Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1980 45 enginn nágrannabær eftir, rannar, engin hjálp, engin von .. . (SJÁ: ALMANNAVARNIR) AFKVÆMIN Meybarn í matinn best. Fram hafa komið kenning- ar um, að mataræði kvenna geti ráðið úrslitum um það. hvort þær eignast drengi eða telpur. Ef þær borða t.d. mikið af kjöti og eggjum eru líkur til þess að þær eignist telpur, svo framarlega sem maturinn sé ósaltaður. Vilji þær hins vegar eignast drengi er hyggilegt að fara eftir matarleiðbeiningum, sem sérfræðingar í París og Montreal hafa sett saman og hafa nýlega verið birtar opin- berlega. Þessar leiðbeiningar gera ráð fyrir mikilli salt- neyzlu, en útiloka egg, mjólk, kökur og gosdrykki. VEIÐIÞJOFAR Dregur síst úr framboöi á forboðnu fílabeini t Zaire og nokkrum Afrikulönd- um er miðstöð ólöglegra filabeins- sölu sem nú ógnar tilveru filanna á öllu meginlandinu. að þvi er senir í nýútkominni skýrslu eftir Iain Douglas-Hamilton, sem cr sérfróð- ur um flcst er að fílum lýtur. í skýrslunni segir, að frá Zaire komi mest af fílabeininu og þó að Mobutu forseti hafi bannað fílaveið- ar árið 1976 og útflutning á vörum úr fílabeini tveimur árum síðar hafi það haft lítil sem engin áhrif á veiðarnar og smyglið. Einnig er fullyrt að fjórir háttsettir menn í flokki forsetans og einn ættingi hans séu meðal þeirra sem standa að þessari ólöglegu iðju. Fílabeinið er einkum flutt flugleiðis til S-Afríku en einnig smyglað úr landi um Uganda, Mið-Afríkulýðveldið, Bur- undi og Kongó. Á síðasta áratug hefur filabeins- verslunin blómgast mjög. Verðið hefur tífaldast á tíu árum og inn- flutningurinn, sem var aðeins 100 tonn á öndverðum sjötta áratugnum, er kominn í 1000 tonn og hefur ekki verið meiri í 60 ár. Stór hluti fílabeinsverslunarinnar er lögmætur í alla staði en veiðiþjófar bera ábyrgð á afganginum. Fátækir þorpsbúar í Afríku geta fengið fyrir eitt kíló af fílabeini það sem tæki þá annars heilt ár að vinna fyrir og ein tönn getur sem hægast vegið 10 kíló. Um það bil 1.300.000 fílar eru eftir í Afríku og kannski ekki hægt að segja að hætta sé á að þeir verði aldauða innan skamms en samt sem áður hefur mjög gengið á stofninn og í skýrslu Douglas-Hamiltons segir, að þar sé eingöngu veiðiþjófnaði um að kenna. — GEOFFREY LEAN Fílabeinsgripir eru svo sem ekki nýir af nálinni. Þetta egypska svipuskaft er gert úr hinu verðmæta efni og er frá 14. öld fyrir Krist. SAMLÍFl Kvaöir á kossunum Trúmálayfirvöld í Malasíu hafa fyrirskipað öllum Múhameðstrúar- mönnum, sem eru í hjónabandi, að bera öllum stundum á sér gift- ingarvottorðið. Tilgangurinn er sá að koma upp um ógift fólk sem hefur brotið gegn „Khalwat" — hugtak, sem nær yfir hvers kyns skírlífisbrot, m.a. það að finnast „á afskekktum stöðum í grunsamlegum tilgangi." Slík brot varða allt að sex mánaða fangelsi og kvartmilljón króna sekt. Þessar aðgerðir yfirvaldanna beinast aðeins gegn Múhameðstrú- armönnum sem búa í Malasíu, en öll hegðan þeirra og framkoma lýtur lögum íslams. Töluvert ber orðið á kröfum um það að breyta lögum landsins í samræmi við hin ströngu siðalögmál Kóransins og hverfa frá núverandi löggjöf, sem er að brezkri fyrirmynd. Sérstök ráðstefna var haldin um þessi mál fyrir tveimur árum og var þar rætt um, hvort fremur bæri að grýta bersynduga í hel en taka af lífi með húðstrýkingu. Það var ljóst, að ríkisstjórn landsins