Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980
15
„Rauðhetta“ brosti sínu blíðasta, en þó mest framan í Kristján
ljósmyndara Mbl.
Poreldrum er í sjálfsvald sett, hvort
þeir þiggja þjónustuna, en svo til
undantekningarlaust gera þeir það.
Við heimsækjum börnin yfirleitt
fjórum sinnum, en stundum oftar
og stundum sjaldnar, eftir aðstæð-
um. Fyrsta barn foreldra komum
við yfirleitt oftar til, en þegar
börnin eru orðin mörg fyrir og
aðstæður góðar, komum við sjaldn-
ar.
Þegar börnin eru orðin þriggja
mánaða koma þau til læknis og
hjúkrunarfræðings á Heilsuvernd-
arstöðina og fá þá eftirlit og
ákveðnar sprautur gegn alls kyns
sjúkdómum. Þau koma þriggja
mánaða, fjögurra og sex mánaða til
læknis og hjúkrunarfræðings og sjö
mánaða til hjúkrunarfræðings og
síðan 10 mánaða aftur.
Mjög vel tekið á
móti börnum í dag
— Og hvernig er að vera nýfædd-
ur íslendingur í dag?
Það er mjög vel tekið á móti
börnunum okkar í dag og vel
hugsað um þau. íslenzkir nýburar
eru einnig langflestir hraustir og
vel af guði gerðir og má þar þakka
sífellt betri mæðravernd og upplýs-
ingum til foreldra. En mér finnst að
það bregði oft út af þessu, þegar
börnin eru orðin 3—4 ára. Þá verða
þau afskipt og félagslega verr sett.
Félagslegt og andlegt ástand barn-
anna skiptir mjög miklu máli á
þroskaárum þess, ekki aðeins fyrstu
mánuðina eftir fæðingu.
— Þú minntist á mæðravernd og
upplýsingar. Hvernig er staðið að
slíku?
Heilsuverndarstöðin hefur geng-
ist fyrir sérstökum fræðslufundum
fyrir verðandi foreldra. Þar leið-
beina kvensjúkdómalæknar og
heilsuverndarhjúkrunarfræðingar
um hina ýmsu þætti heilsugæzlu
móður á meðgöngutíma, í fæðingu
og eftir fæðingu og einnig er kennd
meðferð ungbarna og undirbúning-
ur á heimilum fyrir komu þeirra.
Þessi námskeið hafa verið vel sótt,
og í vaxandi mæli af feðrum einnig.
Þá höfum við hjúkrunarfræð-
ingar efnt til fræðslukvölda um
ungbarnið, — nýja barnið í fjöl-
skyldunni, þroska þess og atferli.
Við gerðum t.d. tilraun með slíkt
námskeið í Vesturbænum snemma
á þessu ári og sýndi Ingi Kristins-
son skólastjóri okkur mikla vin-
semd með að lána okkur húsnæði
fyrir námskeiðishald í Melaskólan-
um. Námskeiðið var vel sótt og vel
látið af því. Markmið okkar með
þessum kvöldum er að fá fram
skoðanaskipti og umræður mæðra
og auka þekkingu þeirra á þessum
mikilvægu þáttum. Þar höfum við
tekið fyrir brjóstagjöf, heilsu móð-
ur, sambands foreldra og barns,
andlegan og líkamlegan þroska
barnsins, málþroska, leikþörf,
slysavarnir, barnasjúkdóma og
hreinlætisvenjur, svo eitthvað sé
nefnt. Á þessum fræðslukvöldum
hefur mikið verið rætt um vanda-
mál „stofnanaþjóðfélagsins", þ.e.
foreldrar þurfa í auknum mæli að
vinna bæði utan heimilis og við það
skapast vandamál með gæzlu barn-
anna og samband milli foreldra og
barns.
— Við spurðum Maríu hvernig
skoðun ungbarna færi fram og
sagði hún sjón sögu ríkari og bauð
okkur með í eina slíka heimsókn, að
fengnu leyfi húsráðenda.
Tók öllu með
jafnaðargeði
Móðirin, Þuríður Magnúsdóttir
og börn hennar Magnús Eðvald 7
ára og Eva Hrönn 3 ára tóku á móti
okkur og nýi fjölskyldumeðlimur-
inn var vakinn af værum blundi úti
í vagni. Hún tók hlutunum með
mestu rósemi og brosti sínu
blíðasta, þó mest framan í ljós-
Anna Sigríður sinnir einum sjúklinga á deildinni, Sigurhans
Sigurhanssyni. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.
Elísabet Ingólfsdóttir:
]\í ynda þarf eðlileg
tengsl við daglegt líf
myndarann — snemma beygist
krókurinn.
