Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 48
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Bt#rí)imblabit» Síminn á afgreiðslunni er 83033 Bt#rflunblabil> LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 Menntaskólum er nú slitið hverjum aí öðrum og hvítu kollarnir setja svip á bæinn. Mynd þessi var tekin af nýstúdentum frá Menntaskólanum í Kópavogi í gær. Sjá nánar um uppsagnir nokkurra skóla á síðu 38. LjÓ8m. Kristinn. Kjarnasamningur, tillaga VSÍ: 30 launaflokkar í stað 600 — Tillögurnar tilraun til að tefja raunhæfar samningaviðræður — segir ASÍ Seðlabankinn vill 4% hækkun viðmiðunar- vaxta 1. júní RÍKISSTJÓRNIN mun væntanlega á þriðjudaginn taka afstöðu til tillogu Seðlabankans um vaxta- hækkun 1. júni, en sam- kvæmt tillögunni eiga við- miðunarvextir að hækka um 4%, sem þýðir að vextir á 3ja mánaða vaxtaaukareikningi hækka úr 36,5% í 40,5%. Tillögur Seðlabankans fela í sér mismiklar vaxtahækk- anir eftir innláns- og útláns- flokkum; frá 2,5 upp í 4,5%. Seðlabankinn lagði til, að 1. marz sl. yrðu vaxtahækkanir á bilinu 3 til 5% , en ríkisstjórn- in ákvað að þá skyldi ekki verða hækkun á verðbótaþætti vaxta. Áætlun Seðlabankans nú er að raunvaxtamarkinu verði náð 1. desember n.k. í fjórum áföngum. Seðlabankinn vinnur nú að tillögum um verðtryggða sparireikninga, en fé á þeim myndi ávaxtast samkvæmt lánskjaravísitölu. Þessir reikn- ingar verða bundnir til lengri tíma, en árs, sem nú er lengsta binding innlána; tólf mánaða vaxtaaukareikningarnir, og hefur verið rætt um tvö ár í því sambandi. FULLTRÚAR Vinnuveitenda- sambands ísiands lögðu fyrir viðræðunefnd Alþýðusambands íslands, sem haidinn var á föstu- dagsmorgunn, tillögur að „kjarnasamningi". sem m.a. ein- Léttir til sunnanlands, skúrir nyrðra SAMKVÆMT upplýsingum Veðurstofunnar er útlit fyrir að veður breytist víðast hvar á landinu er líður á daginn. Reiknað er með, að í dag létti nokkuð til sunnanlands og vest- an og sérstaklega þó austast á Suðurlandi. Norðlendingar fá væntanlega talsverða úrkomu um hvítasunnuhelgina og síðdegis í dag er reiknað með skúrum á Norðurlandi. Á Aust- fjörðum er hins vegar spáð góðu veðri áfram, þó eitthvað kólni í veðri þar eins og annars staðar á landinu. Veðurfræðingar reiknuðu með þessu veðri fram yfir helgi. falda launakerfi ASÍ, hefur í för með sér að launaflokkar verða 30 talsins í stað 600. Alþýðusam- bandið svaraði í gær þessum tillögum og kvað þær tilraun til þess að tefja raunhæfa samnings- gerð. Var í gær ákveðið, að kalia saman 43ja manna samninga- nefnd ASÍ fimmtudaginn 29. maí tii að ræða stöðu samningamál- anna, auk þess sem ASÍ bað félagsmálaráðherra um að skip- uð yrði sáttancfnd í deilunni. I kjarnasamningi þessum hefur VSÍ notað að hluta til hugmynd Verkamannasambands Islands, sem það gerði tillögur um, um einföldun launakerfisins, en út- fært hana á öll sérsambönd og aðildarfélög ASÍ. Hefur VSÍ lýst þeim vilja sínum að vilja gera heildarkjarasamning við ASI og með þessum tillögum vill það láta á það reyna, hvort ASI fær umboð til þess að gera slíkan samning — annars verði að ganga til samn- inga við hvert éinstakt sérsam- band. VSÍ hefur ekki viljað óska eftir skipan sáttanefndar, eins og ASI fór fram á á föstudag. Telja vinnuveitendur ekkert tilefni til þess eins og málin standa, þar sem fyrir dyrum standi aðeins ákvörð- un ASI um það hvort samninga- nefnd þess fær umboð til samn- inga eða ekki. Sjá