Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 20

Morgunblaðið - 11.05.1980, Side 20
Myndir frá grunn- skólanum á Hofsósi Barna- og fjölskyldusíðan hafði samband við kennara á Hofsósi og bað hann um að ieggja verkefni fyrir nemendurna. Þau brugðust skjótt við og sendu blaðinu margar skemmtilegar teikningar og birtum við þær hér á þessari siðu. Þegar kennarinn lagði fyrir nemendurna verkefnin voru þeir að fara yfir Úlfabörnin i samfélagsfræði og fylgja því 4 myndir úr frásögunni um úlfabörnin. Við þökkum kennara og nemendum fyrir góðar myndir og sögur og vonum, að þetta verði öðrum hvatning til að senda okkur frumsamið efni. Fjórar myndir úr „Úlfabörnum“ C/^hLA smsropiM Gamla símstöðin er einn af bestu leikvöllum okkar barnanna. Þar förum við í ýmsa leiki t.d. Yfir, Eina krónu, Stórt skip og lítið skip og ýmsa aðra leiki. Gamla símstöðin er ekki nema um 40 ára og var hætt að nota hana í kringum 1960. Nú er komin ný simstöð við hlið þeirrar gömlu. Stundum felum við okkur líka bak við nýju símstöðina og húsið, sem er við hina hliðina á gömlu simstöðinni og niður í bakkanum fyrir neðan gömlu símstöð. Kristín Sigþrúður og íris Björg Dóra Guðrún, 5 ára teiknaði líka tvær myndir. önnur þeirra gerist á sunnudegi og eru allir bílarnir á leið til kirkju. Hin myndin gerist á leikvellinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.