Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 37
\
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
37
Clash og lista-
hátíð í feluleik
Enn er ekki með öllu útilokað að einhver hljómsveit komi og
haldi uppi heiðri popptónlistarinnar á listahátíð. Nú síðast hefur
Clash verið orðuð við hljómleikahald, en hvað úr verður skal látið
ósagt. En vissulega væri gaman ef heppnaðist að fá Clash hingað til
landsins.
í útvarpi fyrr í vikunni var frá því sagt að Clash kæmi og héldi
hljómleika, en er listahátíðarmenn voru spurðir frétta fyrir
nokkrum dögum kváðust þeir ekkert vilja um málið segja. Clash er
nú í hljómleikaferð um Bretland og víst er að í London halda þeir
tvenna hljómleika 15. og 16. júní. Flogið hefur fyrir að
hljómsveitinni hafi verið boðið gull og grænir skógar, ef hún kæmi
og hafa verið nefndar hærri tölur en áður hafa þótt koma til greina.
Víst er að sakir áðurnefnds hljómleikaferðalags kann að reynast
erfitt að finna heppilegan hljómleikadag, sem báðir aðilar gætu
sætt sig við.
Einhverjum kann að finnast sem örvænting hafi hlaupið í
listahátiðarnefnd, þegar ljóst var að Nina Hagen kæmi ekki og þeir
leitað með logandi ljósi að annarri hljómsveit. Virðist enda allur
feluleikurinn með Clash bera því vitni.
Clash er í dag talin með betri hljómsveitum Bretlands og
vissulega væri mikill fengur í að fá þá. Þeir njóta töluverðra
vinsælda hérlendis og eru af þeim sökum mjög heppilegir fulltrúar
popptónlistarinnar.
Listahátíðarnefnd væri mikill sómi af komu Clash, en á hinn
bóginn væri með öllu ófyrirgefanlegt ef engin hljómsveit kæmi.
- SA.
Steríó flytur
inn 20.000 watta
hljómburðarkerfi
Hljómtækjaverslunin Steríó hefur
tekið að sér það stórræði að flytja
inn á eigin kostnað hljómflutnings-
tæki sem eru það mikil, sterk og góð
að héðan í frá þurfi ekki að flytja
inn hljómsveitir með allar sínar
„græjur" með til landsins. Áætlaður
kostnaður við að flytja hljómburð-
artæki stórra hljómsveita á borð við
Led Zeppelin og Bob Marley mun
vera um 20—30 milljónir króna og
mun geta verið allt að helmingur
kostnaðar vegna hljómleika erlendra
hljómsveita hér.
Tæki þau sem Steríó flytja inn eru
af gerðinni Electro-Voice og eru
meðal 3—5 aðal nafna í heimi
hljómburðarkerfa í heiminum og
notuð af flestum stórhljómsveitum
heims.
Hugmyndin er su að leigja þessi
tæki út og verður hægt að skipta
kerfinu upp í smærri einingar.
Tækin sem eru um 15 tonn sam-
anstanda af: 32 Electro Voice hátöl-
urum, 4 Tapco mögnurum og 12 SAE
mögnurum, 3 Tapco „mixerum", 2
Tapco tónstillum, 1 Tapco „Reverb",
6 Electro Voice electrónískum tíðni-
deildum, 12 Electro Voice hljóðnem-
um, 12 Audio-Technica hljóðnemum
og 4 Electro Voice, „Monitorum".
Innkaupsverð mun vera um 35 millj-
ónir. Tækin eru komin til landsins.
Hljómar
og Bubbi
Morthens á
Satt kvöldi
MIÐVIKUDAGINN 24. júní
verður haldið sjötta SATT
kvöldið í Klúbbnum.
Þeir sem fram koma í
þetta sinn eru hinir víðfrægu
Hljómar frá Keflavík sem
hafa ekki starfað um langt
árabil en komu þó síðast
fram um páskana í Stapa.
Gunnar Þórðarson, Rúnar
Júlíusson, Engilbert Jensen
og Erlingur Björnsson voru í
frægustu útgáfunni af
Hljómunum og þeir koma
fram á miðvikudagskvöldið.
Auk þess kemur fram
bjartasta vonin þessa dag-
ana, Bubbi Morthens og
Utangarðsmennirnir og
flytja eitthvað af lögunum af
væntanlegu breiðskífunni
þeirra.
Guðmundur Ingólfsson og
félagar verða einnig til stað-
ar og bjóða mönnum að
jamma með sér.
Þess má geta að á þessu
Satt kvöldi verður gestum
einnig gefinn kostur á að
ganga í plötuklúbb SATT.
HIA
about the boys and girls playing
together".