nánar um efni kjarnasamningsins og svör Alþýðusambandsins á bls. 22. AÐ venju kemur Morgun- blaðið ekki út á hvíta- sunnudag. Næsta blað kemur út á miðvikudag. Utanríkisráðuneytið: Handbókin geymir aðvörunarreglur sem gilda um allan heim Utanríkisráðuneytið sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni þeirra umræðna, sem orðið hafa um það undanfarið, hvort kjarnorkuvopn séu á íslandi. í henni kemur fram, að handbók sú, sem sagt er að hafi verið Bdvörur hækka um 10—11% 1. júní? BÚVÖRUR eiga lögum samkvæmt að hækka um næstu mánaðamót og er útlit fyrir að hækkunin í smásölu verði milli 10 og 11% að meðaltali. Þessi tala gæti þó breyst, ákveði ríkisstjórnin að gera einhverjar breytingar á niðurgreiðslum landbúnaðarvara. Þessa búvöruhækkun 1. júní n.k. fá launþegar ekki bætta með greiðslu vísitöiubóta fyrr en eftir I. september í haust. Áætla má að miðað við fram- komnar kostnaðarhækkanir á lið- um verðlagsgrundvallar landbúnað- arvara, hækki grundvöllurinn og verð búvara til bænda um 11 til 12%. Að stærstum hluta má rekja væntanlega búvöruhækkun til II, 70% hækkunar kaupgjaldsvísi- tölu og hækkunar á áburði. Ríkis- stjórnin hefur heimilað Áburðar- verksmiðjunni að hækka verð á áburði um 46% og við það bætist hækkun á dreifingarkostnaði og nemur áburðarhækkunin því alls rúmlega 47%. Af öðrum liðum grundvallarins, sem hækka, má nefna rafmagn en hækkun á fóður- bæti er óveruleg. kveikjan að umræðunum, er i öllum mikilvægum stöðvum á vegum bandariska fiotans um allan heim. Er handbókin send stöðvunum án tillits til þess, hvort þar eru kjarnorkuvopn eða ekki, enda gefa Bandaríkjamenn enga ákveðna vísbendingu um það, hvar slík vopn er að finna. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: í þættinum „Víðsjá“ í ríkisútvarp- inu var hinn 20. þ.m. staðhæft, að ástæða sé til að ætla, að kjarnorku- vopn séu geymd á Keflavíkurflug- velli, þar sem í kynningarriti um varnarstöðina hafi þess verið getið að landgönguliðadeild flotans „sjái stöðinni fyrir öryggisvörðum sam- kvæmt fyrirmælum yfirstjórnar sjóhersins númer 5510—83b um að bregðast við óvæntum atburðum, sem upp kunni að koma“ — og sé hér um að ræða „Handbók sjóhers- ins um kjarnorkuöryggismál". I tilefni af þessu telur utanríkis- ráðuneytið rétt að greina frá því, að bandarísk stjórnvöld hafa upplýst að hér sé um að ræða almennar leiðbeiningar sem föst venja sé að senda öllum mikilvægari stöðvum á vegum flotans um allan heim. Þar sé lýst venjulegum reglum og örygg- iskröfum sem fylgja beri varðandi kjarnorkuvopn, svo að tryggt sé, jafnvel þótt ólíklegt sé að á slíkt reyni, að reglunum sé fylgt. Þar sem landgönguliðunum sé ætlað að geta starfað hvar sem er í heiminum og þeir sæti tíðum flutningum sé nauð- synlegt að þeir séu kunnugir áður- nefndum reglum og öryggiskröfum, hvar svo sem þeir eru staðsettir hverju sinni. Eins og framangreindar upplýs- ingar bera með sér eru umræddar leiðbeiningar sendar til stöðva á vegum bandaríska flotans óháð því, hvort þar eru geymd kjarnorkuvopn eða ekki, og er því ekki hægt að draga af tilvitnun til leiðbein- inganna sérstakar ályktanir um geymslustaði kjarnorkuvopna. Vegna ítrekaðra staðhæfinga um að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavíkurflugvelli mun í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis verða fjallað nánar um málið. Sjá ennfremur frétt á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.