Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 Gróöureyðirinn sem Bandaríkjamen í Víetnam var tvíeggja,ð vopn. Aflei . eru aÖ komafram— á þeim sjálfiam Landganga í Da Nang-flóa í Suð- ur-Víetnam. „Fót- gönguliðar grátu oft ekki skipt um föt dögum saman og urðu að drekka úr ám og lækjum sem voru orðnir mengaðir af eitr- inu.“ Sum þessara vansköpuðu barna líkjast „thalídómið-börnunum“ þar sem augun og eyrun vantar og limir eru vanskapaðir eða vantar alveg. Einng hafa sum barnanna fæðzt með líffæri utan líkama eða fleiri en eitt líffæri sömu tegundar eða að líffærið vantar algerlega. Um það bil 500 fyrrverandi Víetnamhermenn hafa höfðað mál gegn efnaverksmiðjunum er eitur- efnið framleiddu handa banda- ríska hernum en þær eru: Dow Chemical Company, Monsanto Company, Hercules Incorporated, Diamond Shamrock og North Am- erican Phillips Corporation. Krafan er sú að efnaverksmiðj- urnar setji á stofn margra millj- arða dala sjóð sem eigi ekki aðeins að borga læknishjálp og örorku- bætur þeim sem fyrir tjóninu urðu og fjölskyldu þeirra, heldur skuli sjóðurinn einnig greiða þeim her- mönnum sem heilsutjón kunna að hljóta af völdum eiturefnisins síðar og þeirra afkomendum. Mál- inu er hagað þannig að aðrar kærur mega bætast við eftir þörfum. Victor Yannacone, sem hefur á höndum formennsku þeirra tólf lögfræðifyrirtækja er sækja málið' fyrir hermennina, segir að það séu ennþá nokkur ». «•»**««* Sér grefur gröf þótt grafi hundruð hermenn sem ættu að taka þátt í þessari málshöfðun og að það séu um það bii 2.4 milljón Víetnamhermanna í hættu af völdum eitursins. Ríkisdómari í New York hefur einfaldað málið með því að úrskurða að öll málin megi sameina og sækja fyrir hans dómstóli og er búizt við að réttur verði settur í málinu innan árs. Vítavert gáleysi Ákæran hljómar á þá leið að fyrirtækin sem framieiddu gróð- ureyðinn, hafi hvorki hirt um að aðvara yfirvöld hersins né gefið sér tíma til þess að framleiða efni sem ekki væri jafn skaðvænlegt. Hafi þetta vítaverða gáleysi sprottið af gróðasjónarmiði ein- vörðungu. Það voru Bretar sem áttu hugmynd að notkun slíkra efna og notuðu þeir efnið 2,4,5-T til þess að halda opnum birgða- leiðum í Malasíu. „Rauðgula" efnið, en svo var það kallað vegna þess að tunnurnar sem það kom í voru auðkenndar í þeim lit, var helmingsblanda af 2,4,5-T og 2,4-D en þau efni hafa verið notuð um árabil til þess að eyða illgresi. Það er afar örðugt að framleiða slík efni í fullkomlega hreinni mynd. Það verður varla hjá því komizt við framleiðsluna á 2,4,5-T að mynda ögn af díoxíni, nefndu TCDD. Þetta er banvænasta efni sem framleitt verður og er það Víetnamstríðinu kann enn að vera ólokið fyrir mörgum þeim hermönnum sem i þvi börðust. Grunur leikur á að efni það sem notað var til þess að eyða öllum gróðri á milljónum hektara i Viet- nam geti valdið sýkingu og dauða hermannanna er þar börðust og töldu sig hafa komizt lifs af úr hörmungum stríðsins. Sumir þeirra hafa nýlega dáið úr krabbameini, aðrir hafa lamazt, og margir eru haldnir þrálátri meinsemd sem hlýzt af dioxineitr- un. Dioxin er eiturefni sem finnst i gróðureyði þeim er mest var notaður af bandariska