María og Þuríður ræddu fram og
aftur um mataræði, hægðir, víta-
mín- og lýsisgjöf. Þá var „Rauð-
hetta“, en svo ér hún kölluð vegna
háralitarins, drifin úr fötunum og
María kannaði ýrnis viðbrögð,
mældi stærð höfuðs og tók síðan
fram reizlu, pakkaði „Rauðhettu"
inn í bleiu og hóf hana á loft. —
Hún hafði bætt við sig heilu kílói á
einum mánuði og er það' talið mjög
jákvætt — á þessum aldri. Sú litla
tók þessu öllu með mesta jafnað-
argeði.
Að loknum athugunum og mæl-
ingum settust María og móðirin
niður og röbbuðu um barnið, þroska
þess og framfarir. María fjallaði
um hreinlæti o.fl. og benti m.a. á að
verndun tanna gæti hafist strax á
þessu aldursskeiði, þ.e. með réttu
mataræði og venjum.
María ræddi einnjg um slysa-
varnir og benti á ýmislegt sem
varast ætti og einnig benti hún á
ýmislegt hagnýtt í sambandi við
meðferð þeirra litlu. Hún sagði
stóru systkinunum m.a. að bráðum
færi litla systir á kreik og þá yrðu
þau að passa litla kubba og annað
smádót, sem hún gæti sett upp í sig.
„Katla María,
ef ég má ráða“
Eva Hrönn trúði blaðamanni
fyrir því, að litla systir ætti að
heita Katla María, ef hún fengi að
ráða nafninu. Hefði hún verið
strákur átti hann að heita Jónas.
Næst á litla systir að koma á
Heilsuverndarstöðina í læknisskoð-
un og sprautu og gaf María henni
tíma í lok heimsóknarinnar og
sagði móðurinni að hringja ef
eitthvað bjátaði á, eða ef hún vildi
fá nánari upplýsingar.
Elísabet Ingólfsdóttir hjúkrun-
arfræðingur og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri ó Borgarspítaianum
hefur starfað sem hjúkrunarfræð-
ingur í 25 ár. Hún situr nú á
skólabekk í Nýja hjúkrunarskól-
anum og nemur geðhjúkrun sem
framhaldsgrein. Við spurðum
hana fyrst hvað valdið hefði því að
hún hóf framhaldsnám, og valdi
þessa grein.
„Mér finnst geðhjúkrun eiga
heima alls staðar innan hjúkrun-
arsviðsins, ekki aðeins á geðsjúkra-
húsum, og reyndar vantar þennan
þátt oft inn í heildarmyndina Þess
vegna ákvað ég að fara í iram-
haldsnám í þessari grein. Það hefur
nokkuð skort á, að maðurinn hafi
allur verið tekinn inn í myndina,
þegar hjúkrun hans er annars
vegar. Það þarf í ríkara mæli að
taka einnig fjölskylduna, félagslegu
stöðuna o.fl. til meðferðar til að
fyrirbyggja sjúkdóma og mynda
eðlileg tengsl við daglegt, venjulegt
líf sjúklinganna.
— Nú líða 25 ár frá því þú
útskrifast sem hjúkrunarfræðingur
og þar til þú ferð í framhaldsnám.
Hver er ástæðan?
„Það eru nú kannske nokkrar
ástæður til þess í mínu tilfelli, en
það er stutt síðan hægt var að nema
framhaldsnám í hjúkrunarfræðum
hérlendis. Áður þurftum við að
sækja allt slíkt nám á erlenda
grund. Eflaust hefði ég farið í
framhaldsnám fljótlega að afloknu
hjúkrunarnáminu, ef það hefði ver-
ið fyrir hendi hérlendis þá.
Elísabet Ingólfsdóttir.
Ljásm. Mbl. Kristján
Staðan sterkari með
bættri menntun
Hver er staða hjúkrunarfræðinga
innan heilbrigðiskerfisins, að þínu
mati?
„Hún mætti vera mun sterkari.
Starf hjúkrunarfræðinga er mjög
sjálfstætt, en hjúkrunarfræðingar
eru fremur þögull hópur. Það segir
þó ekki, að þeir hafi ekki lagt sitt af
mörkum. Eg er þess fullviss, að
staða okkar verður sterkari með
betri menntun. Betri grunnmennt-
un og nám á háskólastigi er það
sem við stefnum að.
Þá finnst mér að hjúkrunarfræð-
ingar verði að verða virkari í
fyrirbyggj andi heilbrigðisþj ónustu,
þ.e. koma fyrr inn í myndina með
fræðslu. Ég vildi sjá það gerast í
auknum mæli.
Við spurðum Elísabetu í lokin,
hvort starfsstéttin væri nægilega
fjölmenn og hver skipting kynjanna
væri innan hennar.
