Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Skipan stjórnar Húsnæðismálastofnunar: „Grundvallaratriði í skipan stjórnsýslunnar46 Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yíir á Alþingi nýverið, í svari við fyrirspurn Péturs Sigurðssonar (S), að tiiraunaveiðar skarkola á Faxaflóa yrðu auknar. þ.e. fjórir bátar í stað tveggja, og tilrauna- veiðisvæði útvíkkað. Tilraunaveiði með dragnót í Faxaflóa Pétur Sigurðsson (S) gerði grein fyrir fyrirspurn sinni í ítarlegu máli. Vitnaði hann til Aðalsteins Sigurðssonar, sem væri sá vísinda- maður okkar á sviði fiskifræði, er gleggst þekkti til skarkolaveiða og dragnótar sem veiðarfæris. Skýrsla hans um tilraunaveiðar í Faxaflóa haustið 1979 endaði á þessum orð- um: „Framanskráð bendir til þess að arðvænlegt sé að stunda skar- kolaveiðar með dragnót við Faxa- flóa og það þurfi ekki að hafa áhyggjur af óðrum tegundum vegna slíkra veiða.“ Pétur sagði að sjaldan hefðu jafn ítarlegar rann- sóknir verið gerðar á göngu eða veiðiþoli einnar tegundar hér við land á ákveðnu hafsvæði. Faxa- flóinn hafi verið friðaður „fyrir allt öðru veiðarfæri en verið er að nota í dag, með miklu minni möskva og smærri riðli. Hann hafi verið mikið stækkaður frá því sem áður var eða allt upp í 155 og upp í 170 mm. Þá hafi líka verið lokað við þær aðstæður að ofveiði var til staðar." Pétur sagði stjórn Hafrannsókna- stofnunarinnar sammála því að tilraunaveiðum verði haldið áfram og ég tel, sagði hann, „að hæstvirt- ur ráðherra eiga að gefa leyfi til að þessum tilraunaveiðum verði haldið áfram og nú verði bætt við 2—4 bátum sem m.a. stundi tilrauna- veiðar í norðanverðum flóanum eða norðan við hann miðjan og jafnvel utar — og jafnframt verði fisk- vinnslufyrirtækjum í Reykjavík gert kleift að fullnýta þetta verð- mæta hráefni (fá sér kolaflökun- arvél). Þingvallanefnd KOSNING Þingvallanefndar, sem starfa á frá þinglokum að lokum næsta þings eftir nýjar alþingis- kosningar, fór fram á Alþingi sl. fimmtudag, að viðhafðri hlut- fallskosningu, samkvæmt lögum um friðun Þingvalla. I nefndina voru kjörnir: Steinþór Gestsson, alþingismaður, Þórarinn Sigur- jónsson, alþingismaður og Hjör- leifur Guttormsson, ráðherra. Pétur Sigurðsson. Ofnýttir og vannýttir stofnar Pétur Sigurðsson (S) sagði okk- ur standa frammi fyrir þeirri stað- reynd að þurfa að draga úr veiðum helztu nytjafiska. Þá sé lítt verj- andi að nytja ekki sem bezt og hagkvæmast vannýtta stofna, eins og skarkolann, ekki aðeins hér í Faxaflóa, heldur víðsvegar um land. Pétur sagði friðun Faxaflóa hafa verið gerða á sínum tíma, þó hún stríddi gegn afkomuhagsmunum fjöida Reykvíkinga, ekki sízt þeirra er störfuðu við vélbátaútgerð; þá litlu báta sem sáu um fiskmeti á ferskfiskmarkað borgarbúa. Engar bætur hefðu komið til þessara manna, er flóinn var friðaður, á þeirri forsendu, að unnið væri að uppeldi fisks til veiða af öðrum landsmönnum. Því er tímabært nú, er fiskifræðilegar aðstæður leyfa, að gefa þeim er búa við innan- og norðanverðan flóann tækifæri til þess að nýta þýðingarmikið og verðmætt hráefni undir stjórn og eftirliti þeirra, sem mesta og bezta þekkingu hafa þar á. Miklar umræður urðu um fyrir- spurnina og svör ráðherra og voru flestir á því máli, að ekki veitti af að „afla verðmætis bak við peninga- útgáfu" okkar, eins og Garðar Sigurðsson (Abl), formaður sjávar- útvegsnefndar neðri deildar, komst að orði. Ekki væri við hæfi að sá „kvenfélagstónn og inndalasjón- armið", eins og annar þingmaður komst að orði, sem mestu hefðu ráðið um málefni Faxaflóans, úti- lokuðu verðmætt, vannýtt hráefni, ef fiskifræðilegar aðstæður leyfðu. Meiri aðgæzlutónn var í nokkrum þingmönnum efri deildar, „helzta