Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 í þetta sinn tökum við fyrir þrjú stór nöfn, sem eru með plötur sem aðdáendur hafa beðíð eftir, þ.e. 10 cc, Genesis og Beach Boys. Allar þessar plötur eiga það sameigínlegt, að hafa verið rakkaöar niður í tónlistarblööum erlendis. Til dæmis eru lokaoröin um „Duke“ plötu Genesis í NME „Ef þeir heföu eitthvað enn í sér, hættu þeirl“ Beach Boys eru dæmdir fyrir að upphefja sjálfa sig og vinsæld- ir fyrstu lage sinna með því að semja lög í sama stíl og jafnvel ástaróða til þeirral 10 cc hafa fengið líkan skell og Genesis, þ.e. fyrir hugmynda- snauö og endurtekningar. Að auki eru hér teknar fyrir tvær aðrar plötur, safnplata frá Janis lan, og fyrsta plata popp- hljómsveitarinnar Beat, sem er bandarísk hljómsveit undir for- ystu Paul Collíns. „Duke“ Genesis (Charisma) Þegar Genesis fór fyrir alvöru aö safna að sér aödáendum með þriöju plötu sinni „Nursery Crimes" var undirritaöur meðal þeirra fyrstu hér sem aöhylltist tónlist þeirra. Hugmyndir þeirra voru ríkulegar og andinn yfir tónlistinni í senn dulrænn, myndrænn og líf- legur, og tónlistin var ný í poppinu, þó hljómsveitir á borö viö King Crimson og Yes hafi líka veriö aö þreifa jákvætt fyrir sér. Þessi þróun Genesis hélt nokkuö áfram og á „Foxtrot" náöu þeir hápunkti í fágun og stíl, en upp úr því virtist meiri tími fara í sviösútfærslu, á kostnaö tónlistarframfara. Peter Gabriel, sem leitt haföi hljómsveit- ina hætti en Philip Collins, trymbill fór þá aö syngja, en svo vildi til aö rödd hans var ekki ólík rödd Gabriels. „Duke“ er aftur á móti önnur plata Genesis án Steve Hackett gítarleikara. Einungis þeir Peter Banks, Phil Collins og Mike Rutherford leika á plötunni og er hljómboröiö gegnumgangandi ásamt þunglamalegum trommu- s. Btti Collins. Banks er sérlega lipur og stílhreinn á hljómborö, en þyrfti greinilega aö komast í að vinna meö einhverjum öörum til tilbreytingar og frekari þróunar. Phil Collins sér aö öllu jöfnu vel um sönginn þó raddbeiting hans sé eins og einhæf mest alla plötuna. Nokkuö virðist tónlist úrvinda, þ.e. mikiö er um margendurtekna frasa, sem þeir hafa jafnvel marg- oft notað áöur. Melódíurnar eru ekki sérlega sterkar, þó undan- tekningar séu þar á, samanber „Turn It On Again" sem er á smáskífu þeirra og „Misunder- standing". Platan er annars þunglamaleg í heildina, það þarf að bera meira á borö en stílinn helberan. „KEEPIN’ THE SUMMER ALIVE“ Beach Boys (Caribou) Allt þaö besta sem frá Beach Boys hefur komiö hefur boriö meö sér birtu og gleöi í tónum. „Keepin’ The Summer Alive” er ein bjart- asta plata sem Beach Boys hafa fært í áraraöir meö 9 topp Beach Boys lögum. Beach Boys veröur ekki kynnt hér og nú (en vonandi gefst þess tækifæri síöar) en þó má geta þess að hljómsveitin var fyrst vinsæl 1962 og hefur haldið sínum vin- sældum síöan þó þær hafi veriö mismiklar. Vinsældir þeirra jukust á síðasta ári með útkomu lítillar plötu meö laginu „Here Comes The Night” í diskóútsetningu, en lagið var síöan á breiöskífunni „LA (Light Album)” sem varö mjög vinsæl í kjölfarið, en af þeirri plötu urðu lögin „Good Timin’”, „Lady Lynda’’ og „Suma- hama” einnig vinsæl. Þess ber að geta aö á „Keepin’ The Summer Alive” eru enn betri melódíur og útsetningar stílhreinar og góöar þó einfaldar séu. Bruce Johnston viröist reynast þeim góð- ur upptökustjóri, en á samt eina lélega lagið sem á plötunni er, „Endless Harmony”, sem er kannski ekki rétt lýsing á því, textinn og lagið er upphafning á Beach Boys og tónlist þeirra og fullmikiö fyrir minn smekk. Brian Wilson og Mike Love hafa hér samið saman fimm laganna „Goin’ On’’ sem er á uppleið á bandaríska listanum, „Oh Darlin’” sem er rétt útkomiö á smáskífu í Bretlandi, „Sunshine”, „When Girls Get Together” og „Some Of Your Love". „Goin’ On“ minnir afskaplega mikiö á Gunnar Þóröarson og hans stfl, og gott ef lagið minnir ekki eitthvaö á „Drottninguna" af 2-földu plötunni hans! „Some Of Your Love” heföi sæmt sér vel á einhverri Lónlí Blú Bojs plötunni meö