Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
49
AUGLYSING
Einar
Olgeirsson,
fv. alþingis-
maöur:
Valdsvið for-
seta íslands
Þaö virðist mörgum óljóst,
hvert sé valdsviö forseta
íslands. Sumir álíta hann
valdlítinn embættismann, sem
aðeins hafi þaö verkefni að
undirskrifa þau lög, er Alþingi
samþykkir, og taka á móti
sendiherrum eriendra ríkja
eöa þjóöhöfðingjum o.s.frv.
Svo er ekki. Forseti íslands
hefur mikiö vald, ef hann vill
nota þaö.
Sú milliþinganefnd, sem
kosin var 1942 og eingöngu
var skipuð fulltrúum gömlu
þjóöstjórnarflokkanna,' lagöi
til í frumvarpi því, er hún
útbjó, aö forseti yröi þingkjör-
inn. — Heföi svo farið, mátti
búast viö því, aö hann yröi
aöeins fulltrúi þingmeirihluta
eöa ríkisstjórnar og því valdlít-
ill. — í september 1942 bætt-
ust viö í nefndina tveir fulltrúar
Sósíalistaflokksins. Þeir lögöu
til í nefndinni, aö forseti yröi
þjóökjörinn. Var sú tillaga feld
og frumvarpið lagt fram meö
þingkjörsákvæðinu. Hinsveg-
ar var vitaö, aö meöal þjóöar-
innar var mikill vilji fyrir því, aö
forsei yrði þjóökjörinn —
nema í fyrsta sinn, því aö þá
varö því ei viö komið. Fór svo,
að samkomulag varö í stjórn-
arskrárnefndum þingsins aö
forseti yröi þjóðkjörinn.
Vald forseta íslands felst
raunverulega í tvennu.
í fyrsta lagi getur hann,
þegar stjórnarkreþpa er, haft
mikið vald um myndun ríkis-
stjórnar og hefur þaö komið
fyrir, aö valdi því væri beitt af
fullri hörku.
En í ööru lagi hefur forseti
samkvæmt 26. grein stjórn-
arskrárinnar rétt til aö neita
að staðfesta lög, er Alþingi
hefur samþykkt, og skal þeim
þá skotiö undir þjóöarat-
kvæöagreiðslu, er ákveður,
hvort þau skuli gilda áfram —
því þau öðlast gildi þrátt fyrir
neitun forseta — eöa hvort
þau skuli falla úr gildi.
Þetta er mikið vald, sem
lagt er í hendur forseta út frá
þeirri hugmynd, aö sem þjóö-
kjörinn forseti skuli hann vera
eins konar vörður eöa fulltrúi
fólksins í landinu, ef honum
finnist t.d. lítill meirihluti Al-
þingis misnota vald sitt til aö
knýja fram aögerðir, sem
þjóöarmeirihluti væri aö
líkindum andstæöur.
Ákvæöi um þjóöarat-
kvæöagreiðslu, sem til eru í
stjórnarskrám sumra ríkja,
svo sem Sviss, eru ekki til hér.
Alþingi ákveður sjálft meö
löggjöf, hvort þjóðaratkvæða-
greiösla skuli fram fara, svo
sem var um bannmálið og
lýöveldisstofnunina. Forseti
hefur aldrei beitt þessu valdi
og fylgdi þó tæþur helmingur
Alþingis því, aö þjóðarat-
kvæöagreiösla væri látin fram
fara um Keflavíkursamninginn
1946, en meirihlutinn felldi.
Þótt þetta vald forseta hafi
aldrei veriö notað enn sem
komið er, þá er þaö til.
Ef mikið liggur viö, ekki síst
í utanríkismálum, þá getur því
forseti, sem er góöur íslend-
ingur og sér þær hættur, sem
þjóðinni geta veriö búnar af
samþykkt Alþingis, er altof oft
hefur í blindni samþykkt var-
hugaverö stjórnarfrumvörp
einmitt á sviöi utanríkismála,
skotið slíkum málum undir
þjóðardóm, svo þjóöin fái sjálf
aö útkljá um örlög sín á
hættustundu.
