Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 41

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 41 kvöldum, sem karlmenn tóku líka þátt í, nema hvað mig minnir að yngri húsbóndinn væri nú laus við það, en meira bundinn við náms- lestur, enda að búa sig undir framhaldsnám. Sögur voru oft lesnar á kvöldvökum. Ekki þurfti að kvarta um skort á skemmtun- um. Það var margt ungt fólk og skemmtilegt þá í Stöðvarfirði og kaupmannshjónin Karl og Petra liðleg að lána húsnæði. Það tók ekki langan tíma að ryðja stóra salthúsið hans Karls og búa þar til leikhús. Við æfðum og lékum „Prestkosninguna" eftir Þorstein Egilsson og eitthvað fleira. Síðan var dansað með miklu fjöri. Ekki spillti þegar Jón Snædal var gestur í Kaupmannshúsinu og lék dillandi „dansmúsik“ á orgel. Hann fékk og verk sitt vel borgað þar sem hann fékk fyrir eiginkonu fallegustu stúlkuna í firðinum, Stefaníu Karlsdóttur. Mér geðjaðist mjög vel að Aust- firðingum, fundust þeir frjálslegri og ófeimnari en ég hafði áður átt að venjast, kurteisir og háttprúð- ir. Ég hef oft sagt, að þar var maður þéraður, jafnt í afdölum sem kauptúnum. Máske hefur þetta dálæti mitt á Austfirðinum verið fyrirboði þess, að fyrsti tengdasonur minn er ágætur Austfirðingur. Svona liðu tvö ár. Þá kom örlagaárið 1918, kulda- og farsótt- arár, en það ár hinn 28. sept. kvæntist og vinur minn, Sigur- björn, unnustu sinni Sigurbjörgu Jónsdóttur kennara frá Fáskrúðs- firði. Hún var ágætlega gefin og vel menntuð kona, hafði verið þrjú ár í skólum, stórmyndarleg og fyrirmannleg í fasi, enda reyndist hún hin besta móðir og eiginkona. Hér verður að geta þess, að hún var kaupakona í Stöð sumarið 1917 og tók þátt í skemmtiferð r / ■■■ ^ERLENT, Karpov og Timm- an efstir BuKojno. 22. mai. AP. KARPOV heimsmeistari og Timman eru nú efstir á stór- meistaramótinu í skák í Bugojno að loknum tíu umferðum. Hafa þeir hlotið sex vinninga hvor, en þeir eiga eftir að ljúka við biðskák sína úr níundu umferð- inni. Talið er að Karpov eigi möguleika á vinningi úr þeirri skák. Danski stórmeistarinn Bent Larsen er í þriðja sæti með 5,5 vinninga en hann á ólokið þremur biðskákum. Svínn And- erson er í fjórða sæti með 5 vinninga og eina biðskák. Ein umferð er ótelfd á mótinu. Eyða gervi- hnöttum New York, 22. maí. AP. NEW YORK Times skýrði frá því í dag, að Bandaríkjastjórn hafi fyrir því öruggar heimildir að Rússar hafi smíðað tæki sem getur eyðilagt gervihnetti á braut um jörðu. Tækið sendi frá sér svokallaðan lasergeisla. Það sé starfrækt frá jörðu, en að einnig séu Rússar að smíða sams konar tæki sem skjóta megi á braut um jörðu. Varna losun úrgangsefna Rottrrdam. 22 maí. AP. TALSMENN Greenpeace sam- takanna sögðu í dag að reynt yrði áfram að koma í veg fyrir að tvö vestur-þýzk skip létu úr höfn í Rotterdam með úrgangs- efni frá kjarnorkuverum. Skipin áttu að láta úr höfn í gær en komust hvergi. Þau hafa verið í stanzlausum flutningum með úr- gangsefni, sem losuð hafa verið á svæði í Norðusjónum, í um 40 kílómetra fjarlægð frá strönd Hollands. okkar vinanna upp á Fljótsdals- hérað, sem varð í alla staði hin besta og ég aldrei gleymi. Þá