Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
7
Ég þakka fjölmörgum sem
hafa hjálpað mér til þess að
halda þessum þætti í horfi.
Uppörvun er nauðsynleg til
þess að svo megi verða, og
hennar hef ég notið. Ótelj-
andi eru samtöl, símtöl og
bréf. Mestur fengur þykir
mér í bréfunum, og öruggast
er að efni þeirra komi til
skila. Töluð orðin týnat
fremur og gleymast. Enn
skal á það minnt, að þessum
þætti hefur ekki verið ætlað
hlutverk dómstóls, þótt af-
staða sé tekin til eins og
annars. Hann er einkum
vettvangur, þar sem menn
skiptast á skoðunum og upp-
lýsingum um íslenskt mál í
öllum tilbrigðum; ég held
nauðsynlegur vettvangur.
„Orð mér af orði orðs leit-
aði,“ segir í Hávamálum.
Þóroddur Jónasson á Ak-
ureyri heyrði ekki aðeins
vestfirska skólabræður sína
segja hakka og lakka, fyrir
hækka og lækka, heldur
einnig: Mistari ætlar ustur,
fyrir Meistari ætlar austur,
eða annað sambærilegt. Um
tvíhljóðsflótta hef ég aldrei
talað, en í öllum þessum
dæmum er um það að ræða,
að tvíhljóð verður einhljóð.
Um það kannast ég við orðin
stytting, grenning og ein-
hljóðsmyndun. í öllum þess-
um dæmum verður breyting-
in vegna þess að á eftir
kemur fleira en eitt sam-
hljóð. Stutt tvíhljóð eru víst
að verða veraldarundur og
eitt af því sem einkennir
íslenskt mál. Vonandi tekst
okkur að varðveita þau.
í dæmum Þórodds er það
ekki síst eftirtektarvert, að
fyrri þáttur (kompónent)
tvíhljóðsins getur horfið allt
eins og síðari þátturinn, ef
langt samhljóð eða fleiri en
eitt fara á eftir. Framburð-
urinn mistari hef ég raunar
ekki heyrt fyrr en Þóroddur
tilgreindi þessi dæmi.
Sigurlaugur Þorkelsson í
Reykjavík, starfsmaður Eim-
skipafélags íslands, skrifar
mér fyrir hönd fyrirtækisins,
og finnst mér það viðhorf,
sem í bréfinu birtist, til
fyrirmyndar. Ég rek hér efni
þess:
Fyrst er þess getið, að
margar nýjungar í skipa-
rekstri og flutningatækni á
síðari árum hafi leitt til þess
að ný tökuorð hafi borist inn
í málið, en nýyrði skorti.
Geti þetta stundum leitt til
talsverðra óþæginda og jafn-
vel valdið tilfinnanlegum
misskilningi.
Það er því hugmynd þeirra
í Eimskipafélaginu að bæta
hér nokkuð úr og leitast við
að taka upp góð íslensk orð í
stað hinna erlendu. Síðan
segir Sigurlaugur orðrétt:
„Við leyfum okkur því með
bréfi þessu að senda örfá
erlend orð, sem dæmi um
hvað við viljum gefa íslensk
heiti, en af mörgu er að taka:
1. Ro-Ro-skip.
2. Ro-Ro-aðferð.
3. Multi Purpose Vessel (um
þetta hefur verið notað
fjölskip og fjöltækniskip).
4. Mafi og Tugmaster (þetta
eru ákveðin heiti á mis-
munandi dráttarvögnum
og væri gott að fá sitt
heitið á hvorum þeirra).
5. Flats (þetta hefur verið
kallað — fleti, sbr. rúm-
fleti, en ekki flötur).
Fleira teljum við ekki upp
að sinni, en biðjum þig vin-
samlega að láta okkur heyra
viðhorf þitt og gagnlegar
ábendingar ..."