Hún sagði að það vantaði alltaf
starfsfólk, mikill hluti stéttarinnar
væri heima- og heimanvinnandi
mæður, sem kæmu inn á vinnu-
markaðinn síðar og í ígripavinnu.
„Karlmenn eru ekki nægilega
margir, eiginlega alltof fáir, en það
má leita orsaka þess í því hversu
stéttin hefur verið illa launuð
lengst af,“ sagði hún í lokin.
Heilt kíló á einum mánuði og stóru systkinin, Magnús Eðvald og Eva
Hrönn voru virkilega stolt af litlu systur, sem lét sér vel líka,
innpökkuð i bleyju.
Anna Sigríður Indriðadóttir:
Ekki spor í rétta átt að
setjast inn á „kontorana“
„VERKSVIÐ okkar á sjúkrahús-
unum er að sjá um alla hjúkrun og
aðhlynningu og sjá um að fyrir-
mælum um meðferð sé framfylgt
— í stuttu máli erum við tengiliðir
milli sjúklinga, lækna og annarra
stétta, starfandi á sjúkrahúsum.
Fræðslumiðlun til sjúklinga og
aðstandenda er einnig mikilvægur
þáttur í starfi okkar og síðan
höfum við kennsluskyldu að gegna
gagnvart nemum í heilbrigðis-
stéttum“ sagði Anna Sigríður
Indriðadóttir hjúkrunarfræðing-
ur, en hún starfar á E 6, en svo
nefnist hjartadeild Borgarspítal-
ans.
— Nú segja sumir að hjúkrunar-
fræðingar á sjúkrahúsum séu alfar-
ið komnir í skrifstofustörf, — að
þið skrifið eingöngu ýmsar skýrslur
og haldið lyfjaskrár, en sjúkraliðar
sjái um alla almenna aðhlynningu.
„Það er nokkuð til í þessu,
sjúkraliðar hafa tekið að sér meira
og meira af aðhlynningarstörfum,
en þó er það nokkuð breytilegt eftir
því hvar starfað er. Hjúkrunar-
fræðingar eru einnig að vakna til
vitundar um, að það er ekki spor í
rétta átt að setjast inn á „kontor-
ana“, þó svo sjúkraliðar sinni vel
sínu starfi. Einnig er hlutfallið á
milli hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða þannig, að sjúkraliðar eru í
miklum meirihluta.
Á okkar herðum hvílir eftir sem
áður allt eftirlit og það hefur háð
starfi okkar, hversu sjúkradeildirn-
ar eru yfirleitt illa mannaðar af
hjúkrunarfræðingum og við getum
þar af leiðandi alls ekki gefið
hverjum og einum sjúklingi nægi-
legan tíma.
— Nú hefur þeirri stefnu verið
haldið fram erlendis, að einn og
sami hjúkrunarfræðingurinn ann-
ist sjúkling og hafi umsjón með
honum, í stað þess að allir séu að
vasast í öllu. Er þetta það sem
koma skal hérlendis einnig?
„Þetta er áreiðanlega jákvætt, en
mér sýnist að það muni verða erfitt
í framkvæmd hérlendis. Þetta form
krefst mikillar fjölgunar starfs-
fólks og hver einstaklingur verður
einnig að vera mjög hæfur í sínu
starfi.
Líkar starfið mjög vel
Er sérhæfing mikil, er t.d. mikill
munur á að vinna á þessari deild og
einhverri annari í húsinu?
Hjúkrun er mjög mismunandi á
hinum ýmsu deildum. Starfssviðið
er orðið mjög breitt og krefst
sérhæfingar, bæði vegna aukinnar
tækni og örra breytinga í heilbrigð-
isþjónustunni. Þetta gerir auknar
kröfur til menntunar hjúkrunar-
fræðinga, enda leggjum við nú kapp
á að færa sérnám inn í landið til
þess að sem flestir hafi tækifæri til
að bæta við menntun sína.
En hvernig líkar Önnu starfið —
getur hún hugsað sér að skipta um,
fara t.d. í banka, á skrifstofu, eða
t.d. i blaðamennsku og er ekki erfitt
að hafa eymdina ætíð fyrir augum
sér?
„Mér líkar starfið mjög vel og hef
engan áhuga á neinni skrifstofu-
vinnu. Stór kostur við starfið er, að
hægt er að velja um margbreytileg
starfssvið innan starfsgreinarinn-
ar. Breytileikinn er mikill og við
kynnumst hinum ýmsu hliðum
mannlifsins. Auðvitað koma dagar,
sem maður hefði óskað sér að þurfa
ekki að upplifa, en við verðum að
gera okkar grein fyrir því í upphafi
— og þetta eru staðreyndir lífsins",
sagði hún í lokin.