Sveinn Guðjónsson:
Enginn getur
betur en Pétur
Þaö var i Élysée-höllinni á nýárs-
dag, en þangaö vorum við sendiherr-
arnir jafnan boðnir til þess aö flytja
forsetanum nýársóskir. Hver sendi-
herra mátti hafa með sér átta sam-
starfsmenn. Þetta var mjög formlegt
og fínt. Sendiherrunum var raöaö
meöfram veggjum móttökusalarins og
fylgdarliöið stóð fyrir aftan þá. De
Gaulle gekk síöan á rööina, sagöi
nokkur orð viö hvern senöiherra og
kastaöi síöan iauslega kveöju á þá,
sem aö baki stóöu.
En ég haföi enga átta menn til að
sýna. Meö mér var einungis Birgir
Möller, núverandi forsetaritari, þá
sendiráðsritari í París. Þegar de
Gaulle hafði rætt viö mig, skimaði
hann til hægri og síöan til vinstri, í leit
að fylgdarliðinu, hneigði sig, tók í
höndina á Birgi og sagöi: „Þaö gleður
mig innilega aö sjá yður."
Af eðlilegum orsökum eru íslenzku
sendiráðin yfirleitt þau fámennustu á
hverjum staö.
Á Parísarárunum þurfti ég oft aö
fara til Brússel einkum vegna við-
ræðna viö stjórn Efnahagsbandalags-
ins. Ég þurfti að afhenda Baldvin
Belgíukonungi trúnaðarbréf tvisvar,
fyrst sem „minister" og síöan sem
„ambassador". Hiö sama var raunar í
Moskva á sínum tíma, — ég afhenti
Voroshilov forseta tvisvar sinnum
trúnaðarbréf. í síöara skiptiö var 40
stiga frost og þaö hlýtur aö hafa verið
fyndið aö sjá mann í kjólfötum meö
pípuhatt í slíkum gaddi. Én svona voru
nú protokoll-reglurnar.
Frá noröurpól
til suðurpóls
Síöasti áfanginn í hinni löngu útivist
var Washington, en þangaö fluttumst
viö árið 1965. Þar var ég sendiherra í
löndum, sem náðu frá noröurpól til
suöurpóls, þ.e. í Kanada, Bandaríkj-
unum, Mexíkó, Brasiiíu, Argentínu og
á Kúbu. Ég fór oft til Kanada, einkum
áriö 1967, en allt þaö sumar voru
hátíöahöld vegna 100 ára afmælis
sjálfstæöis Kanada. Það sumar kom
Ásgeir Ásgeirsson, forseti, í opinbera
heimsókn til Kanada og Bandaríkj-
anna. í Kanada kynntist ég fjölda
ágætismanna af íslenzkum uppruna.
Þaö er mikill sómi af því, hversu
góöan oröstír þetta fólk hefur getið
sér vestanhafs.
Ég fór þrívegis í „leiðangra" um
Suöur-Ameríku, öörum þræði vegna
viöskiptaerinda. í þeim feröum kom
margt sögulegt fyrir. Þegar ég var t.d.
á leiö til Buenos Aires til aö afhenda
trúnaðarbréf var tilkynnt, aö þar væri
ekki hægt aö lenda vegna veðurs.
Skömmu síðar var svo tilkynnt, aö nú
væri hægt aö lenda þar. Þegar
þangað kom, var himinninn skafheiöur
og ekki blakti hár á höföi, svo að ég
lét í Ijósi undrun við ráðuneytismann-
inn, sem tók á móti mér, og sagði
honum frá veðurtilkynningunni.
— Ja, ætli þar hafi ekki verið átt
viö pólitíska veðriö — sagöi hann og
brosti. — Það var nefnilega herfor-
ingjabylting hér í nótt og forsetinn er í
fangelsi. Allt var meö kyrrum kjörum í
borginni, en ég sat uppi með trúnaö-
arbréf stílað á rangan forseta og þurfti
að bíöa í þrjár vikur eftir ööru þréfi,
sem stílað var á Onganía, hers-
höföingja, en hann varö forseti viö
þetta valdarán.
