Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980 '
Lars Andrén röntgenlæknir frá Svíþjóð:
Hópleitarrannsóknir á brjóstkrabba-
meini hafa gefið mjög góða raun
- ein af hverjum tíu, eldri en 45 ára, á
á hættu að fá brjóstkrabbamein
Hérlendis er staddur þessa
dagana á vegum Læknafélags-
ins Lars Andrén röntgenlæknir
og dósent við Háskólann í
Lundi. Var honum boðið til
landsins til að halda fyrirlestur
um árangur hópleitarrann-
sókna á brjóstkrabbameini, sem
gerðar hafa verið í Málmey í
Svíþjóð. í rannsóknum þessum
eru teknar röntgenmyndir af
brjóstum kvenna á aldrinum
frá 45 ára og notað til þess
sérstakt tæki (mammografi) og
hafa rannsóknirnar gefið mjög
góða raun.
Hérlendis hafa verið fram-
kvæmdar á vegum Krabba-
meinsfélagsins hópleitarrann-
sóknir á legkrabbameini, sem
gefið hafa góða raun. Konum
hefur einnig boðist svokölluð
brjóstaþreifing í þeim tilgangi
að uppgötva krabbamein i
brjósti, en hópleit hefur ekki
verið framkvæmd og aðeins er
til eitt slíkt tæki hérlendis. Það
er á Landspítalanum og orðið
nokkuð gamalt og úr sér geng-
ið.
Mbl. hitti Lars Andrén að
máli s.l. fimmtudag og spurðum
við hann fyrst, hvernig staðið
væri að leitarrannsóknum í
Málmey.
„Við kölluðum til rannsókna
helming allra kvenna á aldrinum
45—70 ára og fundum um 118
tilfelli, flest á algjöru byrjunar-
stigi, um 60% tilfellanna voru það
lítil, að ekki var unnt að finna þau
með þreifingu. Konur á þessum
„Þetta hefur verið meðal aðalbar-
áttumála sænskra kvennasam-
taka um nokkurra ára skeið,“
sagði Lars Andrén röntgenlækn-
ir um hópleitarrannsóknir á
brjóstkrabbameini í Sviþjóð.
Ljósm. Mbl. Kristián Einarsson.
7Vœrgóðarfrá GOÐA
Tjaldsalat
Tillaga að matreiðslu.
Sósa:
Þegar farið er í útilegu, er gott að geta
undirbúið nestið sem best heima. Þetta
er næringarríkt pylsusalat, sem búa má
til, áður en lagt eraf stað.og geymist vel
til næsta dags í kælitösku eða matar-
kælibrúsa.
400—500 g. GOÐApylsa
5—6 soðnar kaldar kartöflur
5—6 sneiðar rauðrófur (sýrðar)
2 harðsoðin egg
1 dl. sneiddar púrrur eða Vi dl.
saxaðurlaukur
1 msk. vínedik
1 — vatn
2 — matarolía
örlítið salt og pipar
steinselja (söxuð)
Skerið pylsu, kartöflur og egg í sneiðar
og rauðrófurnar í ræmur.Hristið sósuna
saman í hristiglasi.
Blandið öllu saman í plastboxi eða
matarkælibrúsa, kælið vel, áður en lok
er sett á.
Ljúffengt með grófu brauði og smjöri.
Berið kaffi, te eða heita súpu með.
Goðapylsurá grillið.
^ Kjötiönaöarstöö Sambandsins
Kirkjusandi sími:86366
aldri í Málmey eru um 40.000,
þannig að úrtakið var 20.000, um
75% þeirra komu til rannsóknar-
innar, enda tvísendum við bréf til
þeirra sem ekki komu.“
Brjóstkrabbi aukist
gífurlega
Þá sagði Lars að brjóstkrabba-
mein hefði aukizt gífurlega á
síðustu árum og skv. upplýsingum
íslenzkra sérfræðinga hefði ísland
ekki farið varhluta af því. „Talið
er,“ sagði hann, „að ein af hverjum
10 konum, sem eldri eru en 45 ára,
eigi á hættu að fá brjóstkrabba-
mein. Hver ástæðan er vitum við
ekki, en eina leiðin til að uppgötva
örugglega meinvörpin í tíma er
slík myndataka."
— Er engin hætta samfara
þessum myndatökum?
