Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1980
43
Pottarim
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Kökur eru sjaldnast nein
meginhollusta og því engin
ástæða til að ofgera sér . 5ð
kokugerðina, og enn ,iour að
kaupa alltof mikið af tilbún-
um kökum og sætmeti. En
stundum er gaman að gæða sér
og sinum á einhverri góðri
köku, og hér á eftir fer
uppskrift að einni sem gæti þá
vel komið til álita. Kökur eru
auðvitað mishollar og sú sem
hér fylgir, er svolítið hollari
en margar aðrar. En í stað
þess að baka köku, t.d. til
helgarinnar, er ekki síður góð
hugmynd að baka gott
brauð. Flestum finnst nýbak-
að og ilmandi brauð hið mesta
hnossgæti og gott heimagert
álegg spillir ekki fyrir.
Ef þið gæðið börnum á
slíku góðgæti er ekki úr vegi
að bera þeim einnig eitthvað
gott að drekka. Nú er auðvelt
að ná i hreinan ávaxtasafa i
búðum, og slíkir drykkir eru
góður kostur. Heitt kakó búið
til úr hreinu kakódufti og
hunangi er einnig ljómandi
drykkur. Og ekki má gleyma
ávaxtate, sem fæst mjög víða.
Það er ágætis barnadrykkur.
og auðvitað ekki síðra fyrir
þá fullorðnu. Teð má sæta
með svolitlu hunangi, ef þurfa
þykir, og það er bæði gott
heitt og svo ískalt. gjarnan
með ísmolum í, og jafnvel
tíma og lengi síðan var hunang
notað til að sæta mat, líkt og
sykur er í dag. Það var ekki
fyrr en farið var að framleiða
matvæli í stórum stílá Vestur-
löndum á síðustu öld, að vísinda-
menn sneru sér að því að finna
eitthvað sem gæti komið í
stað hins dýra og langt að
koma reyrsykurs. Þegar um
miðja 18. öld hafði Þjóðverji
nokkur fundið út að ýmislegt
rótargrænmeti t.d. rófur og
gulrætur, gaf af sér kvoðu, sem
mátti nota til sykurgerðar.
Undir aldamótin 1800 höfðu
Bretar náð svo til algjörri
einokun á reyrsykurinnflutningi,
vegna yfirburða sinna á höfun-
um. Þá reið á miklu fyrir
hún hefur aldrei enzt mér mjög
lengi.
Vel á minnzt. Reyrsykur er
enn sem komið er ekki mjög
algengur hér, en fæst í öllum
stærri búðum þar sem heilsu-
vörur eru á boðstólum og svo
auðvitað í búðum Náttúru-
lækningafélagsins, Kornmark-
aðnum og öðrum svipuðum
búðum. Hann kemur ýmist
frá danska fyrirtækinu Nut-
ana, eins og fleiri góðar vörur, og
kallast þá Rá rörsukker, eða þá
í enskum pökkum og kallast
þá Demerara Sugar.
I staðinn fyrir rúsínurnar,
súkkulaðið og hneturnar getið
þið notað aðra þurrkaða ávexti
heila eða hakkaða, eftir því
SUNNUDAGSKAKA
ávaxtabitum, ef þetta á að vera
sérlega hátíðlegur drykkur.
Rúsínukaka
í þessa köku er m.a. notað
heilhveiti, hunang og reyrsyk-
ur. Reyrsykurinn er unnin úr
sykurreyr, en mest af þeim
sykri sem fæst er unnin úr
sykurrófum. Reyrsykur var sá
sykur sem menn lærðu fyrst að
búa til. Sykurreyrinn vex ekki
nema í heitu loftslagi. Því var
erfitt fyrir Evrópumenn að
nálgast hann og sykurinn var
mjög dýr. Kínverjar unnu syk-
ur úr reyrnum þegar á 7. öld.
Sírópið var soðið og síðan
þurrkað. Þetta var svo kallað
steinhunang, sem leiðir hug-
ann að því, að fram að þeim
Frakka og fleiri meginlands-
þjóðir að finna eitthvað annað í
staðinn. Upp úr aldamótunum
reis svo fyrsta sykurrófna-
verksmiðjan og síðan hefur
rófnasykurinn algjörlega náð
yfirhöndinni. Rófurnar er auð-
velt að rækta víða um Evrópu og
sykurgerð er fremur ódýr.
Þetta hafa Evrópubúar kunn-
að að meta og sykurneyzla þar
er vægast sagt gríðarleg. Óhóf-
leg sykurneyzla þykir víst ekki
til bóta fyrir heilsuna. Því er
sjálfsagt að reyna að halda í
við sig, og um leið og við stefnum
að því að borða minni sykur og
sætmeti er skynsamlegt að
nota frekar t.d. hunang. Hun-
ang er vissulega dýrt, t.d. miðað
við sykur, en það er drjúgt og
engin ástæða til að nota mjög
mikið af því.