hernum. Einnig hefur borið á þvi að fyrr- verandi Vietnamhermenn hafa eignast vansköpuð börn. sömu tegundar og efnið sem lak út úr efnaverksmiðju og mengaði borgina Seveso á Italíu árið 1976. Yannacone heldur því fram að öryggi hafi verið virt að vettugi, og ekki hafi verið hirt um að forðast díoxínmyndun þegar Dow- og Monsantoverksmiðjurnar höfðu varla undan að verða við eftirspurn flughersins. Ekki er hægt að sækja herinn til saka því að fyrir 30 árum skar Hæstiréttur Bandaríkjanna svo úr um að eigi væri hægt að bera fram kæru á hendur ríkinu vegna van- rækslu hernaðaryfirvalda gagn- vart hermönnum á ófriðartímum. Efnaverksmiðjurnar sem í hlut eiga afneita allri ábyrgð og ber aðalhlutaðeigandinn, Dow Chemi- cals, það upp á yfirvöld, að þau hafi misnotað eiturefnið í Víet- nam. Dow Chemicals heldur því einnig fram að yfirvöld hefðu í fyrsta lagi átt að vita um hættuna og hefðu í öðru lagi bannað að láta varúðarreglur fylgja geymunum sem eitrið var flutt í til Víetnam. Hver sem sökudólgurinn er þá hefur notkun gróðureyðisins í Víetnam haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. Margir þeirra sem hafa orðið heilsulausir og eignast van- sköpuð börn eru fyrst núna farnir að rekja orsakir veikinda sinna til eitursins. Þingað í kirkju Um það bil 100 manns frá New York og nánasta umhverfi hittust nýlega laugardag einn í KirKju a Long Island. Margir þeirra höfðu börn sín meðferðis. Þar á meðal var barn sem fæðst hafði án vélinda og kornabarn með hendur sem uxu út úr herðunum og einnig glaðleg níu ára telpa, Kerry Ryan að nafni sem hafði þurft að ganga undir óteljandi skurðaðgerðir. Telpan fæddist tveimur árum eftir að faðir hennar kom heim af vígvellinum. Faðirinn, Michael Ryan, telur örkuml telpunnar stafa af áhrifum eitursins á sig og heldur því fram að hefði þeirra ekki gætt, væri telpan heilbrigð. Hvorugt þeirra hjóna á ætt sína að rekja til fjölskyldu með slíka erfðagalla. Það komu fram 18 erfðagallar hjá Kerry litlu, þar á meðal fæddist hún án endaþarms, hafði gat á hjarta, tvöföld kynfæri og vanskapaðan handlegg. Auk þess var hún blind í tvö ár og getur ekki gengið. Sjúkdómseinkenni föðurins eru ekki jafn augljós en hann horaðist mjög mikið, varð fyrir lifrarskemmdum, þjáist af þrálátum höfuðverk og húðsjúk- dómi sem kallaður er chloracne og er það eitt helzta sjúkdómsein- kenni díoxíneitrunar. Þessi sjúkdómseinkenni urðu til þess að fólk tók að ræða það hvort eitrið gæti haft áhrif á afkvæmi þeirra og hvort áhrifanna kynni jafnvel að gæta langt fram í ættir. Foreldrar Kerry vörpuðu fram þeirri spurningu hvort afkomend- ur dóttur sinnar hefðu kannski getað orðið vanskapaðir þótt hún sjálf hefði sloppið við það fyrst díoxínið verkar á gen líkamans. „Það er skelfilegt til þess að vita," sagði Victor Yannacone á fundinum," að díoxínið hefur áhrif á kjarnasýrur líkamans og er það málefni sem varðar öll ykkar sem eigið eftir að eignast börn.“ Einn mannanna sagði frá því að hann hefði nýlega orðið að gang- ast undir skurðaðgerð vegna krabbameins í eistum. Hann varð að láta gelda sig vegna snertingar við eitrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.