Morgunblaðið - 30.05.1980, Síða 1
32 SÍÐUR
119. tbl. 67. árg.
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980
Prentsmiðja MorRunblaðsins
Sakharov-ráð-
stefna í Haag
Haag. 29. maí. AR
AÐ MINNSTA 10 Nóbelsverð-
launahafar hafa samþykkt að
taka þátt í ráðstefnu i Haag í
september í haust vegna meðferð-
ar sovéskra yfirvalda á sovéska
andófsmanninum og Nóbelsverð-
launahafanum Andrei Sakharov.
Sovéski andófsmaðurinn Mikhail
Stern skýrði frá þessu i Haag í
dag. Hann sagði, að 22 Nóbels-
verðlaunahafar hefðu samþykkt
að vera í heiðursnefnd réttar-
haldanna og að 10 þeirra að
minnsta kosti yrðu viðstaddir
ráðstefnuna. Fleiri vonuðust til
að verða viðstaddir en óvíst er
um þátttöku þeirra.
Stern sagði að ráðstefnan
Haag væri til að beina athygli
umheimsins að meðferð sovéskra
stjórnvalda á Andrei Sakharov.
Hann var sendur í útlegð til
sovésku borgarinnar Gorky án
þess að nokkur dómur hefði failið
í máli hans. Stern sagði að Ruth
Bonner, tengdamóðir Sakharovs,
hefði sagt honum, að heilsu Sakh-
arovs hefði hrakað undanfarið.
Hann á við hjartasjúkdóm að
stríða. Honum er meinað að
hlusta á útvarp og hann hefur
verið einangraður frá vinum
Frydenlund ætlar
til Moskvu í haust
— Ullsten kom til Moskvu í dag
Ósló. 29. maí, AP.
KNUT Frydenlund, utan-
ríkisráðherra Noregs, til-
kynnti í dag að hann myndi
fara í opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna í haust. Endan-
legar dagsetningar hafa enn
ekki verið ákveðnar. Fryden-
lund mun fara í opinbera
heimsókn til Póllands 8.—11.
júní. Frydenlund sagði í dag,
að hann færi til Moskvu til að
halda uppi tengslum milli
austurs og vesturs.
Heimsókn Frydenlunds til
Moskvu er fyrsta opinbera heim-
sókn norsks utanríkisráðherra í 13
ár, er John Lyng fór til Moskvu
1967. Ákvörðun Frydenlunds
mæltist misjafnlega fyrir í Noregi
í dag. Norðmenn hafa ákveðið að
senda ekki íþróttafólk sitt á Ól-
ympíuleikana í Moskvu, vegna
innrásar Sovétmanna í Afganist-
an.
Ola Ullsten, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, kom í dag í heimsókn
til Moskvu, og er búist við að hann
muni ræða um öryggismál Evr-
ópu. Andrei Gromyko, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, tók á
móti Ullsten á flugvellinum.
Á æfingu fyrir sjómannadaginn
Mynd Mhl. 01. K.l
Sovéskur vísindamaður:
Sovétmenn vinna að til-
raunum með sýklahernað
Washington, 29. maí. AP.
SOVÉSKUR vísinda-
maður, Mark Popovsky,
sagði í dag fyrir leyniþjón-
ustunefnd bandaríska
þingsins, að 1000 manns
að minnsta kosti hefðu
beðið bana, þegar sýklaeit-
urský barst yfir borgina
Sverdlosk í Sovétríkjunum
Umdeildur olíusamningur við Saudi-Araba:
Skrifaöi undir án
þess að lesa hann
Danski orkumálaráðherrann sætir harðri gagnrýni
Kaupmannahöfn, 29. maí. AP.
STJÓRNARANDSTAÐAN í
Danmörku hefur tilkynnt, að
lögð verði fram vantrauststil-
laga á Poul Nielsen, orkumála-
ráðherra Danmerkur, vegna
oliusamninga, sem hann gerði
við Saudi-Arabíu. Nielson hefur
verið gagnrýndur bæði i dönsk-
um blöðum og meðal stjórnmála-
manna fyrir að hafa skrifað
undir oliusamning við Saudi-
Araba en í samningnum er
ákvæði, sem segir að geri Danir
eitthvað, sem varpi rýrð á Saudi-
Araba, þá geti Saudi-Arabar
ógilt samninginn án nokkurra
bóta.
