Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 40

Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 Eiginmaöur minn GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, húsvörður lönskólanum Reykjavík andaóist 23. þ.m. Gróa Ólafsdóttir. Bróöir minn, + JAFET EGILL MAGNUSSON Hátúni 10A, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. maí kl. 15.00. Anna Magnúsdóttir, Bústaóavegi 73. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, GUÐBRANDAR TÓMASSONAR, Borgarnesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma ELÍSABET UNA JONSDÓTTIR, Bakkastíg 9A Reykjavík veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 28. maí kl. 10.30. Ragna Agústsdóttir, Kristberg Magnússon Eyjólfur Agústsson, Kristfríóur Kristinsdóttir Unnur Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför BJARNAJÓNSSONAR úrsmiös. Ólöf Guömundsdóttir, Jón Bjarnason, Sigrún Helgadóttir, Stefán Bjarnason, Hugrún Hólmsteínsdóttir. Gísela Bjarnason. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu hjálpsemi, velvilja og samúð, viö andlát og jarðarför SIGURJÓNS G. GUÐMUNDSSONAR frá Hólakoti Guö blessi ykkur öll. Sigfús Guómundsson, Alda Jóhannsdóttir, Jóhann G. Sigfússon, Gunnvör Valdimarsdóttir, Guömundur Sigfússon, Jóna Gunnarsdóttir, og börn. + Hjartkær eiginmaður minn, faöir og tengdafaðir, JÓHANN HÁKONARSON, bifreiöarstjóri, Eskihlíö .13, lézt á Landspítalanum aöfaranótt 22. maí. Útförin auglýst síöar. Ragnhildur Sigurðardóttir, Siguróur Jóhannsson, Helga H. Andreasen, Halldór Ágúst Jóhannsson, Grímheiöur F. Jóhannsdóttir + Sonur mir.n, faöir okkar og bróöir SIGURDUR V. BALDVINSSON sem lézt þann 18. maí í Borgarspítalanum veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. maí kl. 1.30. Blóm vinsamtegast afþökkuð. Kristín Siguröardóttir Drápuhlíö 31. Linda Marie Baldvinsson, Bergljót Baldvinsdóttir, Kristín Baldvinsson, Hrafnhildur Baldvinsdóttir, Monica Baldvinsson, Valborg E. Baldvinsdóttir, Herdfs D. Baldvinsdóttir. Minning: Sigurbjörn Gutt- ormsson frá Stöð „I)evr fe. deyja frændur. dcyr sjálír it sama, en orftstírr deyr aldrigi hveim sér góðan Ketr.“ Þetta forna og fræga erindi kemur mér oft í hug nú, er ég heyri andlátsfregn samherja minna og vina. Og það ber nú oft við, að fólk á mínum aldri, fætt á síðustu öld heyrir dánarklukkur óma. Það er eðlilegt lögmál lífsins og segja má að fögnuður sé það gömlu fólki að losna við hrörlegan líkama. En þegar vinur deyr, þó gamall sé, finnst mér jafnan einhver strengur bresta í brjósti mínu — bresta að eilífu og aldrei ná sama hljómi aftur. Mundi ekki fleiri mönnum þannig farið? En þá kemur til sögunnar seinni partur hins fræga stefs. „Orðstírr deyr aldrigi, hveim sér góðan getr“ — og minningarnar um hið liðna flykkjast að, einkum æsk- uáranna, þegar lífið blasti við og allt sýndist svo blítt og bjart. Eitthvað líkt þessu voru hugs- anir mínar, þegar ég frétti lát æskuvinar míns og skólabróður, Sigurbjörns Guttormssonar frá Stöð, er andast hafði 17. þ.m. á Hrafnistu. Ég vissi að vísu, að hann dvaldi þar á hjúkrunardeild, en hafði verið sæmilega hress. Dauðinn kom því fremur fljótt og hjó á þráðinn. Það má líka telja gott. Við Sigurbjörn kynntumst ein- mitt á vori lífsins, fyrst sem nemendur á Hvanneyri og síðar samstarfsmenn, eins og sagt mun hér nokkru nánar. Sigurbjörn varð einn þeirra skólabræðra minna, sem mér fell allra best við og varð mér svo kær sem bróðir. Við skildum að vísu vorið 1913, þegar