Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR OG LESBÓK
116. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kreisky,
Palme og
Gonzalez
til íran?
Stokkhólmi, Tehcran. 23. maí. AP.
ÞRÍR evrópskir jaínað-
armannaleiðtogar, Oloí
Palme, Bruno Kreisky og
Felipe Gonzalez, hafa í
hyggju að fljúga til Teher-
an á sunnudag og freista
þess að fá bandarísku
gíslana, sem nú hafa verið
í haldi í 202 daga, látna
lausa. Berndt Carlsson,
forseti Alþjóðasambands
jafnaðarmanna, skýrði frá
þessu í Stokkhólmi í dag,
en ferðin yrði á vegum
sambandsins.
Verði af ferðinni, er gert ráð
fyrir að Palme, Kreisky og
Gonzalez hafi aðeins nokkurra
klukkustunda viðdvöl í íran.
íranski herinn hélt því fram
í dag, að hann hefði komið upp
um ráðagerðir nokkurs hóps
manna um að gera gagnbylt-
ingu og steypa núverandi
stjórn landsins.
Aftökusveit aflífaði í dag
níu menn til viðbótar í Teher-
an fyrir að hafa stundað
eiturlyfjasmygl. Hafa alls 29
menn verið líflátnir fyrir þess-
ar sakir undanfarna daga.
Eldgosið
í Bandaríkjunum:
Fjölda manns
er enn saknað
Vancouver, Washington, 23. mai. AP.
SAUTJÁN lík hafa nú fundizt
en sjötíu og eins manns er enn
saknað af eldgossvæðinu í
Washingtonfylki í Bandaríkj-
unum. Veður var í dag orðið
skárra til leitarflugs og leit-
uðu þyrlur á fimmtán stöðum,
þar sem líklegt er talið að
fleiri lík kunni að leynast.
Óttazt er að einhverjir sem
nærri eldfjallinu voru kunni
hreinlega að hafa horfið af
yfirborði jarðar, þegar
sprengingin varð í fjallinu á
sunnudag.
Leitarmenn fundu lifandi
hund á leitarsvæðinu í gær-
kvöldi en annað lífsmark
fannst ekki á svæðinu.í dag
barst aðeins gufa upp frá eld-
fjallinu og stigu gufubólstrarn-
ir sex kílómetra upp í loft.
Neðanjarðarhræringar undir
fjallinu mældust einnig á mæli-
tækjum vísindamanna.
ÓEIRÐIR I S-KÓREU — Mótmælendur og andstæðingar stjórnarinnar þeysa um göturnar i Kwangju í herflutningavagni, sem þeir tóku
traustataki. Viðræður milli leiðtoga mótmælendanna og hernaðaryfirvalda héldu áfram á föstudag, en mótmælendur hafa sett ýmis skilyrði
fyrir þvi, að þeir sleppi þvi haldi sem þeir hafa á borginni. Alls er talið að 65 hafi beðið bana í átökunum undanfarna daga og 400 særzt.
(Simamynd AP)
Berjast 3000 Kúbu-
menn í Kambódíu?
Genf, 23. maí. AP.
RÁÐHERRA í útlaga-
stjórn Pol Pots í Kambód-
íu sagði í dag í Genf, að
þrjú þúsund kúbanskir
hermenn og mörg þúsund
sovézkir hermenn berðust
við hlið þeirra 250 þúsund
Víetnama, sem í landinu
væru. Ráðherrann, frú
Ieng Thirith, félagsmála-
ráðherra í ríkisstjórn
þeirri, sem viðurkennd er
af Sameinuðu þjóðunum
sem lögmæt stjórn lands-
ins, er stödd í Genf til að
sitja ráðstefnu S.Þ. um
aðstoð við Kambódíu.
Ieng Thirith sagði á frétta-
mannafundi í dag, að bæði
Kúbumennirnir og Sovétmenn-
irnir hefðu komið til Kambódíu
þegar í upphafi innrásar Víet-
nama í landið og klæddust þeir
sínum eigin einkennisbúningum.
Sagði hún þá vera dreifða um
mestallt yfirráðasvæði Víet-
nama í landinu og stjórnuðu
Sovétmennirnir loftárásum
Víetnama á yfirráðasvæði Pol
Pots.
Thirith sagði að her stjórnar
sinnar hefði komið 140 þúsund
víetnömskum hermönnum fyrir
kattarnef á þeim 17 mánuðum,
sem barizt hefur verið í landinu,
þrátt fyrir aðstoð utanaðkom-
andi herstyrks, sem Víetnamar
hefðu notið.
Ráðherrann sagðist vona að
ráðstefnan í Genf, sem hefst á
mánudag mundi leiðrétta „mis-
tök“ sem gerð hefðu verið á
ráðstefnu S.Þ. í New York í
nóvember, þegar ákveðið var að
afhenda stjórninni í Phnom
Penh mikinn hluta þeirra hjálp-
argagna, sem Kambódíumönn-
um hafði verið heitið. Sagði
ráðherrann að þau hjálpargögn
hefðu runnið til víetnamska her-
aflans en ekki til sveltandi
almennings.
Yfir 50 ríki hafa hætt við
þátttöku í Moskvuleikunum
London, 23. mai. AP.
FJÖLDI ríkja tilkynnti í dag
um þátttöku á Ólympíuleik-
unum í Moskvu í sumar, og
talsmaður sovézku ólympíu-
nefndarinnar sagði að allur
undirbúningur gengi eins og
bezt yrði á kosið. Ólympíu-
nefndir Ástralíu, Spánar,
Frakklands, Venezuela, Lux-
emborgar, Nepal og fleiri
landa sendu sovézku ólymp-
iunefndinni skeyti í dag, þar
sem tilkynnt var um þátt-
töku í leikunum. Búizt er við
að yfir 80 þjóðir verði með í
leikunum, en vitað er um 52
ríki, sem fallið hafa frá
þátttöku. í þeim hópi eru
Bandaríkin, Kína, V-Þýzka-
land, Kenya, Noregur og
Kanada. Fresturinn til að
tilkynna þátttöku rennur út
í dag, laugardag.
Sovézki sendiherrann í
Nígeríu hefur upplýst, að allir
afrískir íþróttamenn, sem
fara á Ólympíuleikana verði
sérstakir gestir sovézkra
stjórnvalda og fái fríar ferðir
til Moskvu og frítt uppihald
þar. Frá þessu skýrði frétta-
stofa Nígeríu í dag.
Vladislav Chevtchenki,
talsmaður sovézku ólympíu-
nefndarinnar, sagði í Brussel
í dag, að allar ákyarðanir um
hið ytra form Ólympíuleik-
anna yrðu teknar á fundi
Alþjóðaólympíunefndarinnar
í Lausanne í byrjun júní og
myndu Sovétmenn fara eftir
þeim í einu og öllu.