Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 25 Jafnan þykir það tíðindum sæta, þegar forsætisráðherra kemur fram fyrir þjóðina á sjónvarps- skerminum og svarar þar fyrir- spurnum um stöðu þjóðmála, póli- tískar aðstæður og framtíðarvið- horf. Öll þessi meginviðfangsefni voru til umfjöllunar i þættinum Setið fyrir svörum á miðvikudags- kvöld, þar sem Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, svaraði spurningum blaðamannanna Elias- ar Snælands Jónssonar, Vísi, og Magnúsar Finnssonar, Morgun- blaðinu, undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar þingfréttaritara sjón- varpsins. Er langt síðan slikur þáttur hefur verið á skerminum. Auðvitað má deila um það, hvert er gildi slikra umræðna, þvi að vitað er, að á skömmum tíma koma menn aldrei öllu þvi til skila, sem þeir kjósa, hvorki fyrirspyrjendur né sá, sem situr fyrir svörum. Til að sem bestur árangur náist verður stjórnandi að vera einbeittur og sjá til þess að ekki detti niður spenna i umræðum. því að annars missir áhorfandinn áhugann. Ekki verður sagt, að mikil spenna hafi myndast i þættinum á miðvikudagskvöld, enda er forsætisráðherra mjúkmáll og lætur ekki loka sig inni. Var það helst Magnús Finnsson, sem virtist lífga upp á ráðherrann. Enginn þarf að efast um, að forsætisráðherrann er ánægður með störf ríkisstjórnar sinnar. Honum er einnig mjög í nöp við þá, sem á Alþingi sætta sig ekki við, að allt gangi fram eins og ríkisstjórnin kýs. Anægjan kom vel fram í sjón- varpsþættinum og henni til stað- festingar beitti ráðherrann sömu röksemdarfærslu og í útvarpsræðu á mánudagskvöldið, þegar hann tíundaði dagsetningar í sambandi við afgreiðslu fjárlaga, fjölda laga- frumvarpa á óskalista ríkisstjórnar- innar á þingi og hve oft ríkisstjórn- in hefði komið saman síðan hún var mynduð. Er sannarlega nýmæli að heyra slíkar tölulegar upplýsingar sem röksemdir í stjórnmálaumræð- unni, því að hingað til hafa menn lagt áherslu á málefni fremur en form, þegar þeir greina frá stjórn- málaafrekum sínum. I máli sínu lagði forsætisráðherra áherslu á það sama og hann sagði, þegar hann kynnti stjórnarstefnuna 8. febrúar, sem sé að framkvæmdin skipti öllu. Og gat síðan um það fyrirheit stjórnar sinnar, að reka ríkisbúskapinn án halla. Hins vegar lét ráðherrann alveg hj á líða að geta þess, hvernig framkvæmdin hefði til tekist fram að þessu til dæmis varðandi kjaramálin, fiskveiðistefn- una og niðurtalninguna, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Niðurtaln- ingin kom að vísu dálítið til tals og þar viðurkenndi ráðherrann, að framkvæmdin hefði ekki verið í sagði að undirbúningur væri að hefjast undir þær aðgerir. En um það, sem nær er okkur í tíma og bíður úrlausnar á næstu dögum, vildi ráðherrann sem minnst segja. Greinilegt er, að ríkisstjórnin hef- ur ekki mótað stefnu í kjaramál- um og ráðherrann telur það ekki umtalsvert áfall fyrir hana, þótt kaupgjald hækki um tæp 12% við næstu mánaðamót, þó sé hugsanlegt að varið verði 1200 milijónum króna til að auka niður- greiðslur og einnig hugsanlegt, að aukningin verði látin virka á vísitöl- una frá 1. júní en til þess þarf lagabreytingu, ekkert frumvarp hef- ur þó enn komið fram um það efni. Ráðherrann vísaði til þess að sér- stakt verðlagsráð fari með ákvörð- unarvald varðandi fiskverð um næstu mánaðamót. Hann kvaðst ekki eiga sæti í því en rakti sjónarmið fiskkaupenda annars veg- ar og sjómanna hins vegar en fékkst ekki til að segja neitt um það, hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera i geng- stæðisflokkurinn var annars vegar. Hann