Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 4

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Sjónvarp annan í hvítasunnu: McCartney og Wings Á dagskrá sjónvarpsins annan í hvítasunnu klukkan 21.30 er þáttur sem nefnist Aftur til eggsins (Back to the egg), en þaö er tónlistarþáttur með hljómsveitinni The Wings. Áðalsprautan í þeirri hljómsveit hefur sem kunnugt er verið Paul McCartney fyrrum bítill, og má raunar segja að hljómsveitin sé byggð upp umhverfis hann, og hún flytur nær eingöngu lög hans sjálfs. Gamlir og nýir aðdáendur Bítlanna og McCartneys ættu því ekki að láta þennan þátt fram hjá sér fara. I mýrinni Á dagskrá sjónvarps annað kvöld klukkan 21.30 er ný, íslensk náttúrulífsmynd, sem Sjónvarpið hefur látið gera, og er aðallega fjallað um fuglalíf í votlendi. Myndin er tekin í nokkrum mýrum og við tjarnir og vötn á Suðvesturlandi. Nokkrir votlendisfuglar koma við sögu, svo sem flórgoði, jaðrakan, spói, stelkur, hettumávur, álft og ýmsar endur. Fylgst er með varpi og ungauppeldi hjá sumum þessara tegunda. Sjónvarp í kvöld: Mynd frá afhendingu Oscars- verðlauna I sjónvarpi í kvöld verður sýnd mynd frá afhendingu Oscarsverðlaunanna í Hollywood fyrir rúmum mánuði, en einn þeirra sem þá fengu hin eftirsóttu verð- laun var leikarinn Dustin Hoffman, sem hér sést að ofan. Afhending þessara eftir- sóttu verðlauna er án efa sá atburður í kvikmyndaheim- inum sem mesta athygli vekur ár hvert, og fylgst er með því um allan heim, hver verðlaunin hlýtur hverju sinni, en veitt eru verðlaun fyrir margvísleg hlutverk og fyrir handrit, tónlist, leik- stjórn og fleira. nil,yrmí=' elskulegt óféti Elskulegt óféti nefnist mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins þann 26. maí, eða á annan í hvítasunnu, og fjallar hún um háhyrninginn Guðrúnu sem veiddur var hér við land en síðan seldur til Hollands. Hluti myndarinnar var tekinn hér á landi, en á myndinni er Gunna ásamt aðstoðarmanni sínum og gæslumanni í Hollandi. Útvarp Reykjavík SKJANUM LAUGARDAGUR L4UG4RD4GUR 24. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.50 Leikfimi 9.00 Fréttir.Tilkynningar. Tónleikar. 9.30. Óskalög sjúklinga. Ása Finnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 11.20 Þetta erum við að gera Börn í grunnskóla Njarðvík- ur gera dagskrá með aðstoð Valgerðar Jónsdóttur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. TilkynningUr. Tón- leikar. 13.30 í vikulokin Umsjónarmenn: Guðmundur Árni Stefánsson, Guðjón Friðriksson, Óskar Magn- ússon og Þórunn Gestsdóttir. 15.00 í dægurlandi Svavar Gests velur íslenzka dægurtónlist til flutnings og fjallar um hana, — síðasti þáttur. 15.40 „Systurnar sálugu", smá- saga eftir Arnulf Överland 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Börnin og umferðin Keppt til úrslita í spurn- ingakeppni um umferðarmál meðal skólabarna í Reykjavík. Umsjónarmaður: Baldvin Ottósson lögreglu- varðstjóri. 17.00 Tónlistarrabb. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Babbitt" 20.00 Harmonikuþáttur Sigurður Alfonsson kyiinir 20.30 Orðsins list á listahátið Hulda Valtýsdóttir sér um dagskrárþátt þar sem greint verður frá helztu talmálslið- um komandi listahátíðar. 21.15 Á hljómþingi Jón Örn Marinósson velur sígilda tónlist og spjallar um verkin og höfunda þeirra. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Um höfundartíð undirrit- aðs Þorsteinn Antonsson rithöf- undur lýkur lestri frásögu sinnar (5). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. 24. maí 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Fred Flinstone í nýjum ævintýrum. Teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.55 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- nlrvÁ 20.35 Löður. Gamanmyndaflokkur. ■ Þýðandi Ellert Sigur- | björnsson. I 21.00 Oscars-verðlaunin 1980. 22.00 Munaðarleysingjalest- in. (The Orphan Train). Bresk-bandarísk sjón- varpsmynd frá árinu 1979. Aðalhlutverk Jill Eiken- berry, Kevin Dobson og John Femia. Sagan gerist um miðja nitjándu öld. Emma Symns tekur við rekstri munaðar- leysingjaheimilis í New York. Hcnni ofbýðúr með- ferðin á einstæðingsbörn- um í stórborginni og fer með hóp þcirra upp í sveit, þar sem hún reynir að finna þeim góð heimili. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.