Nielson kom frá Saudi-Arabíu
fyrir um mánuði síðan eftir að
hafa skrifað undir samninginn
um kaup danska ríkisolíufyrir-
tækisins á olíu og gasi frá Saudi-
Arabíu. Stóru alþjóðlegu olíufé-
iögin koma ekkert nálægt þessum
viðskiptum.
Það var ekki fyrr en í fyrir-
spurnatíma í danska þinginu að
Nielson skýrði frá því, að Saudi-
Arabar gætu ógilt samninginn ef
Danir gerðu eitthvað til að varpa
rýrð á þá. Nielson staðhæfði að
slíkt ákvæði væri í öllum samn-
ingum, sem Saudi-Arabar gerðu
nú. Það kom hins vegar í ljós, að
Finnar hafa skrifað undir svipað-
an samning án nokkurra slíkra
skuldbindinga. Nielson viður-
kenndi síðar, að hann hefði skrif-
að undir samninginn án þess að
hafa lesið hann allan yfir og að
honum hefði yfirsést ákvæðið um
ógildingu. Það virðist vera i
samningnum til þess eins að koma
í veg fyrir sýningu „Dauða prins-
essu“ í Danmörku. Miðflokkarnir
í Danmörku hafa ásakað Nielson
um að annað hvort reyna að villa
um fyrir þinginu eða beinlínis
ófæran um að gegna starfi sínu.
Nielson er nú í Baghdad og Anker
Jörgensen forsætisráðherra lagði
sérstaka áherslu á, að Nielson
væri ekki í Irak til að skrifa undir
samninga um olíuviðskipti heldur
aðeins til að ræða um olíumál við
Iraka.
í apríl 1979. Þingnefndin
rannsakar staðhæfingar
um, að Sovétmenn hafi
unnið að tilraunum með
sýklahernað og því brotið
gegn sáttmála um bann
við sýklahernaði frá 1975.
Popovsky sagði að Sovét-
menn hefðu unnið að til-
raunum með sýklahernað
um nokkurt skeið. Hann
hefur upplýsingar frá
vísindamönnum í Sov-
étríkjunum og var þeim
smyglað úr landi.
„Eiturský fór yfir borgina og
að minnsta kosti 1000 manns
biðu bana, bæði í borginni og í
úthverfum hennar. íbúar á stóru
svæði við tilraunastöðina voru
tvívegis fluttir á brott,“ sagði
Popovsky. Hann hefur dvalið í
Bandaríkjunum um tveggja ára
skeið og starfar við Smithsoni-
anstofnunina. Sovésk yfirvöld
hafa viðurkennt, að fjölmargir
hafi beðið bana á svæðinu en
sagt, að það hafi stafað af
heiftarlegri matareitrun.
„Á grundvelli fjölmargra
sönnunargagna, sem ég hef viðað
að mér frá Sovétríkjunum, held
ég því fram, að Sovétríkin hafi
brotið gegn sáttmálanum um
bann við tilraunum með sýkla-
hernað," sagði Popovsky. Hann
sagði að sérstakar deildir innan
se
um
sovéska hersins væru þjálfaðar í
sýklahernaði og að yfirmaður
tilrauna með sýklahernað
Ivanovich Smirnov, fyrrum heil
brigðismálaráðherra Sovétríkj
anna. Hann sagðist vita
tilraunir með sýklahernað í
Kirov, og þar til fyrir skömmu
þegar hann hafði síðast spurnir
af, þá hafi 125 vísindamenn
unnið að tilraunum þar. Hann
sagði að ströng öryggisgæzla
væri um tilraunasvæðið.
BNOC
hækkar
verð á
olíu
Lundúnum. 29. maí. AP.
BREZKA ríkisolíufyrir-
tækið, BNOC, hefur hækk-
að verð á olíu um 2 dollara
hverja tunnu. Verð á olíu-
tunnunni frá BNOC er nú
36,25 dollarar samanborið
við 28 dollara hjá Saudi-
Aröbum.