var skelfingu lostin við tilhugsunina, en það var ósköp fátt sem hún dirfðist að segja um málið. Sérhver tilraun af hennar hálfu til að tryggja sjálfstæði einstaklings- ins gagnvart valdi íslams yrði túlkað af Múhameðstrúarmönnum sem brot á lögmálum Kóransins, en þeir eru í miklum meirihluta meðal kjósenda í landinu. Flestir ráðherr- arnir eru menntaðir í Englandi og það er ein skýringin á þeirri varnarstöðu sem þeir eru í þegar stjórnarandstæðingar krefjast svara um afstöðu þeirra til íslams. Sú trúarlega vakning, sem orðið hefur meðal Múhameðstrúar- manna, hefur einkum dregið til sín ungt fólk, sem vill beina spjótum sínum að yfirvöldunum og endur- vekja þjóðarstoltið. Ríkisstjórnin hefur reynt að koma sér í mjúkinn hjá Múhameðs- Franska blaðið Le Monde birtir reglulega þætti um læknavísindi og fyrir skömmu var þar fjallað um rannsóknir á þessu sviði. Joseph Stol- kovsky prófessor við Parísar- háskóla og Dr. Henrion og Dr. Papa við kvenlækningaspítal- ann í Port Royal skýra þar frá, að þeir hallist að þeirri kenn- ingu, að karlkyns-frjó, sem nefnd eru „Y“ þrífast einkum í alkalíefnum en kvenkyns- frjóin „X“ þrífist betur í líkama ríkum af kalsíum og magnesíum. Rannsóknir þessar eru upp- haflega ættaðar frá Kanada, en hópur vísindamanna við Sacre Coeur sjúkrahúsið í Montreal hófu þar tilraunir á froskum, rottum og kúm og loks á konum. Síðan var rann- sóknunum haldið áfram í París. Vísindamennirnir í Montreal hafa skýrt frá, að kenningarnar hafi staðist í 81% tilvika, en Stolkovsky í París hefur skýrt frá, að 38 konur hafi verið látnar á matarkúrinn, og tilraunin hafi misheppnast aðeins 6 sinnum. Læknarnir við Port Royale telja, að matarleiðbeiningar þessar séu sérlega mikilvægar fyrir foreldra barna, sem haldin eru erfðasjúkdómum, og fram komu á öðru kyninu en ekki hinu. Matarleiðbeiningarnar eru mjög nákvæmar. Vilji foreldr- arnir eignast dreng má móðir- in drekka te og kaffi og borða allar tegundir af kjöti, brauð, grænmeti og ávexti. Hins veg- ar er mjólk og ostur alger bannvara. Ef foreldrarnir vilja eignast telpu má móðurin alls ekki drekka te, kaffi eða súkkulaði og ekki borða saltan ost, skinku og pylsur. Sykur- neyzla virðist engin áhrif hafa á kynfeíði barna, og því er í báðum tilvikum heimilt að borða sykur og hunang. - WALTER SCHWARZ Helst vilja hinir „sanntrúuðu" fá að grýta bersynduga í hel. trúarmönnum í þeirri von að styrkja pólitíska stöðu sína. Afleið- ingin sést meðal annars á því, að áður en vestrænir framhaldsþættir eru sýndir í sjónvarpinu, t.d. Dýrl- ingurinn, þá er skylt að lesa upp tilvitnanir í Kóraninum. En fæstir telja slíkt fullnægja þeim sem vilja grýta bersynduga í hel. - M.G.G. PILLAI Nýtt — Nýtt Sumardragtir, pils, vesti, blússur. Baömullarkjólar — bolir. Glugginn, Laugavegi 49. RUM Form og gæöi Eigum fyrirliggjandi nokkur finnsk og ítölsk rúm á sérstöku kynningarverði. Einstaklingsrúm frá kr. 87.100.- Hjónarúm frá kr. 129.200,- Náttborö frá kr. 34.480.- Viður: Fura og Askur. Vönduð og vel hönnuð vara. Nýborg c§d Armúla 23, sími 86711. ^Baukne cht Frystir og kœlir í einum skáp Tekur ekki meira rúm en venjulegur kæliskápur Alsjálfvirk affrysting í kælirúmi Ódýr í rekstri Fáanlegur í lit Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur Utsölustaóir DOMUS, „ og kaupfélögin um landallt Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.