I stuttu spjalli sögðu þeir Hall-
grímur og Hróðmar að platan væri
tilraun til að gera nýja hluti. borið
saman við fyrri plötuna væri þessi
miklu léttari og hrárri, á þeirri
nýju hefðu þeir reynt að ná fram
„Original" Melchior-stemmning-
unni. „Við höfum forðast að
drekkja karakter laganna með því
að ofhlaða þau hljóðfærum," sagði
Hallgrímur. Ástæðuna fyrir því að
þeir hefðu gert allt sjálfir sagði
Hróðmar þá, að það hefði gefið
þeim tækifæri til að nota nýja
tækni í vinnubrögðum. „Við notum
klippingar mjög mikið," sagði
Hróðmar og bætti við að þeir hefðu
umfram allt verið að skemmta sér,
og vonandi öðrum.
Textar og lög voru yfirleitt
samin á staðnum og þá lögin
gjarnan á undan. Hallgrímur sagði
að textarnir væru tvískiptir, ann-
ars vegar stemmnirigstextar, sem
fyrst og fremst væri ætlað að lyfta
undir stemmninguna í lögunum, og
hins vegar textar, er fjölluðu um
hvers kyns patentlausnir sem fólk
festi sig í. Væru þeir miklu frekar
mannlífsádeila, en þjóðfélagsá-
deila, í léttum dúr.
SA
W't
.
Umsjón:
Bergljót Ingólfsdóttir
Lambakjöt
í karrý
„de luxe“
1,5 kg. beinlaust lambakjöt,
skorið í smábita.
4 matsk. jurtaolía
1 hvítlauksrif, saxað,
1 bolli sax. laukur,
1 xh —2 matsk. karrý,
1 bolli brytjuð epli,
lmatsk. hveiti,
Saga daganna eftir Árna Björnsson:
Hvítasunna
í BÓKINNI Sögu daganna eftir Árna Björnsson, sem út kom hjá
bókaforlaginu Sögu má lesa eftirfarandi um hvítasunnuna:
„í kristnum sið er hún til
minningar um úthellingu heilags
anda yfir lærisveinana sjöunda
sunnudag eða fimmtugasta dag
eftir upprisu frelsarans.
Meðal gyðinga var hún upp-
haflega fagnaðarhátíð vegna
hinna nýþroskuðu ávaxta eins og
páskarnir sakir lambanna ný-
fæddu. Má nærri geta, að hvor-
ugt hefur gerst á ákveðnum
almanaksdegi, heldur miðað við
fyrstu tunglkomu eða fyllingu,
eftir að ástæða var orðin til að
fagna. Síðar var hún talin til
minnis um birtingu lögmálsins
eða boðorð Móse sjö vikum eftir
að hann leiddi ísraelslýð út af
Egyptalandi.
Þar sem „sending Heilags
anda“ varð 50 dögum eftir upp-
risuna, heitir dagurinn á máli
Nýja testamentisins, grísku, ein-
faldlega „pentekoste", sem þýðir
„fimmtugasti". Af því orði er
dregið nafn hátíðarinnar á
þýzku og skandinavísku málun-
um (Pfingsten, Pinse).
Islenska orðið er hinsvegar
komið úr engilsaxnesku, líklega
á 11. öld. Hinn upphaflegi
„hvítasunnudagur" hjá kirkj-
unni var og er allt annar,
nefnilega 1. sunnudagur eftir
páska. Hann heitir á latínu
„Dominica in albis", og var það
reyndar kórrétt þýtt á íslensku
sem „drottinsdagur í hvíta-
sunnu". Þannig stendur á nafn-
inu, að aðalskírnartími kristinna
manna á fyrri hluta miðalda
voru vikurnar hvor sínu megin
við páskana. Meðan það stóð
yfir, klæddust hinir nýskírðu
hvítum klæðum sem tákni sak-
leysis rétt eins og börn eru enn í
dag öðru fremur ausin vatni í
hvítum kjól. Hvítur heitir „alb-
us“ á latínu, og af því drógu
vikurnar nafn. Ennþá heitir
fyrsti sunnudagur eftir páska
Weisser Sontag á þýzku og
Hvidesöndag á dönsku.
Minningarhátíðin um send-
ingu heilags anda var annar
helsti skírnartími hinna kristnu
söfnuða. Og engilsaxneska kirkj-
an færði skírnarhátíðina alfarið
þangað frá páskavikunni. Því
heitir hún enn á ensku Whit-
sunday líkt og hér. Mun þetta
með eldri dæmum um hina
frægu bresku sérvisku.
Heitið hwitan sunnandæg
kemur fyrir í engilsaxnesku þeg-
ar um 1100 og mun vafalítið
komið þaðan inn í íslensku með
hinum ensku farandbiskupum,
sem hér voru á stjái snemma á
11. öld, áður en biskupsstóll var
settur í Skálholti."
