Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 47 AUGLYSING 29. JÚNI MALGAGN STUÐNINGSMANNA PETURS J. THORSTEINSSONAR Mestu skiptir að þekkja þjóð sína Stiklaö á stóru í annasömum starfs- ferli í viðtali viö Pétur J. Thorsteins- son sendiherra. Áriö 1921 fæddist hugljúft, íslenzkt listaverk um borö í flutn- ingaskipi á Miöjaröarhafi. Þar sagði frá Dimmalimm prinsessu og svaninum hennar hvíta, sem reyndist vera prins í álögum, og þarf ekki að orðlengja þá sögu frekar, því aö hún er flestum (slendingum kunn. En þeirri spurn- ingu verður víst aldrei svaraö, hvaö búið hefur í hugskoti lista- mannsins, Guðmundar Thor- steinssonar, Muggs, þegar þetta litla ævintýri varð til. Kannski hefur þar falizt forspá um bjarta framtíð ungs systursonar hans, sem skapanornirnar höfðu skilið viö munaðarlausan og heilsuveil- an. Hvað sem því líöur hefur nafn Péturs J. Thorsteinssonar veriö tengt prinsinum litla frá upphafi, þótt á fárra vitoröi sé. Upprifjun þessarar sögu hefur ekki þeim tilgangi að þjóna að færa sönnur á blátt blóð í æðum Péturs, enda höfum við íslendingar aldrei veriö neitt sérlega ginnkeyptir fyrir kóngafólki. Á hinn bóginn höfum við alltaf kunnað að meta ævintýri og sagan um álagaprinsinn er vegvísir að öðru ævintýri, sem er ólíkt hinu að því leyti, að þar kemur hvorki listamaður né galdranorn við sögu. Það er hið merka lífsævintýri Péturs J. Thorsteinssonar, sem ætlunin er aö gera dálítil skil. Sumir segja, að þjóðin þekki ekki Pétur. Það má vel vera, enda hefur hann aldrei veriö nein fjöl- miölastjarna. En hann þekkir þjóðina. Alla tíð hafa störf hans lotiö að hagsmunum íslands, enda þótt þau hafi löngum verið unnin erlendis. Hann hefur viðað að sér þekkingu varöandi flest svið íslenzks þjóðlífs. Hann hefur þurft að kunna full skil á vinnubrögðum við útflutningsatvinnuvegi okkar, hann hefur þurft að þekkja refil- stigu stjórnmálanna og flest þar á milli. Þar fyrir utan er hann manna fróðastur um alþjóöamál, sögu þeirra og þróun og hefur haft kynni af ýmsum stjórnmálaleiötog- um samtíðar og síöustu áratuga. Með glettnisglampa í augum rifjar Sumarkaffi í Sigtúni Stuðningsmenn Péturs verða með sumarkaffi í Sig- túni á sumardaginn fyrsta kl. 14—18. Þar munu þau Oddný og Pétur Thorsteins- son veröa meðal gesta. Selma Kaldalóns leikur á píanó. Árni Johnsen blaöa- maður spjallar við gesti og raular nokkur lög, og eitt- hvað fleira mun væntanlega verða til skemmtunar. Kveðjum vetur og kjósum Pétur hann upp hlýlegar sögur af fund- um sínum með ýmsum stórmenn- um, m.a. Tító og Khrúsjov, en alls staöar skín í gegn hógværð hans og látleysi, og það er Ijóst, að fyrrverandi ævintýraprins og nú- verandi forsetaframbjóðandi hefur ekki látiö vegtyllur og veraldar- gengi stíga sér til höfuðs. — Já, þetta með prinsinn, seg- ir Pétur og hlær. — Þaö er víst alveg rétt, en ekki held ég að neitt sérstakt hafi búiö þar að baki. Muggur lét sér mjög annt um okkur systkinabörnin, ekki sízt mig, enda var ég alinn upp hjá foreldrum hans og móðurforeldr- um mínum. Samt á ég aðeins óljósar endurminningar um hann, því að ég var aðeins sjö ára gamall, þegar hann dó. Einstaka minningu um hann skýtur þó upp viö og við, og ég man, að ég var að læra hjá honum í teikniskóla, sem hann haföi uppi í Hellusundi. Þar lærðu ýmsir verðandi