Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 21

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 21 Ganga vard vel frá gúmmíbátnum, þegar faríö var í land. Birgir Jónsson stýrimaöur lengst til vinstri, þá Jósep og Sófus Alexandersson bátsmaöur lengst ilt Algeng sjón á Hornströndum, brimsorfnir klettar og snarbrattar fjallshlíöar. Mbl. bauöst einnig að taka þátt í eftirlitsflugi yfir Hornstrandarsvæöið og var þessi mynd þá tekin. 1. grein Texti og myndir: Fríða Proppé Það vorar snemma á Vestfjörð- um í ár og að sögn heimamanna er gróður u.þ.b. tveimur til þremur vikum fyrri til nú en á undanförn- um árum og snjór óvenju lítill í fjöllum. Veðrið að morgni brott- farardags var eins og bezt verður á kosið, blankalogn og hlýindi og sjó hreyfði varla. V/s Oðinn lagði við ankeri út af Hnífsdal og gúmbátur sótti föru- neyti í land, en auk áðurtalinna fóru með í förina eiginkona Jós- eps, Hrafnhildur Samúelsdóttir og tvö barna þeirra. Óðinn sigldi síðan sem leið lá yfir ísafjarðardjúp að Sléttu, en þar er eitt af nýjustu skýlunum, og nefnist það Sigríðarbúð. í land var farið í gúmbát og aðkoma í skýlið góð. í gestabók mátti sjá, að leitarmenn höfðu haft þar við- komu, er leitað var í vetur að sex mönnum, sem týndust á þremur vestfirskum bátum í óveðrinu mikla, sem gerði í febrúar. Minnti þetta á kaldranalega staðreynd og tilgang skýlanna. Eingöngu til notkunarí neyðartilfellum Matarbirgðir, skjól- og ullar- fatnaður, öryggisbúnaður þ.m.t. neyðartalstöð og nauðsynlegur hreinlætisbúnaður var kannaður og var allt í röð og reglu. Jósep sagði að ferðalangar leituðu oft skjóls í skýlunum, þó ekki væri í neyðartilfellum. Þó væri skrifað á fimm tungumálum á stórum spjöldum í hverju skýli, að þau væru eingöngu til notkunar í neyðartilfellum. „Þetta er stað- reynd, sem ekki verður horft framhjá og höfum við tekið þá stefnu að hafa nauðsynlegan hreinlætisútbúnað í skýlunum til að fólk, sem þrátt fyrir þetta gistir þau, geti þá gengið vel frá eftir sig. Umgengnin hefur batnað stórlega með auknum áróðri og ströngu eftirliti, en mér finnst þó alltaf nöturlegt að lesa kvartanir ferðamanna í gestabókum skýl- anna um að aðbúnaður mætti nú vera betri, t.d. fleiri stígvéli, kaffi og sykur af skornum skammti o.s.frv. Enginn veit hvenær neyðin kallar og fólk verður að gera sér grein fyrir nauðsyn þess, að hér sé öruggt skjól á neyðarstundu og vistir og aðbúnaður sé fyrir hendi." Jósep sagði einnig, að lesa mætti í sumum bókanna ritdeilur milli ferðamannahópa um hvort ætti meiri rétt til þess að nýta skýlin með tilheyrandi búnaði. Frá Sléttu var haldið til Aðal- víkur og siglt meðfram Grænuhlíð, en þar hafa mörg slysin orðið. í fjörunni, undir snarbröttum fjallshlíðunum mátti sjá brot úr flaki Egils rauða, nokkru utar heillegt flak brezks togara og annað flak einnig af brezkum togara enn utar. í Aðalvk eru tvö skýli, annað í gamalli skólabyggingu að Sæbóli, hitt að Látrum. Að Sæbóli var loftnet neyðarstöðvarinnar slitið niður og kleif Sófus Alexandersson báts- maður upp í mastur og upp á húsþak og tókst að lagfæra netið með dyggilegri aðstoð Birgis Jónssonar stýrimanns og Jóseps. „Hótelið“ ekki nægilega vel útbúið í Látrum er nýlegt skýli, sem kvennadeild Slysavarnafélagsins gaf til minningar um hjónin Margréti Halldórsdóttur og Magn- ús Bergm. Friðriksson. Aðkoma í skýlið var góð. Þar gat að líta í gestabók skrif ferðalanga, sem kvarta undan því að „hótelið" hafi ekki nægilega góðan útbúnað og þyrfti að kippa því hið snarasta í lag. Jósep sagði í því sambandi, að oft skorti á að ferðamenn hefðu með sér nægilega góðan viðleguút- búnað og færi illa klætt í ferðir. í Hornstrandaferð væri enga þjón- ustu að fá og yrði fólk að vera sjálfu sér nægt. Það væri of algengt að það treysti á skýlin. Áfram var siglt í norður, fyrir Straumnes. Á Straumnesfjalli getur að líta eftirstöðvar hersetu í landinu, en bæði Bretar og Banda- ríkjamenn lögðu mikið upp úr góðu eftirliti með siglingaleiðinni norðan Hornstranda. Fuglalíf er þarna mikið og fjölbreytt og úr brúnni á Oðni mýtti sjá stórar torfur af svart- fugli á sjónum. Fuglinn er spakur og forðaði sér ekki fyrr en stefni Óðins var komið þétt að torfunum, en vék þá úr vegi, var hann þó heldur þyngslalegur á flóttanum. Að sögn varðskipsmanna skiptir fjöldinn milljónum sem verpir í björgum Hornstranda. Mikið er einnig af sel í fjörum og vöktu skýlaferðirnar óskipta athygli sel- anna og mátti sjá þá reka kúlu- laga höfuðin upp úr sjónum og forvitin augu stara á eftir gúm- bátnum, þegar farið var í land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.