2 matsk. tómatsósa úr flösku,
Vi bolli brytjað selleri (stilk-
ur),
1 Vi tsk. salt,
1/4 tsk. pipar,
lítið lárviðarlauf,
2 tsk. rifinn sítrónubörkur,
2 matsk. ljós púðursykur,
1/4 bolli chutney.
Kjötið er brúnað í olíunni, sett
til hliðar, þá er hvítlaukur,
laukur, karrý og epli sett út í
olíuna smástund. Síðan er pott-
urinn tekinn af hellunni og
hveitinu hrært út í ásamt dál.
vatni. Kjötið sett aftur út í
pottinn, ásamt tómatsósu, sell-
eri, salti, pipar, lárviðarlaufi og
sítrónuberki. Suðan er látin
koma upp og síðan látið malla í
rúml. klst. eða þar til kjötið er
meyrt. í lokin er púðursykri og
chutney hrært saman við. Ætlað
1 fyrir 6. Borið fram með soðnum
hrísgrjónum og einhverju af
eftirtöldum smáréttum:
1. Grænn pipar, skorinn smátt.
2. Chutney. 3. Saltaðar hnetur. 4.
Kókósmjöl. 5. Bananar í sneið-
um, vættir í sítrónusafa. 6.
Rúsínur. 7. Agúrka, skorin
smátt. 8. Sýrður rjómi. 9. Anan-
asbitar.
Perur í eftirrétt
Púrtvínsperur
4—6 perur
safi úr einni sitrónu
2 dl. púrtvin
Perurnar afhýddar, skornar í
tvennt og kjarninn tekinn úr.
Peruhelmingarnir lagðir í ofnfast
fat, kúpta hliðin upp og sítrónusafa
dreypt á. Púrtvíni hellt í mótið,
sem sett er í ofn í ca. 20 mín., eða
þar til perurnar eru meyrar. Gott
að ausa púrtvíniiu yfir á meðan.
Ef að notaðar eru niðursoðnar
perur þurfa þær að sjálfsögðu
styttri tíma, eða rétt til að hita
þær.
Brytjuðum hnetum stráð yfir um
leið og borið er fram. Þeyttur rjómi
borinn með, í 2 dl. rjóma má blanda
2—3 tsk. neskaffi, 2 tsk. kakói og 1
matsk. flórsykri.
Perur Diana
8 hálfar niðursoðnar perur.
Deig úr:
150 gr. möndluflögum
150 gr. smjörliki
2 dl. flórsykri
2 matsk. hveiti
4 matsk. rjóma
Þessu er öllu blandað saman í
pott, suðan rétt látin koma upp.
Tveir peruhelmingar settir í ofn-
fasta einsskarnmtsskál, deigið látið
yfir. Skálarnar settar í ofninn,
hafðar í 8—10 mín. aðeins með
yfirhita. Borið fram með þeyttum
rjóma, sem í hefur verið hrært
örlítið romm.
Perur í hvítvíni
Innihald einnar dósar af niður-
soðnum perum sett í ofnfasta skál.
Hvítvíni, eftir smekk, hellt yfir og
blandað sykurleginum. Hitað í ofni,
álpappír settur yfir.
Borið fram með stífþeyttum
rjóma, sem í.er blandað dáiitlu
bræddu súkkulaði.
Perur Betty
6 bollar af ferskum perum
afhýddum og i sneiðum
XA bolli heitt vatn
púðursykur
xk tsk. rifinn sitrónubörkur,
1 matsk. sitrónusafi
Vi tsk salt
Vi tsk engifer
Vh bolli af þurrum fransk-
brauðsmolum
2 matsk. smjör
Perurnar settar í pott, vatni hellt
á, látið malla í ca. 5 mín. Út í það er
síðan baett xk bolla af sykri,
sítrónuberki og safa. Helmingurinn
af þessari blöndu er settur í grunna
ofnfasta skál. xh bolli sykur, engi-
fer, salt og brauðmolar blandað
saman og helmingnum stráð yfir
perurnar í skálinni. Hinn helming-
ur peranna settur ofan á, það sem
eftir er af sykri, kryddi og brauði
sett yfir. Smjörbita dreift efst.
Bakað í ca. 25 mín. í meðalheitum
ofni.
Rauðvínsperur
4—8 meðalstórar perur
Lögur úr:
2 dl. rauðvini
2 dl. vatni
einni kanilstöng
dál. af rifnum sitrónuberki
Perurnar afhýddar, skipt í
tvennt og kjarninn tekinn úr.
Peruhelmingarnir soðnir í
rauðvínsleginum, þar til þeir eru
meyrir, þá eru þeir teknir upp með
gataspaða. Perurnar settar í skál,
soðið upp á leginum, honum hellt
yfir í gegnum sigri. Kaldur þeyttur
rjómi með.