Þegar ég kom til Kúbu í fyrsta sinn
þurfti ég að bíöa í marga daga eftir
viðtali viö protokollstjóra utanríkis-
ráöuneytisins, því að hann var uppi í
sveit aö skera sykurreyr. Fyrsta emb-
ættisverkið í Havana var nokkuð
sérkennilegt. Ég þurfti aö fara þess á
leit við utanríkisráðherrann, aö kjör-
ræöismaður íslands, sem vac orðinn
gamall og lasburða, fengi aö flytjast úr
landi ásamt dóttur sinni og fimm
barnabörnum. Tveir synir hans höföu
Nú á aö kjósa 4. forseta íslands.
Fimm frambjóöendur hafa þegar
gefið kost á sér. Mér líst vel á þá alla,
en ég get ekki kosiö nema einn, og
sá á kvölina sem á völina.
Allt er þetta sómafólk, sem hefur
ýmsa kosti, sem prýöa mundu hiö
virðulega embætti.
Hið pólitíska hugrekki, sem einn
þeirra hefur oft sýnt, hefur vakiö
aödáun mína á stundum, en of miki!
afskipti forsetaefnis af stjórnmálum
tel ég honum heldur fjötur um fót.
þegar flúiö land. Ráðherrann tók
þessari málaleitan vel og leyfið var
veitt, mörgum til undrunar.
Á ég ekki að kippa þessu í
lag?
Ég fór víöa um Bandaríkin í ýmsum
erindagjöröum, en aðalstarfið var að
sjálfsögöu í Washington. Þetta voru
viöburöarík ár bæði á stjórnmálasviö-
inu og að öðru leyti. Ég fylgdist meö
undirbúningi forsetakosninganna
1968 og var viöstaddur þing stjórn-
málaflokkanna, þegar frambjóöendur
voru valdir. Þaö eru sérkennilegar
samkomur og einkennast m.a. af
hávaða, skrúögöngum og hljóðfæra-
leik. Richard Nixon sigraöi Hubert
Humþhrey í kosningunum með litlum
mun og tók við forsetaembætti af
Lyndon B. Johnson.
Síðari ár mín í Washington voru
efnahagserfiðleikar hér heima, m.a.
vegna þess aö síldin hvarf. Um svipaö
leyti lokaðist helzti skreiðarmarkaöur
okkar í Nígeríu vegna borgarastyrjald-
ar. Reynt var aö selja skreiöina á þann
hátt, aö framlag Bandaríkjanna til
Rauða krossins vegna Nígeríustyrjald-
arinnar yröi notaö til kaupa á henni.
Þetta tókst aö lokum, en málið var
flókið og tafsamt. Bjarni Benedikts-
son, sem þá var forsætisráðherra,
beitti sér mjög í þessu máli. Sjálfur fór
ég til Sviss frá Washington til viö-
ræöna við Rauöa krossinn og vestan-
hafs átti ég ótal viðtöl við ýmis
stjórnvöld út af skreiðarmálinu. Um
svipaö leyti átti Nixon aö taka viö af
Johnson. Sú er venjan í Bandaríkjun-
um viö stjórnarskipti, aö einn dagur
líöur frá því aö utanríkisráðherra lætur
af störfum, þar til nýr tekur við.
Þennan eina dag gegnir varautanríkis-
ráöherra störfum utanríkisráðherra,
og viö þessi stjórnarskiþti var Charles
E. Bohlen varautanríkisráöherra, en
hann var mikill vinur okkar hjónanna,
einn af þekktustu diplómötum Band-
aríkjanna og haföi verið samtíöa mér
sendiherra í Moskvu og París. í
síðdegisboöi, daginn áöur en hann
varö utanríkisráöherra kom hann til
mín og sagði: Heyrðu, Pétur! Nú verö
ég utanríkisráöherra í einn dag. Á ég
þá ekki aö kippa þessu bannsetta
skreiöarvandamáli í lag fyrir þig?
Elsa
Hermanns-
dóttir,
Akureyri:
Hann sameinar
nauðsynlega
kosti
Ég styð Pétur Thorsteinsson
sendiherra til framboðs í embætti
forseta íslands, vegna þess að mér
finnst hann sameina bezt þá kosti
sem ég tel aö forseti lýðveldisins
verði að hafa. Hann er þaulvanur
stjórnmálum og stjórnmálamönnum,
gerþekkir atvinnu- og efnahagsmál
landsins, er hagvanur í heimi út-
lendra sendimanna, talar mörg er-
lend mál og er manna líklegastur til
að leiöa stjórnarmyndanir af skör-
ungsskap.
