mest á húsum byggðum fyrir 1940 en þær svalir hafa flestar uppistöður úr stáli og 6000 slíkra stoða þóttu svo ryðgaðar að þær voru taldar geta hrunið hvenær sem er. Á árinu 1965 voru nýjar öryggis- reglur settar í Svíþjóð varðandi frágang á svölum á húsbyggingum, en alvarlegar skemmdir á svölum á húsum byggðum eftir þann tíma komu þó fram í könnuninni. Helstu orsakirnar fyrir slæmu ástandi á svölum húsbygginga eru taldar liggja í byggingarefni því sem notað var og þá er raki í loftslaginu talinn geta haft þessi áhrif. Eftirlit og viðhald á þessum hluta bygginga er heldur talið hafa verið af skorn- um skammti hingað til. Húsnæðismálaráðherra Svía hvatti húsnæðiseigendur til þess í framhaldi af þessari könnun að athuga ástand svala á húsum sínum og aðrir hafa hvatt til þess að enn ítarlegri rannsókn verði gerð á svölum húsa byggðra eftir 1945. Menn eru sammála um að faglærðir menn verði að gera þær rannsóknir bæði hvað varðar ryð og svo sprung- ur í stéypu til þess að sem mest öryggi verði á þessu sviði. Það hafa hent slys þó að um undantekningartilvik hafi verið að ræða, en það gerðist í Malmö á árinu 1974 að 10 ára stúlka lét lífið og 3 Svalir á húsi í miðborg Stokk- hólms. Hér gerir ryð það að verkum að hætta er á hruni svalanna. Þessi byggingamáti er vart þekktur hér á landi en skemmdir fundust lika i stein- steyptum svöium svo ástaíða er e.t.v. til þess að hafa ailan vara á. ára barn stórslasaðist þegar svalir á íbúðarhúsnæði hrundu niður. Eftir þann atburð huguðu margir húseig- endur nánar að ástandi svala á húsum sínum. Athuganir hér á landi Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu byggingafulltrúans í Reykjavík hefur ekki verið gerð könnun á þessu sviði hér á landi, en slysahætta er talin vera mun minni hér en í Svíþjóð. M.a. vegna þess að burðarþolsteikningar séu hér ná- kvæmari en þar og járnalagnir í svölum hér tryggilega frágengnar, — auk þess eru svalir flestar steypt- ar hér á landi en ekki úr timbri. Alkalískemmdir eru ekki taldar valda sérstakri hættu á þessu sviði. Handrið á svölum á húsum hér á landi eru helst talin í óstandi hvað þetta varðar, — m.a. vegna þess að fólk flytur gjarnan inn í hús sín ófullfrágengin og eru handriðin þá oft látin sitja á hakanum. Engu að síður ættu menn að gefa þessu máli gaum hvað varðar eigið húsnæði, en vissulega væri það ekki ónauðsynlegt verk að kanna almennt ástand svala og handrið á svölum húsa hérá landi, — en það væri mikið verk og mannfla hjá opinber- um aðilum skortir til þess. Hver húseigandi ætti því að taka til hendinni um rannsókn ef hann hefur minnsta grun um sprungur í svölum eigin bygginga og þá verður jafn- framt að hafa í huga möguleika á leyndum göllum t.d. á svölum eldri húsa hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.