Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 Þessa mynd þekkja allir. Hún er eitthvert þekktasta tákn bænarinnar okkar á meðal. Þetta er mynd þýska listamannsins A. Durer (1471-1528): Bæn. Hvað segir þessi mynd okkur um bænina? Þetta eru vinnandi hendur, sterkar, traustar, vöðvamiklar. Listamannin- um hefur ekki fundist eins og mörgum nútímamannin- um að bænin sé eitthvað sem einungis tilheyri bernsk- unni, eða síðasta hálmstrá að grípa til sem uppbót á veikleika sinn. Þetta eru hendur annaðhvort bónda eða hermanns. Tökum eftir æðunum, sem hnyklast um þessar hendur, eins og búist sé til harðra átaka, þessar hendur bera vitni átökum og einbeitni. Æðarnar þrútnar eins og hendurnar væru á sverðhjöltum eða hamar- skafti, tilbúnar til höggs. Dúrer sér bænina sem starf, einbeitni viljans. En gefum því líka gaum, að þessar hendur eru ekki spenntar í ástríðu, reiði eða harmi. Þær eru hvíldar. Þetta er ekkert fum, eins og þess, sem fálmar eftir hálm- stráum. Þær bera vitni um frið og hvíld, hlé frá stríði, heilindum hjartans sem fylgja morgni fyrirheitanna og kveldi aflokins starfa. Friður og traust. Biðjandinn þekkir þann sem hann biður til. Hann þarf engar róm- antískar eða furðulegar hreyfingar og látæði. í fullri meðvitund reisir hann hend- ur sínar í táknrænum vitnis- burði um þann mátt, er í hjarta hans býr. Hann veit á hverjum hann hefur fest traust sitt. Við sjáum í þessari gömlu mynd heilan mann og heila trú. Það að leggja lófa saman á þennan hátt við bæn á víst rætur að rekja til riddara- mennsku miðalda. Þegar konungur veittí manni lén, þá kraup hinn væntanlegi lénsmaður frammi fyrir konungi sínum og lagði lófa saman en konungur lagði hendur sínar utan um hend- ur lénsmannsins. Þetta táknaði undirgefni og trúnað hins frjálsa manns. Léns- maðurinn var ekki þræll, heldur frjáls en ábyrgur í öllu gagnvart herra sínum. Þetta var ekki veikleika- merki, heldur hinn æðsti heiður, undirgefni, sem var um leið tákn hinnar æðstu virðingar. Mynd Dúrers minnir okkur á þetta, sem er grundvallaratriði í kristnu trúarlífi: Guð tekur okkur alvarlega, bænir okkar, þarf- ir, óskir. Hann er Drottinn, en við duft og aska, en hann kallar okkur til þjónustu við sig, og við erum frjáls og ábyrg í náðarsáttmála hans. Onnur mynd af bæninni er vinsæl og oft notuð í kennslu. Það er síminn, þetta undratæki, sem er ómissandi hluti daglegs lífs. Bænin er tengiliður og tjá- skipti, segir þessi mynd okk- ur. En um leið er fólgin mikil hætta í þessari mynd. Bænin er nefnilega einmitt ekki tæki eða tækni til að ná valdi yfir Guði. Kristin bæn er ekki möguleg vegna ein- hverrar tækni eða kerfis, heldur náðartilboð þess máttar, sem vill hlusta á manninn. Bænin er einmitt ekki tækni til að ná til upptekins valdaaðila sem dvelur langt utan og ofan við mína reynslu og veruleika, heldur samfélag við þann, sem er nálægur, nærri jafn- vel en hugur minn. Þess vegna er bænin ekki kerfi og engin tækni, heldur krafta- verk. Þó minnir síminn á mik- ilsverða hlið bænarinnar, Drottinn er minn hirðir Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert brestí A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njót Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Þu býr mér borð frammi fyrir féndum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi. 23. Davíðs-sálmur. Góði hirð- irinn, íorn- kristin högg- mynd það að hún er tjáskipti. Guð talar. Það er eitt hið mikil- vægasta þess, sem við vitum um hann: Hann talar til mannanna og við mennina í orði sínu þar sem hann birtir vilja sinn í lögmálinu og prédikun spámannanna og svo í Jesú Kristi. Öll kristin bæn er í eðli sínu SVAR mannsins við þessu tali Guðs. Guð talar í orði sínu og sakramentum. Sjaldnar í upplifun einstakl- ingsins. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að hafa hugfast þetta, að fyrir- heitin eru tengd bæn í Jesú nafni. Nafnið er á máli Biblíunn- ar það, sem gefur til kynna hver persónan er, það sem vitað er um viðkomandi. Jesús segist hafa opinberað nafn Guðs mönnunum (Jóh. 17,6), þ.e. sýnt okkur hver Guð er og hvað hann vill. Bæn í Jesú nafni er þá andsvar við því. Hvernig ættum við annars að voga að trúa því að Guð láti sig á nokkurn hátt varða hag okk- ar, þessara örvera á örsmáu rykkorni í ómælisgeimi, sem kallast jörð? Vegna þess að Jesús hefur fullvissað okkur um það, með orðum sínum og ekki aðeins það, heldur öllu lífi sínu. í bók sinni: „Úr heimi bænarinnar" segir Hallesby, að það að biðja, sé að opna hjarta sitt, líf sitt fyrir Jesú Kristi, sbr. Op. 3,20 er Jesús segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á ...“ Þetta minnir okkur á, að Jesús hefur frumkvæðið. Bæn okk- ar kristinna manna er ávallt afleiðing þess, að Jesús Kristur er að verki. Kristur knýr á til að fá okkur til að opna okkur fyrir gjöfum hans, þeim möguleikum, sem hann hefur ætlað okkur. Bænin er samfélag við þann Drottin, sem ávarpar okkur persónulega í Jesú Kristi. Samfélag í trú og trausti. Trúnaðarsamband. Þetta ættum við að íhuga, því varpar þetta ekki einmitt ljósi á orð Jakobs postula, er hann segir: „Þér öðlist ekki það, sem þér biðjið, af því að þér biðjið illa.“ Er ekki iðulega svo, að Guð getur ekki komið til okkar, af því að við erum ekki til staðar til að taka á móti honum í bæn okkar. Við viljum fá eitthvað frá honum, en ekki hann sjálfan. Við viljum símasamband við æðri mátt til að leggja inn pöntun, en forðumst að rétta fram sam- anlagða lófa í von um að öflugar hendur Drottins lyk- ist um þær með þeirri bless- un, og þeim skyldum sem því fylgir. (Framhald) Biblíulestur vikuna 20. — 26. apríl Sunnudagur 20. apríl Mánudagur 21. aprfl Þriðjudagur 22. aprfl Miðvikudagur 23. apríl ' Fimmtudagur 24. apríl Föstudagur 25. aprfl Laugardagur 26. apríl Jóh. 10.11-16 Efes. 2.4-10 Matt.26.31-35 Jóh. 21.15-19 I.Pét. 5.1-4 Jóh. 18.1-9 Post. 20. 28-32

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.