Eg skora á alla landsmenn að
styöja Pétur Thorsteinsson sendi-
herra til embættis forseta í júníkosn-
ingunum og sýna þar meö aö þeir
vilji að embættinu gegni maöur, sem
hefur fleira til brunns að bera en
fallegt bros.
Verandi „bara húsmóöir'* er ég
ekki haldin neinum „komþlexum"
kvenna á framabraut og hafandi
kynnt mér starfsferil þeirra er bjóöa
sig fram er ég ekki í vafa um, að
Pétur Thorsteinsson hefur hlotiö þá
starfsþjálfun, er nýtast mun best í
hinu virðulega embætti og ekki
dregur betri helmingurinn, frú Oddný
Thorsteinsson, úr þeirri skoðun
minni.
Því hef ég ákveöiö, aö mitt at-
kvæói fellur til þeirra.
Kostaboð frá IRA
Viö fluttumst til íslands áriö 1969
eftir 16 ára samfellda dvöl erlendis.
Viö hjónin vildum ala drengina okkar
upp á íslandi, og þá var ekki seinna
vænna að koma heim, því aö sá elzti
var oröinn 13 ára gamall.
Viö heimkomuna varð ég ráöuneyt-
isstjóri utanríkisráöuneytisins. Þá var
svonefnd viðreisnarstjórn viö völd
undir forsæti Bjarna Benediktssonar.
Emil Jónsson var utanríkisráöherra,
en þeim mætu mönnum hafði ég áður
kynnzt vel í starfi. Um hádegisbiliö
dag einn í júlí 1970 hringdi Bjarni
Benediktsson til mín og bað mig aö
koma og tala viö sig. Viö áttum langt
og vinsamlegt samtal og hann ræddi
ýmis vandamál, sem ég haföi áður
borið undir hann. Hann gaf mér mörg
góö ráö og var ekkert aö flýta sér,
þótt komiö væri langt fram á mat-
málstíma. Upp úr hádeginu lagöi hann
af staö til Þingvalla. Næsta morgun
barst sú harmafregn, aö hann heföi
farizt í eldsvoöa á Þingvöllum ásamt
konu sinni og dóttursyni. Ég sat lengi
agndofa, og það var erfitt aö átta sig
á, aö þetta gæti verið satt.
Meöan ég var ráðuneytisstjóri þurfti
aö sinna ýmsum mikilvægum málum
og bar þar hæst tvö þorskastríð og
slit stjórnmálasambands við Bretland.
Þá gerðist ýmislegt forvitnilegt, sem
gaman væri aö segja frá viö gott
tækifæri. M.a. barst okkur eitt sinn
símskeyti frá stjórn írska lýðveldis-
hersins, þar sem boðizt var til að
sökkva fyrir okkur eins mörgum
brezkum skipum og viö vildum. Af
öörum málum, sem komu til kasta
ráðuneytisins á þessum árum, var
fundur Nixons og Pomþidous í
Reykjavík voriö 1973, eldgosiö í
Heimaey sama ár og Þjóðhátíðin
1974. Þá var fyrri ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar viö völd og Einar
Ágústsson utanríkisráöherra.
Ég var vist talinn nokkuö strangur
húsbóndi í utanríkisráöuneytinu. Ég
hef alltaf átt erfitt með aö þola
losarabrag og kæruleysi í starfi, en
alltaf gengiö vel aö lynda við sam-
starfsfólkið enda er agaleysi og
sanngirni alls ekki eitt og hið sama.