vígi andstæðinga dragnótar", eins og Stefán Jónsson (Abl) lýsti deild- inni, og lagði Guðmundur Karlsson (S) til að tilraunaveiðin yrði miðuð við 170 mm. möskvastærð og sjón- armið sjávarútvegsnefndar efri deildar frá fyrra þingi. Umdeilt frumvarp um Húsnæð- ismálastufnun ríkisins kum til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Friðrik Sophus- son mælti fyrir nefndaráliti Sjálfstæðismanna og sagði m.a.: í sjónvarpinu í gærkveldi hélt hv. forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði reynt að koma í veg fyrir að þetta mál, sem hér er til umræðu fengi afgreiðslu á þessu þingi og lét einnig að því liggja, að meiri hluti þingflokksins væri á móti félagslegum aðgerðum í húsnæð- ismálum. Hér virðist vera um mikinn misskilning að ræða, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein- ungis bent á, að ef þetta mál eigi að fá afgreiðslu á þessu þingi, þá verði Alþingi og hv. ríkisstjórn að gefa sér nægilegan tíma til þess. Ríkisstjórnin hefur valið þann kost að leggja áherslu á af- greiðslu málsins á þessu þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert sitt til þess að svo geti orðið með því að: • í fyrsta lagi að fallast á að efna ekki til umræðna um málið við fyrstu umræðu, sem er mjög óvenjulegt, þegar þingmál koma gjörbreytt og full af ágreiningsatriðum úr fyrri deild. • I öðru lagi féllst Sjálfstæðis- flokkurinn á að nefndarstörf tækju aðeins tvo virka daga og var við það staðið eins og framsögumaður meiri hluta félagsmálanefndar gat um, þrátt fyrir að Ed. hefði nán- ast á hverjum degi í hálfan mánuð unnið að málinu, sem er afar yfirgripsmikið. • í þriðja lagi vil ég benda á, að um margra vikna skeið hafa fulltrúar stjórnmálaflokk- anna unnið að gagngerum breytingum á frumvarpinu án þess að gefa stjórnarandstöð- unni kosti á að fylgjast með því verki fyrr en því var fulllokið. Dráttur málsins er því fyrst og fremst á ábyrgð hæstv. ríkisstjórnar en engan veginn stjórnarandstöðunnar. Kjör í kjara- deilunefnd ALÞINGI hefur nýlega kjörið kjaradeilunefnd, til fögurra ára frá 28. maí 1980 að telja, að viðhafðri hlutfallskosningu, sam- kvæmt lögum um kjarasamninga BSRB. í nefndina vóru kjörnir Friðrik Sóphusson, alþingis- maður, og Pétur Einarsson, full- trúi. Rangtúlkun stjórnarliða leiðrétt • í fjórða lagi hefur stjórnar- andstaðan fallist á að fram- lengja þingstörf út þennan mánuð og jafnvel lengur m.a. til þess að gera kleift, að frumvarp þetta og önnur veigamikil mál fái þinglega umfjöllun. • í fimmta lagi skal þess getið að formaður félagsmála- nefndar efri deildar, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, beitti sér sérstaklega fyrir hröðum og ákveðnum vinnu- brögðum til að málið fengi eðlilega meðferð í deild og í atkvæðagreiðslu við 2. um- ræðu í þeirri þingdeild, þegar margir tugir breytingartil- lagna vóru til afgreiðslu. Einn þingmaður flokksins, Eyjólfur Konráð Jónsson, greiddi atkvæði gegn einstök- um liðum til þess að málið fengi nægilega þátttöku í atkvæðagreiðslu vegna fjar- veru stjórnarþingmanna. Friðrik gat þess og að í nótt (þ.e. fyrrinótt) hefði stjórnarand- staða orðið að hjálpa stjórnarlið- um til að koma ýmsum málum gegn um neðri deild, vegna fjar- veru ráðherra sem sæti eiga í deildinni. Um þetta atriði að ASÍ tilnefni menn beint í stjórn Húsnæðis- málastofnunar sagði Friðrik: „Ég vil strax í upphafi taka það skýrt fram, að við sjálfstæðis- menn erum ekki á móti því, að ASÍ hafi áhrif á ákvarðanir í húsnæðismálum með eðlilegum hætti. Okkur þykir hins vegar rangt, að slíkt gerist með beinni stjórnaraðild eins og nýjasta gerð frv. gerir ráð fyrir. Fleiri samtök vinnumarkaðarins eins og BSRB og VSÍ hafa einnig gert kröfu til Friðrik Sophusson beinnar aðildar og auk þess hefur Samband sveitarstjórna orðað slíka aðild fyrir sig. Sjálfstæðis- flokkurinn telur að öll þessi sam- tök eigi að hafa áhrif á ákvarðan- ir, en óæskilegt sé að það gerist með beinni stjórnaraðild þeirra. Afstaða Sjálfstæðisflokksins og reyndar fjölmargra annarra, sem kynnt hafa sér þessi mál — þ.á m. fulltrúar Framsóknarfl. og Al- þýðuflokks í húsnæðismálastjórn — er hvorki byggð á annarlegum sjónarmiðum gagnvart verkalýðs- hreyfingunni né heldur skilnings- leysi á gildi félagslegra úrræða, þar sem þeirra er þörf. Hér er um að ræða grundvallaratriði í skipan stjórnsýslunnar og spurninguna um valdmörk Alþingis og hvenær eðlilegt sé að þingið framselji vald sitt til hagsmunasamtaka. Sjálf- stæðisflokkurinn styður heils hug- ar að ASÍ hafi áhrif á ákvarðanir húsnæðismálastjórnar án beinnar aðildar að stjórninni. Á hinn bóginn telur Sjálfstæðisflokkur- inn eðlilegt og æskilegt, að launþega- samtökin eigi beina aðild að stjórnum Verkamannabústað- anna, sem sérstaklega sinna hinu svokallaða félagslega þætti hús- næðismálanna.“ Tilraunaveiði með dragnót: Skarkolastofninn í Faxaflóa nýttur 4 bátar í stað tveggja, sagði ráðherra Lög um jöfnun á hitakostnaði: Skylduákvæðum breytt í heimildarákvæði Frumvarp til laga um jöfnun og lækkun húshitunarkostnað- ar var samþykkt sem lög frá Alþingi í fyrradag. en það felur i sér áframhaldandi greiðslu olíustyrks. vegna þeirra sem búa við oliukyndingu, auk þess sem í frumvarpinu eru ákvæði um hagkvæmari orkunotkun, orkusparnað og aukna notkun innlendra orkugjafa. I þriðju grein hinna nýju laga er tekið fram að þeir, „sem eingöngu nota gasolíu sem orku- gjafa til hitunar íbúðar eigi rétt á olíustyrk". Olíustyrkur, skv. frumvarpinu er kr. 20.000 á Endurskoðun heitið til sam- ræmis við þing- mál Þorvalds Garðars Krist- jánssonar o.fl. ársfjórðungi og er heimilt að breyta honum til samræmis við verðbreytingar á gasolíu. Fyrir einn íbúa greiðist 2 olíustyrkir, fyrir tvo þrír, fyrir þrjá 3‘/2, fyrir fjóra 4, fyrir fimm 4'/2, fyrir sex 5 og fyrir sjö eða fleiri 5 V2. Við framangreinda styrki bætist 'á olíustyrkur vegna lífeyrisþega. Olíustyrkur samkvæmt nú- gildandi lögum er kr. 18.000.-. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu í umræðu um frum- varpið, þurfti 3,2 milljarða króna til að standa undir óbreyttu kerfi. í nýjum fjárlög- um eru hins vegar veittar 4 milljarðar til olíustyrkja; þann veg, að heildarfjármagn til verð- jöfnunar eykst óverulega. Breytingartillögur sjálfstæð- ismanna í efri deild, þess efnis, að þessi verðjöfnun nái til atvinnuhúsnæðis, skóla og ann- arra menningarstofnana, sjúkrahúsa og heilsugæzlustofn- ana, dvalarheimila aldraðra, dagvigtunarstofnana, raforku- vera er nýta olíu til raforku- framleiðslu til húshitunar, og aðila er ekki hafa aðgang að samveitum (mörg bændabýli) voru allar felldar. Hinsvegar vóru tekin inn í lögin heimildar- ákvæði um olíustyrki í nokkrum framangreindum tilvikum, sem er fráhvarf frá gildandi lögum, er í flestum framangreindum tilfellum fela í sér skyldu — en ekki aðeins heimildarákvæði. Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar var sammála um að leggja til að þessu nýju lög skuli þegar tekin til endurskoðunar, m.a. með hliðsjón af frumvarpi Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar (S) o.fl. um jöfnun hita- kostnaðar, sem ekki fékk af- greiðslu á þinginu, og þings- ályktunartillögu Þorvalds Garð- ars o.fl. um framkvæmdaáætlun í orkumálum til húshitunar. Við lokaafgreiðslu frumvarpsins gaf ráðherra út yfirlýsingu að slík endurskoðun yrði framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.