Rúnar syngjandi, líflegur Beach Boys rokkari. „Oh Darlin’” er í stíl viö „Lady Lynda" rólegt fallegt lag með sterkri aöalrödd og „Sunshlne” er sannkallaö sólsklns og sumarlag og ætti aö koma út á litla plötu og gera þaö gott. Brian á líka eitt annaö lag á plötunni sem hann samdi ásamt Al Jardine, „Santa Ana Winds” sem er dreymandi Ijúft lag. Carl Wilson hefur veriö driffjööur þeirra þegar bróöir hans Brian hefur brugöist, en Carl á hér tvö ágæt lög „Keepin’ The Summer Alive” og „Livin With A Heartache” sem eru bæöi samin ásamt Randy Bach- mann (Bachmann Turner Overdrive /Guess Who). Rúsínan á þessari plötu hefur eflaust átt aö vera „School Days” Chuck Berrys sem er vissulega skemmtilega flutt af Mike Love og félögum, en platan er öll sterk. Björt sumarplata og ein sú besta frá Beach Boys í seinni tíö. „LOOK HEAR“ 10 cc (Mercury) Þaö er ekki ofsögum sagt aö 10 cc virðast vera að brenna út, og tilburðir þeirra til að viöhalda fyrri Janis Ian reisn eru fremur haldlitlir á „Look Hear" þó vissulega sé aö finna punkta á plötunni sem eru í sama klassa og þeir hafa gert skást á plötunum eftir aö Godley og Creme hættu, (sem hafa ekki heldur gert jafn góöa hluti upp á eigin spýtur). Eric Stewart og Graham Gould- man eiga 9 laganna, Rick Fenn eitt og tvö hálf og Duncan Mankay eitt hálft. „One Two Five" sem er lagiö sem var gefiö út á litla plötu er í stíl „Dreadlock Holiday" og vinnur þó ekki sé þaö klassískt, en besta lagiö er lag Graham Gouldmans „I Hate To Eat Alone" sem er Ijúft og þægilegt meö hnyttnum texta. „I Took You Home” lag Eric Stewart er líka gott og hreinskiliö lag um æskuminningar, „How’m I Ever Gonna Say Goodbye" er létt lag sungiö á „tungulipran hátt” af Gouldman. Lög þeirra Mackay og Fenn eru „Welcome To The World" og „Don’t Send Me Back” sem fjallar um „bátafólkiö” á barnalegan og byrjandalegan hátt! Tónlistarflutningurinn sjálfur er greinilega miðaöur viö aö hægt sé að flytja tónlistina á hljómleikum, einfalt og aögengilegt. Þó lög eins og „Lovers Anynomous”, „Strange Lover", og „It Doesn’t Matter At All“ séu í sjálfu sér ágæt lög þá eru þau greinileg meöalmennskulög en Nýjustu plötur Beach Boys, Genesis, 10 cc, Janis lan og Beat Beach Boys Genesis Vinsœldarlistar BRESKU LISTARNIR LITLAR PLÖTUR 1. WORKING MY WAY BACK TO YOU BABY /FORGIVE ME GIRL (3) Detroit Spinners 2. DANCE YOURSELF DIZZY (2) Liquid Gold 3. GOING UNDERGROUND (1) Jam 4. SEXY EYES (9) Dr. Hook 5. KING-FOOD FOR THOUGHT (10) U.B. 40 6. NIGHT BOAT TO CAIRO (—) Madness 7. TURNING JAPANESE (4) Vapors 8. POISON IVY (7) Lambrettas 9. STOMP (6) Brothers Johnson 10. TURN IT ON AGAIN (8) Genesis STÓRAR PLÖTUR 1. DUKE (1) Genesis 2. GREATEST HITS (2) Rose Royce 3. 12 GOLD BARS (3) Status Quo 4. TEARS & LAUGHTER (4) Johnny Mathis 5. HEARTBREAKERS (5) Matt Monro 6. STAR TRAKS (7) Ýmsir K-Tel 7. TELL ME ON A SUNDAY (6) Marti Webb 8. REGGATTA DE BLANC (9) Police 9. THE CRYSTAL GAYLE SINGLES ALBUM (8) Crystal Gayle 10. WHEELS OF STEEL (—) Saxon BANDARÍSKU LISTARNIR 2. AGAINST THE WIND (2) LITLAR PLÖTUR Bob Seger & The Silver Bullet Band 3. MAD LOVE (3) 1. ANOTHER BRICK IN THE WALL (1) Linda Ronstadt Pink Floyd 4. GLASS HOUSES (4) 2. CALL ME (3) Billy Joel Blondie 5. DAMN THE TORPEDOES (5) 3. WORKING MY WAY BACK TO YOU Tom Petty & The Heartbreakers /FOHGlVt Mt (álHL (2) 6. THE WHISPERS (7) Spinners The Whispers 4. RIDE LIKE THE WIND (7) 7. OFF THE WALL (10) Christopher Cross Michael Jackson 5. TOO HOT (5) 8. LIGHT UP THE NIGHT (9) Kool & The Gang Brothers Johnson 6. SPECIAL LADY (8) 9. AMERICAN GIGALO (—) Ray, Goodman & Brown Blondie, Georgio Moroder o.fl. 7. WITH YOU l’M BORN AGAIN (-) 10. DEPARTURE (—) Billy Preston & Syreeta Journey 8. CRAZY LITTLE THING CALLED LOVE (4) 9. I CAN’T TELL YOU WHY(-) Eagles JAZZ PLÖTUR 10. OFFTHE WALL(-) 1. SKYLARKIN (1) Michael Jackson Grover Washington Jr. 2. CATCHING THE SUN (6) STÓRAR PLÖTUR Spyro Gyra 1. THE WALL (1) 3. FUN AND GAMES (2) Pink Floyd Chuck Mangione

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.