Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 19
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
19
annað fer beinlínis í bága við
sannfæringu trúaðra manna. Og
loks er þar með öllu sleppt því,
sem sízt mætti þegja um, þegar
kristnir menn játa trú sína.“
Ennfremur segir dr. Magnús:
„Allsherjar játning kirkjunnar
ætti engin að vera önnur en bænin
dýrlega, sem Jesús gaf okkur:
Faðir vor.“
Kirkja orðsins
Við siðaskiptin varð sú megin-
breyting á guðsþjónustunni, að
þungamiðja hennar varð boðun
Orðsins. Jafnframt vildi Lúter
auka þátttöku safnaðarins með
almennum sálmasöng.
„Orðið" var og er og hlýtur að
verða höfuð-baráttutæki krist-
innar kirkju. Lítið hefði orðið úr
hinum miklu spámönnum, hefði
þeir ekki haft Orðið að vopni. Og
hvað væri oss Jesús Kristur, ef vér
hefðum ekki Orð hans? „Prédika
þú Orðið, gef þig að því í tíma og
ótíma,“ segir postulinn við læri-
svein sinn Tímóteus. Dr. Einar
vitnar líka í Lúter, sem sagði:
„Fyrsta skylda prestsins er að
prédika.“ Engu að síður skal nú
atlaga gerð að Orðinu. Því þykir
of veglegur sess skipaður í messu-
gerðinni, annað sé nánast
„skrautsýning á undan og eftir
aðalatriðinu, prédikuninni". Útyf-
ir tekur þó, ef presturinn biður á
undan prédikun og segir: „Blessa
þú oss, Drottinn, þessa stund í
húsi þínu.“ Það „rekur smiðshögg-
ið“ á þetta, að allt annað í
messunni sé ekkert nema hégómi.
Þó nokkurt ímyndunarafl þarf
til þess að draga slíkar ályktanir.
En, sem sagt, „nú skal Gutti setja
ofan“. Kirkjan skal ekki lengur
vera „kirkja Orðsins“, þunga-
miðjan skal færð frá prédikuninni
og yfir á altarissakramentið, sem
gera á að föstum meginlið í
sérhverri helgidagaguðsþjónustu.
Kvöldmáltíðin
Ég er þeirrar skoðunar, að óráð
sé að fara svo með hina háheilögu
minningarmáltíð, að hún sé gerð
upp þrír mjög kræklóttir og bogn-
ir stofnar, sinn af hverri rót. Úpp
úr 1930 fór að bera mjög á
rótarskotum út frá stofnunum og
þau hafa teygt sig um nærri
þriðjung stöðvarinnar, einkum
þar sem raklendast er. Þar sem
öspin hefur fengið næga birtu inni
á milli furutrjánna hefur hún náð
að vaxa upp og verða að tré. Þau
hæstu eru nú milli 8—9 metrar, en
þau hafa vaxið upp í rjóðrum og
notið skjóls af öllum áttum. Lítið
hefur verið hirt um Grundarösp-
ina frá fyrstu tíð og fáir eftir
henni sóttst. Til eru þó tvö asp-
artré í Reykjavík, sem flutt hafa
verið þaðan. Þau eru um 4 m á
hæð með jafna og breiða krónu og
sóma sér vel.
Það er mjög gaman að því, að
blæöspin skuli hafa fundist hér á
landi þótt fundarstaðir séu fáir og
aðeins smáblettir á hverjum stað.
í Jórvík hefur hún notið friðunar í
rösk 20 ár og á þeim tíma hefur
hún breiðst mjög út. Á síðustu
árum er hún farin að vaxa nokkuð
á hæðina og svo lítur út sem þar sé
að koma upp asparskógur í dálitl-
um hvammi. Vel er hugsanlegt að
öspin kunni að finnast víðar á
Austurlandi ef eftir væri leitað, og
er hennar helst að vænta innan
um birkikjarr í dalabotnum.
íslenska blæöspin hefur verið
flutt á ýmsa staði innan girðinga
Skógræktar ríkisins en engu verð-
ur um það spáð hvernig framtíð
hennar verður eða hvaða nytjar
megi af henni hafa. Hún verður
varla notuð sem garðtré til
skrauts og prýði sakir þess að hún
skríður um allt með rótarskotum
sínum svo að illt er að hemja
hana. En rótarskotin binda jarð-
veginn svo að ef til vill væri
mögulegt að hafa not af henni
meðfram lækjum og ám til að
koma í veg fyrir landbrot, en um
slíkt tjóar ekki að hugsa meðan
búpeningur leikur lausum hala um
allar jarðir.
að föstum lið í hverri helgidaga-
messu. Slík venja myndi draga úr
hátíðleika hennar og þeim inni-
leika, sem henni á að vera sam-
fara. Ef vér göngum dags daglega
í sparifötunum finnst oss það ekki
lengur vera nein spariföt.
