Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 43

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAI1980 43 Umsjdn: Séiv Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siynrbjörnsson Siyuröur Pdlason n Ærottinsdegi BIBLÍULESTUR Hvítasunnudagur Jóh. 14,23—31a Annar hvítasunnud Post. 10,42-48 þriðjudagur Post. 2,43-47 miðvikudagur Post. 3,1-10 fimmtudagur Post. 4,6—21 föstudagur Efes. 2,17-22 laugardagur Post. 8,14-25. Náð náðarmeðöl - náðargálur Náð er eitt lykilorð kristinnar trúar. En hvað merkir það? Öll þekkjum við sögnina að náða, gefa upp sakir. I kristinni trú er orðið náð notað um hina virku afstöðu Guðs, afstöðu sem felur í sér miskunn, ást og fyrirgefn- ing. Afstaða Guðs til mannanna mótast ekki af verðleikum þeirra, heldur kærleika hans eingöngu. Þessi kærleikur, þessi náð er óverðskulduð með öllu, og er einungis gefin fyrir trú. Það var þetta sem Lúther upp- götvaði í rannsókn sinni á Rómverja- bréfinu 1. kafla 17. versi, sem hann kallaði „staðinn, sem kirkjan stendur og fellur með.“ Og þar með hófst siðbótin. Náðarmeðöl kallast það sem Guð gefur okkur til að næra, styrkja og viðhalda trú okkar og trausti á óverðskuldaðri náð hans. Orðið náðarmeðal finnst ekki í Nýja- er þá langatöng, sterkasti fingurinn, Biblían er vísifingur, sem vísar til vegar, þumalfingurinn minnir loks á samfélagið, hann vinnur með hverjum einstökum hinna og sameinar þá í handtaki. í náðarmeðölunum réttir Guð okkur hönd náðar sinnar, í testamentinu, en þeim er lýst í Postulasögunni 2;42: „Þei'r (það er iærisveinarnir) héldu fast við kenning postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar." Fimmta náð- armeðalið er svo skírnin. Þannig fáum við það, sem stundum er kallað B-vítamín trúarinnar: Baðið, borðið, bænin, Biblían og bræðralagið. I barnastarfi kirkjunnar bendum við stundum á, að þetta samsvarar á skemmtilegan hátt fingrum annarrar handar: skírnin er litli fingur, kvöld- máltíðin baugfingur (einbaugurinn táknar sáttmálann og kvöldmáltíðin er máltíð hins nýja sáttmála). Bænin náðarmeðölunum grípur trúin í sterka föðurhönd Guðs. Skírnin er inngangur, fæðing til lífs í náð Guðs. Við erum skírð til samfélags við Jesúm Krist, og verðum limir líkama hans. Kvöldmáltíðin er náðarmáltíðin, þar sem Guð höfðar á sérstakan hátt til allra fimm skilningarvita og sýnir okkur þannig á áþreifanlegan hátt, að líf, dauði og upprisa Krists var „fyrir yður“ — fyrir þig. Bænin er „lykill að Drottins náð“, sem Guð leggur okkur í hendur í bæninni megum við koma með allt fram fyrir hann í Jesú nafni. Biblían er Guðs orð, þar sem við sjáum hvernig Guð er og hvað hann vill með okkur og líf manns og heims. Samfélagið er nátengt öllum hinum náðarmeðölunum, því Drottinn kallar okkur til samfélags við sig og náung- ann. í náðarmeðölunum vill Drottinn rjúfa viðjar hins sjálfhverfa lífs synd- arinnar og skapa samfélag kirkjunnar, sem lifir og starfar sem líkami Krists og verkfæri í heiminum. Náðargáfurnar Náð Guðs felur í sér köllun og kröfu, þá að þjóna náunganum í kærleika. Kirkjan á þann tilgang einan að vinna verk Krists í heiminum. Náðargáfurn- ar eru þeir hæfileikar, sem Guð gefur hverjum og einum í þessu skyni. Það getur verið eðlisgreind og hæfileikar, sem Guð tekur í þjónustu sína, en það getur líka verið um að ræða sérstaka mannlega möguleika. Reyndar hefur þetta síðarnefnda verið all mjög til umræðu að undanförnu vegna hinnar svokölluðu náðargáfuvakningar, sem farið hefur um kirkjuna, einnig hér á landi, hin síðari árin. En ef við gefum því gaum sem Nýjatestamentið hefur um þetta að segja, einna helst í Róm. 12.1. Kor 12 — 14. Ef 4. og 1. Pét. 4, og þar sem taldar eru upp einar 18—20 mismunandi náðargáfur, þá verður ljóst, að við megum ekki leggja ofuráherslu á eina gáfu á kostnað annarrar. Og 1. Pétursbréf segir: „Þjónið hver öðrum með þeirri náð- argáfu, sem hver og einn hefur fengið, svo sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs.“ Þetta bendir til þess, að hver og einn kristinn maður hafi hlotið náðargáfu til þjónustu við Guð og náungann. Ef til vill ættum við helst að greina milli þeirra náðar- gáfna, sem beinast að innra lífi kristins safnaðar, boðun og tilbeiðslu, og svo hinna, sem beinast út á við. Allavega er varað við því að vanmeta einn hæfileika en upphefja annan, eins og Páll bendir á: „Augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki! né heldur höfuðið við fæturna: Ég þarfnast yðar ekki! (l.Kor.12) Það hefur reynst afdrifaríkt þegar vakn- ingahópar hafa í hrifningu sinni lagt ofuráherslu á gáfur eins og tungutal, spádómsgáfu, lækningar o.þ.h. og talið það mælikvarða á trúarstyrk einstakl- ings. Hins vegar hefur svo kirkjan af ótta við trúarvingl veitt þessum náð- argáfum allt of litla athygli. Sérhver hæfileiki manns, hversu hversdagslegur sem hann er, er náð- argáfa, ef hann er notaður Guði til dýrðar og söfnuði Krists til uppbygg- ingar. Og sérhver náðargáfa, hversu „yfirnáttúrleg" og stórfengleg sem hún er, missir gildi sitt ef hún miðar að því að upphefja þann, sem henni er gæddur og verður til að veikja eða sundra söfnuðinum. Náðargáfurnar eru verk heilags anda og fyrst og fremst það að finna þar sem Kristur er boðaður og söfnuð- urinn nærist af orði Guðs, þar sem kærleikur Guðs er að verki. Náðar- gáfurnar eru birtingarform eða opin- berun, heilags anda í heiminum. En þær miðast við þennan heim, þar sem Guð er að verki í anda sínum. En þessi heimur líður undir lok. Honum eru takmörk sett: Þegar Drottinn kemur aftur og ríki hans verður öllum augljóst, það ríki, sú tilvera, þar sem Guð er allt í öllu, Guð, sem er kærleikur. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. en hvort það nú eru spádómsgáfur, þá munu þær líða undir lok, eða tungur. þær munu hætta. eða þekk- ing, þá mun hún líða undir lok. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikur- inn mestur. Keppið eftir kærleikanum! (1. Kor. 13,8,13,14,1) Kraftur Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér hvernig á því stóð að fámennur og óttasleginn hópur lærisveina Jesú breyttist í sigur- vissan hóp trúboða sem ekkert fékk stöðvað? Nýja testamentið gerir ekkert til að fela þá staðreynd að lærisveinarnir voru skelfingu lostnir efti krossfest- inguna, reyndu að dyljast og læstu kyrfilega að sér þar sem þeir komu saman. Það var ekki rneitt sem benti til þess að þessir menn væru til stórræða fallnir. En það er tvennt sem gerist sem gjörbreytir myndinni. í fyrsta lagi mæta þeir hinum krossfesta upprisnum. Því fór fjarri að þeir létu allir sannfær- ast um upprisuna umsvifalaust. Upprisa dauðra var ekki hótinu algengari þá en nú. En Jesús birtist lærisveinum sínum hvað eftir annað, talaði til þeirra og neytti með þeim matar. Hann ítrekaði við þá að hann væri andi „því andi hefur ekki hold og bein eins og þér sjáið mig hafa“. Þú ættir að lesa síðasta kaflann í Lúkasarguðspjalli. Þar er sagt frá því á lifandi og skemmtileg- an hátt hve mikla áherslu Jesús leggur á að sannfæra lærisveina sína um að hann sé raunverulega upprisinn. Aður en Jesús skildi við læri- sveina sína á uppstigningardag fékk hann þeim hlutverk. Þeir skildu fara um allan heim í þeim tilgangi að gera allar þjóðir að lærisveinum. Hið síðara sem verður til þess að breyta þessum hóp er atburð- ur sem átti sér stað á hvíta- sunnudag. Jesús hafði sagt við lærisveinana: „Þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður.“ Og á hvítasunnudag gerist undrið. Þeir fyllast krafti, sem ekki var þeirra eigin. Þeir fyllast djörfung sem þeir áttu ekki fyrir. Þeir tala tungum sem þeir kunnu ekki fyrir. Og predik- un þeirra fylgdi kraftur sem sannfærði áheyrendur þeirra þannig að þeir snerust til trúar á hinn krossfesta og upprisna Jesú Krist. Fyrir mörgum er heilagur andi óljóst hugtak. Margir telja sig geta skilið þetta með Guð föður og Jesú bróður besta. En heilagur andi er óraunverulegur. Samt er heilagur andi ef til vill raunverulegastur. Hann er „Guð með oss“. Hann er sá kraftur Guðs sem fylgt hefur kirkju Krists frá upphafi. Það er hann sem starfar þegar predikað er. Það er hann sem sannfærir og gefur mönnum trú. Það er hann sem útdeilir margvíslegum náð- argjöfum til þerra sem trúa, gjöfum sem gera þá hæfari til þjónustu við Guð og náungann. Það er hann sem breytir sjálfs- elskufullum mönnum í kær- leiksríka þjóna. Heilagur andi er enn að verki. Hann heldur lífi í kirkju Krists. Hann er enn að sannfæra menn. Hann er enn sá kraftur sem Guð gefur þeim sem þiggja vilja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.