lista- menn, en ég var auðvitað bara pínulítill patti og varla til stórræð- anna á listamannsbrautinni. Ekki spámann- lega vaxinn Þó aö frændi minn hafi gert mig að prinsi í ævintýri er ég hræddur um, að ég hafi ekki þótt spámann- lega vaxinn í æsku. Ég lá alltaf veikur, og þó að allir læknar væru kallaðir til, tókst aldrei aö finna sjúkdóminn né ráða á honum bót. Þegar aðrir krakkar léku sér úti með ærslum og kæti, þurfti ég að hírast inni í rúmi. Amma reyndi að stytta mér stundir eftir því sem hún hafði tíma til, en það var alltaf mjög gestkvæmt í kringum hana. Meöal gesta eru mér minnisstæð- astar frænkur mínar, Theodora Thoroddsen, systir ömmu, og þær Ólína og Herdís Andrésdætur. Allar voru þær skáldmæltar og kunnu ógrynni af sögum, vísum og þulum, og af því naut ég góðs í veikindunum. Ungur fluttist ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Afi minn og alnafni, Pétur J. Thorsteinsson, hafði um áratugi rekið stórútgerð og stund- að blómlegan atvinnurekstur, en nokkru eftir fyrri heimsstyrjöldina missti hann allar eigur sínar. Ólafur Johnson, tengdasonur hans, hljóp undir bagga, svo aö hann gæti keypt sér lítið hús í Hafnarfirði, — Gerðiö svokallað. Á fyrstu árum mínum urðu sem sé miklar breytingar á högum fjöl- skyldunnar, sem hafði alla tíö búið myndarlega og haft nóg handa á milli. Illt aö eiga ekkert til aö gefa Afi var ekki alveg á því að leggjast í kör, þegar viö komum í Geröiö, heldur fékk hann sér alifugla og svín, sem hann er sagður hafa annazt af sama mynd- arskap og stórfyrirtæki sín fyrrum. Þarna var í mörg horn að líta fyrir strák í uppvexti, og Hafnarfjörður var skemmtilegur vettvangur fyrir leiki og athafnir, þegar sjúkdómur- inn fór að eldast af mér. Amma mín, Ásthildur Thor- steinsson, hafði ekki látið eigna- missinn buga sig né heldur mikinn ástvinamissi, sem þau hjónin urðu fyrir um svipað leyti. Það var einkum eitt, sem henni gekk illa að sætta sig við, og það var, hversu lítið hún átti eftir til að gefa. Hún var gjafmildasta manneskja, sem ég hef kynnzt og hafði vanizt því um dagana að geta gefið öðrum ótakmarkað. Hún var góð kona í orðsins fyllstu merkingu, og það var notalegt að eiga athvarf hjá henni. Afi dó sumarið 1929. Eftir það vorum við amma ein í Gerðinu til ársins 1931, en þá um vorið lauk ég brottfararprófi frá barnaskól- anum í Hafnarfirði. Síðan fluttumst við amma til Reykjavikur og sett- umst að hjá Guðrúnu Egilson, móöursystur minni. Hún var ekkja og haföi fyrir stórum barnahópi að sjá, þannig aö ekki var þar um auðugan garð að gresja. Samt þótti þeim mæðgunum sjálfsagt að láta okkur börnin læra og við Helga, dóttir Guðrúnar, urðum samferða inn í gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík eftir inntökupróf, sem síaði alla úr nema þá 25, sem náðu beztum árangri. Það var einmitt Helga, sem var fyrirmyndin að Dimma- limm prinsessu. Róttækur stúdent Eftir gagnfræðapróf fór ég í stærðfræöideild menntaskólans. Þetta var á uppgangsárum nas- isma og fasisma, og við vorum margir sem töldum harða vinstri- stefnu eina rökrétta andsvariö gegn slíkum öfgum. Þá voru Sov- étríkin fyrirheitna landið í margra augum, og maður geröi sér háar hugmyndir um stjórnarfarið þar. Ekki óraði mig fyrir því þá, að ég ætti eftir að starfa þar í mörg ár og komast að raun um, að