Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
11
Asmundarsalur:
Fróðleikur um hvali
SÝNING Green Peace-samtak-
anna um hvali og hvalvernd
stendur yfir í Ásmundarsal og er
opin kl. 14—22 um helgina. Þar
er að sjá mikinn fróðleik um
þessar merkilegu skepnur, hval-
ina.
Eftir helgina koma tveir þekktir
náttúrufræðingar og hvalvernd-
armenn og flytja fyrirlestra á
sýningunni. Það eru þau Sylvia A.
Earle og dr. Sidney Holt, sem
hefur verið ráðgjafi FAO og er í
vísindanefnd Alþjóðahvalveiði-
ráðsins. Dr. Sylvia er í stjórn
World Wildlife Fund Internation-
al.
Ráðstef na um
þarfir barna á
sjúkrahúsum
RÁÐSTEFNA um þarfir barna á sjúkrahúsi verður haldin
í Hjúkrunarskóla Islands við Eiríksgötu þriðjudaginn 27.
maí n.k. Ráðstefnan hefst með ávarpi Halldórs Hansen
yfirlæknis, en að því loknu kynnir Sigríður Björnsdóttir,
myndlistarmaður nýstofnað norrænt félag um þarfir
sjúkra barna.
Prófessor John Lind frá
Svíþjóð flytur fyrirlestur um
læknisfræðilegt gildi leikmeð-
ferðar: Ivonny Lindquist deildar-
stjóri í sænska heilbrigðisráðu-
neytinu flytur fyrirlestur um
barnið á sjúkrahúsi; prófessor
Emma Plank frá Bandaríkjunum
fjallar um þætti, sem skipta máli
í umhyggju veikra barna; Sig-
urlín Gunnarsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Borgarspítalans ræðir
um viðhorf hjúkrunarfræðinga á
sjúkrahúsum, þar sem ekki eru
barnadeildir og Atli Dagbjarts-
son, barnalæknir Barnaspítala
Hringsins ræðir um foreldra og
veik börn. Ráðstefnunni lýkur
síðan með hringborðsumræðum
foreldra veikra barna, en umræð-
unum stýrir barnalæknir frá
Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar.
Megin markmið ráðstefnunnar
er að auka skilning á áhrifum
veikinda og sjúkrahúsvistar
barna, að kynna hvernig komið
er til móts við tilfinningalegar og
félagslegar þarfir barna á
sjúkrahúsum erlendis, að auka
áhuga og skilning starfsfólks
sjúkrahúsa á þörfum veikra
barna og foreldra þeirra.
Allur undirbúningur hefur
verið í höndum hóps, sem í
nóvember sl. var boðið til fundar
í Gautaborg á vegum sænska
heilbrigðisráðuneytisins, en þar
var stofnað norrænt félag um
þarfir sjúkra barna (NFSB). Af
hálfu Islands voru kjörnar í
stjórn félagsins Sigríður Björns-
dóttir, myndlistarmaður og
Helga Hannesdóttir, læknir.
Til ráðstefnunnar er boðið
öllum þeim, sem á einhvern hátt
tengjast umönnun barna á
sjúkrahúsum. Fyrirhugað er að
stofna íslandsdeild NFSB í lok
ráðstefnunnar. Fundarstjórar
verða þær Helga Hannesdóttir
og Hertha Jónsdóttir, hjúkrun-
arkennari.
Hluti hópsins, sem vann að undirbúningi ráðstefnunnar og kynnti
hana á fundi með blaðamönnum. Frá vinstri: Sigríður Björnsdóttir,
Helga Hannesdóttir, Hulda Jónsdóttir og Hertha Jónsdóttir.
Ljósm: Emllfa.
Við, sem um langan tíma höfum þekkt
Albert Guðmundsson sem dugmikinn
drengskaparmann er hvers manns vanda
vill leysa, efumst ekki um að hann sé
mjög hæfur til að gegna embætti
forseta íslands.
Við drögum ekki í efa að vegna
mannkosta sinna, reynslu og glæsilegra
framkomu yrði hann landi okkar til
sóma í embætti forseta, jafnt innan-
lands sem utan.
Við munum því eindregið vinna að
kjöri Alberts Guðmundssonar og skor-
um á aðra að vinna með okkur að því
marki að hann nái kjöri sem forseti
íslands.
Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, Reykjavík
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar
Sigurður Óskarsson
Hilmar Guðlaugsson múrari
Björn Bjarnason, starfsmaður Iðju, Reykjavík
Hilmar Jónasson, formaður Verkalýðsfélags Rangæinga
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ísl.
Sigurður Kristinsson, formaður Landssambands iðnaðarmanna
Þórhallur Halldórsson, varaformaður BSRB
Björn Þórhallsson, formaður Landssambands ísl. verslunarmanna
Elís Adolphsson, starfsmaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
Magnús Geirsson, rafvirki
Þórir Gunnarsson, formaður Sveinafélags pípulagningamanna
Simca 1100
Margfaldur sigurvegari
Þaö er löngu sánnaö aö SIIVICA 1100 er einhver dugmesti fimm manna fólksbíllinn sem völ er
á hér á landi. SJMCA 1100 er fimm manna framhjóladrifinn fjölskyldubíll, sem eyðir 7,7 I. á
100 km miðað við 90 km akstur á klst. og ca. 91. í bæjarakstri. Fáir sambærilegir bílar hafa jafn
góða aksturseiginleika á erfiðum vegum og þessi franski gæðabíll. Ekki má glevma að
Simca-bílar eru eina bíltegundin sem fjórum sinnum hefur sigraö í rallaksturskeppnum hér á
landi. Þannig hefur SUMCA 1100 reynst best við erfiðustu hugsanlegar aðstæður á íslenzkum
vegum og vegleysum í byggð sem óbyggð. Sá sem vill eignast góðan bíl velur sér SIMCA 11(H).
Gleyniiö ekki að SIMCA 1100 ér einhver besti smábíllinn í endursölu og stendur af sér
verðbólguvandann.
CHRYSLER
Vökull hf
SUÐURLANDSBRAUT 10. SIMAR; 83330 83454