Morgunblaðið - 30.05.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980
11
Listamaðurinn i vinnustofu sinni.
Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari sýnir
í FÍM-salnum
í TILEFNI Listahátíðar mun Fé-
lag íslenskra mundlistarmanna
efna til sýningar á verkum Sigur-
jóns Ólafssonar myndhöggvara í
FIM-salnum, að Laugarnesvegi
112. í salnum verða sýnd smærri
myndverk Sigurjóns, en í tengsl-
um við sýninguna verða stærri
verk til sýnis fyrir utan heimili og
vinnustofu listamannsins á Laug-
arnestanga.
Sýningin er styrkt af Lista-
hátíð, sem leggur til eina milljón
króna, og Reykjavíkurborg.
í tilefni þessarar sýningar gefur
FÍM út nokkur póstkort með
myndum af verkum listamannsins
og verða þau til sölu á sýningunni.
Á sýningunni verða nýleg verk
Sigurjóns, en hann vinnur mest í
tré.
Sýningin verður opnuð miðviku-
daginn 4. júní kl. 18 og verður opin
kl. 16—22 virka daga, en 14—22
um helgar. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 22. iúní.
Sigurjón og torsetinn.
Kvenréttindafé-
lagið í skógarf erð
Kvenréttindafélag íslands á af-
markaðan reit í Heiðmörk og á
fyrstu árum skógræktar þar fóru
félagsmenn og plöntuðu trjám og er
nú allstór trjálundur i reit félags-
ins. Vorið 1978 var farið i skógar-
ferð á vegum félagsins og nú er
ráðgert að fara aðra slika ferð á
sunnudag, 1. júní. Lagt verður af
stað klukkan 10 f.h. frá Hallveigar-
stöðum við Túngötu.
Rangæingar gróður-
setja í Heiðmörk og
undir Eyjaf jöllum
Kjálka-
bein úr
skíðishval
SIGURVIN Pálsson í Keflavík
hafði í gær samband við Morgun-
blaðið vegna baksíðumyndar
blaðsins í gær, þar sem skýrt var
frá hvalbeini, sem Haukafell SF
111 fékk í humartroll. I mynda-
texta var sagt, að líklegast væri
beinið rifbein úr stórum hval, en
Sigurvin fullyrðir að um sé að
ræða kjálkabein úr skíðishval.
Segist hann minnast þess að á
árunum 1920 til 1930 hafi rekið
mikið af slíkum beinum í Hösk-
uldsey, en Norðmenn munu þá
hafa stundað hvalveiðar þar eigi
langt frá.
Flugdreka-
sala til
ágóða fyrir
líknarmál
LIONSKLÚBBURINN Týr mun
hafa flugdrekasölu í Reykjavík á
föstudag og laugardag við helstu
verslunarstaði og á götum borg-
arinnar. Klúbburinn hefur áður
staðið fyrir slíkri flugdrekasölu
og gefist vel.
Nú verða seldir nýir flugdrek-
ar, sem ekki hafa sést áður á
íslandi. Þeir eru í fuglslíki, eru
klæddir nylondúk, og eru sérlega
vandaðir. Um 3 stærðir er að
ræða. Allur ágóði sölunnar renn-
ur til líknarmála.
VAN GILS býður upp á smekklegastar nýjungar í efnum,
litum og sniðum.
Peysufötin t.d. eru sérstaklega samvalin úr tweedjakka,
flannelsbuxum og peysum sem bera aðskiljanleg munstur.
Svo eru það COMBIsettin glœsilegu aukfata ífjölbreyttu úrvati,
með eða án vestis.
Nú heilsum við sumri í VAN GILS.
RANGÆINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík fer í sína árlegu gróður-
setningarferð í Heiðmörk mánu-
daginn 2. júní næstkomandi og
verður lagt af stað frá Nesti við
Ártúnshöfða klukkan 20. Skóg-
ræktarfélag Rangæinga og Rang-
æingafélagið í Reykjavík efna
síðan til sameiginlegrar gróður-
setningarferðar að Hamragörðum
undir Eyjafjöllum um aðra helgi,
dagana 7. og 8. júní nk. Upphaf-
lega var þessi ferð ráðgerð um
næstu helgi, en af sérstökum
ástæðum hefur henni verið frestað
um eina viku.
A.A.-samtökin:
Kynningarfund-
ur á ísafirði
A.A.-SAMTÖKIN halda kynningar-
fund í Góðtemplarahúsinu á ísafirði
laugardaginn 31. maí kl. 15.00.
A.A.-menn að sunnan mæta á fund-
inn. Fundurinn er öllum opinn á
meðan húsrúm leyfir.
...hér er rétti sta&unnn!