Bezt fer á því að hafa „ritual"
kvöldmáltíðarsakramentisins
þannig, að það geti verið liður í
venjulegri messu, eða verið sór-
stök athöfn, svipað því sem gert er
ráð fyrir í núgildandi helgisiða-
bók.
Hafi of mikil áherzla verið lögð
á þjónustu Orðsins, þá er eins
hægt að leggja of mikla einhliða
áherzlu á þjónustu kvöldmáltíðar-
innar. Því að Kristur er oss ekki
aðeins nálægur þar. heldur einn-
ig í öðrum þáttum messugjörðar-
innar, svo sem Orðinu, bænunum
og lofsöngnum. Þess má minnast,
að hann sagði: „Hvar sem tveir
eða þrír eru saman komnir í
mínu nafni, þar er ég mitt á
meðal þeirra." Það fer því ekki
eftir hinum ytri athöfnum, hvort
Jesús Kristur er hjá oss, heldur
eftir hugarfarinu.
Lokaorð
„Helgisiðir eru nefnilega nokk-
uð, sem sífellt þarf að vera í
endurskoðun," segir dr. Einar.
Þessu er ég ekki sammála vegna
þess, að fólk er yfirleitt vanafast,
hvað helgisiðina snertir. Því er
óheppilegt að vera „sífellt" að
grauta í þeim. Sjálfsagt er þó að
breyta til, ef þurfa þykir að hinna
vitrustu og beztu manna yfirsýn.
Vanafestan getur vissulega leitt
út í hreinar ógöngur, og gerir það
oft. En vér verðum að geta metið
það af viti, hvenær vér getum
verið trú því gamla, og hvenær vér
verðum að rjúfa gamla hefð vegna
þess, að hún þjónar ekki lengur
upphaflegum tilgangi sínum en er
orðin út í hött. Svo dæmi sé tekið:
Hvers vegna játa prestar trú á
upprisu holdsins, þar sem þeir þó
trúa því ekki, að holdið rísi upp?
Þeir gera það til þess að vera trúir
aldagömlu orðalagi. En er það
heiðarlegt að segja eitt en meina
annað? Hvað er slíkt kallað?
Þegar menn, sem þetta gera eru
svo að tala um „sífellda endur-
skoðun helgisiðanna", hlýtur
manni að koma það kynlega fyrir
sjónir. „Endurskoðunin" er þá líka
helzt í því fólgin að grafa upp
einhverja forneskju, svo sem það
að uppvekja grallarasönginn eða
hverfa aftur til hinna rómversku
messu, sem ég held að eigi lítinn
hljómgrunn í þjóðareðli og sál
Islendinga.
Helgisiði þurfum vér að hafa og
það er mikils virði að þeir séu-
þannig, að þeir auðgi og fegri
helgihaldið. En bezt fer á því með
helgisiði, sem annað, að þeir séu
einfaldir og látlausir. Hið einfalda
er yfirleitt fegurra því marg-
brotna og flókna.
Að lokum þetta: Ofuráherzla á
helgisiði er oft merki um hnign-
andi trúarlíf og andlega úrkynjun.
Ég minnist orða, sem hinn vitri og
víðsýni maður, sr. Björn 0.
Björnsson, lét eitt sinn falla á
prestastefnu, þegar helgisiðamál-
in voru á dagskrá. Hann sagði, að
sér virtist það vera skortur á
anda, sem menn hygðust bæta
upp með íburðarmeiri helgisið-
um.
9. maí 1980,
Bjartmar Kristjánsson.
SÝNING UM HELGINA
viö verzlunina aö Laugavegi 168. — Daglega kl. 9—6
Vönduðu gróðurhúsin og vermireitina frá BACO. Útileiktæki, t.d. rólur, vegasölt, rennibrautir og
Einnig úrval af garðyrkjuáhöldum, sláttuvélum klifurgrindur, ýmsar stærðir og gerðir.
Barnareiðhjól m/ hjálparhjólum.
Sjón er sögu ríkari.
HANDÍD
Laugavegi 168, Reykjavík. Sími 29595.
BORGARTÚN118
Útvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum, MW FM LW SW.
Kassettusegulband fyrir Normal og Cr Oz kassettur.
Innbyggðir mikrafónar. 2 hátalarar 5 !4 tommur hver.
Tækið er bæði fyrir straumog rafhlöðurog^
vegur aðeins 5,1 kg. með
rafhlöðum.
ÖTRÚLEG
HLJÓMGÆÐI
UNISHFfrá. IAPAN
SJÓNVARPSBÚÐIN
STEREO
Ferðakassettuútvarp
með 12 watta magnara og 4 bylgjum