Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 15

Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980 15 Begin í mótbyr í stjórn sinni Tel Aviv. 29. maí. AP. TVEIR valdamiklir ráð- herrar í ríkisstjórn Men- achem Begin forsætisráð- herra sögðu í dag að þeir mundu greiða atkvæði gegn því að Begin skipi tvo harðlínumenn í stöð- ur sem losnuðu í stjórn- inni þegar Ezer Weizman landvarnaráðherra sagði af sér. Ariel Sharon lanbúnaðar- ráðherra sagði í útvarpsvið- tali að hann mundi greiða atkvæði gegn því að Yitzhak Shamir utanríkisráðherra yrði skipaður landvarnaráð- herra. Shamir er eindreginn stuðningsmaður landnáms Gyðinga á arabískum svæð- um. Yagael Yadin varaforsæt- isráðherra sagði að Lýðræð- ishreyfing hans mundi halda áfram andstöðu sinni gegn því að Yitzhak Modai orku- ráðherra tæki við embætti landvarnaráðherra. Modai hefur lýst því yfir að hann sé fylgjandi innlimun arabískra landsvæða ef samkomulag næst ekki um heimastjórn Palestínumanna í viðræðum við Egypta. Begin átti í dag fund með Lýðræðishreyfingu Yadins og öðrum ráðherrum stjórn- arinnar til að reyna að fá þá til að fallast á breytingarnar á stjórninni. Hann sagði nokkrum ráð- herrum sínum að stjórnin gæti fallið ef breytingarnar yrðu ekki samþykktar og forsætisráðherrann virðist ákveðinn í að fresta at- kvæðagreiðslu á þingi þar til tryggt verði að þær verði samþykktar. Veður víða um heim Akureyrí 6 léttskýjað Amsterdam 17 skýjaó Aþena 28 skýjaö Barcelona 18 léttskýjaó Berlín 24 rigning BrUssel 18 rigning Chicago 29 rigning Feneyjar 18 léttskýjaö Frankfurt 22 rigning Genf 16 rigning Helsinki 16 heióakírt Jerúsalem 32 heióskírt Jóhannesarborg 16 heiöskírt Kaupmannahöfn 21 rigning Las Palmas 20 skýjaó Lissabon 19 heiðskýrt London 13 skýjaó Loa Angeles 19 skýjaö Madríd 20 haióskýrt Malaga 25 skýjaö Mallorca 22 skýjað Miami 26 akýjaó Moskva 17 skýjaö New York 25 skýjað Ósló 11 rigning París 16 skýjaó Reykjavík 10 léttskýjaö Rio de Janeiro 30 heiðskirt Róm 21 heióskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Tel Aviv 29 heiðskírt Tókýó 30 heióskírt Vancouver 17 skýjaó Vínarborg 25 skýjaó Tilræði i Indiana Fort Wayne. Indiana. 29. maí. AP. VERNÓN E. Jordan. einn kunnasti og virtasti leiðtogi blökkumanna í Bandaríkjun- um, varð fyrir tveimur skot- um í dag þegar hann steig út úr bíl við hótel sitt. Kynþáttahatur er ekki talin ástæðan til verknaðarins og eng- inn er grunaður um árásina. Kona sem ók bílnum og virðist hafa séð þegar árásin var gerð á Jordan var færð til yfirheyrslu, enJiún liggur ekki undir grun. Jordan er framkvæmdastjóri samtakanna National Urban League. Líðan hans er alvarleg og læknar eru ekki vissir um áð hann muni ná sér. 23 fórust í árekstri Swift Gurrcnt. kanada. 29. maí. AP. TUTTUGU og þrír létu lífið í dag í árekstri hópferðabíls, bifreiðar og benzínbíls rétt vestan við bæinn Swift Current í vesturhluta fylkis- ins Saskatchewan í Kanada. Ell- efu slösuðust. Mikil sprenging varð og eldur læsti sig um flök bifreiðanna. 8 aldraðir létust ^ Achern. Vestur-býzkalandi. 