rættist æskudraumur minn, að sjá Hallormsstaðaskóg og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. En þessi ráðabreytni vinar míns, hafði í för með sér, að við skildum að skiptum. Ungu hjónin hófu búskap uppi á Héraði, það var ekki húsrými fyrir tvö heimili í Stöð. Ég var hinsvegar lengur í Stöð en ég ætlaði, en það er önnur saga. En það fór þó svo að ungu hjónin fluttu að Stöð aftur 1920. Þar var byggt nýbýli 1927, sem nefnt var Háteigur. Þar bjó svo Sigurbjörn en fluttist aftur á heimajörðina 1932, þegar Bene- dikt gerðist kaupfélagsstjóri þeirra Stöðfirðinga og flutti út í þorpið. Hafði á þeim árum verið byggt upp í Stöð og tún sléttuð og stækkuð. Bjó svo Sigurbjörn í Stöð, þar til hann flutti að Borgargarði í Kirkjuhólsþorpi 1944, en hætti búskap í Stöð, nema hvað hann átti kindur nokkrar, sér til gagns og gleði. Hann mun aldrei hafa haft stórt bú því að þá voru kreppuár í landbúnaði á þriðja og fjórða áratugnum, sem kunnugt er. En góður bóndi var hann, sem gekk vel um sitt og var snyrti- menni hið mesta. Hann var líka í miklu áliti meðal sveitunga sinna og var trúað fyrir flestum störf- um, sem sveitafélögin hafa upp á að bjóða nema hvað hann slapp við oddvitastörfin. Ég sé í Kennaratalinu, að hann hefur verið í hreppsnefnd, skólanefnd, sáttanefnd, forðagæslumaður o.fl., o.fl. sem ég tel óþarfa að tíunda hér. En það sýnir hve fjölhæfur maður Sigurbjörn var, vel mennt- aður og vel gefinn, enda hvers manns hugljúfi, ef segja má svo um gamlan mann. Hér mun eiga við að telja börn þau, er þau Sigurbjörg eignuðust þessi ár. Þau skulu talin hér: Álfhildur, gift Karli Kristjáns- syni skipstjóra á Eskifirði. Þau eiga 5 börn og 6 barnabörn. Álfhildur er nú látin fyrir fáum árum, öllum harmdauði. Flosi, cand mag. í íslenskum fræðum nú kennari Menntaskól- ans við Sund hér í Reykjavík, kv. tur Jónu Kristjánsdóttur, ken -ra. Þau eiga 2 börn og 2 barnabörn. Stefanía, gift Kristjáni Guð- mundssyni, skrifstofumanni á Eskifirði. Þau eiga 4 börn og 1 barnabarn. Þannig eru þá afkomendur vin- ar míns orðin stór og góð viðbót við þann fjölda afkomenda Stöðv- arhjóna er ég áður nefndi. Mér er sagt, að allt sé þetta myndarfólk, svo sem það á kyn til. Man ég það að Sigurbjörn sagði mér frá ýms- um þessum ættingjum sínum síðustu árin og var honum óbland- in ánægja að minnast þeirra. En atvikin höguðu því svo, að Flosi einn gat verið honum nærri og stoð hans og styrkur síðustu æviárin og gerði það með prýði, enda þótt aðrir afkomendur hefðu bréfasamband við hann er veitti mikla ánægju. Svo fer það hjá flestum. Börnin tvístrast og búa víða. Þegar Sigur- björn hætti búskap voru börnin búsett víðsvegar. Þá mun brátt hafa borið á heisubilun hans. Tvívegis var hann hér syðra undir læknishendi vegna þrálátrar höf- uðveiki. Þá hitti ég hann — en alltaf jafnrólegan og elskulegan. Konu sína missti hann 1958. Var það honum sár harmur, sem hann tók með kristilegri ró og stilingu, enda var hann trúmaður. Gegndi lengi meðhjálparaembætti í kirkju sinni og var söngmaður góður. Eftir lát konu sinnar var hann eitthvað hjá börnum sínum, en heilsu hans hrakaði svo, að hann fékk vist hér á Hrafnistu 1971. Þar leið honum vel og ég heyrði hann aldrei kvarta. En ég get ekki að því gert að ég kann illa við að sjá vini mína sem hafa haft mikil umsvif, búsetta í þessum stóru húsum en litlum herbergjum, með einhverju óskyldu fólki. En þetta stendur til bóta. Bæði er nú hægt að fá nú vel út búin herbergi og annað sem er enn betra og skyn- samlegra, að reisa elliheimili heima í byggðunum svo að gamla fólkið þurfi ekki að hrekjast ó ókunnugt og olíkt umhverfi. En það er önnur saga, er hér skal ekki sögð. — En hér mun best að ljúka hugleiðingum mínum um minn kæra æskuvin. Mér fannst hann aldrei gamall, andlitið var jafnan slétt og fallegt. Heilsu okkar beggja var þannig farið að við sáumst sjaldan síðustu mánuðina. Og Sigurbjörn kvaddi lífið fremur snögglega, en naut þeirrar gæfu að einkasonur hans dvaldi hjá honum síðustu stundirnar. I dag eru jarðneskar leifar hans lagðar til hvíldar í Stöðvarkirkju- garði, einmitt í þeirri mold sem hann unni, þar sem hann elskaði hvert strá og hvern stein og þar sem bjarkaþytur flytur blómailm yfir gröf hans von bráðar. Sam- herjar hans eru margir horfnir, en margir vinir hans munu samt fylgja honum síðasta spölinn og hugsa með mér hin fleygu orð: „Þar sem góðir menn fara eru guðsvegir" og svo endi þessa pistils — orðstírr deyr aldregi, hveim sér góðan getr“. Sjálfur segi ég: Vertu sæll kæri vinur, hjartans þökk fyrir ævi- langa vináttu. — Hittumst von- andi fljótlega á hinni ókunnu strönd. Reykjavík, 26. apríl 1980. Ingimar H. Jóhannesson. t Innilegar þakkir til allra þeirra nær og fjær er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. GUÐRÚNAR SIGURDARDÓTTUR Hjallavegi 56, Rvík. Ingvar Ingvarsson Magnús Þór Jónsson, Aöalheiður Gústafsdóttir, Sigurjón Ingvarsson, Anne Heys, Guóni Þór Ingvarsson, Matthildur Hjartardóttir. og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma MAGNÚSÍNA GUÐRÚN GRÍMSDÓTTIR Kambahrauni 3, Hverageröi veröur jarösungin laugardaginn 24. maí kl. 14.00 aö Kotströnd í Ölfusi. Fyrir hönd vandamanna Júlíanna G. Ragnarsdóttir, Guöni Þorsteinsson, Helga Sigurjónsdóttir, Valur Snorrason. og barnabörn. t Hjartans þakkir til ykkar allra sem veittu mér og börnunum mínum aöstoö og hluttekningu viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar og sonar, GUNNARS MOSTY, Vesturbergi 128, Ester Jörundsdóttir Rósekla Gunnarsdóttir, Helga María Gunnarsdóttir, Garöar Kenneth Gunnarsson, Kalla Karlsdóttir og Guörún Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir ocj afi, ARNLJÓTUR DAVIÐSSON, Mánagötu 2, sem andaöist í Borgarspítalanum 18. maf, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 27. maí kl. 15.00. Ágústa Figved Jens Arnljótsson, Davíö Arnljótsson, Hulda Erlingsdóttir Halla Gísladóttir og barnabörn. t HAUKUR JÓHANN SIGURÐSSON, Njólsgötu 36, Reykjavík, lést föstudaginn 23. maí. Helga Guömundsdóttir Siguröur Hauksson, Sigrún Hauksdóttir, Marfa Hauksdóttir, Guörún Hauksdóttir, Ásrún Hauksdóttir og barnabörn. Ása Kristjánsdóttir, Steindór Júlíusson, Leifur ísaksson, Sigurbergur Sigsteinsson frá JAFAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.