Sendiherra á ferð og flugi
Mér þótti ekki rétt aö vera í
ráöuneytisstjórastööunni lengur en
6—7 ár, enda er æskilegt og raunar
nauðsynlegt, að starfsmenn utanríkis-
þjónustunnar skipti um starf meö
vissu millibili. Árið 1976 varö ég
sérstakur ráðgjafi í utanríkisþjónust-
unni og jafnframt sendiherra í Asíu-
löndum meö búsetu á íslandi. Þessi
lönd eru Kína, Japan, Indland, Thai-
iand, Pakistan, Bangladesh, íran og
írak, og þangaö fer ég einu sinni til
tvisvar á ari. 14 Asíulönd hafa nú
stjórnmálasamband viö ísland og flest
eöa öll hafa óskaö eftir því af fyrra
bragði. Ef við heföum sett niöur
sendiráð í einhverju þessara landa,
hefði það oröiö margfalt dýrara en
kostnaöur af þessum ferðalögum.
Áhrif Asíulanda í heiminum fara vax-
andi, og þar eru fjölmennustu ríki
heims, Kína og Indland. Við eigum
verzlunarviðskipti við sum lönd í Asíu
einkum Japan, og í nokkrum eru
cslenzkir námsmenn. Á undanförnum
misserum hef ég útnefnt kjörræðis-
menn þ.e. ólaunaða ræöismenn í
helstu borgum Asíu. Marpir af hinum
ólaunuðu ræöismönnum íslands hafa
gert landinu ómetanlegt gagn.
í þessum Asíuferðum hefur margt á
daga drifiö. Viö hjónin vorum stödd í
Peking, þegar Maó formaöur lézt og
viö vorum í Nýju Delhí, þegar fyrri
stjórn Indíru Gandhi féll. En einna
eftirminnilegastar eru feröir mínar til
Sri Lanka og Indónesíu eftir flugslysið
viö Colombo í nóvember 1978. Ég
gekk á fund J. R. Jayewardene forseta
Sri Lanka til aö láta i Ijós þakklæti
fslendinga fyrir mikla aöstoö sem þar
var veitt eftir slysiö. í Indónesíu gekk
ég á fund Suhartos forseta til þess að
votta samúö íslendinga vegna hinna
mörgu Indónesíumanna, sem fórust í
flugslysinu. Þessu framtaki íslenzkra
stjórnvalda var tekiö með þakkarhug.
Eins og ég sagði, hef ég búið og
starfaö á Islandi síóastliöin tíu til ellefu
ár. Um dagana hef ég ýmist starfaö
erlendis eða heima en alltaf að
málefnum íslands. Hvergi er eins gott
aö vera og á fslandi, og ég vona, aö
störf mín fyrir ísland verði framvegis
unnin hér heima.
Þetta átti aldrei aö verða nein
ævisaga. Pétur segist kannski ætla aö
skrifa hana sjálfur viö tækifæri, en
vonandi er þaö tækifæri ekki á næsta
leiti. Hver verður hápunktur þeirrar
ævisögu er undir íslenzku þjóöinni
komiö. —ge.
Það er athyglisvert, að í umræðum
um forsetaframbjóöendurna viröast
flestir vera sammála um, að Pétur
Thorsteinsson sé búinn flestum þeim
kostum, sem embættiö krefst. Ein-
hverra hluta vegna vefst þó fyrir
1 sumum aö taka þá ákvöröun aö veita
honum brautargengi í komandi for-
setakosningum. Mér er valið auðvelt,
— ég vel þann frambjóöandann sem
ég tel hæfastan, en það er að
sjálfsögðu Pétur Thorsteinsson.
Ég tel, að Pétur hafi þá mannkosti
og reynslu til aö bera, sem embætti
forseta lýöveldisins krefst. f því
sambandi vil ég sérstaklega benda á
farsæl störf hans í opinberri þjón-
ustu, en með störfum sínum hefur
Pétur öðlast þá innsýn í mikilvæg
stjórnsýslustörf, sem ég tel afar
þýðingarmikið veganesti í embætti
forseta. Þá tel ég ekki síður mikil-
vægt að Pétur er, aö því er virðist,
einn frambjóðanda, hafinn yfir dæg-
urþras stjórnmálanna, sem hlýtur að
teljast mikill kostur nú á tímum
þólitískrar upplausnar og bræöra-
víga. Um mannkosti og drengskap
Péturs efast enginn, sem til hans
þekkir.
Valið er því auövelt; — Enginn
getur betur en Pétur.
Sigrún Sigvaldadóttir, Vestmannaeyjum:
Mitt atkvæði fellur
til Péturs