Viðhorfi mínu hef ég áður
lýst, en gagnlegar ábend-
ingar hef ég enn ekki á
takteinum, m.a. vegna van-
þekkingar á þeim hlutum
sem nefna þarf.
Vísa ég vandanum sem
fyrr til orðsnjallra lesenda.
Oft verður mér orðs vant og
dettur stundum í hug vísa,
sem sagt er að Vilhjálmur
Hjálmarsson kvæði, er hon-
um varð í bili svarafátt á
fundi einhvern tímann:
Fann ég eigi orðin þá,
er ég segja vildi.
Varð því feginn eftir á,
að ég þegja skyldi.
Vilhjálmur kenndi mér
reyndar á dögunum talshátt
sem ég hafði enga vitneskju
um áður: Nú gerðir þú hólk
úr sálu minni = Nú fórstu
illa með mig, nú komstu mér
í klípu, nú „spældirðu" mig.
Þá hefðu kerlingarnar heima
sagt um viðeigandi mótleik,
að gera skyldi bragð úr
ellefta boðorðinu. Ég vissi af
eðlisávísun hvað það þýddi:
vera úrræðagóður í (miklum
og óvæntum) vanda, þótt
aldrei væri lokið upp fyrir
mér þeim leyndardómi,
hvernig ellefta boðorðið
hljóðaði.
Ég heyrði í sjónvarpsfrétt-
um talað um dropann sem
fyllti mælinn. Er hér ekki
verið að blanda saman drop-
anum, sem holar steininn, og
korninu sem fyllir mælinn?
Sýningu
Tryggva
að ljúka
Mikil aðsókn hefur verið að
sýningu Tryggva Ólafssonar í'
Listmunahúsinu við Lækjargötu.
Af 34 myndum á sýningunni
höfðu 22 selzt í gær, en nú fer í
hönd síðasta sýningarhelgi. í dag
og um hvítasunnuna verður sýn-
ingin opin kl. 14—18, en henni
lýkur á mánudagskvöld.
verður haldin á brautinni
við Straumsvík 24. eða
25. maí.
Verða slegin ný met?
Frítt fyrir börn.
Nánar í útvarpsauglýs-
ingu.
Stjórnin
Stúdenta-
fagnaður
Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík
veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaainn
30. maí og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Aögöngu-
miöasala veröur í anddyri Súlnasals Hótel Sögu,
miövikudaginn 28. maí kl. 17—19 og fimmtudaginn
29. maí kl. 15.30—18.00.
Samkvæmisklæðnaður.
Stjórnin.
Orlofsheimila- og
sumarbústaðaeigendur
Félag kaupsýslumanna Vestmannaeyjum býöur ný-
standsett orlofsheimili (4 herb., eldhús og baö) á
góöum staö í Vestmannaeyjabæ í leiguskiptum fyrir
sambærilega aöstööu í öörum bústööum uppi á
landi.
Miöaö er viö vikudvöl hjá hverjum aöila. Til greina
kemur aö semja um lengra tímabil.
Þeir sem áhuga hafa á þessum samskiptum sendi
uppl. í box 41, Vestmannaeyjum fyrir 5. júní nk.
Frekari uppl. má leita í síma 98-1500 á matmáls-
tímum.
Félag kaupsýslumanna, Vestmannaeyjum.
GUDLAUGS ÞORVALDSSONAR
Aöalskrifstofa Brautarholti 2, (áöur Hús-
gagnaverslun Reykjavíkur).
Símar: 39830, 39831 og 22900.
Aöstoöarfólk óskast.
Innritun
Umsóknum um skólavist næsta vetur, ásamt
ljósriti af prófskírteini grunnskólaprófs, ber að
skila sem fyrst á skrifstofu skólans, Grund-
arstíg 24, 2. hæð, og eigi síðar en 9. júní.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans
alla virka daga kl. 9—12 og kl. 1—3.
Verzlunarskóli íslands.