„Hún er það lítil, að ekki er orð
á gerandi. Geislunin er það lítil, að
ég myndi áætla að það væri
samsvarandi hætta þessu samfara
og að reykja eina sígarettu mán-
aðarlega."
Þá sagði Lars, að smæsta mein-
varpið, sem þeir hefðu fundið í
hópleitarrannsóknunum í Málm-
ey, hefði verið 2mm í þvermál, en
um einn cm hefði verið algengasta
stærðin. Venjulega væri þau orðin
2—4 cm þegar þau fyndust við
þreifingu.
Hversu lengi hafið þið stundað
þessar hópleitarrannsóknir og
hver er árangurinn?
„Við hófumst handa 1976, mörg
lönd hafa framkvæmt sams konar
rannsóknir lengur t.a.m. Hollend-
ingar og Bandaríkjamenn. Það er
of snemmt að dæma um árangur-
inn hjá okkur, tíminn er það
stuttur. Skýrslur frá Bandaríkj-
unum sýna að árangur hefur orðið
mjög góður hjá þeim, enda líkurn-
ar til að hægt sé að ná fullum bata
yfirgnæfandi meiri, þegar tekst að
uppgötva meinvörpin á frumstigi.
Þetta er áreiðanlega það sem
koma skal.“ Lars Andrén hefur
kynnt sér aðstæður hérlendis og
við spurðum hann álits á því,
hvort okkur væri unnt að standa
að svipuðum rannsóknum.
Tækjabúnaður hér
lélegur
„Þið eigið aðeins eitt slíkt tæki
og það er orðið nokkuð gamalt. En
þessi tæki eru mjög ódýr, miðað
við aðrar gerðir röntgentækja og
tilheyrandi búnaður s.s. filmur
o.fl. einnig ódýr. Húsnæðið sem
þarf til undir tækin og móttöku
kvennanna er ekki stórt þannig að
þetta er alls ekki kostnaðarsamt.
Þegar litið er á árangurinn þá
verður kostnaðarhliðin lítilvæg,
því sjúkrahúsvist og stórar skurð-
aðgerðir eru kostnaðarsamar og
reyndar er aldrei hægt að meta
mannslíf til peninga, ef út í það er
farið.“
— Hversu margar konur er
hægt að rannsaka daglega með
einu slíku tæki?
U.þ.b. 50 á dag, það þýðir um
250 á viku hverri.
Þá sagði Lars í lokin að sænsk
kvennasamtök ýmiss konar hefðu
haft það meðal aðalbaráttumála
sinna um nokkra ára skeið, að
slíkum hópleitarrannsóknum yrði
komið á í Svíþjóð og að allar
konur, eldri en 45 ára, yrðu
rannsakaðar reglulega. Hann
sagði nægilegt að hver kona færi í
slíka myndatöku á tveggja ára
fresti, ekki væri ástæða til að
óttast krabbamein í brjósti fyrir
45 ára aldurinn, skýrslur og rann-
sóknir sýndu að tilfelli væru mjög
sjaldgæf hjá yngri konum.
F.P.
Stjórn Verkfræöingafélags íslands. Talið frá vinstri: Dr. Oddur B.
Björnsson. Jónas Matthíasson. Sigurður Þórðarson. varaform.,
Ragnar S. Halldórsson, form., Hinrik Guðmundsson. framkvæmda-
stjóri, Óskar Mariusson og Jón Birgir Jónsson.
80 verkfræðing-
ar starfa erlendis
AÐALFUNDUR Verkfræð-
ingafélags íslands var haldinn
síðastliðinn þriðjudag og var
Ragnar S. Halldórsson kjörinn
formaður félagsins til næstu
tveggja ára. Fráfarandi formað-
ur var Egill Skúli Ingibergsson
borgarstjóri.
í félaginu eru nú 746 félags-
menn og þar af starfa 80-erlend-
is. Eftir starfsgreinum skiptast
verkfræðingarnir þannig, að 345
eru bygginga- og mælingaverk-
fræðingar, 98 eru efnafræðingar,
rafmagns- og rafeindaverkfræð-
ingar eru 128, skipa- og vélaverk-
fræðingar eru 126 og í öðrum
greinum eru 49 verkfræðingar. Á
síðasta ári gekk 41 nýr félags-
maður í Verkfræðingafélag
Islands, en innan þess er starfað
í átta deildum.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU