Morgunblaðið - 11.05.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.05.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ1980 t Hjartkær eiginmaöur minn EGILL ÞORGILSSON, fyrrverandi skipstjóri lést föstudaginn 9. maí. Sigríður Guðmundsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar INGIMAR ÞORKELSSON, Skípasundi 86, sem andaöist 4. maf s.l. á Ðorgarspftalanum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. maí kl. 3. María A. Þórðardóttir og börn. t Eiginmaöur minn, og faöir okkar, BJARNI JÓNSSON, úrsmiður, Akureyri, andaöist 7. maí. Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, miövikudaginn 14. maí kl. 1-30- Ólöf Guömundsdóttir, Jón Bjarnason, Stefán Bjarnason. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HAMUNDUR JÓNASSON, Lynghaga 14. veröur jarösunginn, þriöjudaginn 13. maí kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Guðrún Hinriksdóttir, Hrafnhildur Hámundardóttir, Kolbrún Hámundardóttir, Erlingur Þ. Jóhannsson, Gunnar Örn Hámundarson, Guönason, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Laugarásvegi 75, er andaöist 1. maí s.l. veröur jarösungin mánudaginn 12. maí kl. 13:30 e.h. frá Fossvogskirkju. Magnús Stefánsson. Ragnar Jón Magnússon, Anna M. Danielsen, Guöbjörg M. Thorarensen, Benedikt Thorarensen, og barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR ÖGMUNDSSON, frá Ráöageröi í Garðabæ, sem lézt 4. maí á Sólvangi, veröur jarösunginn frá Garöakirkju Garöahverfi, mánudaginn 12. maí kl. 1.30. Sigurborg Óskarsdóttir, Svanur Lárusson, Vigdís Óskarsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Sigrún Stefancic, Robert Stefancic, Björn Alfreðsson, Erla Jósefsdóttir. og barnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð viö fréfall og útför BJÖRNS HJALTESTED Grethe Hjaltested og fjölskylda t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför HAFLIDA HAFLIÐASONAR skósmiös, Bolungarvík. Árný Árnadóttir, Hólmfríöur V. Hafliðadóttir, Siguröur E. Friðriksson, Sveinborg Hafliðadóttir, Elías H. Guðmundsson, Sigríður Nordquist, Hálfdán Ólafsson, og barnabörn. Arnbjörg Jónsdótt- ir — Minningarorð 1. maí sl. andaðist að Hátúni 10 B, frú Arnbjörg Jónsdóttir Lauga- hvoli, Laugarásvegi 75, Reykjavík, eftir langvarandi veikindi. Útför hennar verður gerð frá Fossvogs- kirkju á morgun kl. 13.30. Arnbjörg var fædd að Gilsár- teigi, Eiðaþinghá, Fljótsdalshér- aði, 14. 11. 1895 og var dóttir hjónanna Jóns Þorsteinssonar, bónda og hreppstjóra á Gilsár- teigi, en síðast á Seljamýri, Loð- mundarfirði og seinni konu hans Ragnheiðar Sigurbjargar ísaks- dóttur, er var ljósmóðir Loðm. firðinga og næstu sveita, en þau bjuggu mest af sínum búskap á Seljamýri. Fyrstu fjögur árin ólst Arn- björg upp hjá kunningjafólki á næsta bæ, þeim hjónunum Önnu Maríu Bergsveinsdóttur og bónda hennar Þórarni Jónssyni á Brennistöðum. Ung sótti hún klæðskeranám- skeið á Seyðisfirði og upp úr því stundaði hún saumaskap í sveit- inni og ferðaðist á milli bæja eins og þá var siður. Einnig sótti hún hússtjórnarnám við Kvennaskól- ann í Reykjavík, en hvort tveggja varð henni til mikillar stoðar í lífinu, þar sem hún bjó til góðan mat og eins gat hún saumað öll föt á börnin, en það var mikils virði í kreppunni, en þá voru börnin að alast upp. Hinn 30. 11. 1921 giftist Arn- björg eftirlifandi manni sínum Magnúsi Stefánssyni, er þá var starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Fyrstu árin leigðu þau hér í bænum, en voru tvö ár austur á fjörðum, en komu til Reykjavikur aftur vorið 1926. Árið 1929 festu þau sér sumarbú- stað ásamt landi innst í Laugarás- dalnum er hét Mörk, en þau endurskírðu hann og nefndu hann Laugahvol og bættu við hann eftir þörfum. Þar voru þau hjónin með smá búskap og garðrækt allt fram til ársins 1954, er allur búskapur var bannaður. Fyrstu árin var þetta mikið útúr, enginn vegur og allt varð að fara fótgangandi, sími var enginn, heldur ekki rafmagn, en þvottar voru þvegnir í þvotta- laugunum og allt varð að bera á milli og hún ein heima með börnin er urðu fjögur, en þau eru: Guð- björg gift Benedikt Torarensen frkvst., Þorlákshöfn. Anna María gift norskum manni, Hans Dan- ielsen deildarstjóra hjá Skipadeild Sambandsins, hann andaðist árið 1977, þau eignuðust tvo drengi. Stefán flugstjóri, giftur Svövu Þórðardóttur, hann fórst í flug- slysi árið 1963, þau eignuðust tvo drengi og eina stúlku. Jón flugvél- stjóri, ógiftur, en býr í sama húsi. Stefán sálugi eignaðist dóttur er Sigríður heitir áður en hann gifti sig og var hún hjá ömmu sinni Arnbjörgu í ein fjögur ár og hefir hún haldið tryggð við ömmu sína. Árið 1959 byggðu þau hjónin Arnbjörg og Magnús, ásamt dótt- ur sinni Önnu og tengdasyni Hans Danielsen og syni sínum Jóni húsið að Laugarásvegi 75 og köll- uðu Laugahvol, eftir sínum gamla sumarbústað og heimili, en þetta er gott dæmi um samstillta og samheldna fjölskyldu, en það var einmitt það er ég fann er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna með Stefáni sáluga syni þeirra og skólabróður mínum fyrir um 34 árum síðan, en þá bjuggu þau í dyravarðarhúsi stjórnarráðsins, en Magnús var dyra- og húsvörður stjornarráðsins í mörg ár og höfðu þau hjónin húsið til umráða, en við strákarnir mæltum okkur oft t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdafööurs og afa, HAFSTEINS HANNESSONAR Bjargarstíg 9. Kristín Margrét Hafsteinsdóttir, Páll R. Magnússon og börn. mót þar er við vorum að fara út, enda miðsvæðis og móttökur hlýj- ar og alúðlegar. Arnbjörg var sviphrein og myndarleg kona, mikil listakona í höndunum, hún bæði óf og saum- aði út og liggja mörg falleg stykki eftir hana. En ekki hvað síst var hún mikil garðyrkjukona og bar garðurinn á Laugarásveginum þess glögg merki og eins sumarbú- staðurinn Heiðarsel við Elliða- vatn, sem þau hjón komu sér upp árið 1954 og er í dag hinn fallegasti gróðurreitur, en fyrst og fremst var hún húsmóðir og móðir barnanna, er fórnaði þeim allri sinni starfsorku og umhyggju meðan hennar þurfti, en er um fór að hægjast eyddi hún tómstund- um í náttúruskoðunarferðir og þekkti hún flestar jurta- og steinategundir er hér er að finna. Að lokum vil ég þakka Arn- björgu fyrir alla vináttu og hlýju í minn garð og votta Magnúsi, Guðbjörgu, Önnu Maríu, Jóni og öðrum vandamönnum mína inni- legustu samúð við fráfall eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu. Hörður Jónsson. Þótt hverfi árin, liði lif, við likam skilji önd. én veit, að yfir dauðans djúp mÍK Drottins leiðir hond. (Marjsr. Jónsd.) Mánudaginn 12. þ.m. verður Arnbjörg Jónsdóttir húsmóðir að Laugarásvegi 75 til moldar borin, en hún andaðist síðdegis hinn 1. maí síðastliðinn, eftir all langa sjúkdómslegu. Arnbjörg fæddist 14. nóv. 1895 að Gilsárteigi í Eiðaþinghá. Foreldrar Arnbjargar voru þau Jón Þorsteinsson hreppstj. að Seljamýri í Loðmundarfirði og kona hans Ragnheiður Sigurbjörg ísaksdóttir ljósmóðir. Sex börn þeirra Jóns og Ragnheiðar komust til fullorðinsára og átti Arnbjörg auk þess tvö hálfsystkin. Ekki mun ætt Árnbjargar frek- ar rakin í þessum línum, enda hafa Austfirðingar reist sér óbrot- gjarnan minnisvarða um ættir sínar og vísast þeim til þeirra heimilda, sem frekar vilja fræð- ast. Árið 1921 giftist Arnbjörg eftir- lifandi eiginmanni sínum Magnúsi Stefánssyni, sem lengi var dyra- vörður í Stjórnarráðinu, nú nýorð- inn 89 ára að aldri. Þau Magnús og Arnbjörg fluttust frá Seyðisfirði til Reykjavíkur fyrir rúmri hálfri öld, og fékk Magnús fljótlega jarðnæði inní Laugardal og hafa þau lengst af átt heimili að Laugarhvoli og búnast vel, þótt frumbýlingsárin þættu nú mörg- um erfið. Magnús og Arnbjörg eignuðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni, sem öll eru á lífi á góðum aldri utan Stefán, er fórst í flugslysi í marzmán. árið 1963. Var að hon- um mannskaði. Stefán var kvænt- ur Svövu Þórðardóttur og áttu þau þrjú börn. Áður en Stefán kvænt- ist átti hann dóttur, Sigríði. Anna, var gift Hans Danielssen, norsk- um heiðursmanni, sem lézt fyrir aldur fram, en starfaði hjá Skipa- deild SÍS frá stofnun deildarinnar til dauðadags. Þau Hans og Anna áttu tvo drengi. Ragnar Jón er yngstur þeirra systkina, ókvænt- ur, og stoð og stytta sinna foreldra alla tíð. Hann er flugvélstj. og hefir lengst af starfað hjá Loft- leiðum. Guðbjörg er elst systkin- anna og giftist hún þeim, sem þessar línur ritar í marsmánuði 1953, og hefir búið í Þorlákshöfn síðan. Um þrjátíu ár eru nú liðin síðan ég kynntist Arnbjörgu og hennar fólki, og fæ ég seint fullþakkað það lífslán, sem þeim kynnum hefir fylgt. Þeim sem til þekkja er það ljóst, þótt mér mistakist lýsingin, að líf Arnbjargar var glætt tilgangi og fyllingu. Hár aldur og hreysti til sálar og líkama gáfu henni vorið, sumarið, haustið og að lokum veturinn. I lífshlaupi hennar veit ég, að hún hefir þeirra æviskeiða allra notið, eins og sannast verður. Barnalán var eins og bezt verður á kosið. Lát Stefáns heitins og síðan tengdasonarins Hans, voru þung högg, fyrir Arnbjörgu, sem þá var orðin nokkuð fullorðin. En það duldist okkur ekki, að hið óviðráð- anlega gat aldrei bugað hana. Hún sótti þrek í þær lindir, sem alltaf eru svalar og tærar, og alla næra, sem af þeim bergja. Vart mundi Arnbjörgu að skapi, að um hana liðna væru lofræður fluttar. Fátt eitt skal þó tínt til, sem mér fannst einkenna hana, og geymt mun í minningunni. Það vakti fljótlega athygli mína hve innil- ega hún naut samverunnar við ættingja og vini, og hve vænt henni þótti um æskuslóðirnar og minningar æskuáranna, þótt aldrei drægi það úr áhuga á líðandi stund. Sjaldan varð henni vísna vant né kveðlinga, þulur og alþýðulög voru henni oftast tiltæk og áttu átthagarnir þar oft sterk ítök. Þá var áhugi á gróðri og náttúru landsins mikill, og vitneskja um þá hluti aðdáunarverð, enda maki hennar samhentur í þeim efnum sem fleirum. Er nú sem liðið að lokaorðum þessa greinarstúfs, sem gjarnan mætti enda á því, að geta þess þáttar í skapgerð Arn- bjargar, sem mér fannst svo mikið til um og dáðist alltaf að, en það var hugprýði og æðruleysi hennar, sem segja má að fylgdi henni útyfir gröf og dauða. Megi hinir fjölmörgu mannkost- ir koma fram hjá niðjum hennar um ókomin ár, öllum til blessunar. Eg vil að endingu skila innilegu þakklæti til lækna og hjúrkunar- fólks, sem mér er kunnugt um að báru Arnbjörgu á höndum sér í erfiðum veikindum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég systkinum hinnar látnu, börn- um hennar og barnabörnum, tengdafólki, frændum og vinum. Tengdaföður mínum, blessuð- um, sendi ég sonarkveðjur og innilegt þakklæti fyrir allt það, sem ég hefi af honum og Árn- björgu þekkt og þegið. Hans er nú sorgin sárust því hann átti mest. Fari Arnbjörg í guðsfriði. Benedikt ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ckki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vcra véirituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.