ég hafði lokið námi og gerðist barnakennari heima í Dýrafirði en hann lauk námi með ágætis vitnisburði vorið 1914. Þá hélt hann heim til átthaganna, en við höfðum stöðugt bréfasamband, sem þá var títt. Svo vildi til, að ég varð atvinnu- laus vorið 1916 og þá réðist ég starfsmaður til þeirra bræðra austur í Stöð. Þeir tóku þá við búi af föður sínum, sra. Guttormi Vigfússyni, sem þá var kominn yfir sjötugt, en móðir þeirra, frú Þórhildur Sigurðardóttir stóð fyrir búinu eins og verið hafði. Hún var þá tæplega hálfsextug og hin mesta myndarhúsfreyja til orða og verka, dugnaðarforkur hinn mesti. Hún reyndist mér einnig ekki eingöngu góð húsmóð- ir, heldur sannur vinur, sem ég lærði margt af, elskaði og virti. Eins var þar á heimilinu roskin kona, Kristín Þórðardóttir ein af þessum vinnuhjúum, sem alltaf hugsaði meira um húsbændanna hag en sinn eigin og var því ekkert nema trúmennskan og dyggðin. Þá má ég heldur ekki gleyma minnsta barninu á bænum, henni Pöllu litlu, þ.e. Pálínu dótturdóttur gömlu hjónanna, sem var bæði til upplífgunar og skemmtunar á heimilinu. — Og ekki voru hús- bændurnir harðskeyttir eða ósanngjarnir. Þeim eldri hefi ég lýst og ekki var hinn yngri, Benedikt síðri, þó ekki væri nema 17 ára, bráðduglegur, skarpgáf- aður og bóndaefni hið mesta, eins og síðar kom í ljós, þegar hann fór að fást við fjármálastörfin fyrir þjóðina. Af þessu má ráða, að mér var vel tekið í Stöð, enda undi ég mér þar fljótt vel og var búinn, fyrr en varði, að ákveða þar lengri vist en eitt sumar. Ég ætlaði mér að skoða Austurland betur — einkum Hallormstaðaskóginn, en það var ekki svo auðvelt, sem ætla mætti á þeim tíma að ferðast um landið. Það sækir því margt á hugann nú, er ég fer að ráði Freysteins Gunnarssonar, „ég rísla mér við að raða brotunum saman“. Ég vildi svo feginn geta skrifað rækilega ævisögu hins nýlátna vinar, en það geta ekki orðið nema minningabrot. Þó skal gerð til- raun til að tína saman helstu atriði úr ævisögu hans og minnast um leið nokkurra samferðamanna. Sigurbjörn var fæddur að Stöð 8. febr. 1892, foreldrar hans voru sem fyrr segir sra. Guttormur Vigfússon prestur í Stöð og síðari kona hans Friðrika Þórhildur Sigurðardóttir, Steinssonar bónda að Harðbak á Melrakkasléttu, af merkum ættum komin norður þar. Ætt sra. Guttorms er svo fjöl- menn og kunn á Austurlandi, að um það þarf enginn orð að hafa. Hér má geta þess, að sra. Gutt- ormur var prestur rösklega hálfa öld. Hann hélt Svalbarð í Þistil- firði um 12 ár en fluttist þaðan að Stöð 1888. Má geta nærri, hve erfiður var flutningur á hestum Arnljótur Davíðsson fulltrúi — Kveðja Hann var dapurlegur fyrsti mánudagurinn í maí hjá okkur samstarfsmönnum á skrifstofunni hjá Olíuverzlun Islands þegar við fréttum að Arnljótur Davíðsson hafði veikst þá um nóttina og væri þungt haldinn. Það var eins og að okkur læddist óljós grunur um að þessi félagi okkar, sem hafði hraustlega marga hildi háð við sjúkdóma á lífsleiðinni, myndi nú bíða ósigur. Undanfarna daga hafði hann látið falla orð um það að heilsufarið væri ekki sem skyldi. Og nú er hann allur. Þetta verðum við að sætta okkur við en eftir stendur hugleikin mynd hans hjá okkur eins og hún var þegar hann lék á als oddi í matar- og kaffitímum og slappaði örlítið af frá amsturssömum störfum sínum. Arnljótur varð sjötugur á s.l vetri og vantaði örfáa mánuði upp á að vera búinn að vinna hálfa öld hjá Olíuverzlun Islands. Hann vann störf sín mjög samvisku- samlega og var vakandi í þeim nótt sem nýtan dag í fyllstu merkingu þess orðs. Hann var til fyrirmyndar hverjum þeim manni, sem vill kallast góður starfsmaður. Nú að leiðarlokum látum við samstarfsmenn hans hugann reika til liðinna ára og viljum þakka honum samfylgdina um leið og við sendum konu hans og aðstandendum samúðarkveðjur. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 3. Samstarfsmenn. milli þessara staða. Ég minnist þess til gamans, að elstu dæturnar voru fluttar á sama hesti í opnum kistum og höfðu það sér til gaman að talast við yfir hrygginn á hestinum, þegar veður leyfði. Get- ið skal þess strax, að sra. Gutt- ormur var vinsæll og mikilsmet- inn klerkur, þótti ágætur kennari og var með bestu latínumönnum landsins. Hann kenndi mörgum undir skóla, m.a. Þorsteini Gísla- syni, skáldi og ritstjóra, Einari Benediktssyni skáldi og Stefáni Einarssyni, prófessor í Balti- moore, U.S.A. Áður hafði ég minnst á hve mikilhæf húsfreyja frú Þórhildur var og umhyggjus- öm eiginkona og móðir. Árin, sem ég var í Stöð, þjáðist sra. Gutt- ormur mjög af magaveiki. Dáðist ég oft að því, hvað frú Þórhildur var nærgætin við mann sinn og hugs- aði um heilsufar hans. Án hennar umhyggju hefði líf hans orðið skemmra, en hann varð 92 ára. Hún andaðist árið 1945. Bæði voru þau hjá Benedikt, syni sínum síðustu æviárin. Þau hjón áttu nokkur börn, sem upp komust og kynntist ég sumum þeirra. Sigurbjörn var náest yngst- ur. Elstur var Vigfús. Hann var lengi bóndi í Breiðdal, síðar kenn- ari og að lokum starfsmaður orðabókarnefndar her í Reykjavík. Kona hans gét Ingigerður Kon- ráðsdóttir. Guðríði og Guðlaugu hefi ég nefnt. Guðríður var falleg og gáfuð kona, giftist Þorsteini bónda Mýrmann, greindum manni og gegnum er lengi var oddviti Stöðvarhrepps. Guðlaug var mesta myndarkona, dugnaðar- forkur, er gift var Þorsteini Krist- jánssyni í Löndum. Mig minnir að Kristján hafi verið talinn með ríkustu mönnum í sveitinni. Sig- ríður, var ein systirin, gift frænda sínum, Guttormi Pálssyni skógar- verði á Hallormsstað. Hún dó á besta aldri. Páll, var og einn sonur þeirra Stöðvarhjóna. Hann dó af slysförum er hann var við nám á Hvanneyri 1907. Dóttur átti sr. Guttormur af fyrra hjónabandi er Helga hét, gift Hallgrími J. Aust- mann. Yngstur barnanna var Benedikt sem fyrr er nefndur, giftur Fríðu Hallgrímsdóttur og bjó í Stöð lengst af frá 1916 til 1931, að hann tók við kaupfélags- stjórastarfi á Stöðvarfirði og síðar útibússtjórastöðu við Landsbank- ann á Eskifirði og fulltrúi i Búnaðarbanka íslands frá 1958— 1969. En hann var við nám utanlands og innan árin 1921—23. Öll voru þau systkin námfús, vel gefin og lærðu margt og mikið hjá föður sínum, sem var, er fyrr segir afbragðs kennari. Má því með sanni segja, að þau systkinin fengu hið besta uppeldi í föður- garði. Augljóst er og að afkomend- ur þeirra Stöðvarhjóna eru nú fjölmargir orðnir, myndarlegt fólk, sem víða hefir komið við í sögu þjóðar sinnar, þó ekki verði fjölyrt frekar um það hér. En heimili þeirra Stöðvarhjóna hefir um margt verið til fyrir- myndar. Stöð var ágæt fjárjörð, landrými gott, en tún lítið og kargþýft, engjar lélegar og mótak alllangt burtu. En búskapur þeirra bræðra byggðist mest á fénu. Það var allmargt og þeir fjármenn góðir, en kýr og hross aðeins til heimilisþarfa. Vinnu- brögð eins og tíðkast höfðu lengi, meira að segja tóvinna á vetrar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.