29. maí. AP. ÁTTA aldraðir sjúklingar létu lífið og nokkrir aðrir slösuðust þegar eldur kom upp í sex hæða sjúkrahúsi í bænum Achern ná- lægt Svörtuskógum í Suðvestur- Þýzkalandi. Sjúklingarnir virðast hafa dáið úr reykeitrun. Um 350 brunaliðsmenn reyndu að bjarga um 200 sjúklingum sem voru í byggingunni auk 250 sjálfboðaliða Rauða krossins og þýzkra her- manna. Nokkrir sjúklingar komust út um neyðarútganga, en nota varð brunastiga til að bjarga um 70 rúmföstum og alvarlega veikum sjúklingum af efri hæðum hússins. Ókunnugt er um eldsupptök. Eld- urinn kom upp í aðalrafkerfi bygg- ingarinnar. Átök í SKóreu Seoul. 29. maí, AP. MÓTMÆLAAÐGERÐIR halda áfram þriðja daginn í röð i borg- inni Mokpo í suðurhluta Suður- Kóreu þrátt fyrir návist herliðs og nálægð borgarinnar við fylkishöf- uðborgina Kwangju sem er undir hernámi. Ferðamenn segja að 20.000 námsmenn og borgarar hafi tekið þátt í mótmælum 1 gærkvöldi og samkvæmt óstaðfestum fréttum áttu önnur mótmæli sér stað í dag. Borgin er nánast einangruð. í Seoul eru herforingjar að koma á fót ríkisráði örfárra háttsettra emb- ættismanna og hershöfðingja til að stjórna landinu samkvæmt herlög- um. Raunveruleg völd verða í hönd- um Chun Doo-Hwan hershöfðingja, valdamesta manns hersins, og ann- arra herforingja. Þingið verður gert allt að því valdalaust samkvæmt áreiðanlegum heimildum, jafnvel valdaminna en í tíð Park Chung-Hee heitins forseta. Þingið fær ekki að koma saman í nokkurn tíma. 1973 — Vestur-Þjóðverjar og Tékkar taka upp eðlilegt stjórn- málasamband. 1968 — Charles de Gaulle rýfur þing, boðar til kosninga og neitar að fara frá völdum. 1961 — Rafael Trujillo, einræðis- herra Dóminikanska lýðveldisins, ráðinn af dögum. 1932 — Franz von Papen myndar stjórn í Þýzkalandi. 1913 — Friðarsamningur Tyrkja- veldis og Balkanríkjanna undir- ritaður í Lundúnum. 1904 — Japanir taka Darien í ófriónum við Rússa. 1876 — Abdul Azis Tyrkjasoldáni steypt og Murad V tekur við. 1814 — Parísarfriður fyrri; Frakk- ar viðurkenna landamærin frá 1792 og sjálfstæði Niðurlanda og ítalskra og þýzkra ríkja. 1808 — Napoleon Bonaparte inn- limar Toscana á Ítalíu. 1772 — Karolina Matthildur drottning fer frá Danmörku eftir aftöku Struense greifa. 1588 — Flotinn ósigrandi siglir frá Lissabon til Englands. 1534 - Hinrik VIII af Englandi kvænist Jane Seymour. 1431 — Jóhanna frá örk brennd á báli í Rúðuborg, Frakklandi. Afmæli. Pétur mikli Rússakeisari (1672-1725) - Henry Addington, enskur forsætisráðherra (1754— 1844) — Benny Goodman, banda- rískur tóplistarmaður (1909--). Andlát. 1640 Rubens, myndlistar- maður — 1744 Alexander Pope, skáld — 1778 Voltaire, rithöfund- ur. Innlent. 1919 Fyrsti íslenzki ríkis- ráðsfundurinn í Fredensborgarhöll — 1768 d. Eggert Ólafsson — 1287 d. Ormr Klængsson — 1679 „Stríðshjálp" aukaskattur Krist- jáns V — 1776 Nýr verzlunartaxti — 1836 Vísindaleiðangur Paul Gaimard kemur til Reykjavíkur — 1851 Jón Sigurðsson kosinn forseti bókmenntafélagsins — 1875 34 fórust af hákarlaskipum norðan- lands — 1893 Hjalti Jónsson klífur Eldey — 1940 30 handteknir við knattspyrnukeppni — 1947 Flug- slysið í Héðinsfirði er 25 fórust — 1962 Efnahagsstofnun tekur til starfa — 1975 Brezk herskip fara úr landhelginni. Orð dagsins. Skoðanir geta ekki lifað ef menn hafa ekkert tækifæri til að berjast fyrir þeim — Thomas Mann, þýzkur rithöfundur (1875— !955). „Peysuföt“ í miklu úrvali. Bankastræti 7 Aóalstræti4 ...hér er rétti sta&urínn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.