margt liti öðruvísi út í návígi en úr fjarlægö. Hins vegar langaði mig snemma að starfa aö utanríkismálum, enda hillti smám saman undir það, að viö íslendingar tækjum þau mál í okkar hendur. Ég var í hópi 10 fyrstu nemendanna við Viðskipta- háskóla íslands, sem stofnaður haföi verið að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu árið 1938, og átti að veita menntun fyrir verð- andi starfsmenn að utanríkis- og afurðasölumálum, en jafnframt hóf ég nám í lögfræði. Fljótlega kom- umst við nemendur Viðskipta- háskólans á þá skoöun, að skólinn ætti að vera deild í Háskólanum og fengum nokkra alþingismenn í liö með okkur. Jónas Jónsson var mótfallinn þeirri breytingu, og varð þetta mikið deilumál á Al- þingi vorið 1941. Að lokum varð okkar málstaður ofan á og frum- varp um viðskiptadeild Háskólans samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Sagan segir, að málið hafi komizt í höfn vegna þess aö merkiskona ein, sem var á okkar bandi, hafi falið brækur leigjanda síns, alþingismanns, er hefði ef- laust greitt atkvæði gegn því, hefði hann getaö klætt sig og komizt á þing. Margvísleg störf með náminu Ég var í fyrsta hópnum, sem útskrifaöist frá viöskiptadeild Há- skólans árið 1941, en hélt lög- fræöináminu áfram og gerði helzt ráö fyrir því að stunda lögíræði- störf í framtíðinni. Á námsárunum reyndi ég að hafa allar klær úti til að afla mér tekna, því að ég var mest á eigin vegum, enda þótt ég fengi aðstoð frá venzlafólki. A sumrin var ég m.a. við sveitastörf, fiskvinnslu og benzínafgreiðslu, en í fjögur sumur var ég í vegavinnu á Holtavörðuheiði. Með náminu stundaöi ég kennslu í einkatímum og í skólum, og sérlega ánægju- legt fannst mér að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, en það gerði ég í tvo vetur. En það átti ekki fyrir mér að liggja að verða starfandi lögfræð- ingur á íslandi. Nokkrum mánuð- um fyrir lokaprófið í lögfræði hitti ég Pétur Benediktsson sendiherra á gangi niðri í bæ. Hann vék sér að mér og spurði mig formála- laust, hvort ég vildi ekki koma með sér til Moskva, en þangað væri hann á leiðinni til þess að stofna íslenzkt sendiráð. Ég svar- aði honum því til, að ég vildi gjarnan fara meö honum, en því miður þyrfti ég að Ijúka lögfræði- prófi um vorið. Kosningaskrifstofurnar Aðalskrifstofa stuöningsmanna Péturs J. Thorsteinssonar er að Vesturgötu 3, Reykjavík, símar 28170 og 28171. Þar liggja frammi meömælendalistar og kjörskrár og þar er veitt hvers konar upplýsingaþjónusta. Forstööumaður er Oskar V. Friðriksson. Stuðningsmenn Péturs á Akureyri hafa opnað skrifstofu þar í bæ fyrir Norðlendingafjórðung. Er hún á 2. hæð í Amaróhúsinu, Hafnarstræti 101, símar 25300 og 25301. Skrifstofan er opin kl. 14—19 alla virka daga. Forstöðumenn eru Halldóra Ingimars- dóttir og Herdís Elín Steingrímsdóttir. Á ísafirði verður skrifstofa opnuð bráðlega, en þangað til veitir Málfríður Halldórsdóttir, Hlíðarvegi 32, sími 3539, allar upplýs- ingar. Fyrirhugað er að opna fleiri skrifstofur á næstunni, og verður það tilkynnt jafnóöum. Stuðningsfólk Péturs J. Thorsteinssonar er hvatt til að hafa samband við skrifstofurnar, því að ærin verkefni verða á næstunni og margar hendur vinna létt verk. Veljum Pétur forseta Hann er vandanum vaxinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.