Það er nokkuð sérstakt að
rúsínurnar eru malaðar í þess-
ari köku. Þær gefa því mjög fínt
bragð, og um leið dálítið
óvenjulegt. Til þess að þetta
bragð njóti sín til fullnustu er
bezt að borða kökuna ekki fyrr
en hún er búin að standa og
jafna sig i a.m.k. sólarhring,
eða jafnvel lengur. Kakan er
nokkuð þétt og geymist því mjög
vel. Ég veit ekki nákvæmlega
hve lengi hún geymist, því
sem þið eigið, eða breytt
hlutföllunum innbyrðis. Og
eins og alltaf þegar maður
breytir uppskriftum, þarf að-
eins að gæta þess að halda
heildarmagninu nokkurn veg-
inn óbreyttu. Auk þess að baka
kökuna í sandkökuformi getið
þið einnig bakað deigið í
múffuformum (muffinsform-
um), en þá eru kökurnar auðvit-
að bakaðar í styttri tíma, ca.
25—30 mín. Þið skuluð at-
huga að ofnar eru misjafnir,
þannig að það er betra að
treysta aldrei í blindni á þann
tíma og hita sem er nefndur í
uppskriftum. Auk þess skiptir
stærð formsins máli. Þ.e. hversu
þykkt deiglagið verðuF í form-
50 gr. hnetur
50 gr. súkkulaði
1 dl rúsínur
3 egg
1 dl reyrsykur, púðursykur eða
venjulegur sykur
3 msk hunang
2‘/4 dl. hveiti, gjarnan óhvíttað
2V4 dl. hveilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl súrmjólk
1 dl mjólk
1 dl olía, gjarnan sólblóma- eða
maísolia.
1. Setjið ofninn á 200°. Smyrj-
ið sandkökuform.
2. Hakkið rúsínurnar, hnet-
urnar og súkkulaðið.
3. Þeytið eggin svo þau
freyði vel. Bætið sykrinum og
hunanginu í og þeytið vel, svo að
sykurinn og hunangið leysist
upp. Hellið mjólkinni í, súr-
mjólkinni og olíunni, sigtið
hveitið, heilhveitið og lyftiduftið
saman við og blandið þessu
öllu saman, ásamt rúsínu-
blöndunni. Mér finnst gott að
nota sleikjuna til að blanda
þessu saman, en sérhvert ann-
að áhald er vísast jafngott.
Hrærið ekki meira en nauðsyn-
legt er.
4. Setjið nú deigið í vel
smurt form og formið síðan
inn í miðjan heitan ofninn. Þar á
hún nú að bakast í 45—60 mín.
Það er auðvelt að athuga
hvort hún er full bökuð. Sting-
ið prjóni í hana miðja og ef hann
kemur þurr og hreinn út er
kakan bökuð, en annars þarf
hún lengri tíma. Síðan er hún
tekin fullbökuð og ilmandi út úr
ofninum og mesti hitinn látinn
rjúka úr henni áður en henni
er hvolft á grind og hún látin
jafna sig, helzt í sólarhring.
Pakkið henni t.d. í málmpappír
þegar hún er orðin köld.
Þarna ættuð þið nú að hafa
ærið lystilega og góða köku, því
bragðmikil er hún.
Ef ykkur sýnist svo, getið
þið borið ískaldan þeyttan I
rjóma með henni eða sýrðan
rjóma. Ef þið viljið sæta rjóm-
ann fer bezt á því að nota
svolítið hunang, bæði í venju-
legan rjóma og sýrðan rjóma.
Það getur verið gott að velgja
hunangið svo það bráðni og
samlagist rjómanum betur. Ef
hægt væri að fá óbragðbætt
jógúrt hér, væri það tilvalið
með kökunni, sætt með svo-
litlu hunangi, en við verðum
víst að hafa biðlund enn um
stund. Það hlýtur þó að koma
að því að hætt verður að
demba dísætum ávöxtum í allt
jógúrt, og við sem viljum ráða
hvað við setjum út í það fáum
hreint jógúrt.
• •
HUS EFTIR ÞINU HOFÐI
Til afgreiðslu í sumar.
Eínbýlishús úr steinsteyptum einingum.
Margar stærðlr, með eða án bflskúrs.
Hafið samband við söhunann og fáið frekari upplýsingar í síma 84599
HÚSASMIÐJAN HF.
SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK