Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
„Allt írá sólgleraugum
upp í sumarbústaði“
UM hvítasunnuna verður opnuð
i Sýningahöllinni á Ártúns-
höfða sýningin Sumarið '80,
sem er sýning á margvíslegum
sumarvörum, allt frá sólgier-
augum upp í sumarbústaði, að
því er segir í frétt frá Alþjóða
vörusýningunni, Sumarið '80.
Sýningin verður opin dagana
22. maí til 2. júní næstkomandi.
Þar munu hartnær 50 fyrirtæki
og félög sýna framleiðslu sína og
starfsemi á 5000 fermetra sýn-
ingarsvæði á tveimur hæðum
hússins.
Á sýningunni verður m.a. að
finna hraðbáta, ferðabíla,
sumarhús, hjólhýsi, fellihýsi,
tjöld og viðleguútbúnað, garð-
húsgögn og húsgögn í sumarbú-
staðinn, sport- og ferðafatnað og
margskonar sportvörur aðrar.
Alla daga sýningarinnar verða
matvæla- og sælgætiskynningar
á vegum nokkurra íslenskra
fyrirtækja, fjölbreytt skemmti-
dagskrá verður á skemmtipalli
tvisvar á dag, teikni- og fræðslu-
myndir verða sýndar viðstöðu-
laust í kvikmyndasal meðan opið
er daglega og fleira verður til
skemmtunar.
Kaffitería, þar sem seldar
verða fjölbreyttar veitingar,
verður opin meðan á sýningunni
stendur. Ókeypis barnagæsla
verður á sérstöku leiksvæði inn
af kaffiteríu á efri hæð hússins.
Á þeirri hæð verða einnig fjöl-
breyttar tískusýningar tvisvar á
dag.
Eftn verður til gestahappdr-
ættis meðan á sýningunni stend-
ur og vinningar dregnir út dagl-
ega. Aðalvinningurinn er Camp
Tourist tjaldvagn frá Gísla
Jónssyni h.f. í Sundaborg.
Sýningin verður opin daglega
kl. 16—22, en laugardaga og
sunnudag verður opið kl. 14—22.
Opið verður alla Hvítasunnu-
helgina. Skemmtiatriði, kynn-
ingar og tískusýningar verða
daglega kl. 17:30 og 20:30.
Tónleikar:
ísafjörður:
Ljósmyndasýn-
ing í bókasafninu
")N Hermannsson opnar Ijós-
yndasýningu i Bókasafninu á
afirði i dag, laugardaginn 24. mai
I. 14. Jón sýnir þar um 40
ækkaðar litmyndir sem hann hef-
r tekið og unnið sjálfur.
MvnHipnar ppii mimpraftar na árit-
aðar á svipaðan hátt og grafíkverk.
Sýningin verður opin á hvítasunnu-
dag og á annan í hvítasunnu frá kl.
14—18 og síðan á opnunartíma
safnsins. Síðasti sýningardagur
verður sunnudaginn 1. júní og verð-
ur þá opið frá kl. 14 til 19.
Sýning á sumarvörum:
Hótel
Valhöll
opnar
á morgun
HÓTEL Valhöll á Þingvöllum opn-
ar nú um hvítasunnuna — á
morgun: Talsverðar breytingar og
endurbætur hafa verið gerðar á
hótelinu. í sumar verður bryddað á
ýmsum nýjungum á Valhöll. Þar
eru fyrirhuguð „barbicue-kvöld“,
það er fólk grillar steikina úti í
garöi. Þá mun fyrirhugað að þeir
Halli og Laddi komi fram og einnig
hljómsveitin Brimkló, þó það verði
ekki nú um helgina. Fjölbreyttur
matseðill verður á boðstólum, svo
og „konditore-kökur“ bakaðar á
Þingvöllum.
Nýir gestgjafar hafa tekið við
hótelinu. Það eru hjónakornin Óm-
ar Hallsson, Þórscafé og Rut Ragn-
arsdóttir.
Opnunartím-
ar skemmti-
staðanna um
hvítasunnu
SKEMMTISTAÐIR verða
lokaðir í dag, og á morgun,
hvítasunnudag, en verða
opnir á annan í hvíta-
sunnu til kl. 1 eftir mið-
nætti.
Serkin í
Þjóðleik-
húsinu
Jón Hermannsson við nokkrar mynda sinna.
Leiklist:
Skemmtanir:
Píanósnillingurinn Rudolf
Serkin heldur tónleika í Þjóðleik-
húsinu í dag kl. 15. Á efnisskránni
eru ítalski konsertinn eftir Bach,
Tilbrigði og fúga um stef eftir J.
Seb. Bach eftir Max Reger og
sónata í C-dúr op. 53 eftir Beethov-
en.
Leikhúsin lok-
uð til mánudags
VEGNA hvítasunnuhátíðarinnar
vcrða engar leiksýningar á laug-
ardag og sunnudag.
Á annan í hvítasunnu sýnir
Leikfélag Reykjavíkur Ofvitann
kl. 20.30 en Þjóðleikhúsið sýnir
Smalastúlkuna og útlagana á
stóra sviðinu kl. 20 og „í öruggri
borg“ á litla sviðinu kl. 20.30.
tlr leikriti Jökuls Jakobssonar „í öruggri borg“ sem sýnt verður í
Þjóðleikhúsinu á annan i hvítasunnu.