sagði, að aðeins hefði verið bent á eitt atriði af andstæðingum sínum innan Sjálfstæðisflokksins, sem ekki samrýmdist stefnu flokks- ins í stjórnarsáttmálanum og voru það þessi orð í plagginu: „jafnframt leggur ríkisstjórnin áherslu á að efla menningarstarfsemi, auka fé- lagslega þjónustu og jafna lífskjör." Og sérstaklega tók hann orðin „félagslega þjónustu" til meðferðar og notaði þau til að færa rök fyrir málefnalegum ágreiningi sínum við sjálfstæðismenn á Alþingi. Fyrir þá, sem innan Sjálfstæðisflokksins hafa starfað, eru þetta ekki sannfærandi rök en vafalítið hefur ráðherrann verið að höfða til annarra en þeirra með þeim. Forsætisráðherra lagði á það mikinn áhersluþunga, að ríkis- stjórnin ætlaði að sitja út kjör- tímabilið. Miðað við allan málatil- búnað hans er erfitt að átta sig á því, hvernig það geti orðið. Raunar var einkennilegt að heyra ráðherr- þess, að allt er slétt og fellt á yfirborðinu. Aðeins einu sinni datt ráðherrann út úr „rullunni" en það var, þegar Magnús Finnsson spurði hann um það, hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera við hinn svokallaða „geymda vanda“. En skipbrot niður- talningarstefnunnar nú í fyrsta sinn, þegar á hana reynir skýra stjórnarsinnar með því að vísa til „geymds vanda“ frá því á fjögurra mánaða stjórnartímabili Alþýðu- flokksins í vetur. í þessu hugtaki felst sá skriður, sem er á verðhækk- unum og viðurkenning á þeirri staðreynd, að sé fióðgáttunum lokað myndist uppistöðulón, sem síðan verði að hleypa úr af og til. Alþýðuflokkurinn á að hafa látið of mikið safnast í lónið og þess vegna verði flóðbylgjan stærri nú en ríkisstjórnin bjóst við. Þetta er ekki sterk röksemd, þegar litið er til allra þeirra upplýsinga, sem fyrir hendi voru um efnahagsmálin við stjórnarmyndunina. Þá er sá mál- flutningur forsætisráðherra lítt sannfærandi, þegar hann heldur því fram, að nú hafi vatnsmagninu í lóninu verið komið í það jafnvægi, að straumþunginn verði viðráðan- legur á næstu mánuðum. Greinilegt var á viðbrögðum ráðherrans við fyrirspurnum Magnúsar um þetta efni, að hann var ekki sannfærður um eigin málstað og settist því í stól yfirheyrandans um sinn og ætlaði síðan að neita að taka mark á sjónarmiðum vitnisins. Enda kom það fram hjá ráðherranum, að hann FORSÆTIS- RÁÐHERRA SITUR FYRIR SVÖRUM samræmi við það, sem að var stefnt. I kjaramálunum hefur framkvæmd ríkisstjórnarinnar verið með þeim hætti, að allt virðist þar stefna í meira óefni. Sífelldar skattahækk- anir stangast á við meginstefnu aðila vinnumarkaðarins og nýjustu yfirlýsingar um vísitöluskerðingu hafa hleypt illu blóði í menn. Um fiskveiðistefnuna eru miklar deilur og greinilegt er, að framkvæmd ríkisstjórnarinnar í því efni leiðir til þess, að ársaflinn á þorski verður langt umfram þau mörk, sem fiski- fræðingar mæla með og hagsmuna aðilar hafa sæst á. Raunar mátti skilja orðræðu forsætisráðherra um „framkvæmdina" á þann veg, að hann teldi ekki nauðsynlegt að setja lög um efnahagsráðstafanir, sem hann taldi greiniiega af hinu illa en dró svo í iand að því leyti, þegar honum varð hugsað til Ólafslaga. Þessi orð ráðherrans ýta undir réttmæti skoðana þeirra, sem halda því fram, að samstarfið innan ríkis- stjórnarinnar sé með þeim hætti, að þar sé ekki samstaða um aðrar aðgerðir en þær, sem aldrei eru framkvæmdar. Með þetta í huga þarf enginn að undrast, hve lítið forsætisráðherr- ann hafði að svo stöddu að segja um hina lausbeisluðu stefnu rík- isstjórnarinnar. Hann boðaði niður- skurð á fjárlögum næsta árs og ismálum. Um vaxtamálin vildi hann heldur ekkert annað segja en ríkis- stjórninni hefði borist tillögur Seðlabankans um áfangahækkun þeirra 1. júní nk. Á ráðherranum var að skilja, að hann teldi ríkis- stjórninni ekki lögskylt að hækka vexti um næstu mánaðamót. I því sambandi er þó að minnast orða Jóhannesar Nordals seðlabanka- stjóra í ársfundarræðu hans fyrir skömmu, þegar hann ræddi um vaxtamálin. Þar lagði hann áherslu á þá „siðferðilegu og lagalegu skyldu að standa við framkvæmd láns- kjarastefnunnar, sem ákveðin var á síðasta ári“. 9g Jóhannes bætti við: „Það er því brýnt, að nú verði ekki hvikað frá settu marki í þessu efni og breyting verðbótaþáttar (vaxt- anna) 1. júní nk. verði í fyllsta samræmi við þau fyrirheit, sem gefin hafa verið.“ Fyrirspyrjendur lögðu sig fram um að fá svör ráðherrans við spurningum um afstöðu hans til meirihluta þingflokks sjálfstæð- ismanna, sem er í andstöðu við ríkisstjórnina. Forsætisráðherra var tíðrætt um „nokkra menn“, sem vildu spilla fyrir starfi ríkisstjórn- arinnar. í umræðunum um þetta mál var ráðherranum þó meira í mun að halda stjórnarsáttmálanum á loft en framkvæmdinni og virtist hún algjörlega víkja, þegar Sjálf- ann gefa þessa yfirlýsingu um leið og hann talaði um sættir innan Sjálfstæðisflokksins, því að hún miðar sérstaklega að því að koma höggi á flokkinn. En yfirlýsing sem þessi er góð beita fyrir Framsóknar- flokkinn og Alþýðubandalagið og hvatning til þeirra um að sitja sem fastast til að skapa sem mesta sundrung hjá stærsta andstæðingi sínum og öflugasta. Menn í þeim flokkum telja sér trú um, að þeim mun lengur sem Gunnar Thorodd- sen sitji sem forsætisráðherra því meiri verði spennan innan Sjálf- stæðisflokksins. Þess vegna er ekki unnt að dæma ríkisstjórnina og spá fyrir um lífdaga hennar eftir „fram- kvæmdinni" heldur verða menn að geta ráðið þá pólitísku krossgátu, sem allur aðdragandi stjórnarsam- starfsins er, til að geta metið hana rétt. Framsóknarmenn, sem voru í kosningunum sérstakir talsmenn skipulegra aðgerða gegn verðbólg- unni, sitja sem fastast, þótt enginn árangur hafi náðst á því sviði. Og Alþýðubandalagsmenn höfundar kjörorðsins „samningana í gildi" sitja einnig sem fastast, þótt ekkert hafi verið gert til að framkvæma herópið. Gunnar Thoroddsen er sleipur málafylgjumaður og sú tækni, sem hann hefur valið sér í umræðuþætti eins og þessum leiðir yfirleitt til býst ekki við því, að unnt verði að halda verðhækkunum á vöru og þjónustu innan 7% efri markanna 1. ágúst n.k. eins og stjórnarsáttmál- inn mælir fyrir um, en sagðist vona, að þær héldust innan 8% marka. Öllum á óvart var forsætisráð- herra spurður um það, hvort hann sé hinn sterki maður innan ríkis- stjórnarinnar, þá gaf hann yfirlýs- ingu um að ráðherrar reyndu ekki með sér á fundum sínum. Það kom engum á óvart, allir vita hver þar hefur undirtökin. Gunnar Thoroddsen var afdrátt- arlaus í svari sínu, þegar hann sagði nei við spurningu um það, hvort hann ætlaði að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins að nýju á næsta lándsfundi flokks- ins. Þegar Morgunblaðið spurði hann síðan frekar um framtíðar- áform hans innan flokksins, svaraði hann á tvíræðan hátt. Á því svari eru tvær skýringar, að hann ætli að ala á spennu og óvissu innan flokksins með stríðni éða hafi hug á að bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Yrði það saga til næsta bæjar, ef forsætisráðherra biði sig fram til formennsku í stjórnar- andstöðuflokki og vonin um að geta stuðlað að þeim darraðardansi væri það eina, sem héldi lífi í ríkisstjórn hans. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.